Morgunblaðið - 20.03.2006, Síða 17

Morgunblaðið - 20.03.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 17 DAGLEGT LÍF Í MARS Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur FYRIR hvert og eitt okkar skiptir heilsan miklu máli. Ekki endilega til að lifa sem lengst heldur hitt að geta átt gott líf með sjálfum okkur og öðrum. Margir eru tilbúnir að ráða fólki heilt um á hvern hátt það getur orðið heilbrigt, ungt, fallegt og laust við sjúkdóma og annað fár. Gott og vel, en hversu áreiðan- legar eru upplýsingarnar sem gefn- ar eru? Tilboð um vörur eða leiðir til að ná á fram réttu líkamsþyngdinni, betra útliti og andlegri vellíðan eru óteljanleg og fæst af þessu er ókeyp- is. Til dæmis eru fjármunir sem fólk eyðir í ýmiss konar megrunarvörur meiri en það sem tóbaksiðnaðurinn er að hafa af fólki. Fólk þarf að vera á varðbergi Margir af þeim sem ráðleggja fólki hafa litlar sem engar rann- sóknir til að styðja ágæti þess sem það er að ráðleggja. Þess vegna á fólk ætíð að vera á varðbergi og kynna sér bakgrunn leiðbeinenda og öryggi og virkni vör- unnar sem er verið að hampa. Einn- ig að skoða hvaða hagsmunir geta hugsanlega verið að baki þeim upp- lýsingum eða ráðum sem gefin eru. Menntun og bakgrunnur þeirra sem gefa sig út fyrir að geta lofað fólki betri heilsu og hamingju er afar mis- munandi. Sumir eru algerlega á eig- in forsendum, aðrir sjálfmenntaðir eða með einhvers konar menntun á sviði óhefðbundinna lækninga og síðan þeir sem eru með viðurkennda heilbrigðismenntun. Til eru dæmi um ráðgjafa sem segjast hafa lært við virta háskóla sem síðan er ekki raunin eða þeir segja ósatt til um prófgráðu. Mjög erfitt getur verið fyrir fólk að átta sig á því hvort sú þekking sem ráð- gjafar státa af sé í raun traust og þá kemur til þess að vera gagnrýnin á upplýsingar sem veittar eru. Allar heilbrigðisstéttir eiga sér siðareglur og þar er áherslan lögð á að upplýs- ingar sem eru gefnar séu sannar og settar fram af fagmennsku. Hvað skal hafa í huga?  Ætíð á að beita heilbrigðri skyn- semi við mat á upplýsingum, get- ur það virkilega staðist að þessi ráðgjöf eða vara geti uppfyllt þær væntingar sem lofað er.  Þá er nauðsynlegt að vera á varð- bergi þegar lofað er lækningu og bata, sér í lagi ef það tekur til margs konar kvilla og sjúkdóma. Einnig ef vara sem verið er að selja er sögð fullkomlega örugg og án allra aukaverkana. Á veraldarvefnum er mikið af upplýsingum um heilsu en þær eru vægast sagt mjög misgóðar. Verið að selja eitthvað sem á að lækna kvilla á svipstundu og oft hljóma lof- orð sem eru þannig að þau eru of góð til að geta verið sönn. Þess vegna er nauðsynlegt að meta gæði upplýs- inganna og varast fagurgala og lof- orð um einhvers konar lífselixír. Margar opinberar stofnanir, fag- félög og sjúklingasamtök hafa gefið út upplýsingar um heilsufar og hvernig bæta má heilsuna. Flest af því er gott en skal samt sem áður ætíð skoða með gagnrýnu hugarfari.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Ráðgjöf um heilsu – hverju skal trúa? Reuters Dæmi eru um heilsuráðgjafa sem segjast hafa lært við virta háskóla sem síðan er ekki raunin eða þeir segja ósatt til um prófgráðu. Til dæmis eru þeir fjármunir sem fólk eyðir í ýmiss konar megrunarvörur meiri en það sem tóbaksiðn- aðurinn hefur af fólki. Anna Björg Aradóttir yfirhjúkr- unarfræðingur. Sigurður Guðmundsson landlæknir. „NIKKELOFNÆMI er mjög al- gengt ofnæmi,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson ofnæmislæknir. „Það er talið að u.þ.b. 7–10% manna í Evr- ópu þjáist af því,“ heldur hann áfram. „Þar af er stór hluti konur eða 7–14 konur á móti hverjum karli. Algengasta birtingarmynd nikkelofnæmis er snertiofnæmi,“ segir hann og bætir við að það komi til af því að nikkel sé í svo mörgum hlutum í umhverfinu. „Það er í flestum málmblöndum, út af eig- inleikum þess. Þar má telja hár- pinna, eyrnalokka, rennilása, hurð- arhúna og svo má nefna t.d. að evran inniheldur mikið nikkel og aðrar myntir reyndar líka. Allskyns silfurbúnaður, jafnvel hárlitur, skordýraeitur og sýklaeyðandi efni.“ Hann nefnir jafnframt að í ýms- um snyrtivörum séu efni sem fólk hefur snertiofnæmi fyrir og nikkel geti verið eitt af þeim, þó að það sé sjaldgæft. „Það eru nokkrar rannsóknir sem benda til þess að hluti þeirra, jafn- vel 60–70%, sem eru með slæmt ex- em og nikkelofnæmi þoli ekki nikk- el í fæðunni, þegar það fer umfram ákveðið magn,“ segir Björn Rúnar. Erfitt að forðast nikkel í fæðu „Nikkel er svakalega erfitt að forðast í fæðunni vegna þess að það eru svo margar fæðutegundir sem innihalda nikkel. Talið er að fullorð- inn einstaklingur neyti daglega allt að 150 míkrógramma nikkels,“ seg- ir hann og bætir við að nikkelið komi víðsvegar að, jafnvel úr drykkjarvatni, en tekur fram að ekki hafi verið sýnt fram á það hér- lendis. „Þessar tölur sem ég nefndi hér áðan eru frá Bretlandi og Bandaríkjunum.“ Ákveðnir fæðuflokkar innihalda meira nikkel en aðrir. „Ég vil nú reyndar leggja áherslu á að ekki eru allir á einu máli um að þetta sé raunverulegt. Þetta er umdeilt. Þó eru til rannsóknir sem sýna fram á að ef fólk sem er með undirliggj- andi nikkelofnæmi fær ákveðið magn nikkels, sem er töluvert magn, þá versnar því exemið. Það sem maður reynir er að leið- beina fólki með í hvaða fæðuflokk- um nikkel fyrirfinnst.“ Aðallega exem Nikkelofnæmi sem kemur fram við neyslu ákveðinnar fæðu lýsir sér í undantekningartilfellum í öðru en exemi. „Í þessum tilteknu rann- sóknum hefur það aðallega verið exem en það eru einhver dæmi um meltingareinkenni líka,“ segir Björn. „Þetta hefur þó aðallega ver- ið rannsakað í sambandi við ex- emið.“ Fæðuflokkarnir sem nikkel finnst í eru margvíslegir. „Það er kakó, sojabaunir, þ.e. matur sem inni- heldur soja, hnetur innihalda mikið nikkel, gróf korn, eins og t.d. hafra- mjöl og kornmeti.“ Jafnframt er það matur sem hefur komist í snertingu við málmblöndur. „Það gefur augaleið að það sem er geymt í járndósum smitast. Einnig eru dæmi um kaffi og te, en það getur líka verið út af því að vatnið sem notað er í það er hitað í ílátum sem í eru málmblöndur.“ Til að komast að raun um hvort fólk er með þetta ofnæmi er ráðlagt að vera á sérfæði í einn til þrjá mánuði. „Ég hef þó ráðlagt fólki að prófa þetta í þrjár til fjórar vikur og sjá hvað gerist. Það er nefnilega mjög erfitt að halda sig á þessu.“ Í lokin leggur Björn Lúðvík áherslu á að fólk ráðfæri sig við of- næmislækni eða húðsjúkdómalækni áður en farið er að prófa sig áfram með breytingu á mataræðinu ef það hefur grun um að það sé með of- næmi fyrir nikkeli í fæðu. „Stund- um ráðfæri ég mig líka við næring- arfræðing. Það er betra að fara yfir þessi mál með lækninum sínum.“  HEILSA | Ekki allir á einu máli um áhrif nikkels í fæðu Nikkel í fæðu ofnæmisvaldur? Morgunblaðið/Ásdís Björn Rúnar Lúðvíksson ofnæm- islæknir segir að algengi nikk- elofnæmis sé 7–10% í Evrópu. Morgunblaðið/ÞÖK Það getur verið dýrt að kaupa skartgripi handa þeim sem eru með nikkelofnæmi. Dæmi um fæðu sem inniheldur nikkel:  Baunir  Ýmiss konar trefjaefni  Kakó  Súkkulaði  Dósamatur  Skelfiskur  Síld  Sperglar  Sveppir  Laukur  Nýjar perur  Soja  Trjá- og jarðhnetur Dæmi um fæði sem ekki inniheldur nikkel:  Allar tegundir af kjöti  Fiskur, nema síld  Egg  Kartöflur  Blómkál  Hvítkál  Gulrætur  Allar mjólkurvörur  Hrísgrjón  Hveiti  Rúgmjöl  Nýir ávextir, nema perur  Marmelaði Ofnæmi Á eftirfarandi slóð er að finna ná- kvæma skýrslu sem unnin hefur verið um nikkelofnæmi úr fæðu: food.gov.uk/multimedia/pdfs/ nickel.pdf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.