Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 23

Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 23 UMRÆÐAN MEÐ andláti Slobodan Milosevic í Haag verða ákveðin kaflaskil í stjórn- málum Balkanskaga. Fráfall hans þýðir að allir þrír lyk- ilmenn hinna blóðugu átaka sem geisuðu í gömlu Júgóslavíu frá 1991-1995 eru horfnir af sviðinu; Milosevic, Alija Izetbegovic, leið- togi múslima í Bosníu og Franjo Tudjman, leiðtogi Króata. Aðeins forseti Slóvena, Milan Kucan, er á lífi, en Slóvenía, eitt lýðvelda gömlu Júgóslavíu, slapp best úr átök- unum á sínum tíma. Þrátt fyrir að það hefði verið mjög æski- legt að Milosevic hefði verið dæmdur fyrir að- ild sína að þeim hörm- ungum sem hann átti hvað stærstan þátt í að hrinda af stað í Júgó- slavíu árið 1991, er það óneitanlega svo að and- lát hans setur ákveðinn punkt og lokar því mál- inu. En það sem hann skildi eftir sig er land (les Serbía) í rústum, land sem glímir við mikla fátækt og spill- ingu á öllum sviðum. Í Serbíu vaða glæpa- klíkur uppi og hafa gríðarleg ítök, ekki bara þar, heldur víðar í Evrópu. Andlát Milosevic opnar hinsvegar fyrir þann möguleika að horfa fram á veginn, horfa til Evrópu og Evrópu- sambandsins, rétt eins og flest þau ríki þar sem kommúnisminn réð ríkj- um, hafa gert eftir gjaldþrot komm- únismans, og gera enn. Slóvenar eru þegar með í ESB og Króatía fær sennilega aðild, en aðildarviðræður standa yfir á milli Króata og ESB. Er það af hinu góða fyrir svæðið og eyk- ur líkurnar á stöðugleika. Aukinn stöðugleiki á Balkanskaga þýðir minni líkur á hörmungum af því tagi sem áttu sér stað á árunum 1991- 1999, en árið 1999 lét NATO sprengj- um rigna yfir Serbíu, vegna með- ferðar Serba á Albönum í Kosovo. Þau átök voru afurð Slobodan Milos- evic og draums hans um Stór-Serbíu, draums sem hann átti sér alla sína valdatíð, en verður aldrei að veru- leika. Ég þekki persónulega lækni frá Serbíu, sem fyrir nokkrum árum flutti hingað til Svíþjóðar. Hún og eiginmaður hennar voru mjög virk í lýðræðishreyfingunni í Serbíu og voru þau persónulegir vinir Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, sem ráðinn var af dögum fyrir þrem- ur árum síðan. Var það mikið áfall fyrir þau. Í mörgum samtölum okkar um Serbía, Balkanskaga og Evrópu ligg- ur einn rauður þráður af þeirra hálfu: Serbía og Serbar verða að kasta af sér oki þjóðernishyggju og afturhalds og horfa framávið, horfa til Evrópusambandsins og virkilega leitast við að verða eðlilegur hluti af Evrópu. Þeirri þjóðern- ishyggju sem blossaði upp í Serbíu um miðjan áttunda áratuginn hafði Josep Tito, leiðtogi landsins frá l945 og ein- ræðisherra, reynt að halda í skefjum. Hann lést 1980 og þá mynd- aðist tómarúm og ring- ulreið í stjórnmálum Júgóslavíu Smám sam- an komst Milosevic til valda og hann nýtti sér þessa krafta til hins ýtr- asta og í skjóli þeirra sölsaði hann til sín öll völd og ruddi andstæð- ingum sínum miskunn- arlaust úr vegi. Völd, bæði notkun þeirra og misnotkun voru ær og kýr Milosevic. Hann var kommúnisti, kerfiskall (apparatchik) og maður alræðis. Þessa þjóðernis- hyggju hata áðurnefndir vinir mínir frá Serbíu eins og pestina og álíta hana að stærstum hluta orsök alls ills í Serbíu og serbneskum stjórnmálum. Þjóðern- ishyggja höfðar til tilfinninga, en ekki rökhyggju. Og tilfinningar sem þess- ar fara gjarnan úr böndunum og þá getur fjandinn virkilega verið laus. Mennirnir sem léku með eld þjóðern- ishyggjunnar á Balkanskaga vissu það og þeir léku vísvitandi með lýð- inn. Sviðin jörð er afleiðing verka þeirra; mest í Bosníu og Kosovo, en einnig í Króatíu. Serbía, rétt eins og önnur lönd, á svo sannarlega skilið að lifa við hag- sæld,frið og ekki síst, framfarir. Síð- asti fulltrúi alræðis og kúgunar í landinu er nú allur, leiðtogi hvers valdaferill einkenndist af grimmd og vanvirðingu fyrir mannslífum og lýð- ræði. Fyrir Serbíu er kominn tími til að snúa við blaðinu og horfa til fram- tíðar. Núverandi valdhafar reyna það hvað þeir geta, en verkefni sem þetta er tímafrekt og erfitt. ESB og hin „siðmenntaða“ Evrópa, með lýðræði að leiðarljósi, hefur þar mikið verk að vinna, bæði við að byggja upp eðlileg samskipti við Serbíu, svo og að hjálpa til við að byggja upp landið á allan mögulegan hátt. Nýir tímar í Serbíu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson fjallar um stjórnmál á Balkanskaga eftir andlát Slobodan Milosevic Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ’Serbía og Serb-ar verða að kasta af sér oki þjóð- ernishyggju og afturhalds og horfa framávið, horfa til Evrópu- sambandsins og virkilega leitast við að verða eðli- legur hluti af Evrópu.‘ Höfundur er M.A. í stjórnmálafræði, búsettur í Uppsölum, Svíþjóð. BINDINDI er bezt sögðum við bindindismenn áður og segjum enn af hjartans innstu sann- færingu. Sú lífsstefna færir hverjum manni mikinn ávinning og oft hefi ég til þess hugsað hver sannleiksorð ég talaði til nemenda minna á árum áður. Ég lét þau vera þeim til umhugsunar án allrar prédikunar, að aldrei hefði ég hitt nokkurn bindind- ismann sem séð hefði eftir þeirri ákvörðun sinni að bragða aldrei áfengi, en óteljandi væru þeir sem sárlega iðraði þess að hafa hleypt þeim heilsuóvini í túngarð sinn svo alltof oft hlaust af hrein ógæfa. Þetta eru einföld sannindi og vænt þótti mér um pistil Gerðar Kristnýjar rithöfundar í Lesbók Morgunblaðsins þar sem hún fjallaði um annars góða hvatningu félagasam- taka til unga fólksins að bíða með það að bragða áfengi og benti á aðra leið ennþá betri og sú væri að byrja aldrei. Þessar hugleiðingar mínar eiga rót að rekja til þeirrar staðreyndar að nú sem aldrei fyrr er reynt að villa og trylla unga fólkið, áfeng- isframleiðendur og áfengissalar setja upp glansmynd glæsileik- ans, misnota orð s.s. virðingu og gylla vöru sína án alls fyrirvara um staðreyndir, hvergi að afleiðingum vikið, ábyrgðartilfinning fyrirfinnst ekki og máske eðlilegt. Blygð- unarlaust er dýrðarmyndin dregin upp og þrátt fyrir augljós brot á áfengislöggjöf okkar hvað auglýs- ingar varðar þá horfa yfirvöld framhjá þeim brotum, enda máttur auðsins sem að baki býr mikill. Áfengissala stóreykst ár frá ári og tölurnar ógnvænlegar en virðast þó snerta alltof fáa. Nýjasta brellan til að setja sakleysisblæ á neyzluna er nú komin á fulla ferð, áfengir gos- drykkir sækja á að sögn fjölmiðla og hverjum er fyrst og fremst ætlað að gína við, gosdrykkir skulu það heita með lúmsku innihaldinu í smáa letr- inu, beinlínis stefnt að þeim ungu og óhörðnuðu eins og áfengisauglýs- ingarnar sem samkvæmt rann- sóknum erlendis hafa langmest áhrif á þá sem enn eru ómótaðir og um leið oft móttækilegastir fyrir áróðrinum, fagurgalanum þar sem hvergi örlar á bletti eða hrukku. Einu sýnilegu viðbrögðin við öllu þessu eru tillögur um aukið hömlu- leysi, óheftar auglýsingar, áfengið við hliðina á mjólkinni í mat- vöruverzlunum og einnig þar leyfa menn sér á lævísan hátt að fela eða draga úr með því að segja „bara léttvín“, saklaust með öllu eða hvað. Á sama tíma kemur fram frá virtu meðferðarfólki að innlögnum vegna áfengisvandamála tengdum þessu „bara léttvíni“ fari óðum fjölgandi og verði æ stærra vandamál. Ég hlýt að spyrja: Er til of mikils mælzt af þeim alþingismönnum sem bera tillögur af þessu tagi inn í þingsali að þeir kynni sér hvað er í raun að gerast í áfengismálum okk- ar og spyrji sig í einlægni í fram- haldinu hvort virkilega sé á bæt- andi, hvort ekki sé einmitt rétt að spyrna við fótum, hefja sókn gegn því ástandi sem fer því miður sí- versnandi? Sá sem algáðum augum horfir á þróunina og framtíðina í því ljósi fyllist köldum kvíða og grimmum geig, því við megum aldrei gleyma því, að áfengið er mikilvirkasta vímuefnið hvað illar afleiðingar snertir og yfirgnæfandi á upphaf annarrar neyzlu rót sína í áfenginu, staðreyndir sem margsannaðar eru. Ég spyr í einlægni: Er til of mik- ils mælzt að menn líti á staðreyndir, skelfilegar staðreyndir og láti þær vísa sér veg? Er til of mikils mælzt? Helgi Seljan fjallar um áfengismál Helgi Seljan ’Er til of mikils mælzt afþeim alþingismönnum sem bera tillögur af þessu tagi inn í þingsali að þeir kynni sér hvað er í raun að gerast í áfeng- ismálum okkar …‘ Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. „AÐILAR eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður- Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru beir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sátt- mála Sameinuðu bjóðanna, að- stoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hin- um aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins...“ Svona hljómar 5. grein Atl- antshafssamnings NATO sem undirritaður var í Washington 4. apríl 1949. Tveimur árum seinna var varnarsamningurinn við Bandaríkin gerður. Einhliða til- kynning Bandaríkjanna um brottflutning flugflotans frá Keflavíkurstöðinni felur í raun í sér uppsögn varnarsamningsins. Það er ágætt. Þær ógnir sem nú steðja að ríkjum í Norður- Atlantshafi eru nefnilega aðrar en þegar varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerður árið 1951. Kalda stríðinu er lokið, kommúnisminn er dauður og Sovétríkin eru horfin. Vörnin sem felst í 5. grein NATO- sáttmálans dugir okkur Íslend- ingum prýðilega og sjálfir get- um við vel séð um rekstur á björgunarþyrlum. Við getum því kvatt Kanann með ró í brjósti og nýtt varnarstöðina á Mið- nesheiði í eitthvað upp- byggilegra. Farið hefur fé betra. Eiríkur Bergmann Einarsson NATO dugar Höfundur er dósent í stjórn- málafræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Á HVERJU hausti mætir hópur af eftirvæntingarfullum litlum bleikklæddum míní-ballerínum jú, og einstaka hugaður lítill prins í fyrstu balletttímana sína. Þar læra þau fyrstu sporin sem eiga ef til vill eftir að leiða þau langa og stranga leið inn á upplýst leik- sviðið, okkur öllum til ánægju. Auðvitað minnkar hópurinn eft- ir því sem árin líða og kröfurnar aukast, það er svo margt fleira sem er spennandi og skemmtilegt. Þau sem halda áfram læra fleiri spor, verða ag- aðri og öruggari í hreyfingum og fram- komu. En lítill hluti þessa hóps finnur svo mikla unun og ánægju í ballettsalnum að hann vill meira, meira nám, fleiri dans- fög, fleiri tíma en fyrsti ball- ettskólinn getur boðið. Þessir nem- endur hafa hingað til getað þreytt inntökupróf í Listdansskóla Ís- lands. Grasrótarstarfið sem unnið er í einkareknu listdansskólunum er ómetanlegt. Án þeirra væri harla lítill grundvöllur fyrir listdansnámi í landinu. En þeir geta ekki boðið fram nám af því tagi sem nauðsyn- legt er til að nemendur geti stefnt að atvinnumennsku í listdansi. Það hafa forsvarsmenn einkaskóla bent á í ræðu og riti á undanförnum mánuðum. Með skólagjöldum for- eldra er hægt að greiða fyrir nám í einn, tvo, jafnvel þrjá eða fjóra tíma á viku. En nám sem stefnir að atvinnumennsku er miklu víð- tækara en svo að það rúmist innan þess tímaramma. Listdansinn hefur þá sérstöðu meðal listgreina að hann krefst lík- amlegs atgervis á borð við það sem við sjáum hjá íþróttamönnum í fremstu röð. Styrk, mýkt og fimi þarf að þjálfa markvisst frá unga aldri og eins og í íþróttunum er óheyrilega mikilvægt að sú þjálfun sé í höndum færustu fagmanna. Að auki þarf auðvitað að læra flókin kerfi hreyfinga, tónvísi og takt- vissu, næmi, innlifun og sviðs- framkomu. Þetta tekur tíma og sá tími takmarkast af líkamlegum þroska og af aldri nemendanna. Markviss þjálfun þarf að hefjast um 9–10 ára aldur. Listdansarar eru fullnuma um tvítugt og starfs- ferli þeirra lýkur um fertugt eða fyrr. Þegar listdansinn er borinn sam- an við aðrar listgreinar, t.d. tón- list, sést að þessi tengsl við lík- amsþroskann setja honum önnur mörk. Ytri rammi námsins er líka af öðrum toga. Tónlistarnemand- inn æfir sig heima á hljóðfærið sitt. Dansnemandinn æfir sig ekki heima nema hann hafi til umráða rúmgóðan sal með sérstöku gólfi og stórum speglum, nokkuð sem varla er til staðar á mörgum heim- ilum. Listdans þarf auk þess að æfa í hópi jafningja, því nemendur sem eru á svipuðu róli í tækni, aldri og þroska þurfa að læra að vinna saman. Tíma- fjöldinn í æfingasaln- um verður því mun meiri en sá tímafjöldi sem tónlistarneminn þarf með kennaranum sínum. Elstu nem- endur í grunndeild Listdansskóla Íslands, 15 ára gamlir, æfa nú um 12 klukkustundir á viku og bæta því um 50% eða svo ofan á skólavikuna sína í grunnskólanum. Nem- endur við framhalds- deild Listdansskóla Íslands stunda þar nám 20 tíma á viku auk fram- haldsskólanáms. Af ofangreindu ætti að vera auð- velt að sjá að ekki er um hags- munaárekstur að ræða milli einka- reknu listdansskólanna og hins ríkisrekna Listdansskóla Íslands. Báðir aðilar þurfa hvor á öðrum að halda. Án grasrótarstarfsins fá börnin aldrei að kynnast þessu námi, án möguleikans á meira námi en einkareknir skólar geta boðið fá þessi örfáu börn sem hafa til þess metnað og úthald aldrei að sýna til fullnustu hvað í þeim býr. Það nám sem þau þurfa á að halda er einfaldlega of dýrt til að for- eldrar geti staðið straum af því sjálfir. Án aðkomu opinberra aðila mun það því leggjast af. Foreldrafundur í Listdansskóla Íslands samþykkti nú fyrir nokkr- um dögum að skora á mennta- málaráðherra að fresta lokun List- dansskólans um eitt ár svo betur megi vinna að faglegum undirbún- ingi þess náms sem við á að taka. Eins og stendur veit enginn hvern- ig það á að vera eða hver á að sinna því. Börnin sem nú vinna af kappi að undirbúningi að síðustu vorsýningu Listdansskóla Íslands eiga skilið að ráðamenn gefi sér tíma til að huga að framtíð þeirra að framtíð listdansins í landinu – af alúð og alvöru. Tími til að dansa Ragnheiður Gestsdóttir fjallar um listdans Ragnheiður Gestsdóttir ’… án möguleikansá meira námi en einkareknir skólar geta boðið fá þessi örfáu börn sem hafa til þess metnað og úthald aldrei að sýna til fulln- ustu hvað í þeim býr.‘ Höfundur er móðir og amma nem- enda við Listdansskóla Íslands, móðir kennara við sama skóla og móðir at- vinnudansara sem starfar erlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.