Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 34
34 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
N ý t t í b í ó
MARTIN LAWRENCE
Mamma allra grínmynda er
mætt aftur í bíó!
FÓR BEINT Á TOPPINN
Í BANDARÍKJUNUM
200 kr. afsláttur
fyrir XY félagawww.xy.is
Skemmtu þér vel á frábærri fjölskyldumynd!
18 krakkar. Foreldrarnir.
Það getur allt farið úrskeiðis.
eee
S.V. Mbl.
Upplifðu magnaðan söngleikinn!
Stútfull af stórkostlegri tónlist!
2 fyrir 1
fyrir viðskiptavini
Gullvild Glitnis
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Big Momma´s House 2 kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15
Big Momma´s House 2 LÚXUS kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15
Rent kl. 8 og 10.45 B.i. 14 ára
Yours Mine and Ours kl. 4 og 6
Pink Panther kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
Nanny McPhee kl. 3.40 og 5.50
Walk the Line kl. 8 og 10.45 B.i. 12 ára
Big Momma´s House 2 kl. 6, 8 og 10
Rent kl. 10 B.i. 14 ára
Yours Mine and Ours kl. 6
Pink Panther kl. 8
eee
L.I.B. - Topp5.is
BEYONCÉ KNOWLES
STEVE
MARTINKEVIN
KLINE
JEAN
RENO
Vinsælasta myndin á Íslandi 2 vikur í röð
ÞAÐ var ekki miklu við að bæta, Big Momma’s
House sagði greinilega allt sem Malcolm Tur-
ner-Big Momma (Lawrence), hafði að segja.
Svo gerðist það að þessi einsbrandaramynd –
alríkislögreglumaður í gerfi akfeitrar, rosk-
innar blökkukonu – varð ósvikin gullnáma sem
verið er að krukka í í annað sinn. Aldrei að vita
nema eitthvað sé eftir af góðmálmi í vösum
bíógestanna.
Synd að segja að handritshöfundarnir grafi
djúpt eftir söguþræðinum. Turner er settur í
skrifborðsvinnu, konan hans er langt gengin á
leið og lögreglumanninum leiðist þófið. Hann
smyglar sér í skjóli gervis Stóru mömmu, inn í
rannsókn á tölvusnillingi sem grunaður er um
landráð. Ræður sig sem barnapíu og húshjálp
og bjargar Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Fátt um þau björgunarstörf að segja annað
en að lítið sem ekkert er í gangi sem kitlar
hláturtaugarnar. Mest allt erum við búin að
sjá í mynd nr. 1., en þetta er ósköp saklaust og
léttvægt grín sem engan skaðar. Ef þú hefur
ekki séð Big Momma’s House, er skemmti-
legra að bregða sér á myndina en sitja heima
og góna út í loftið.
Teygt á
lopanum
„Mestallt erum við búin að sjá í mynd nr. 1, en
þetta er ósköp saklaust og léttvægt grín sem
engan skaðar,“ segir m.a í dómnum.
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó,
Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri: John Whitesell. Aðalleikarar: Martin Law-
rence, Nia Long, Emily Procter, Zachary Levi, Mark
Moses. 95 mín. Bandaríkin 2006.
Big Momma’s House 2 Sæbjörn Valdimarsson
TÓNLEIKAFERÐINNI Rás 2 rokkar hringinn lauk um helgina
þegar hljómsveitirnar Ampop, Dikta og Hermigervill tróðu upp á
NASA við Austurvöll. Tónleikaferðin, sem tók viku, hófst á Egils-
stöðum, fór svo um Akureyri, Ísafjörð, Selfoss, Reykjanesbæ og
Akranes.
Hljómsveitin Vax hitaði upp fyrir þríeykið á Nasa við góðar
undirtektir viðstaddra.
Fólk flykktist á Nasa til að berja þessar vinsælu hljómsveitir
augum en aðrir létu sér nægja að hlusta á beina útsendingu frá
tónleikunum á Rás 2.
Tónlist | Ampop, Dikta og Hermigervill skóku NASA
Við enda
hringsins
Áhorfendur létu sig ekki vanta á NASA þetta kvöldið enda meðal vinsælustu hljómsveita landsins sem stigu þar á stokk.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hljómsveitin Vax hitaði upp fyrir Ampop, Diktu og Hermigervil.
Ekki sást á söngvara Diktu að hann væri að spila á sjöundu tónleikum
sínum þessa vikuna.