Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 36

Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 36
36 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ eee V.J.V. topp5.is eeee S.V. mbl eeee A.G. Blaðið eeee Ö.J. Kvikmyndir.com eeeee Dóri Dna / Dv eeee S.v. / Mbl eeee „Skemmtilegasti furðufugl ársins!" - Roger Ebert The Matador kl. 6 - 8 og 10 B.i. 16 ára The New World kl. 5:45 og 8:30 B.i. 12 ára The Worlds Fastest Indian kl. 5:30 og 10:15 Blóðbönd kl. 6 og 8 Crash kl. 10 B.i. 16 ára Syriana kl. 5:30 - 8 og 10:30 B.i. 16 ára Clean kl. 8 Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise Frá h öfundi „Traffc“ eeee H.K., Heimur.is F R U M S Ý N I N G Hagatorgi • S. 530 1919 www.haskolabio.is F R U M S Ý N I N G StærSta kvikmyndahúS landSinS D.Ö.J., Kvikmyndir.com Leigumorðingi og sölumaður labba inná bar og ótrúleg atburðarás hefst... Ógleymanlegar persónur í mynd sem er svo töff, skemmtileg og alveg drepfyndin. Pierce Brosnan hefur aldrei verið betri. Leigumorðingi og sölumaður labba inná bar og ótrúleg atburðarás hefst... Ógleymanlegar persónur í mynd sem er svo töff, skemmtileg og alveg drepfyndin. Pierce Brosnan hefur aldrei verið betri. eee - VJV topp5.is eee - VJV topp5.is „Rígheldur manni allan tímann!“ A.B., Blaðið MÚSÍKTILRAUNIR, árleg hljóm- sveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, hefjast í kvöld, en þá keppa tíu hljómsveitir um sæti í úrslitum 31. mars næstkomandi. Keppninni verður síðan haldið áfram næstu kvöld, en alls keppir 51 hljómsveit um sæti í úrslitum að þessu sinni. Músíktilraunir verða haldnar í Loftkastalanum að þessu sinni. Sigurverðlaun Músíktilrauna eru hljóðverstímar að vanda, en einnig er veittur fjöldi aukaverð- launa, meðal annars fyrir frammistöðu hljóðfæraleikara. 1. verðlaun í Músíktilraunum 2006 verða 20 tímar með hljóð- manni í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar, Mbox 2 upptökutæki frá Hljóðfærahúsinu, 20.000 kr. úttekt í 12 Tónum og miðar fyrir alla meðlimi á Reykjavík Rocks 2006 í boði Ungfrúr Uglu. Einnig fær sigursveitin að leika á Ice- land Airwaves á góðum tíma. 2. verðlaun eru 20 tímar ásamt hljóðmanni í Stúdíó September og 15.000.kr úttekt í 12 Tónum og 3. verðlaun 20 tímar ásamt hljóðmanni í Stúdíó Ryk og 10.000 kr úttekt í 12 Tónum. Einnig fær efnilegasti hljóm- borðsleikarinn/forritarinn 20.000 kr. úttekt í Tónastöðinni, efnileg- asti trommarinn 20.000 kr. úttekt í Hljóðfærahúsinu, efnilegasti bassaleikarinn 20.000 kr. úttekt í Tónastöðinni, efnilegasti gít- arleikarinn 20.000 kr. úttekt í hljóðfæraversluninni Rín og efni- legasti söngvarinn Shure Beta 58 hljóðnema frá Tónabúðinni. Tími – Miðstöð fyrir tímalistir velur síðan athyglisverðustu hljómsveitina og tekur upp með henni og fullvinnur eitt lag. Eins og getið var hefst keppnin í kvöld í Loftkastalanum og verð- ur fram haldið þar næstu kvöld, þriðjudags-, miðvikudags-, fimmtudags- og föstudagskvöld. Öll kvöldin verður húsið opnað kl. 18:00 og fyrsta hljómsveit stígur á svið kl. 19:00. Úrslitin, sem verða í beinni útsendingu á Rás 2, verða síðan í Loftkast- alanum föstudaginn 31. mars næstkomandi. Sú nýbreytni er varðandi miða- sölu að auk aðgangsmiða fyrir hvert kvöld verður seldur sér- stakur passi sem veitir aðgang að öllum undanúrslitakvöldunum. Hver passi gefur líka forkaups- rétt á einum miða á úrslitin, en ef marka má aðsóknina undanfarin ár munu færri komast að þá en vilja. Passinn kostar 2.500 krónur og hefst sala á honum í dag kl. 16.00 í Loftkastalanum. KYNSLÓÐ625 Kynslóð625 er sprottin úr Tónlistarskóla Ólafsfjarðar sem er bakhjarl sveitarinnar. Hljómsveitarmeðlimir eru Alexander Magnússon trommu- leikari, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari og gítarleikari, Helgi Már Guð- mundsson gítarleikari, Sonja Geirsdóttir hljómborðsleikari, Atli Tómasson gítarleikari og Hjalti Snær Njálsson bassaleikari. Öll eru þau fjórtán nema Hjalti sem er þrettán. MÍLANÓ Frá Egilsstöðum er hljómsveitin Mílanó. Liðsmenn hennar eru allir á átjánda ári og heita Theódór Sig- urðsson söngvari, Arnar Kárason gítarleikari, Birkir Snær Mánason bassaleikari, og Kristófer Nökkvi Sigurðsson trommuleikari. Þrír þeirra tóku þátt í Músíktilraunum á síðasta ári undir nafninu Elysium og komust í úrslit. Þeir segja að tónlist hinnar nýju hljómsveitar sé lítið skilgreind en góð. PRÓPANÓL Hafnfirsku gleði-funkrokksveitina Própanól skipa Anton Örn Árnason gítarleikari, Róbert Steingrímsson trompetleikari, Sindri Magnússon bassaleikari, Sölvi Guttormsson trommuleikari, Viktor Aron Bragason gít- arleikari og Thelma Karen Kristjánsdóttir söngkona. Þau eru fimmtán til sextán ára. WILDBERRY Wildberry er að norðan, frá Hvammstanga og Laug- arbakka. Kristinn Arnar Benjamínsson og Ásgeir Trausti Einarsson leika á gítara, Birkir Þór Þorbjörnsson á bassa og Andri Páll Guðmundsson á trommur. Meðalaldur sveit- armanna er fimmtán ár. Wildberry er fimmta nafnið sem sveitin notar en áður hefur hún heitið Glúralúx, Megalom- aniacs, Flaming Midgeons og Infernal Humans. YOU BANANA You Banana er reykvísk hljómsveit skipuð þeim Styrmi Sig- urðarsyni gítarleikara, Brynjari Helgasyni söngvara, Helga Ás Helgasyni bassaleikara, Brynjólfi Gauta Jónssyni gít- arleikara og Sveini Óskari Karlssyni trommuleikara. Þeir fé- lagar eru á fjórtánda og fimmtánda ári og segjast „índí strák- ar með pönk attitjút“. Músíktilraunir 2006 OVERDRIVE Hljómsveitin Overdrive er úr Reykjavík og hyggst spila metalrokk á Músíktilraunum. Liðsmenn sveitarinnar eru Eyjólfur Steinar Kristjánsson, söngvari og gítarleikari, Kári Hersteinsson, bassaleikari og bakraddasöngvari, Ingi Þórisson gítarleikari og Einar „Zep- pelin“ Hildarson trommuleikari. arnim@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.