Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 6
6 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
ÁN FLÚORS
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
TANNKREM OG
MUNNSKOL
MEÐ XYLITOL
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann á sjötugs-
aldri í þriggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir brot á lögum
um virðisaukaskatt. Hann var jafn-
framt dæmdur til að greiða fésekt
til ríkissjóðs upp á átta og hálfa
milljón króna og greiði ákærði ekki
sektina innan fjögurra vikna kemur
í stað hennar fangelsisvist í fimm
mánuði.
Ákærða var gefið að sök að hafa
sem framkvæmdastjóri fyrirtækis,
sem úrskurðað var gjaldþrota seint
á árinu 2004, ekki staðið sýslu-
manninum í Hafnarfirði skil á virð-
isaukaskatti sem innheimtur hafði
verið á árunum 1998 til 2002, sam-
tals að upphæð 4,4 milljóna króna.
Í dómi héraðsdóms segir að
ákærða sé til málsbóta skýlaus
játning á sakargiftum og að hann
hafi ekki gerst sekur um refsiverða
háttsemi áður, auk þess sem hann
hafi greitt rúmlega 700 þúsund
krónur af hinum vangoldna virð-
isaukaskatti.
Málið dæmdi héraðsdómarinn
Jónas Jóhannsson en Auður Ýr
Steinarsdóttir, fulltrúi ríkislög-
reglustjóra, sótti af hálfu ákæru-
valdsins.
Sektaður
um 8,5
milljónir
króna
EIGINFJÁRSTAÐA Landsbank-
ans hefur aldrei verið sterkari en
nú, en eiginfjárhlutfall bankans er
15,7%, þar af 14,5% í eiginfjárþætti
A, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu sem bankinn sendi frá
sér á föstudaginn.
Hlutfallið er yfir meðaleiginfjár-
hlutfalli íslenskra banka, sem er
svo aftur mun hærra en sama hlut-
fall hjá bönkum á Norðurlöndum,
Bretlandi og Bandaríkjunum, segir
í tilkynningunni.
Þá kemur fram að bankinn hafi
staðist álagspróf Fjármálaeftirlits-
ins vel en í prófinu er þol bankans
reynt ef upp kæmu nokkur alvarleg
áföll samtímis.
Í tilkynningunni er einnig rætt
um lausafjárstöðu bankans og segir
Halldór J. Kristjánsson banka-
stjóri að sterk lausafjárstaða sýni
mikinn undirliggjandi styrk bank-
ans. Þá staðreynd sé mikilvægt að
hafa í huga þegar rætt sé um
meinta erfið-
leika bankanna
við endurfjár-
mögnun lána, en
lausafjáreignir
Landsbankans
eru alls um 4,7
milljarðar evra á
móti 3,2 millj-
arða evra af-
borgunum af
langtímaskuld-
bindingum næstu tvö árin. Þá hefur
fjölbreytni í fjármögnun hefur auk-
ist, að sögn Halldórs, en meðal ann-
ars námu alþjóðleg innlán Lands-
bankans um 1,7 milljörðum evra í
árslok 2005.
Hlutfall erlendrar
áhættu hærra
Hann bendir einnig á að hlutfall
erlendrar áhættu bankanna í dag
sé mun hærra en innlendrar
áhættu. Samkvæmt nýlegri könnun
Samtaka banka og verðbréfafyrir-
tækja eru um 70% af áhættu ís-
lenskra bankakerfisins á erlendri
grundu og segir hann það skipta
miklu máli í tengslum við umræðu
um að bankarnir séu háðir gengi
krónunnar og íslensku hagkerfi.
„Þetta ber að hafa í huga þegar
skuldir bankakerfisins eru metnar,
að sá samanburður getur ekki ein-
göngu verið við landsframleiðslu
hér á landi,“ segir Halldór.
Ennfremur má að sögn Halldórs
benda á gott jafnvægi í hlutabréfa-
eign bankans. Erlend hlutabréf séu
nú 59% af hlutabréfasafni bankans
en til samanburðar hafi þetta hlut-
fall verið 15% fyrir ári síðan. Bank-
inn hafi því breytt hlutabréfasafni
sínu úr innlendum bréfum í erlend
hratt á undanförnu ári og þar með
náð fram bættri áhættudreifingu.
Halldór segir stöðu Landsbank-
ans almennt mjög trausta. „Það
sem staðfestir best trausta stöðu
bankans er sú staðreynd að grunn-
afkoma Landsbankans fyrir skatt
var 30% árið 2005 og 23% árið 2004.
Þetta er meðal þess sem best gerist
í Evrópu,“ segir hann.
! "#$%
&'%(
"#$% Eiginfjárstaða Landsbankans
hefur aldrei verið sterkari
Halldór J.
Kristjánsson
SÝSLUMAÐUR Norður-Múlasýslu
lét fjarlægja allt áfengi af veitinga-
staðnum Kaffi Láru á Seyðisfirði
fyrir helgina. Fjórir lögregluþjónar
á tveimur bílum mættu á ellefta tím-
anum á föstudagskvöld með fyrir-
mæli um að veitingamanninum, Ey-
þóri Þórissyni, væri óheimilt að veita
vín. Eyþór framvísaði þá leyfisbréfi
útgefnu af bæjarráði Seyðisfjarðar-
kaupstaðar. Lögregluþjónarnir ráð-
færðu sig við yfirmann sinn, sýslu-
mann N-Múlasýslu, sem ákvað að
taka ekki leyfið gilt. Var aðgerðun-
um þá haldið áfram og allt áfengi
borið út í lögreglubifreiðirnar. Það
var síðan flutt til geymslu í fanga-
geymslur lögreglunnar á Seyðisfirði
og klefinn innsiglaður.
Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði
skipaði sýslumaður þeim að fara og
innsigla vínlager Kaffi Láru, enda
væri ekki líðandi að staðurinn væri
rekinn á bráðabirgðaleyfum „trekk í
trekk“. Segir lögreglan sýslumann
hafa sagt að ekki væri mark takandi
á vínveitingaleyfum bæjarstjórnar.
Jóhann Hansson, formaður bæjar-
ráðs Seyðisfjarðar, skrifaði undir
vínveitingaleyfi Kaffi Láru. Segir
hann ekkert í lögum sem banni það
að bærinn gefi út bráðabirgðavin-
veitingaleyfi. „Það er endurskoðun í
gangi núna á lögreglusamþykkt fyrir
Seyðisfjarðarkaupstað og varanlegt
leyfi verður líklega gefið út eftir
næsta bæjarstjórnarfund eða þegar
lögreglusamþykktin er búin að fá þá
meðferð sem eðlilegt er,“ segir Jó-
hann og bætir við að þetta hafi ekki
þótt neitt vandamál fyrr en nú. „Við
erum ekki sammála sýslumanni og
þeir lögfræðingar sem við höfum tal-
að við eru ósammála. Við teljum að
það sé verið að byggja þetta á lögum
sem eru ekki í gildi. Það eru allir
hneykslaðir á þessu hér í bænum,
hver einn og einasti maður, enda hef-
ur enginn haft yfir staðnum að
kvarta og þetta er eini pöbbinn í
bænum.“
Eyþór Þórisson, veitingamaður á
Kaffi Láru, segir illa vegið að rekstri
fyrirtækisins og atvinnu þeirra sem
það reka. „Sýslumaður er búinn að
loka hér þrisvar um helgi síðan um
áramót án þess að gefa nokkra skýr-
ingu, enda hefur enginn haft neitt yf-
ir okkur að kvarta,“ segir Eyþór.
„Ég var með öll leyfin klár og fékk
nýtt leyfi á föstudaginn, en sýslu-
maður telur að bæjarstjórnin hafi
ekki leyfi til að gefa mér vínveitinga-
leyfi. Það er ferlegt að vera leiksopp-
ur í rifrildi sýslumanns og bæjaryf-
irvalda. Þetta er hlægilegt allt
saman.“
Sýslumaður Norður-Múlasýslu hafnar vínveitingaleyfi frá Seyðisfjarðarkaupstað
Lögregla innsiglaði vínlager
einu krárinnar á Seyðisfirði
Ljósmynd/Eyþór Þórisson
Lögreglan mætti við veitingahúsið Kaffi Lára og innsiglaði allt áfengi.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
ÆFINGAR á vegum Björgunarhundafélags
Íslands, standa nú yfir á Mýrdalsjökli en að
sögn Ingimundar Magnússonar, námskeiðs-
stjóra, taka rúmlega þrjátíu manns þátt í
æfingunni og tuttugu og tveir hundar. Æf-
ingar hafa staðið yfir frá föstudegi og
munu standa til fimmtudags og sagði Ingi-
mundur að þær hefðu gengið mjög vel en
unnið er að því að þjálfa hundana í leit að
fólki í snjóflóði. Meðal leiðbeinenda á nám-
skeiðinu er Norðmaður en þeir þykja
standa mjög framarlega í þessum málum
og sagði Ingimundur að félagið hefði verið í
samstarfi við Norðmenn í talsverðan tíma.
Spurður um hundategundirnar sem
væru á námskeiðinu sagði Ingimundur að
þar væru hundar af hinum og þessum teg-
undum. Þó væru border-collie, labrador og
þýskir fjárhundar algengastir en hann
benti á að einn íslenskur fjárhundur væri á
æfingunni, en daglega eru hundarnir ósköp
venjulegir heimilishundar. Eigendur
hundanna eru allir virkir björgunarsveit-
armenn og sagði Ingimundur að nýjum liðs-
mönnum sem ekki væru björgunarsveit-
armenn væri oftast beint í
björgunarsveitirnar, en nýliðun hefur verið
mjög góð undanfarin ár. Aðspurður hvort
ekki væri gagnslaust að þjálfa hunda til
þess að leita í snjóflóðum þar sem snjórinn
væri nánast horfinn hér á landi sagði Ingi-
mundur að margir hefðu spurt þeirrar
spurningar að undanförnu en ekki væri
nein leið að vita hvort að það kæmi snjóflóð
í dag eða eftir 10 ár og því væri best að vera
vel búinn undir slíkar hamfarir.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Maúrice Zschírp og tíkin Stjarna leituðu að fólki á Mýrdalsjökli í gær. Stjarna var afar áhugasöm.
Björgunarhundafélag Íslands þjálfaði leitarhunda á Mýrdalsjökli um helgina
Tilbúnir þegar
kallað er eftir hjálp