Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 24

Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 24
fríverslunarsvæði, svo eitthvað sé nefnt. Þá spyr ég: Hver ætlar að út- hluta þessum eignum? og hvernig á að meta hver fær hvað? Ég vil fá svör frá okkar ástkæru stjórn- málamönnum ef þessi leið verður valin. Það sem ég vil sjá gerast er að Varnarliðinu verði gert skylt að rífa hvert einasta mann- virki. Það mundi framkvæmast á fimm árum með reglulegum útboð- um, „opnum útboð- um innanlands ein- göngu“. Enda er stór hluti þeirra illa farinn og hálf ónýtur hvort eð er. Þetta mun skapa þó nokkuð mörg störf meðan á þessu stendur. Þegar því væri lokið og við búin að fá til baka eitthvert besta bygginga land í Reykjanesbæ, svokallaða Grænuhlíð, væri upp- lagt að hringja í Yoko Ono og bjóða henni besta stað í heimi undir friðarsúluna sína, þar sem núverandi vatnstankur VL stend- ur í dag. Reitnum yrði gefið nafnið Frið- arvellir (Friðarvöllur). Og við byggjum upp nýja íbúða- byggð sem ber sama heiti. Nú halda flestir að ég sé geng- inn af göflunum. En hugsið ykkur hvaða áhrif það hefði ef 1000 íbúðir kæmu á markað á einu eða tveim árum. Hrun. Ekki bara á suðvesturhorn- inu heldur landinu öllu. Það má ekki gleymast að Keflavík- urflugvöllur hefur líka haft áhrif á efnahag allra landsmanna og brotthvarfið mun einnig hafa áhrif á efnahag okkar allra. Svo er líka annað í þessu máli. Ef mannvirkin verða ekki rifin og þau fara út á íslenskan markað strax. Hrun. Ef þau verða ekki rifin, hver á þá að reka þessi mannvirki? Og hver væri kostnaðurinn á ári? Dæmi. Stærsta flugskýlið, svokallað Hangar # 885 notar jafn mikið heitt vatn á dag og lítið sveitarfé- lag. Við skulum ekki gleyma hvernig VL fór að með Rockville. Þar var öllu lokað einn daginn, rafmagn og hiti tekinn af húsunum. Eftirleikinn vita allir. Húsin ÞAÐ HLAUT að koma að þessu fyrr en síðar. Herinn fer. Ég held að allir sem unnu og vinna hjá varnarliðinu (VL) hafi vitað þetta innst inni strax þegar fyrstu uppsagnirnar hófust. Orion kafbátaleit- arvélunum var laumað burt á nokkrum mán- uðum. Landgöngulið- unum fækkaði smátt og smátt. Þetta sáu allir sem þarna vinna. En þegar ríkisstjórnin var spurð var fátt um svör, eða eins og venjulega. Það er ekki búið að láta okkur vita form- lega. Þegar búið var að flytja alla Orion kafbátaleit- arflugsveitina og landgöngulið- arnir voru farnir með allt sitt haf- urtask þá fannst mér viðbrögð ríkisstjórnarinnar eitthvað á þessa leið. Hva, eru þeir farnir, fara kannski fleiri? Já, gott fólk, það fóru fleiri deildir svo lítið bar á. Á meðan var fleiri starfs- mönnum VL sagt upp störfum og hefur verið gert með reglulegu millibili til þessa dags. Á svipuðum tíma og nokkrum hundruðum var sagt upp hjá VL var 100 manns sagt upp hjá Land- spítala háskólasjúkrahúsi. Við- brögðin hjá ráðamönnum og fjöl- miðlum létu ekki á sér standa. Allir fjölmiðlar voru fullir af frétt- um af þessum uppsögnum. Að þetta skuli geta gerst í Reykjavík, hundrað manns sagt upp í einu. Frá mínum sjónarhóli var fréttaflutningur og lætin út af þessum uppsögnum eins og verið væri að segja upp 1000 manns. Enn fækkaði störfum hjá VL. Ekki lengur fréttnæmt þótt 30 manns væri sagt upp með reglu- legu millibili. Ekki meira um þetta mál í bili. „Það er búið að láta ríkisstjórn- ina vita með formlegum hætti“. Herinn er að fara. Hvað á að gera við öll þessi mannvirki? Það hafa komið upp ótrúlegustu hugmyndir. Allsherjar elliheimili, hátækni-eitthvað, háhita-háskóla, Eyjólfur Ævar Eyjólfsson fjallar um brottför varnarliðsins ’ Ég vil óska ykkuralls hins besta í fram- tíðinni. Það er líf fyrir utan völlinn.‘ Eyjólfur Ævar Eyjólfsson Höfundur er öryggis- og umhverfisfulltrúi. Sérsvið neyðarviðbrögð. skemmdust á stuttum tíma, og það sem ekki skemmdist af náttúrunn- ar hendi var skemmt af manna- völdum. Kæru Suðurnesjamenn, við höf- um séð það svartara en þetta hér á árum áður. Þegar hvert fisk- vinnslufyrirtækið á eftir öðru lagði upp laupana og mörg hundruð manns stóðu uppi án atvinnu. Bátar, skip og togarar seld burt af svæðinu ásamt þúsundum tonna af kvóta. Suðurnesjamenn gáfust ekki upp þá. Því ættum við að gera það nú? Það voru fundin ný tækifæri og ný fyrirtæki stofnuð. Sveit- arfélögin á Suðurnesjum hafa aldrei staðið betur að vígi til að takast á við svona vandamál. Svo ég vaði nú úr einu í annað. Mikið hefur verið rætt og ritað um útrás íslenskra fyrirtækja und- anfarið ár. Sum eru að fara af því að rekstrargrundvöllur þeirra hér á landi er brostinn. Önnur eru að stækka við sig erlendis, og þeim hafa fylgt einhver störf fyrir Ís- lendinga sem viljað hafa breyta til. En er ekki kominn tími til að huga betur að innrásarfyrir- tækjum sem hingað vilja koma, hvort heldur með nýsköpun eða eitthvað annað. Suðurnesjamenn, við getum al- veg komist af án VL á Keflavík- urflugvelli. Það er fullt af nýjum sókn- arfærum í gangi á Suðurnesjum eða er að fara í gang. Það vantar hundruð manna í ýmis störf á Ís- landi í dag. Þannig er ég viss um að eldri sem yngri geti í flestum tilfellum fengið starf við sitt hæfi. En það getur krafist vissra fórna, svo sem að flytja sig milli landshluta tímabundið eða alveg. Ég vann í Slökkviliðinu hjá VL á Keflavíkurflugvelli í 25, en var sagt upp í fyrra, þannig að ég veit nákvæmlega hvernig fólkinu sem þarna vinnur líður í dag. Ég vil óska ykkur alls hins besta í fram- tíðinni. Það er líf fyrir utan völl- inn. Hvað nú, Suðurnesjamenn? 24 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ var glaðbeittur hópur sem mætti á flugvöllinn í Stokkhólmi þriðjudaginn 7. mars, nýbúinn að ljúka erf- iðri en ánægjulegri Vasagöngu um 90 km leið milli Sälen og Mora í sænsku Döl- unum. Nú beið slökun og búðarráp á vell- inum og svo þægilegt flug heim til Íslands – eða svo héldum við. Flug var á áætlun kl. 13.20 að staðartíma og við mættum tímanlega til að hafa vaðið fyrir neðan okkur og taka því rólega fyrir flugið. Enginn kippti sér upp við það þótt upplýsingar um innritunarborð lægju ekki fyrir, þeirra hlyti að vera von á næstunni. Það vissi reyndar enginn neitt, en eftir nokkra leit fannst starfsfólk við innritun sem staðfesti að það myndi skrá okkur í flugið til Íslands á næst- unni, nú væri áformað að fara í loftið kl. 13 og millilenda í Ósló, sem voru reynar nýjar fréttir. Væntanlega smáseinkun á heimkomu en þau okk- ar sem ætluðu norður eða vestur eftir að lent var í Keflavík urðu bara að taka því. En nú fór biðin að lengjast og hópurinn í innritunarsalnum stækkaði óðum. Innritunarfólkið var afar kurteist, en vissi því miður fátt, eitthvað um tölvuvanda- mál á Íslandi, sem áreið- anlega myndi greiðast úr bráðlega. Óvissa Enn leið tíminn. „Hvað ætli við þurfum að bíða lengi?“ „Vonandi ekki meira en 10 mín- útur.“ Það leið enn og beið. Litlu börnin sum farin að skæla en fólk annars þolinmótt í röð- inni, þetta hlaut að fara að koma. „Því miður, við vitum ekki hve löng töfin verður, von- andi ekki mjög löng“. Enginn starfs- maður flugfélagsins var á staðnum og þótt við ferðalangarnir hefðum gefið upp farsímanúmer við bókun var ekki hringt í þá. Icelandair þagði þunnu hljóði. Loks um kl. 15:30, 2½ tíma eftir auglýsta brottför hófst handvirk inn- ritun, nöfn okkar skrifuð á bréf- snepla. Þá var slökun sumra okkar fyrir framan innritunarborðið búin að standa í 4½ tíma. Börnin skældu furðu lítið. Þegar mannskapurinn loks komst inn fyrir þar sem veit- ingamenn biðu til að seðja hungur okkar og þorsta var viðdvölin stutt; strax kallað út í vél og ljóst að flug- vallarrápið yrði að bíða. Vélin fór í loftið og flugstjórinn greindi okkur frá því að seinkun hefði orðið vegna einhverra tölvuvand- ræða. Ekkert meira um það, en öllum boðið vatn að drekka. Lent í Ósló og beðið þar í rúma klst. Börnin urðu svolítið svöng, þeim voru af rausn- arskap boðnar salthnetur á 1 dollar baukurinn. Þeir sem fussuðu yfir þessu voru hughreystir með því að áfengi yrði boðið frítt eftir að komið væri í loftið. Blessuð börnin hættu strax að gráta við þessar fréttir. Þegar langþráð samlokan birtist okkur kl. 18:30 (á Norðurlandatíma) var liðinn 7½ tími frá því að við sem vorum svo „forsjál“ að mæta tím- anlega til innritunar komum til fund- ar við Icelandair. Ævintýraferðinni lauk svo með lendingu kl. 19.10 í Keflavík, rúmum 3½ tíma á eftir áætlun. Þjónustufyrirtæki? Nei, þetta var ekkert gaman en nokkrir efnilegir flugdólgar sátu þó á strák sínum. Það geta víst alltaf orðið seinkanir á flugi. En þá hlýtur að þurfa að bregðast við þeim á mann- sæmandi hátt. Maður fór ósjálfrátt að hugsa um öll þjónustunámskeið þeirra Icelandairmanna og það sem þar er boðað. „Það er ekki nóg að veita góða þjónustu, heldur fram- úrskarandi þjónustu!“ „Besta auglýs- ingin er ánægður viðskiptavinur.“ Allt þetta, ímyndarvinnan, stefnu- mótunin, efling þjónustuviðmótsins, að vera á tánum í samkeppninni. Og kostar mikla peninga. En það kostar lítið að láta sér svolítið annt um far- þegana, og reyna að létta undir með þeim, biðjast velvirðingar ef áætlanir standast ekki og gefa skýringar. Sá sem þetta ritar er svolítið við- kvæmur fyrir orðstír landans. Mig langar til þess að íslensk fyrirtæki séu til fyrirmyndar og eg geti verið stoltur af þeim. Þessi hégómaskapur minn varð mér heldur til leiðinda í þessari ferð, þegar norrænir farþeg- ar hneyksluðust og undruðust á þessu flugfélagi og þeirri skrýtnu þjónustu sem þarna var veitt. „Eruð þið Íslendingar vanir þessu?“ var spurt. Sumir ætla sér örugglega ekki að tala vel um Icelandair á næstunni. Sjálfur var eg hissa og spældur. Bjóst eiginlega við því að Vasagang- an yrði erfiðasta ferðin mín í þessum túr. Manni finnst einhvernveginn að það geti ekki verið óhjákvæmilegt að fólk þurfi að hanga tímunum saman fyrir framan innritunarborð án nokk- urra skýringa eða upplýsinga um það hver töfin verður og látið eins og ekk- ert sé eðlilegra. Gengur betur næst? Að lokum nokkur atriði sem gætu gert farþegum ferðina ánægjulegri þegar svona seinkun verður: Að allt sé gert til þess að minnka óþægindi vegna tafa og breytinga á flugáætlun. Að starfsfólk sé undirbúið og skilji að farþegar hafi orðið fyrir von- brigðum og margir hafi misst af fundi, tengiflugi eða orðið fyrir öðr- um óþægindum. En fyrst og fremst að fulltrúi fé- lagsins gefi farþegunum skýringar á töf, biðjist velvirðingar á óþægindum. Það heitir að sýna virðingu. Hvernig verða flugdólgar til? Áskell Örn Kárason fjallar um þjónustu Icelandair Áskell Örn Kárason ’Manni finnst ein-hvernveginn að það geti ekki verið óhjákvæmilegt að fólk þurfi að hanga tímunum saman fyrir framan innritunarborð án nokkurra skýringa eða upplýsinga um það hver töfin verður …‘ Höfundur er sálfræðingur og ferðamaður. VATNSAFLSVIRKJUNUM fylgja nær alltaf miðlunarlón. Við gerð þeirra fer land á kaf undir vatn og þar með landsvæði sem ekki verða bætt. Lónin hafa mikil sýni- leg áhrif á landslag og náttúrufar. Eðlilega eru þessi mannvirki því mjög umdeild og vekja andúð. Minna er aftur á móti fjallað um áhrif stíflnanna og vatnsmiðlunarinnar á náttúru og lífríki neð- an stíflnanna. Fáir hafa lýst áhyggjum yfir áhrifum þessara virkjana á lífríki sjáv- arins fyrir ósum fljót- anna. Áhrif Þriggja gljúfra stíflunnar Í New Scientist frá 25. febrúar sl. er grein eftir Jessicu Marshall um áhrif Þriggja gljúfra stífl- unnar í Gulafljótinu í Kína á fiskveiðar í Austur-Kínahafi. Það sem þar kemur fram ætti að vekja Íslendinga til um- hugsunar um áhrif vatnsaflsvirkj- ananna á lífríki hafsins umhverfis landið. Þriggja gljúfra stíflan er ekki fullbúin, en hún verður sú stærsta í heimi og er um 2000 km frá ósum Gu- lafljóts. Byrjað var að safna vatni í uppistöðulón hennar árið 2003. Vísindamenn undir stjórn Gwo- Ching Gong í haffræðiháskóla rík- isins í Keelung á Taiwan hafa vaktað vistkerfið í Austur-Kínahafi frá árinu 1998. Þeir komust að því að innan tveggja mánaða frá því að byrjað var að safna vatni í uppistöðulónið minnk- aði þörungasvifið verulega. Framburður næringarefna er undirstaðan Við gerð stíflunnar minnkaði fram- burður árinnar, sérstaklega fram- burður næringarefna. Þau falla út í lóninu og verða þar að litlu gagni, en falla til botns. Munar þar mest um efni eins og kísil, sem er mikilvægur fyrir stoðgrind kísilþörunganna, sem eru mikilvægustu svifþörungarnir. Til viðbótar minnkaði og jafnaðist streymi ferskvatns út í hafið. Munar þar mest um að sumarflóðin voru tek- in af. Hvort tveggja er mikilvægt til að næra þör- ungasvifið og mynda þannig undirstöðu fæðu- pýramídans, þar sem fisk- arnir eru í efstu þrep- unum. Verulegar breytingar urðu einnig á tegundasamsetningu þör- ungasvifsins, hlutdeild kísilþörunganna minnk- aði, en þeir eru merki um heilbrigt lífkerfi. Í þeirra stað komu svipuþör- ungar. Svipuþörungarnir þurfa ekki eins mikinn kísil. Þeir geta eytt súr- efni úr hafinu og gefið frá sér eiturefni sem eru hættuleg dýrum, þar með töldum fiskum. Vísindamennirnir fundu að frá ágúst 2003 hefur svæðið við ósa Gula- fljóts með hárri framleiðni svifþörunga minnkað um 86% eða úr 114.000 km² niður í 16.000 km2. Þetta hefur nú þegar valdið al- varlegum aflabresti á hafsvæðinu. Áhrif vatnsaflsvirkjana á Íslandi Á Íslandi eru vorflóð ánna vel þekkt. Fyrir ofan ósa þeirra eru mis- stór flæðiengi, sem njóta góðs af áburðaráhrifum í framburði ánna. Flæðiengin hafa gefið mikla upp- skeru, sem bændur hafa nýtt um ald- ir bæði til heyskapar og beitar. Þau eru enn víða mikilvæg fyrir land- búnað. Meginhluti framburðar ánna berst til sjávar og er sýnilegur á brúnleit- um lit. Áhrif hans á framleiðni hafsins eru ekki eins augljós. Þessi áhrif hafa lítið verið rannsökuð og ekki tekin með í umhverfismati virkjanna. Því er full ástæða til að hvetja til ítarlegra rannsókna á áhrifum vatnsaflsvirkj- ana á fiskgengd við landið, svo þau verði talin með í ákvörðunartöku um byggingu þeirra. Valgeir Bjarnason fjallar um áhrif vatnsaflsvirkjana á lífríki Valgeir Bjarnason ’Því er fullástæða til að hvetja til ít- arlegra rann- sókna á áhrifum vatnsaflsvirkj- ana á fiskgengd við landið...‘ Höfundur er líffræðingur. Þriggja gljúfra stíflan í Kína ógnar fiskimið- um í Austur-Kínahafi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.