Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 11
MINNSTAÐUR
kemur næst út 25. mars fullt af spennandi efni um
listina að gera vel við sig og sína í mat og drykk
Meðal efnisþátta í
næsta blaði eru:
• Sætt og seiðandi -
súkkulaði fyrir sælkera
• Vínin með veislumatnum
• Indverskt ævintýri fyrir
bragðlaukana
• Fiskur á föstunni
• Eldað með segulsviði
ásamt ýmsum
sælkerafróðleik.
Auglýsendur!
Pantið fyrir þriðjudaginn
21. mars
Allar nánari upplýsingar veitir
Sif Þorsteinsdóttir í síma
569 1254 eða sif@mbl.is
Borgarnes - Frá og með síðasta hausti
hefur Grunnskólinn í Borgarnesi
unnið samkvæmt hugmyndafræði
uppbyggingarstefnunnar. Kennarar
og starfsfólk skólans hófu skólaárið
með því að fara á námskeið og hafa
fengið handleiðslu í vetur. Nýlega var
stefnan kynnt foreldrum leik- og
grunnskólabarna en þær Guðlaug
Erla Gunnarsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri í Álftanesskóla, og Hildur
Karlsdóttir kennari héldu fyrirlestur
í Borgarnesi.
Gömlu aðferðirnar
ýta undir skólaleiða
Að sögn Guðlaugar er grundvall-
arhugmyndin „uppeldi til ábyrgðar“
það að efla sjálfsstjórn, sjálfstraust,
ábyrgðarkennd og sjálfsaga og
hverfa frá hugmyndum um ytri
stjórnun með aðferðum sem byggjast
á umbun og refsingu. „Slíkar stjórn-
unaraðferðir hafa verið ríkjandi í
skólakerfinu og almennt í samfélag-
inu í áraraðir og er þessi hug-
myndafræði ákveðið andsvar við
þeim aðferðum,“ segir Guðlaug. „En
talið er að gömlu aðferðirnar ýti und-
ir skólaleiða og áhugaleysi nemenda.
Í staðinn er sameinast um lífsgildi til
að hafa að leiðarljósi og fylgja þeim
síðan eftir með fáum skýrum
reglum.“ Höfundur hugmyndafræð-
innar er Diane Gossen frá Kanada en
hún hefur unnið með kennurum víða
um heim í rúm tuttugu ár, við að þróa
hagnýtar aðferðir og leiðir fyrir
skóla. Aferðirnar þróaði Gossen upp-
haflega út frá hugmyndum Glasser
um gæðaskólann, en hún lærði og
starfaði hjá stofnun hans í tuttugu ár.
Fyrsta námskeiðið hérlendis hélt
Gossen vorið 2000 og upp frá því fóru
fáeinir skólar og félagsráðgjafar að
prófa sig áfram með þessar aðferðir.
Áhugann á uppbyggingarstefn-
unni fékk Guðlaug þegar hún hóf
störf sem aðstoðarskólastjóri í Álfta-
nesskóla. „Þar hafði verið unnið eftir
„uppeldi til ábyrgðar“ í tvö ár og þar
kynntist ég fyrst hugmyndafræðinni.
Áherslurnar féllu vel að hugmyndum
mínum varðandi stjórnun, en eftir
námskeið haustið 2004 hjá Diane
Gossen og Judy Anderson í Minnea-
polis og heimsóknir í sex skóla þar
sem unnið var eftir stefnunni kvikn-
aði hjá mér löngun til að kafa dýpra
ofan í þessi fræði og kynna mér fleiri
skóla sem vinna eftir þessu. Ég hef
verið að kynna mér skóla í Kanada og
á Íslandi sem nýta sér aðferðirnar í
tengslum við meistaraprófsritgerð
mína.“
Þriggja til fimm ára ferli
Nokkrir skólar hérlendis hafa tek-
ið upp hugmyndarfræði og aðferðir
uppbyggingarstefnunnar og er
Grunnskólinn í Borgarnesi sá sjötti í
röðinni. „Fleiri skólar eru að kynna
sér hugmyndafræðina, og sumir eru
að nýta sér þessar aðferðir þó svo að
allur skólinn sé ekki með þetta sem
stefnu.“ Guðlaug segir að reikna
megi með þriggja til fimm ára ferli til
að nýr hugsunarháttur festi sig í
sessi innan stofnunar. Þegar hafist er
handa við að innleiða þessa starfs-
hætti í skóla byrja starfsmenn skól-
ans gjarnan á því að taka lífsgildi sín
til skoðunar og skilgreina hvernig
þeir vilja vinna saman. „Út frá því er
útbúinn sáttmáli sem er samstarfs-
yfirlýsing hópsins. Umsjónarkenn-
arar vinna að sambærilegum sátt-
mála með sínum bekk. Næst er
hugað að hlutverkaskiptingu starfs-
manna og útbúinn listi þar sem verk-
svið hvers og eins er skráð, og kenn-
arar útbúa sambærilegan lista með
nemendum. Tilgangurinn með þessu
er að draga úr samskiptavanda-
málum, auðvelda fólki að átta sig á
hlutverki sínu og draga úr skráðum
reglum. Því næst eru útbúnar ófrá-
víkjanlegar reglur, til þess að tryggja
öryggi og vernda þann sáttmála sem
hópurinn hefur komið sér saman um.
Ófrávíkjanlegar reglur eru viðmið
um alvarleg brot s.s. ofbeldi, alvar-
legar hótanir og fíkniefnaneyslu, en
samsvara í raun almennum skóla-
reglum.“
Áherslur sem skipta
höfuðmáli í skólastarfi
Magnús Þorgrímsson sálfræð-
ingur á dóttur í 2. bekk grunnskólans
og son í leikskóla. Hann fór á kynn-
inguna í Óðali og sagist ekki hafa
þekkt uppbyggingarstefuna sem
slíka áður. „Ég heyrði af henni fyrir
um þremur árum og mér varð strax
ljóst að þar eru áherslur sem mér
finnst skipta höfuðmáli í öllu skóla-
starfi. Ég hef reynt að fylgjast með
hluta af allri þeirri nýsköpun og
þeirri frjóu hugsun sem hefur verið
að gerjast og þróast á meðal skóla-
manna á undanförnum árum. Mér
finnst frábært sem foreldri og sem
áhugamaður um velferð barna að
fylgjast með allri þeirri sköpun sem á
sér stað. En lengra þarf að halda og
það sem er að þróast gott á einum
stað þarf að dreifast um allt skóla-
kerfið. Og það er ekki nóg að örfáir
kennarar séu að gera góða hluti, það
er eðlileg krafa okkar foreldra að
skólastarf í öllu landinu einkennist af
metnaði og þróun, með einbeitta
áherslu á velferð hvers einasta nem-
anda.“
Magnús segir að sú umræða sem
hafi verið í vetur um styttingu náms
til stúdentsprófs missi sjónar á því
sem skiptir mestu máli í öllu skóla-
starfi, en það er hvert einasta barn og
unglingur. „Það hefur lengi verið
hægt að taka stúdentspróf á þremur
árum og ég gerði það sjálfur fyrir 35
árum. Áherslan á ekki að vera á tím-
ann, sem einstakir hlutar skólakerf-
isins taka, þar þarf sveigjanleikinn að
ríkja. Aðalatriðið er hverju skóla-
starfið skilar og að gæði þess byggist
á að mæta öllum sem ólíkum ein-
staklingum og þar kemur uppbygg-
ingarstefnan inn.“
Mestu máli finnst Magnúsi skipta
að uppbyggingarstefnan er húm-
anísk, með áherslu á sammannlega
þætti. „Uppbyggingarstefnan eins og
ég skil hana byggist annars vegar á
því að hvert barn er virkur þátttak-
andi í að móta sér markmið í náminu
og skólanum og hins vegar að hlusta
á ólíkar þarfir hvers barn. Þessi
áhersla er það sem skiptir mestu máli
í öllu skólastarfi.“ Magnús segir að á
fundinum hafi komið fram að þrjú ár
tekur að innleiða þessa stefnu. „Ég
vissi að skólinn væri að kynna sér
þessi mál, en ég vissi ekki hversu
langt hann væri kominn. Það er mjög
sorglegt hve fáir foreldrar mæta á
svona kynningarfundi, því foreldrar
eiga og verða að vera virkir þátttak-
endur í skólastarfinu.“
Vill sjá þróunina enn
meira afgerandi
Dóttir Magnúsar er í öðrum bekk
og segir Magnús hana hafa verið
mjög heppna og haft frábæra kenn-
ara. „Þeir hafa verið með mjög fram-
sækið starf sem tekur mið af hverju
barni. Ég veit að kennararnir hafa
verið mjög opnir fyrir nýjum straum-
um, en ég vissi ekki að þetta væru
áhrif frá uppbyggingarstefnunni. Ég
hef heldur ekki orðið var við þessa
stefnu á leikskólanum, en sonur minn
er þar á síðasta ári. Starfsfólk leik-
skólans er að þróa sig í starfi og þar
gerir líka gott fólk fína hluti. En ég
vildi sjá þessa þróun enn meira af-
gerandi. Mér finnst þar vanta eins og
í grunnskólanum opna faglega um-
ræðu milli foreldra og fagfólksins. Í
raun og veru ættu umræður um upp-
eldismál og velferð barnanna okkar
að vera mest áberandi umræða í
hverju sveitarfélagi og almennt í
þjóðfélaginu. Og þangað ættu
áherslur þjóðfélagsins að beinast.
Það sem við gerum fyrir börnin okk-
ar skilar sér margfalt til baka, fyrst í
auknum lífsgæðum þeirra sjálfra, en
líka fyrir allt samfélagið. Fjölmiðlar
eru uppteknir af arðsemi banka og
annarra fyrirtækja. En hæsta arð-
semi gefur sú fjárfesting sem við
setjum í börnin. Það er ekki erfitt að
sanna það.“
Sameinast um lífsgildi – uppeldi til ábyrgðar
Ljósmynd/ Guðrún Vala
Magnús Þorgrímsson ásamt börnum sínum Þorgrími
og Margréti Helgu. Hann er ánægður með stefnuna.
Guðlaug Erla
Gunnarsdóttir að-
stoðarskólastjóri
Álftanesskóla.
Guðrún Vala Elísdóttir
VESTURLAND