Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Sportlegir stakir jakkar Margir litir - margar gerðir Mánudagur 20.03 Próteinbollur m/cashewhnetusósu Þriðjudagur 21.03 Ratatouille m/polentu Miðvikudagur 22.03 Fyllt paprika m/góðu salti Fimmtudagur 23.03 Karrý korma m/naanbrauði Föstudagur 24.03 Moussaka m/baunasalti Helgin 25.03-26.03 Aloo-Saag spínatpottur & buff Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • fax 517 6565 Nýjar vörur Str. 38-60 Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Leðurjakkar - úlpur Þumalína, alltaf í leiðinni, Skólavörðustíg 41, sími 551 2136 í 30 ár fyrir mæður og börn! 30-60% afsláttur af meðgöngubuxum næstu daga SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn hygg- ur á landvinninga á næstunni en tveir menn á vegum félagsins, Skáksambands Íslands og Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands eru nú í Namibíu og standa þar fyrir skákkennslu næstu sex vikurnar. Að sögn Kristjóns Kormáks Guð- jónssonar, forseta Hróksins, mun Henrik Danielsen fara fyrir hönd Hróksins og er þetta í þriðja skipt- ið sem hann fer. Ráðgert er að kenna skák í grunnskólum og fangelsum og hefur Henrik einnig séð um að þjálfa landslið Namibíu með prýðilegum árangri. Auk þess að fara til Namibíu mun Hrók- urinn, í samvinnu við Kalak, vina- félags Íslands og Grænlands, hefja skákkennslu á Grænlandi og mun hún standa yfir í tíu daga. Þar munu Stefán Herbertsson, formað- ur Kalak, og Róbert Harðarson, fyrirliði Hróksins og varaforseti, kenna skák í nyrstu þorpum Aust- ur-Grænlands. Namibíumenn á réttri leið Kristjón sagði að Namibíumenn hafi tekið skákinni mjög vel. Að- spurður hvort Namibíu-menn væru góðir skákmenn sagði Kristjón þá vera á réttri leið „Þeir eru kannski ekki mjög langt komnir en þeim fer stöðugt fram. Til dæmis var einn að keppa á Reykjavíkur- skákmótinu nú á dögunum, reynd- ar ekki með góðum árangri á mótinu, en er engu að síður skref í rétta átt. Sá sem sigraði mót sem við héldum í Namibíu kom með okkur til Grænlands til þess að keppa þar, því er óhætt að segja að þeir séu á réttri leið,“ og bætti Kristjón við að án dyggra stuðn- ingsaðila væri ekki hægt að fara í þessi verkefni. „Við höfum notið liðsinnis opinberra stofnana, sam- taka og einkaaðila og má þar helst nefna Þróunarsamvinnustofnun, Barnaheill, Rauða krossinn og Flugfélag Íslands.“ Auk ferðalaga til Afríku og Grænlands sagði Kristjón að starfið hefði verið mjög virkt hjá Hróknum að und- anförnu ásamt því að margt væri á döfinni. „Við höfum verið að heimsækja alla skóla á Norðurlandi og gef- ið bókina Skák og mát í samvinnu við Eddu og Olís og héld- um stórt barnamót á Akureyri. Síðan má nefna að við heim- sóttum fangelsið á Litla-Hrauni og héldum mót þar og vert að minnast á mót hjá Glitni og mót í Vin, sem er athvarf hjá Rauða krossinum,“ og bætti Krist- jón við að seinna á árinu hygði Hrókurinn á frekari landvinninga „Í ágúst ætlum við aftur til Græn- lands og höldum þar mót og aftur í desember auk þess sem við horfum til fleiri landa. Við viljum létta fólki lundina og höfum við valið lönd þar sem fólk hefur það ekki allt of gott,“ og sagði Kristjón allt- af nóg um vera hjá félaginu. „Heldur betur, það er stórsókn á öllum vígstöðvum.“ Hyggja á skákkennslu í Namibíu og Grænlandi Kristjón Kormákur Guðjónsson Róbert Harðarson BÚIÐ er að grafa grunn fyrir sú- rálsgeymi við nýtt álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Hinn 85.000 tonna þungi geymir mun innihalda hráefnið súrál sem ál er unnið úr. Þegar álverið er komið í gang mun súrálinu verða dælt í geyminn úr skipum sem leggjast að Mjóeyrarhöfn. Frá þessum geymi er súrálið svo flutt í kerin til raf- greiningar í kerskálunum. Geymirinn verður úr steinsteypu, 15 metrar í þvermál og 45 metra hár. Sérstök byggingartækni verð- ur notuð, því þakið mun verða sett ofan á skriðmótin áður en byrjað er að steypa og því er síðan lyft upp um leið og veggirnir eru steyptir. Vinna hefur þegar hafist við að steypa stoðvegg fyrir geyminn en auk þess er hafin vinna við steypu- styrktarjárn og steypumót. 45 m hár súráls- geymir í byggingu FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda og Atlantsolíu hafa gert með sér samning um að félagsmenn FÍB fái dælulykil hjá Atlantsolíu og tveggja króna afslátt af hverjum bensínlítra. Samningurinn var undirritaður á bensínstöð Atlantsolíu í Reykja- nesbæ og þá veitti Árni Sigfússon, formaður samtakanna, jafnframt viðtöku fyrsta dælulyklinum. „Þetta er jákvætt fyrir okkur. Eldsneyti er með stærstu útgjalda- liðum heimilanna og allt sem gert er til að lækka það skiptir máli,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB. Hann segir að tilkoma Atlantsolíu á þennan markað og sjálfsafgreiðslustöðva hafi orðið til að auka samkeppni, ekki veiti af í þeirri hækkun sem orðið hafi á olíu- verði á heimsmarkaði. Fram kemur í tilkynningu frá FÍB að áætlað er að félagsmenn FÍB geti sparað sér árlega um 80 milljónir í eldsneytiskaupum, með notkun á þessu afsláttarkerfi Atlantsolíu. Jafnframt kemur fram að fyrirtækið skuldbindur sig til að veita ekki öðr- um þennan afslátt í smásölu. Runólfur segir að við undirbúning þessa samnings hafi þetta fyrir- komulag komið til umræðu hjá al- þjóðasamtökum bifreiðaeigenda. Dælulykillinn væri talinn einfaldari í notkun en kort og peningar á sjálfs- afgreiðslustöðvum. Segir hann að tvö af systurfélögum FÍB í Banda- ríkjunum og Evrópu hafi spurst fyrir um þetta fyrirkomulag. Árni Sigfússon, formaður FÍB, og Geir Sæmundsson, framkvæmda- stjóri Atlantsolíu, staðfesta samkomulag sitt. Félagsmenn FÍB fá afslátt hjá Atlantsolíu FARÞEGAR með sjúkraflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli voru 1.126 á síðasta ári og fjölgaði um tæp fjögur hundruð frá árinu áður þegar þeir voru 729 talsins. Þetta kemur meðal annars fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn frá Kolbrúnu Halldórsdóttur, alþingismanni, um umferð um Reykjavíkur- flugvöll. Fram kemur einnig að nokkr- ar sveiflur eru í fjölda farþega með sjúkraflugi. Þannig voru þeir 814 árið 2003, mun færri eða 493 árið 2002 og svo aftur mun fleiri eða 903 árið 2001. 1.126 með sjúkra- flugi í fyrra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.