Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 22
22 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
G
eta sundur-saman-
sambönd virkað eða
stendur maður á
endanum uppi varn-
arlaus? Hvenær er
jafnræði í sambandinu – hvenær
er ástin á báða bóga og hvenær
ekki?
Ég var einu sinni í sambandi
við gaur sem hét Brandur og var
að vestan. Brandur var einn af
þeim sem njóta þess að hafa
stjórnina og elskaði að setja fólki
afarkosti. Hann var dularfullur
og duttlungafullur, gat tekið upp
á hverju sem var, og kannski var
það þess vegna sem svona marg-
ir féllu fyrir honum. Hann átti
líka fullt af peningum og var
stundum kallaður Brandur ríki.
Hann var heimsmaður, hálfgert
heimsveldi.
Þegar ég hugsa um Brand fer
ég ósjálfrátt að hugleiða hve oft
einn eltist við annan sem hefur
takmarkaðan áhuga, en sá fyrri
bítur saman kjálkunum, neitar að
taka eftir því og skilur engar vís-
bendingar? Það var þannig með
mig og Brand.
Ég var bálskotin í Brandi ríka
og hélt að hann væri líka hrifinn
af mér. Stundum fór ég í heim-
sókn vestur á land til hans og
kom alltaf ljómandi til baka. Ég
tilkynnti fjölskyldu og vinum að
ég væri ákaflega hamingjusöm
og allt væri í lukkunnar vel-
standi. Ég verð reyndar að við-
urkenna að stundum fannst mér
dálítið skrýtið hvað Brandur ríki
gaf sér lítinn tíma með mér,
svona hálftíma hér og klukku-
tíma þar, en leiddi það að mestu
hjá mér. Hann var bara svo upp-
tekinn maður.
Nema hvað, Brandur ríki átti
fjóra æðislega ketti. Það vildi svo
vel til að honum fannst þeim bet-
ur komið fyrir í bænum hjá mér
og við gerðum því með okkur
samning um að ég hefði stóðið.
Þetta var mjög sérstakt kattaaf-
brigði, einhvers konar orrustu-
kettir, en mér fannst þeir algjör-
ar dúllur. Kettirnir komu heim til
mín og heimafólkið tók ástfóstri
við þá. Nágrannarnir og ein-
hverjir aðrir mótmæltu reyndar
og fannst kettirnir ófriðsamlegir
og tönnluðust á að þeir gætu
kallað á stríðsástand í hverfinu,
en ég hlustaði ekkert á það.
Það var líka borðleggjandi að
mamma og pabbi hlutu bæði
gleði og atvinnu af því að sjá um
kettina því einhver þurfti vit-
anlega að skipta um sand og gefa
þeim að borða. Svo pössuðu þeir
okkur fyrir hundi nágrannans,
sem var skíthræddur við þá.
Þetta var allt voða gott og
skemmtilegt – þangað til Brand-
ur ríki sendi vin sinn einn daginn
til mín. Sá tilkynnti mér að
Brandur væri hættur að leika.
Hann væri alveg til í halda áfram
að hitta mig en vildi hins vegar
fá kettina fjóra til baka og það
innan mánaðar. Mér krossbrá
náttúrlega og sat eftir bæði
hrærð og reið. Ég skammaðist
mín hræðilega, enda búin að
segja öllum pollróleg að kettirnir
yrðu áfram hjá mér og líka
grænu páfagaukarnir fimm sem
höfðu fylgt með. Ég hringdi í
Brand og bað hann fyrir alla
muni að vera rólegur en nefndi
ekki símtalið við nokkurn mann.
Það var nefnilega ferming fram
undan og stórfjölskyldan yrði á
staðnum. Það kæmi illa út að
segja henni frá ákvörðun Brands
ríka og gæti skapað mér óvin-
sældir. Þetta árið sporðrenndi ég
því þegjandi marengsinum og
majónesinu.
Seinna flaug ég vestur til
Brands í fallega hvíta húsið hans
á Vestfjörðum. Hann féllst að
lokum á að ég hefði bæði kettina
og páfagaukana áfram hjá mér.
Ég lagði ríka áherslu á að páfa-
gaukarnir hefðu svo oft flogið út
um gluggann og aðstoðað fólk í
hverfinu á ótrúlegan hátt að
hann gæti bara ekki gert þetta.
Kunningi Brands spurði af
hverju ég reddaði mér þá ekki
bara svona björgunar-páfagauk-
um sjálf, enda væri ég ágætlega
stödd fjárhagslega, en ég rang-
hvolfdi bara í mér augunum. Al-
veg glataður gaur.
Svona leið tíminn og ég stóð í
þeirri trú að við Brandur ríki
værum hreint bara í ágætis sam-
bandi. Hann gaf mér reyndar
aldrei blóm og var voða oft að
æsa sig og mana mig og aðra upp
í eitthvað. Stundum lét ég undan.
Það varð að halda þessari elsku
góðri.
Nú gerðist það að vinkona
mín, Steinunn Gríma Sigfúsdótt-
ir, sem stóð einhver stuggur af
Brandi ríka, benti mér á að hann
væri ekkert hrifinn af mér. „Þú
ert algjörlega blind á aðstæður.
Dísús, hvað ætlarðu að halda
þessu lengi áfram þarna druslan
þín og gungan?“ spurði hún.
Fyrst varð ég orðlaus en síðan
hvæsti ég á móti og sagði að
samband okkar Brands ríka væri
í lukkunnar velstandi og að far-
sæl sambúð kattanna fjögurra
væri pottþétt merki ástar okkar.
Ég henti Steinunni Grímu út en
hún byrjaði bara að þusa um
náttúruspjöll, NATÓ og heims-
valdastefnu.
Einn daginn kom síðan stóri
skellurinn. Ég fékk símtalið sem
öllu breytti. Brandur ríki sagði
mér upp og lét meira að segja
vin sinn gera það. Eftir á sé ég
að fjölskyldan og allir vissu í
hvað stefndi. Sjálf hafði ég verið
blind. Brandur vildi færa allan
dýragarðinn til og sagði að meiri
þörf væri fyrir kettina og páfa-
gaukana annars staðar, hjá ann-
arri vinkonu sinni. Heimsmyndin
hefði líka breyst. Ég gapti. Önn-
ur vinkona?
„Samningur um ketti án nokk-
urra katta er ekki mikils virði,“
sagði ég með tárin í augunum,
fannst ég skyndilega hræðilega
varnarlaus og bætti við: „Ást-
arsamband án ástar ekki heldur.“
Ég kreppti hnefann og muldr-
aði samanbitin að ég hefði haldið
að Brandur ríki væri orðinn nógu
gamall til að vita að maður segði
fólki ekki upp í gegnum síma.
„Kræst, hann hefði eins getað
sent sms,“ sagði ég og klappaði
aðalkettinum.
Það var þarna sem það rann
upp fyrir mér að samband okkar
Brands ríka hafði ekki verið tví-
hliða. Þetta var einhliða ást.
Einhliða
ást
Hann væri alveg til í halda áfram að
hitta mig en vildi hins vegar fá kettina
fjóra til baka og það innan mánaðar.
sigridurv@mbl.is
VIÐHORF
Sigríður Víðis Jónsdóttir
VEGNA skipulags- og samgöngu-
mála, þarf í allra nánustu framtíð að
taka skynsamlega ákvörðun varðandi
framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég
grein hér í blaðið þar sem ég ítrekaði
þá skoðun mína að það væri skylda
stjórnvalda, þ.e. ríkis-
stjórnar og borgaryf-
irvalda að nýta það fjár-
magn sem lagt yrði í
endurnýjun Reykjavík-
urflugvallar, en á þeim
tíma var mikil umræða í
gangi að loka þyrfti
flugvellinum sem allra
fyrst.
Samsíða þyrfti að
horfa til framtíðar varð-
andi innanlandsflugið
og kanna ítarlega með
möguleika á öðru flug-
vallarstæði í nágrenni
borgarinnar. Ef slíkur möguleiki
væri ekki til staðar, þá þyrfti að taka
ákvörðun um hvort nýta ætti flugvöll-
inn áfram næstu áratugina t.d. fyrir
flugvélar sem nota stuttar flugbrautir
og sem varavöll.
Næðist ekki samstaða þar um, þá
þyrfti að horfa til samnýtingar á
Keflavíkurflugvelli fyrir millilanda-og
innanlandsflug og bæta samsíða
vegasamgöngum til Keflavíkur sem
væru hvort sem er nauðsynlegar.
Ljóst er að það yrði ansi dýrt fyrir
okkur Íslendinga að reka tvo há-
tækniflugvelli hér á suðvesturhorn-
inu, sem þjónað gætu bæði innan-
lands og stórtæku millilandaflugi eins
og rætt hefur verið um.
Jafnframt nefndi ég að huga þyrfti
að byggingu á glæsilegri samgöngu-
miðstöð á Vatnsmýrarsvæðinu með
góðu og greiðfæru samgönguflæði til
allra átta.
Með fullkominni samgöngumiðstöð
og nútíma tækni skapast tækifæri fyr-
ir bókun á staðnum í millilandaflug
sem og afhendingu á farangri til mikils
hagræðis og þæginda fyrir flug-
farþega. Framangreindir áherslu-
þættir virðast nú vera í athugun og í
málefnalegum umræðum hjá viðkom-
andi stjórnvöldum og því ber að fagna.
Nú þegar hafa umferðarmannvirki
til Keflavíkur verið stórbætt og í
gangi eru frekari framkvæmdir og
úrbætur og þar með skapast mun
meira umferðaröryggi á þessari um-
ferðarþungu leið sem ökumenn eru
að fara á öllum tímum sólarhringsins
t.d. vegna millilandaflugs og þá oft við
slæm akstursskilyrði.
Síðar meir gæti sá tími runnið upp
að hagkvæmt verði að setja upp lest-
arsamgöngur milli Reykjavíkur og
Keflavíkur t.d. lest sem byggð yrði á
meiðum frá jörðu svipað og gert er í
Japan og víðar.
Með þéttingu byggðar á höfuð-
borgarsvæðinu og aukinni umferð er
nauðsynlegt að stefnt
verði að samstilltu átaki
varðandi uppbyggingu
umferðarmannvirkja,
allt frá Kjalarnesi og
suður til Keflavíkur til
að gera þessar umferð-
arþungu stofnæðar
öruggari og greiðfær-
ari, þ.e. með brúarteng-
ingu frá Kjalarnesi yfir
sundin til Reykjavíkur
og þar með Sundabraut
eins og nú hefur verið
ákveðið að ráðast í
framkvæmdir á sem og
þörfum úrbótum á stofnæðum innan
höfuðborgarsvæðisins.
Þar nefni ég t.d. vegatengingu frá
Öskjuhlíð yfir á Kringlumýrarbraut
sem og frá Skerjafirði um Löngusker
yfir í Kópavog, Álftanes, Garðabæ og
Hafnarfjörð.
Með þessu fyrirkomulagi yrði allt
samgönguflæði innan viðkomandi
byggðarlaga greiðfærara og þar með
samgöngur til og frá Keflavíkur-
flugvelli.
Ekki mega þessar þörfu sam-
göngubætur tefja aðrar þarfar úr-
bætur á samgöngumannnvirkjum t.d.
á Suðurlandsvegi og víðar. Samsíða
nefndum umferðarmannvirkjum má
hugsanlega koma fyrir frekari upp-
fyllingu á Lönguskerjum með góðu
athafnarsvæði fyrir þyrluflug Land-
helgisgæslunnar, sem er afar mik-
ilvægt að verði áfram á Reykjavík-
ursvæðinu a.m.k. að hluta nærri
hátæknisjúkrahúsi og þar sem háhýsi
eru og mannfjöldi hvar mestur.
Jafnvel má einnig koma þar fyrir
án mikils aukakostnaðar flugvelli fyr-
ir flugvélar sem nota stuttar flug-
brautir sem og varavelli.
Sem fyrr þurfa Akureyrar- og Eg-
ilsstaðaflugvellir að vera áfram sem
varavellir, búnir öllum nauðsynlegum
tækjum og öryggisbúnaði til að sinna
slíku hlutverki.
Segja má að framangreindar vega-
og gatnaframkvæmdir tengist í raun
framtíðaráformum varðandi flug-
samgöngur, þ.e. vegna nauðsynlegrar
samvinnu byggðarlaga á svæðinu er
varða þessar framkvæmdir. Vegna
þessa er nauðsynlegt að viðkomandi
stjórnvöld komi sér sem fyrst saman
um skipan mála varðandi framtíð inn-
anlandsflugs.
Skoði allar raunhæfar hugmyndir í
því sambandi þ.e. hvort hentugt sé að
hafa flugvöllinn áfram á höfuðborg-
arsvæðinu eða í Keflavík, flugvöll sem
uppfyllir alla öryggisstaðla, framtíð-
arþörf og hagkvæmni fyrir lands-
byggðina, borgarbúa sem og aðra þá
sem þessa mikilvægu þjónustu nota í
auknu mæli.
Í framhaldi af því er í reynd fyrst
hægt að huga að framtíðarnýtingu á
flugvallarsvæðinu í heild sinni og víð-
ar á miðborgarsvæðinu sem og upp-
byggingarsvæðum í nágrannabyggð-
um.
Varðandi uppbyggingu á flugvall-
arsvæðinu hver sem hún verður,
íbúðarbyggð, háskólabyggð eða ann-
að, þá hvet ég þá sem með þessi mála
fara og munu fara í náinni framtíð til
að hlífa Öskjuhlíðinni eins og hægt er
og að útivistarsvæðið við Nauthólsvík
verði bætt og stækkað upp að Öskju-
hlíð og suður að Fossvogsgarði til að
tryggja þar almennt og fjölbreytt
fjölskyldusvæði.
Þess verði jafnframt gætt að sam-
fellt og gott aðgengi verði frá mið-
borginni að Nauthólsvík, Öskjuhlíð,
um Fossvogs- og Elliðaárdal, upp að
Elliðavatni og Heiðmörk.
Slík útivistarsvæði eru afar mik-
ilvæg fyrir hverja borg sem hefur
metnað til fagurleika og framtíðar.
Með slíku fyrirkomulagi anda slík
svæði innan um fallegar byggingar í
takt við þá sem borgina byggja og
hana sækja heim.
Gerum góða borg enn betri með
glæsilegum byggingum, greiðfærum
og öruggum samgöngum, snyrtilega
og fjölskylduvæna sem við lands-
menn getum allir verið stoltir af.
Skipulags- og samgöngumál
Ómar G. Jónsson fjallar um
framtíð Reykjavíkur ’Gerum góða borg enn betri með glæsi-
legum byggingum,
greiðfærum og öruggum
samgöngum, snyrtilega
og fjölskylduvæna sem
við landsmenn getum
allir verið stoltir af.‘
Ómar G. Jónsson
Höfundur er fulltrúi og áhugamaður
um stjórnmál og þarfar framfarir.
ER alþjóðavæðingin bara jákvæð?
Við fáum ferska ávexti frá suðrænum
löndum, ódýrar iðn-
aðarvörur frá Asíu,
kaffi frá Afríku og Suð-
ur-Ameríku, getum
ferðast út um allan
heim, fjárfest í erlend-
um fyrirtækjum, farið í
útrás og nýtt hlutfalls-
lega framleiðslu yf-
irburði svo nokkur
dæmi séu nefnd. En
hver stjórnar efna-
hagslegu alþjóðavæð-
ingunni? Hver er með
gríðarlegt forskot bæði
fjárhagslegt og á sviði
vísinda og tækni? Hver
á nánast öll stóru alþjóðafyrirtækin?
Hver stjórnar stefnu Alþjóðabankans
(WB, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(IMF) og Alþjóðaviðskiptastofnunar-
innar (WTO)? Því miður er fjár-
málasvið alþjóðavæðingarinnar allt
annað en lýðræðislegt, IMF og WB
hafa víðtæk völd í þróunarlöndunum
en stefna þessara stofnana hefur
hingað til nánast alfarið verið stjórn-
að af Vesturlöndum, þ.e. aðallega af
Bandaríkjunum og Evrópu. Einnig
eru langflest stærstu alþjóðafyr-
irtækin í eigu Vesturlandabúa. And-
stæðingar eða öllu heldur umbóta-
sinnar Alþjóðavæðingarinnar hafa
einmitt verið að mótmæla þessu al-
þjóðlega lýðræðisleysi, þar sem þeir
fjársterkustu hafa ráðið ríkjum með
hagsmuni sína að leiðarljósi í stefnu-
mótun sinni. Þetta hef-
ur ekki komið nógu
skýrt fram í umræðunni
um alþjóðavæðingu og
hina svokölluðu and-
stæðinga alþjóðavæð-
ingar.
Nokkur dæmi hverju
umbótasinnar hafa ver-
ið að mótmæla:
1) Af hverju ráðlagði
Alþjóðabankinn Víet-
nam að fara að fram-
leiða kaffi þegar það var
nóg framboð af kaffi, og
niðurstaðan var verð-
hrun á kaffi á al-
þjóðamarkaðnum? Sem olli því að
lífsviðurværi milljóna manns í þróun-
arlöndunum var fjarlægt.
2) Af hverju skipaði Alþjóðabank-
inn Mósambík að opna markaðinn
fyrir unnar kashjúhnetur þegar það
olli því að um 100.000 manns misstu
lífsviðurværi sitt í einu af fátækustu
ríkjum heims? (ákvörðun sem þeir
seinna þurftu að biðjast afsökunar á).
3) Structual Adjustment Pro-
grams, sem IMF hefur þröngvað
uppá ýmis Afríkuríki sem oft hafa
leitt til aukningar á vandamálum við-
komandi lands.
4) Að hinni svokölluðu Develop-
ment round (Doha lotan) í WTO
gengur svona ótrúlega treglega, og
lítill vilji virðist vera til staðar til þess
að verða við óskum þróunarríkjanna.
Þau gríðarlega miklu völd sem
mörg stór fyrirtæki á alþjóðamark-
aðnum hafa eru oft á tíðum nýtt til
þess að halda verði á hrávöru í al-
gjöru lágmarki og í verstu tilvikum
jafnvel undir framleiðslukostnaði.
Hver græðir á því að verð á kaffi-
baunum á heimsmarkaðsverði sé í
lágmarki? Kaffibændur í Kenýa eða
stórfyrirtæki á borð við Nestlé? Til
þess að Alþjóðavæðingin verði til
þess að stuðla að aukinni hagsæld og
lífsgæðum fyrir sem flesta íbúa jarð-
ar, verða þróunarríkin að fá að eiga
mun stærri þátt í allri ákvarðanatöku
og stefnumótun alþjóðaefnahagsmála
og að fá ráðrúm til að stýra sinni eigin
efnahagsstefnu í friði frá skilyrðum
Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins. Annað er ekki alþjóðavæð-
ing, heldur valdníðsla og græðgi
Vesturlanda.
Kostir og gallar alþjóðavæðingar
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
fjallar um stórfyrirtæki og
vald þeirra ’Annað er ekki al-þjóðavæðing, heldur
valdníðsla og græðgi
Vesturlanda.‘
Þórhildur Fjóla
Kristjánsdóttir
Höfundur er raforkuverkfræðingur.