Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TÍMABÆRT er að Íslendingar
móti sjálfstæða stefnu í öryggis- og
varnarmálum sem endurspegli
hagsmuni þjóðarinnar í breyttum
heimi. Þá er brýnt að Íslendingar
taki sjálfir frumkvæði að mótun
slíkrar stefnu við þau tímamót sem
einhliða brot Bandaríkjastjórnar á
varnarsamningum markar í örygg-
is- og varnarmálum landsins. Þetta
kom fram í máli Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, formanns Sam-
fylkingarinnar, á fréttamannafundi
í gær. Hún mun þegar í næstu viku
taka upp viðræður við utanrík-
isráðherra Svíþjóðar og Noregs á
vettvangi norrænu jafnaðar-
mannaflokkanna og Össur Skarp-
Ingibjörg Sólrún segist telj
mikilvægt að kanna hvort Nor
urlöndin geti styrkt samband
þessu sviði. Kveður hún sér-
staklega mikilvægt að huga að
yggi á hafsvæðinu umhverfis
ið. „Þegar maður er að tala um
öryggismál er verið að tala um
fleira en hervarnir,“ segir Ing
björg. „Það eru margvísleg ör
héðinsson, formaður Íslands-
deildar þingmannasambands
NATO, mun taka málið upp á
stjórnarfundi sambandsins um
aðra helgi.
Á fundinum kom ennfremur
fram að Samfylkingin telur nauð-
synlegt að meta með opnum huga
alla kosti, þ.á m. aukið samstarf við
bandalagsþjóðir innan NATO og
samstarf við norrænar þjóðir auk
varnarsamstarfsins við Bandarík-
in.
Í ljósi þessa hefur Samfylkingin
ákveðið að skipa þverpólitískan
vinnuhóp til að móta tillögur um
nýja öryggis- og varnarstefnu Ís-
lands og hefur formaður Samfylk-
ingarinnar falið Jóni Baldvini
Hannibalssyni, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, að leiða þá vinnu.
Jón Baldvin Hannibalsson leiðir öryggis- og varnarhóp
Forsvarsmenn Samfylkingar
arra átta en vesturs til að try
þurfi að móta sjálfstæða utan
Íslendingar
móti sjálfstæða
utanríkisstefnu
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
HVAÐA KOSTIR ERU
FYRIR HENDI?
Talsmenn Bandaríkjastjórnarhafa lagt mikla áherzlu á þaðí yfirlýsingum sínum síðustu
daga, að Bandaríkin vilji halda fast
við varnarsamninginn milli Íslands
og Bandaríkjanna og standa við
skuldbindingar sínar um að tryggja
öryggi Íslands í samræmi við
ákvæði hans. Sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi hefur gengið svo
langt að lýsa framtíðinni á þann
veg, að „nýr kafli“ væri að hefjast í
„traustu varnarsamstarfi“ ríkjanna
tveggja.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins í gær var fjallað um þá kosti,
sem hugsanlega væru fyrir hendi í
þeim efnum, og þá vísað til eftirlits
með lofthelgi Eistlands, Lettlands,
Litháens og Slóveníu, sem Atlants-
hafsbandalagið hefur skuldbundið
sig til.
Í ljósi yfirlýsinga bandarískra
ráðamanna um hollustu þeirra við
varnarsamninginn er líka ástæða til
að huga að öðrum möguleika.
Röksemdafærsla Bandaríkja-
manna er eitthvað á þessa leið: við
stöndum við skuldbindingar okkar
samkvæmt varnarsamningnum. Við
teljum hins vegar tímabært í ljósi
breyttra aðstæðna að framkvæma
þær skuldbindingar með öðrum
hætti.
Bezti kosturinn fyrir okkur Ís-
lendinga frá okkar sjónarhóli séð
eru sýnilegar varnir hér á Íslandi.
Við eigum ekki lengur kost á því.
En þá má spyrja hvort næstbezti
kosturinn sé sá, að Bandaríkja-
menn ræki skyldur sínar gagnvart
varnarsamningnum með reglu-
bundnu eftirlitsflugi frá flugstöðv-
um þeirra í Bretlandi. Flugtíminn
frá þeim stöðvum er stuttur og
flugvélakostur þeirra þar mikill.
Þótt þeim hafi legið lífið á að fá
þoturnar fjórar til annarra starfa í
öðrum heimshlutum hafa þeir yfir
að ráða flugvélum í Bretlandi, sem
gætu haldið uppi reglulegu eftir-
litsflugi við Ísland.
Við mundum þá taka yfir Kefla-
víkurflugvöll og rekstur hans og
varnarsvæðið yrði ekki lengur á
vegum Bandaríkjamanna né heldur
„óverulegur mannafli“ svo vísað sé
til orða þeirra sjálfra en þoturnar,
sem héldu uppi eftirlitsfluginu við
Ísland, gætu nýtt sér þá þjónustu,
sem er til staðar á Keflavíkurflug-
velli.
Öll rök hníga að því að íslenzk
stjórnvöld láti reyna á þetta fyr-
irkomulag áður en farið yrði að
semja um það lofthelgiseftirlit sem
Atlantshafsbandalagið sér nú um
hjá fjórum áðurnefndum ríkjum.
Þá mundi líka koma í ljós hvort
Bandaríkjamönnum er einhver al-
vara með ítrekuðum yfirlýsingum
um að þeir vilji standa við skuld-
bindingar sínar samkvæmt varnar-
samningnum.
SKYNSAMLEG VIÐBRÖGÐ
Íslenzku bankarnir hafa haft ým-islegt við álitsgerðir greiningar-
deilda erlendra fjármálafyrirtækja
að athuga undanfarnar vikur og
sumir þeirra hafa jafnvel séð
ástæðu til að gagnrýna umfjöllun ís-
lenzkra fjölmiðla um þær erlendu
álitsgerðir.
Engu að síður eru viðbrögð þeirra
við athugasemdum hinna erlendu
greinenda og gagnrýnenda skyn-
samleg og jafnframt snögg svo til
fyrirmyndar er.
Ein helzta athugasemd erlendu
greiningardeildanna er við eigna-
tengslin á milli banka og stórra fyr-
irtækja. Augljóst er og raunar stað-
fest að með sölu á hlutabréfum
Kaupþings banka í Baugi Group
vildu forráðamenn bankans koma til
móts við þessa gagnrýni þegar í
stað.
Á aðalfundi Kaupþings banka sl.
föstudag skýrði Sigurður Einars-
son, stjórnarformaður bankans, frá
því, að stjórnendur bankans hefðu
þegar hafið undirbúning að því að
skera á gagnkvæm eignatengsl á
milli bankans og Exista, þótt aug-
ljóst sé að það muni taka lengri
tíma að framkvæma en salan á hlut
bankans í Baugi Group.
Þessi snöggu viðbrögð bankans
sýna, að stjórnendur hans taka
mark á þeim athugasemdum, sem
að honum er beint, og ætla greini-
lega ekki að láta greinendur komast
upp með að halda áfram athuga-
semdum við þessi gagnkvæmu
eignatengsl.
Annar þáttur í starfsemi bank-
anna hér, sem hinir erlendu grein-
endur hafa gert athugasemdir við,
eru framvirkir samningar, sem hér
hafa tíðkazt. Í krafti þeirra hefur
nokkur hópur athafnamanna keypt
stór fyrirtæki, ræður þeim og
stjórnar þótt bankarnir hafi lagt
fram langstærstan hluta kaupverðs-
ins.
Nú lýsir Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbanka Íslands,
þeirri skoðun í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að afmarka þurfi
betur þessa samninga til þess að
koma til móts við athugasemdir er-
lendis frá. Bankastjórinn segir m.a.:
„Þetta form á fjármögnun bank-
anna er eitthvað sem bankarnir
þurfa að taka til athugunar. Þessir
samningar henta bezt til fjármögn-
unar á skemmri tíma á eignarhlut-
um viðskiptavina og í afmörkuðum
viðskiptum. Þeir eiga síður við um
stórar hlutabréfastöður og eiga ekki
við í fjármögnun til lengri tíma.“
Það er augljóst, að slík afmörkun
framvirkra samninga til skemmri
tíma mundi hafa víðtæk áhrif í við-
skiptalífinu hér.
Það er ánægjulegt að sjá hvað
forráðamenn bankanna bregðast
hratt við. Það eykur líkurnar á því
að þeir komist klakklaust í gegnum
það óveður, sem á þeim hefur dunið
síðustu vikur.
ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri íReykjanesbæ, afhenti í gærHalldóri Ásgrímssyni forsætis-ráðherra og Geir H. Haarde
utanríkisráðherra tillögur sínar til ríkis-
stjórnarinnar. Ráðherrarnir sátu síðdegis
í gær fund með bæjarstjórnarmönnum á
Suðurnesjum. Í tillögunum er bent á að-
gerðir sem hægt er að grípa til vegna
breytinga í atvinnumálum sem verða í
kjölfar flutnings herþotna og björgunar-
þyrlna Bandaríkjahers frá Miðnesheiði.
Tillögunum fylgdi ósk um náið samstarf
við ríkisstjórnina um uppbyggingu í kjöl-
far ákvörðunar Bandaríkjastjórnar.
Vænst er svara við óskum um tilhögun
þessa samstarfs fyrir næstu mánaðamót.
Þríþættar tillögur
Tillögurnar eru þríþættar og snúa að
aðstoð við núverandi starfsmenn, fram-
kvæmdaáætlun um nútímavæðingu varna
á Keflavíkurflugvelli og ný tækifæri.
Lögð er áhersla á að viðbrögð Íslendinga
verði snögg og hnitmiðuð.
Bent er á að þótt mörg tækifæri fyrir
Suðurnesjamenn geti falist í brotthvarfi
varnarliðsins sé brýnast að aðstoða þá
sem missa munu vinnuna. Sérstaklega
þarf að huga að þeim sem eru að nálgast
eftirlaunaaldur og mikilvægt að 60 ára og
eldri verði boðnir starfslokasamningar.
Reykjanesbær er reiðubúinn að hlutast
til um að fagfyrirtæki sinni ráðningarmál-
um fyrir þá sem vilja og liðsinni við at-
vinnuleit. Mikilvægt er að bjóða þeim sem
vilja endurmenntun og getur Miðstöð sí-
menntunar á Suðurnesjum skipulagt það.
Flýtt verði endurráðningu þeirra sem
munu starfa áfram við varnarþjónustu og
rekstur flugvallarins. Skoða ber þátttöku
brunavarna Suðurnesja í rekstri slökkvi-
liðs flugvallarins en sameining bruna-
varna Suðurnesja, slökkviliðsins á Kefla-
víkurflugvelli og slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins er einnig álitlegur kostur.
Nútímavæðing varna
Strax þarf að hrinda í framkvæmd til-
lögum sem verið hafa í undirbúningi hjá
ráðuneytum um styrkingu varna, grein-
ingar og alþjóðaeftirlits gagnvart innra og
ytra öryggi þjóðarinnar.
Aukin þörf er á skipulegri vinnu við al-
þjóðlegt eftirlit gegn hryðjuverkahópum,
fíkniefnum, glæpasamtökum og sjúkdóm-
um. Þessi tækifæri ber að virkja við al-
þjóðaflugvöllinn. Á annað hundrað störf
geta orðið til og flust á svæði alþjóða-
flugvallarins ef af þessu verður.
Í ljósi brotthvarfs varnarliðsins þarf að
styrkja greiningardeild vegna ytri ógna
og tengsl við NATO. Slík deild er starf-
andi á Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er
að auka mjög starfsemi greiningardeildar
lögreglu, en nú sinnir deild á Suðurnesj-
um þessu og gæti tekið við þeirri aukn-
ingu sem fyrirhuguð er.
Auknar kröfur á sviði flugverndar eru
þegar á borði ríkisstjórnar. Hér er um að
ræða kröfur sem ekki er hægt að mæta
nema með miklum nýráðningum starfs-
fólks. Þetta sama starfsfólk gæti einnig
komið að gæslu og vernd varnar- og ör-
yggissvæða, ásamt lögreglu.
Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra verði
flutt á alþjóðaflugvöllinn. Eftir samein-
ingu lögregluliða á Suðurnesjum verður
að ganga út frá því að embættið rannsaki
fíkniefnabrot sem koma upp í umdæminu.
Með nýrri sameinaðri rannsóknardeild á
alþjóðaflugvellinum væri unnt að flytja
störfin þangað.
Landhelgisgæslunni býðst kjöraðstaða
verði hún að hluta eða öllu leyti flutt á
svæðið. Á Suðurnesjum býðst gott hús-
næði, góðar hafnir og úrvalsaðstaða fyrir
skipa- og flugflotann.
Þá er eðlilegt að miðstöð friðargæslu
verði við alþjóðaflugvöllinn. Þannig gæti
framkvæmd og þjálfun friðargæsluliða
heyrt undir sýslumannsembættið á Kefla-
víkurflugvelli. Val verkefna verði áfram á
hendi utanríkisráðherra en framkvæmd
og umsjón á hendi sýslumannsins.
Ratsjárstofnun þjónar nánast eingöngu
NATO og varnarliðinu. Það hlýtur því að
vera kostur að hafa höfuðstöðvar hennar
á svæðinu. Æskilegt er að allir verkþætt-
ir, er tengjast alþjóðaflugumferð og al-
þjóðaflugi, færist til Keflavíkurflugvallar
ef starfsemi flugmálastjórnar verður
skipt upp. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
gæti tekið að sér hlutverk miðstöðvar
varna gegn því að sjúkdómar berist til
landsins og rannsókna á því sviði. Þar yrði
byggt á fjárfestingu og mannafla sem
þegar er fyrir hendi á svæðinu. Þá eru
mannvirki ein
flugvelli.
Varnarmála
starfsemi sína
an á umbreyt
stofnun gæti
inn og út úr la
isleitendur vei
víst að verk
muni aukast í
Tíma
Íslenskum
flugvöllinn he
tíu árum en s
manna varnar
hefur störfum
1.300. Talið e
verði um 70–1
Árni Sigfússon bæjarstjóri afhenti ríkiss
Snögg og
hnitmiðuð
viðbrögð
Halldór Ásgrím
Árna Sigfússo
Íslens
STÖRFUM
800–900. Tæ
svo sem Kög
Samkvæm
starfsmenn
búa í Reykja
Aðrir eru fr
starfsmenn
Af heilda
urnesja (18,
eru í öðrum
Hjá varna
sveinar, 27
virkjar, 46 t