Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 27 MINNINGAR Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA ÁRNADÓTTIR, sem lést mánudaginn 13. mars, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. mars klukkan 14.00. Hörður Bergmann, Dórothea S. Einarsdóttir, Árni Bergmann, Lena Bergmann, Stefán Bergmann, Helga Hrönn Þórhallsdóttir, Jóhann Bergmann, María J. Gunnarsdóttir. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR, Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 12. mars, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju miðvikudaginn 22. mars kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minn- ingarsjóð Margrétar Leós., hafa samband við Blómaturninn á Ísafirði. Sonja Jónasdóttir, Ingimar H. Victorsson, Ása Rún, Bjarki Þór, Jónas Logi, Una Dís. Þótt leiðir okkar Ögmundar Helgason- ar lægju alloft saman síðustu áratugi, bæði vegna starfa okkar og sameiginlegra vina, urðu þau ekki náin eða persónuleg fyrr en síðasta árið sem hann lifði. Þá hafði komið til tals að hann flytti sig um set og fengi starf hjá Stofn- un Árna Magnússonar. Má segja að það hafi gerst í áföngum uns hann hafði lokið verkefnum sínum við Landsbókasafn Íslands-Há- skólabókasafn og var formlega ráðinn til starfa í upphafi þessa árs. Árnastofnun fékk því miður aldrei að njóta hinnar miklu þekk- ingar hans og starfskrafta, því að skömmu eftir að ráðning hans var ákveðin réðst gegn honum sjúk- dómurinn sem lagði hann að velli. Þeir sem þekktu Ögmund lengur og betur en ég munu bera vitni um persónuleg einkenni hans, en ég hreifst alltaf af djúpstæðri þekk- ingu hans á íslenskri þjóðmenn- ingu, eldlegum áhuga og minni. Þekkingu sinni átti hann afar létt með að miðla til annarra í samræð- um og rituðu máli. Ögmundur var nákunnugur frumheimildum: hand- ritum, þjóðsagnasöfnum, þjóðleg- um fræðum og fróðleiksfólki. Á undanförnum mánuðum var hann mjög með hugann við fræðileg verkefni, sem hann vildi halda áfram með og ljúka, og lét ekki veikindin draga úr sér áhuga eða kjark. Í síðustu för sinni til Dan- merkur kannaði hann frumheim- ildir í Dansk folkemindesamling, og var það liður í undirbúningi undir endurútgáfu Íslenskra þjóð- hátta Jónasar frá Hrafnagili. Þar eins og miklu víðar hefði Ögmund- ur unnið gott verk fræðum sínum. Á því sviði vann hann og birti fjölda verka sem eftir lifa, og skal ég aðeins nefna ljósprentun á eig- inhandarriti Hallgríms Pétursson- ar af Passíusálmunum og ná- kvæma útgáfu textans, sem birtist 1996. Samstarfsmenn og vinir Ög- mundar á Árnastofnun kveðja hann með söknuði, og við sendum Rögnu og börnum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Vésteinn Ólason. Ég var einn af þeim heppnu sem fengu að njóta kennslu Ögmundar Helgasonar í námskeiðinu Þjóðlíf og þjóðhættir til sveita í Háskól- anum vorið 2004. Þetta var ekki fjölmennur hópur, en samstilltur, og ég held að við höfum öll hlakk- að til hverrar kennslustundar. Það var vegna þess að Ögmundur var frábær kennari. Lifandi áhugi hans og góðmennska geislaði af honum. Engan kennara vissi ég sem gat komist lengra frá námsefninu með vangaveltum um hin ólíkustu at- riði, allt frá íslenskuframburði Eg- ils Skallagrímssonar til skemmti- sagna af Jóni Helgasyni prófessor. Stundum fór meirihluti kennslu- stundar í slíkar vangaveltur en samt er ég viss um að við lærðum meira hjá Ögmundi en flestum öðr- um því honum tókst alltaf að gera efnið áhugavert og skemmtilegt. Það lá því beint við að reyna að komast síðar í nám hjá Ögmundi og vorið 2005 sat ég í síðasta nám- skeiðinu sem Ögmundur kenndi, Þjóðkvæði og þjóðlög. Þar var líka gaman. Ögmundur átti merkilega starfssögu að baki. Hann var hinn síðasti í langri röð fræðimanna sem störfuðu í Höfn, allt frá Árna Magnússyni handritasafnara til ÖGMUNDUR HELGASON ✝ ÖgmundurHelgason fædd- ist á Sauðárkróki 28. júlí 1944. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 8. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 17. mars. Jóns Helgasonar handritafræðings, því hann var sérlegur að- stoðarmaður Jóns undir lokin á starfs- ferli hans. Fyrir skömmu bár- ust þær fregnir að Ögmundur ætti í bar- áttu við erfiðan sjúk- dóm sem nú hefur lagt hann að velli. Með Ögmundi Helga- syni er góður maður genginn langt fyrir aldur fram og við hörmum fráfall hans. Þessi fátæk- legu kveðjuorð eru lítill þakklæt- isvottur fyrir að hafa kynnst Ög- mundi Helgasyni og notið mannkosta hans. Ég votta fjöl- skyldu hans samúð mína. Jón M. Ívarsson. Ögmundur Helgason stýrði handritadeild Landsbókasafns Ís- lands með mildilegum hætti. Hann tók af ábyrgð við þjóðlegri arfleifð frá forverum sínum sem hann ávaxtaði þann veg að við sem leit- uðum akarns í hans skógi fannst iðulega sem leitin bæri árangur. Ögmundur tók gestkomandi mönn- um sem erindi áttu í handritadeild- ina af alúð og var greiðvikinn og örlátur í viðkynningu. Í vissum skilningi er handritadeildin brunn- ur íslenskrar menningar, þar sló heitast hjarta Landsbókasafnsins Þjóðarbókhlöðu. Þangað sóttu menn fanga í ýmsum fræðagrein- um og Ögmundur og starfsfólk hans var óeigingjarnt við aðstoð- ina. Við kaffiborðið var hann hrók- ur alls fagnaðar og ungir og aldnir löðuðust að þessum geðþekka skagfirska fræðimanni og farsæla stjórnanda. Ögmundur var sérleg- ur þarfamaður á þessum stað, og ekki nema von að fræðimönnum þætti sem kæld væru kynni að honum brottu þaðan. Ögmundur Helgason var ekki stofnanaskotinn kerfiskarl, heldur húmanisti af gömlum skóla, hlýr og viðfelldinn samferðarmaður í þjóðlegum fræð- um. Við minnumst hans af þakk- læti og vottum nánustu aðstand- endum samúð. Óskar Guðmundsson. Ég deildi skrifstofu með Ög- mundi Helgasyni síðustu árin sem hann vann í Þjóðarbókhlöðunni. Viðfangsefni okkar voru ólík, hann að vinna með handrit og ég með rafræn gögn. Það var ekki sama bil á milli okkar þegar við ræddum um lífið og tilveruna, sem nú stendur skörð eftir þegar hann er fallinn frá. Ögmundur var þriggja heima maður. Að jafnaði var hann nið- ursokkinn í handritarannsóknir og útgáfustörf, sem hann vann að allt fram til síðustu stunda. Þegar við ræddum um aðra hluti barst talið fljótt að þeim tveimur stöðum sem honum voru kærastir. Það voru Kaupmannahöfn, þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni um árabil, og uppeldisstöðvar hans í Skagafirði. Hann komst á flug þegar hann ræddi um þau tvö skáld sem stóðu honum næst, Indriða G. Þorsteins- son og Hannes Pétursson, hófstillt- an stíl þeirra þar sem það ósagða skiptir fullt eins miklu máli og það sem sagt er frá. Nú þarf ég ekki nema að lesa nokkrar línur þeirra tveggja til að hugurinn hverfi til Ögmundar, sem ég kveð með orð- um Hannesar: Sæl verður gleymskan undir grasi þínu byggð mín í norðrinu því sælt er að gleyma í fangi þess maður elskar. Sveinn Ólafsson. Ögmundur Helgason tók stund- um að sér að krota í texta manna. Ég var einn af þeim lánsömu sem nutu aðstoðar hans við að koma handriti í bókarform. Það var árið 1993. Áður höfðum við að vísu oft spjallað saman um daginn og veg- inn í handritadeild Landsbóka- safns sem hann veitti forstöðu. En í þetta sinn áttum við lengri og al- varlegri samræður. Ögmundur Helgason var nefnilega einn af þeim yfirlesurum sem ekki létu sér nægja að leiðrétta ásláttarvillu hér og stafsetningarvillu þar. Öðru nær. Hann gerði athugasemdir við málfar og stíl á hverri einustu síðu. Og hann leið ekki að níðst væri á íslenskri tungu. Þá sagði hann gjarnan: „Svona segir maður ekki,“ eða: „Nei! Íslenskan leyfir ekki að þetta sé sagt svona.“ Á undanförnum dögum hef ég verið að rifja upp þessar óformlegu kennslustundir hjá Ögmundi til að glöggva mig á því hver hafi verið kjarninn í máli hans. Mikilvægust virðist mér vera sú afstaða Ög- mundar að raunveruleg virðing fyrir íslenskri tungu og sögu henn- ar skilaði sér í látlausum og til- gerðarlausum stíl. Fallegt mál væri ekki skraut sem leiddi athygli lesandans frá umræðuefninu. Ann- að sem lesa mátti úr athugasemd- um hans og skýringum var að nostur við smáatriðií texta væri oft greiðasta leiðin að aðalatriðum málsins. Með því að hlúa að hinu smáa næði maður tökum á hinu stóra. Ögmundur taldi ólíklegt að þeir sem flöskuðu á smáatriðunum næðu að fara rétt með aðalatriðin. Ýmislegt fleira rifjast upp þegar ég leiði hugann að ábendingum Ögmundar, til dæmis sú speki að færri orð hafa oft dýpri merkingu en fleiri. Mig langar að nefna eitt sérstaklega til viðbótar. Ögmundur vakti mig til vitundar um að það býr rökvísi í íslenskri tungu. Ís- lenskt mál hefur, ef svo má að orði komast, rök fyrir þeim kröfum sem hún gerir til okkar. Hún biður menn ekki um að hlýða sér í blindni. Tiltekt í texta, undir leið- sögn Ögmundar, varð því að lokum endurskoðun á hugsun eða hugs- unarleysi. Mesta hættan sem steðjar að íslenskri tungu er ein- faldlega sú að menn hugsa ekki. Það er til marks um hvílíkt ljúf- menni Ögmundur var og um- hyggjusamur í aðfinnslum sínum að við urðum miklir mátar eftir að hann tók mig í kennslustund vegna textanna sem ég fór með til hans. Ekki spillti þegar í ljós kom að við áttum ýmis sameiginleg áhugamál og höfðum dálæti á sömu skáldum. Einnig hér naut ég ríkulega örlæt- is Ögmundar því þekking hans á skáldskap og heimildaþáttum var með ólíkindum djúp og víðtæk. Það fékk ég að reyna í þau ótal skipti sem við hittumst af tilviljun á há- skólalóðinni eða á Landsbókasafn- inu. Við tókum ævinlega formála- laust upp þráðinn þar sem frá var horfið síðast og í raun finnst mér að ég hafi átt í einni langri sam- ræðu við Ögmund um tiltekin sam- eiginleg hugðarefni allt frá því ég kynntist honum vel snemma á tí- unda áratug síðustu aldar. Það er erfitt að horfast í augu við þá hörðu staðreynd að fundirnir með Ögmundi verða ekki fleiri. Ég horfi á eftir Ögmundi með miklum söknuði og ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Róbert H. Haraldsson. Látinn er fræðimaðurinn Ög- mundur Helgason aðeins rúmlega sextugur að aldri. Mikill mann- skaði er, þegar menn með mikla hæfileika og víðtæka menntun falla frá á miðjum aldri. Ef heilsa og þróttur fara saman eru efri árin oft býsna drjúg til andlegra starfa. Ögmundur var frá Sauðárkróki og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri, utanskóla. Lauk kandidatsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Auk þess lauk hann prófi í þjóðfræðum frá sömu menntastofnun. Störf hans hnigu einnig að þjóðlegum fræðum, og liggur mikið starf eftir hann á þeim vettvangi, sem varðveita mun nafn hans um ókomna tíð. Afi Ögmundar og nafni var söðlasmiður á Sauðárkróki. Við hann hafði faðir minn allmikil skipti og gat hans oft. Dagur dagbókarinnar var hald- inn hátíðlegur 15. október 1998, í Landsbókasafni, þar sem Ögmund- ur var forstöðumaður handrita- og þjóðdeildar. Stóð hann að miklu leyti að því að hefja dagbókarskrif til þess vegs og virðingar, sem þau eiga í raun. Mér er þetta nokkuð minnisstætt, því að þarna afhenti ég gjafabréf að æviverki mínu, dagbók,sem ég hefi haldið frá fimmtán ára aldri. Ögmundur hafði mikinn áhuga á þessu máli, en margir fleiri komu að þessu þjóð- þrifamáli. Þessa vildi ég geta, þeg- ar minnst er fræðimannsins og öð- lingsins Ögmundar Helgasonar. Kynni okkar náðu yfir rúma tvo áratugi. Kveðjuorð mín verða ekki fleiri. Ég sakna góðs vinar og félaga. Hans minnast margir með trega, en jafnframt með þökk fyrir ávaxtaríkt lífsstarf. Blessuð sé minning hans. Kæra Ragna, ég votta þér og börnunum samúð mína við andlát ástríks heimilisföður. Auðunn Bragi Sveinsson. Ögmundur Helgason er kvaddur í dag aðeins 62 ára að aldri og fækkar enn bekkjarbræðrunum sem útskrifuðust frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1965. Eftir nám í íslensku og sagnfræði til B.A.-prófs og að loknu kandidats- prófi frá Háskóla Íslands vann hann um skeið við Árnastofnun í Kaupmannahöfn. Hann hóf störf í handritadeild Landsbókasafns fyr- ir 20 árum meðan safnið var enn við Hverfisgötu og varð síðan for- stöðumaður deildarinnar 1990. Þegar safnið flutti í Þjóðarbók- hlöðu 1994 og sameinaðist Há- skólabókasafni varð hann forstöðu- maður handritadeildar hins sam- einaða safns. Ögmundur var hafsjór af fróðleik um íslenska þjóðfræði og sögu og hans fræði nutu sín best í vönduðum ritum þar sem hvergi var slakað á fag- legum kröfum um nákvæmni og fagurfræði. Eftir Ögmund liggja mörg ritverk allt frá ljóðakverinu Fardögum til fræðigreina um þjóð- fræði, ýmiss konar útgáfurit og þýðingar. Hann skrifaði talsvert í Árbók Landsbókasafns og Rit- mennt-Ársrit Landsbókasafns, sem hann ritstýrði einnig nokkur ár. Hann sá um útgáfu á Pass- íusálmum Hallgríms Péturssonar árið 1996 og í tilefni 10 ára afmæl- is Þjóðarbókhlöðunnar 2004 gaf hann út gamalt íslenskt Galdra- kver. Í þeirri útgáfu þurfti hann oft að túlka erfiðan og máðan handritatexta sem hann gerði af stakri þolinmæði og fagmennsku og niðurstaðan er rit sem ber rit- stjóra sínum fagurt vitni. Ögmund- ur var léttur á fæti og léttur í lund og vinsæll meðal þeirra fræði- manna sem sóttu handritadeild. Hann kunni ógrynni af skemmti- legum sögum af mönnum og mál- efnum og hafði gaman af að segja frá. Oft var glatt á hjalla yfir kaffi- bolla þegar menn, jafnt innlendir sem erlendir, komu á fund hans bæði til að afla sér fróðleiks og til að spjalla um hin ýmsu málefni. Það eru því margir sem munu sakna vinar í stað. Fyrir hönd Landsbókasafns og starfsmanna þess sendum við eig- inkonu, börnum, barnabörnum og ættingjum öllum innilegar samúð- arkveðjur. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.