Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 25 MINNINGAR ✝ Ingólfur G.Geirdal fæddist á Ísafirði 29. apríl 1915. Hann andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar- firði 13. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Vilhelmína Steina Pétursdóttir frá Hafnardal, f. 25. júní 1886, d. 25. des- ember 1939, og Guðmundur E. Geirdal skáld og hafnargjaldkeri á Ísafirði, f. 2. ágúst 1885, d. 16. mars 1952. Systkini Ingólfs eru: 1) Pétur, f. 16. ágúst 1916, d. 11. apríl 1983, 2) Ólöf Ragnheiður, f. 31. júlí 1918, d. 17. ágúst 1943, 3) Ingibjörg, f. 1. mars 1923, d. 31. ágúst 1948, 4) Bragi, f. 7. apríl 1927, d. 7. október 1994, 5) Hjördís. f. 16. nóvember 1930, d. 8. janúar 2003, maki Guð- mundur Áki Lúðvígsson, f. 1931, 6) Erna, f. 2. mars 1932, maki Benedikt Örn Árnason, f. 1931 (þau skildu en eru nú aftur í sam- búð), seinni maki Alfonso Felipe Córdova Mendoza, f. 1928, d. 1995. Hinn 28. nóvember 1942 kvænt- ist Ingólfur Svanhildi Vigfúsdótt- ur, f. 26. júní 1918, d. 14. mars 2002. Foreldrar hennar voru hjón- in Vigfús Sigurðsson Grænlands- fari, f. 16. júlí 1875, d. 26. maí 1950, og Guðbjörg Árnadóttir, f. 9. júní 1884, d. 26. desember 1966. 3. ágúst 2001. c) Ágúst, f. 12. októ- ber 1980. 4) Guðbjörg María, f. 14. ágúst 1961. Sonur með Jóni Blomsterberg, f. 1959, a) Þórir, f. 19. janúar 1977, maki Maren O. Sigurbjörnsdóttir, f. 10. janúar 1978. Börn þeirra: Helena María, f. 10. september 1999, og Heiðar Ingi, f. 28. nóvember 2000, dóttir Marenar Eydís Ágústsdóttir, f. 11. júlí 1997. Fyrrverandi maki Krist- inn Gunnarsson, f. 14. nóvember 1958. Börn þeirra: b) Ingólfur, f. 27. mars 1985, og c) Gunnar Freyr, f. 18. september 1987. Ingólfur ólst upp á Ísafirði en þau Svanhildur bjuggu allan sinn búskap, alls 60 ár, í Reykjavík. Fyrst á Bergstaðastræti, þá Greni- mel og Brávallagötu en síðan í rúm 40 ár í Hæðargarði 56. Ing- ólfur lauk kennaraprófi 1938. Hann var farkennari á Siglunesi og í Héðinsfirði 1939–40 og íþróttakennari á Þingeyri við Dýrafjörð 1940–41. Hann stofnaði ásamt fleirum skóverksmiðjuna Þór í Reykjavík 1941 og var fram- kvæmdastjóri hennar 1943–48 er hann seldi smiðjuna. Hann starf- aði þó áfram að skógerð í allmörg ár, framleiddi sokkahlífar, barnaskó, skíða- og knattspyr- nuskó. Hann var kennari við Breiðagerðisskóla 1957–84. Sat í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1963–64, ritstýrði ásamt fleirum Foreldrablaðinu 1963–73. Eftir að Ingólfur hætti kennslu sökum aldurs starfaði hann um árabil sem húsvörður í einni af byggingum Háskóla Ís- lands. Útför Ingólfs verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ingólfur og Svan- hildur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Ragnar, f. 18. júní 1943, maki Jenný Hjördís Sigurðar- dóttir, f. 26. maí 1948. Börn þeirra: a) Ingólfur Hjálmar, f. 9. maí 1968. b) Kol- brún Svala, f. 20. jan- úar 1970, fyrrver- andi maki Kristinn Þór Ingvason, f. 1969. Börn þeirra: Anetta Sigdís, f. 30. mars 1993, og Ragnar Ingvi, f. 19. september 1995. c) Sigurður, f. 3. apríl 1973. 2) Vigfús, f. 24. janúar 1948, maki Sigrún Ágústsdóttir, f. 15. janúar 1951. Fyrrverandi maki Keneva Kunz, f. 28. júní 1953; dóttir þeirra Svanhildur Nanna, f. 25. febrúar 1977, maki Guðmund- ur Örn Þórðarson, f. 1972. Synir þeirra: Kristófer Orri, f. 11. júlí 2003, og Benedikt Máni, f. 20. apríl 2005, dóttir Guðmundar Brynja Sól, f. 24. júlí 1995. Dóttir með Jónínu Jóhannsdóttur, f. 18. febr- úar 1954, b) Aðalheiður María, f. 17. ágúst 1982. 3) Sjöfn, f. 2. maí 1953. Sonur með Einari Bech, f. 1955, a) Pétur Óli, f. 11. nóvember 1974. Maki Ásbjörn Ægir Ásgeirs- son, f. 14. mars 1954. Börn þeirra: b) Ásgerður, f. 6. des 1977, fyrr- verandi maki Guðmundur Óli Pálmason, f. 1978, börn þeirra: Freyja, f. 16. sept. 1999, og Þór, f. Elsku Ingi og langafi. Mikið er ég glöð að hafa kynnst eins yndislegum og góðum manni og þér, þú varst alltaf svo kátur og bros- andi þegar ég kom í Hæðargarðinn til þín og Svanhildar alveg frá því að við kynntumst fyrir næstum níu ár- um. Þér fannst svo gaman að spyrja út í ættir mínar, hvernig gengi hjá pabba mínum á sjónum og þú hafðir svo gaman af því að hitta krakkana og gefa þeim gotterí úr nammi- skápnum þínum og kenna þeim að telja. Þú varst svo glaður þegar við fjöl- skyldan ákváðum að flytja til Dan- merkur og að Tóti ætlaði í meira nám. Það gladdi þig mjög mikið. Nú er ég svo ánægð að hafa komið heim um jólin og fengið að njóta samveru- stunda með þér en því miður í síð- asta sinn. Þín verður sárt saknað en ég veit að Svanhildur tekur vel á móti þér og þið getið verið saman á ný. Helena María, Heiðar Ingi og Ey- dís Erla eiga eftir að sakna langafa síns en þau vita að núna ertu kominn upp til Guðs og hann hugsar vel um þig. Okkur langar að kveðja þig með þessu ljóði: Það syrtir að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar svo hrygg við erum því við söknum þín, í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar, sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Hvíl í friði Maren Dröfn. Ég man fyrst eftir Ingólfi Geirdal, föðurbróður mínum, sem uppá- klædda manninum með þykku gler- augun sem kom svo oft í heimsókn til pabba míns, þegar ég var að leika mér í dótinu mínu. Ræddu þeir mikið saman um fullorðinsmál sem mér þótti ærið þung og flókin fyrir ungan barnsheila. Þegar ég var unglingur var Ing- ólfur jafnan örlátur og gaf mér for- láta bækur sem ég las ofan í kjölinn. Þá var hann afar fróður, sama hvar niður var borið. Ef mér yfirleitt datt í hug að spyrja að einhverju, þá mátti ég búast við heilum fyrirlestri um efnið. Sýndi hann með þessu að þar bjó menntamaður að baki, sem ávallt var vel að sér í því sem um var rætt. Einkum var sérstakt hve mikið hann vissi um ætt okkar. Oft var boðið til veislu innan fjöl- skyldunnar hjá Ingólfi. Hann hélt stórt og mikið heimili. Var eftir því tekið hversu ávallt var allt hreint og tiltekið, hver hlutur á sínum stað, ekki síst bækur og blöð, sem fylltu heilu rekkana frá gólfi og upp í loft. Sérstaklega man ég eftir þéttum anda og mikilli kyrrð í stofunni. Á hillum og kommóðum hafði verið raðað myndum úr ættinni. Einkum var mikið stofustáss að mynd af föð- ur hans og afa mínum og nafna: Guð- mundi Geirdal. Oft voru mér sagðar sögur af því hve virkur faðir hans hefði verið; að þrátt fyrir fullt starf sem kennari, lögregla og að lokum hafnarstjóri á Ísafirði hefði hann þó gefið sér tíma til að semja ljóð og gefa út ljóðabækur. Eftir því sem árin liðu fór ég að meta Ingólf æ meir. Þannig lét hann mér í té ættarbók okkar, þar sem rekja mátti ættirnar til Bjarna Páls- sonar landlæknis og Skúla fógeta og þaðan til landnáms og jafnvel aftur til Óðins sjálfs. Hann mátti aldrei vamm sitt vita. Hann stóð ávallt við sitt, var ætíð til staðar ef til hans þurfti að leita og lifði mjög reglu- sömu lífi. Var sérstakt hve heilbrigð- ur hann var allt til um 85 ára aldurs. Hann hélt jafnvel háralit sínum að mestu þar til yfir lauk. Því miður fór það svo um það leyti, að tiltekinn hrörnunarsjúkdómur, og sjúkrahúslega í kjölfarið, olli því að minni hans varð fyrir skaða; einmitt það sem hafði verið hans sterkasta sérkenni. Heimsótti ég hann nokkr- um sinnum eftir það. Hafði ég þá tækifæri til að launa honum fróðleik fyrri ára með því að sitja með honum þolinmóður og endurtaka sama hlut- inn þar til hann náði að festa á hon- um athygli. Síðast heimsótti ég hann sumarið sem leið. Þótt af honum væri dregið og minnið enn verra þótti mér sér- stakt að skynja nærveru hans og hinn staðfasta huga. Vitundin var skýr þótt minnið væri nær farið. Hann var spjallgóður og tók lífinu af æðruleysi. Ég kveð hann því sáttur í huga. Sé það svo að sálin deyi með líkamanum þá kveð ég hann hér með. En hafi það hins vegar farið á þann veg að sál hans hafi lifað af lík- amsdauðann, þá vona ég að ég hafi hæfni til að skynja nærveru hans áfram. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Rafn Geirdal. Að eilífu standi þín hamingjuhöll svo haustkuldi lífsins ei saki. Í vorheiði brosi þér blómin þín öll og blíðgeislar yfir þér vaki. Með þessu fallega erindi endaði Ingólfur Geirdal, sem hér er kvadd- ur, minningargrein um systur sína Hjördísi, sem lést fyrir 3 árum. Ljóð- ið er úr afmælisvísum, sem faðir þeirra Guðmundur Geirdal skáld, orti til hennar, þegar hún varð 7 ára, en það er í raun bæn og hamingju- óskir til handa lítilli dóttur. Í grein- inni rifjar Ingólfur einnig upp sólrík bernskuár þeirra systkina á Ísafirði, og hvernig skyndilega dró ský fyrir sólu í stórum systkinahópi vegna veikinda foreldra þeirra. Við dánar- beð móður sinnar á jóladag strengir hann þess heit að gera allt sem í hans valdi standi til þess að bæta yngri systkinum sínum móðurmissinn. Og Ingólfur efndi heit sitt, hann kom yngri systkinum sínum öllum til mennta og í mörg ár áttu ungar syst- ur hans Hjördís og Erna heimili hjá Ingólfi og föðursystur minni Svan- hildi Vigfúsdóttur, en þau voru þá nýgift og höfðu stofnað heimili hér í Reykjavík. Ingólfur Geirdal var á 92. aldurs- ári, þegar hann kvaddi og verður lagður til hinstu jarðneskrar hvílu í dag. Við andlát hans sækja ótal minningar á hugann og nú er ég minnist þessa góða manns, kemur fyrrnefnt ljóð og fjölskyldusaga Ing- ólfs stöðugt upp í huga mér. Allt hans líf og lífsviðhorf tel ég að hafi mótast af sárri reynslu hans í æsku og hugur hans til okkar, sem áttum með honum samleið, var svo afdrátt- arlaust í anda þessa litla erindis. Ingólfur tengdist ungur föðurfjöl- skyldu minni og alla tíð skipaði hann sérstakan sess í okkar hópi. Frænd- garðurinn var stór og Ingólfur vildi styrkja og treysta fjölskylduböndin. Í minningunni á ég margar myndir af þeim hjónum Ingólfi og Svanhildi frænku, sem vitna um tryggð þeirra og væntumþykju í okkar garð. Hve- nær sem tilefni gafst þótti þeim við hæfi að fjölskyldan kæmi saman, þau nutu sín vel í hlutverki gestgjafans og voru góð heim að sækja. Þau létu sig þó heldur aldrei vanta hvort held- ur var til þess að samgleðjast, þegar fagna átti merkum tímamótum hjá öðrum í fjölskyldunni eða til þess að sýna vinarhug og samstöðu ef veik- indi eða erfiðleikar steðjuðu að. Ingólfur var barnakennari að mennt og stundaði kennslu til margra ára. Hann bar því næmt skyn á hegðun og háttarlag barna, hafði gaman af að forvitnast um ósk- ir okkar og áform og lét sér annt um velferð okkar frændsystkinanna alla tíð alveg eins og hann vildi stuðla að brautargengi sinna eigin barna og afkomenda. Hann hafði unun af því að ferðast og gerði það í auknum mæli eftir því sem efni og aðstæður leyfðu. Ingólfur hafði opinn huga og næmt auga fyrir því sem var fallegt og uppbyggilegt. Fróðleiksfýsn hans og eðlislæg forvitni hélt honum enda ungum í anda langt fram á efri ár og gerði hann víðsýnan og jafnan skemmtilegan í samræðum. Það var ekki fyrr en undir það allra síðasta, að minnið sveik hann. Það sætti hann sig illa við og bar sjálfur við fram- taksleysi og leti já, skilningnum og umburðarlyndinu, sem hann alla tíð sýndi okkur hinum, átti hann lítið af gagnvart sjálfum sér, þótt kominn væri á tíræðisaldur. Mjög var af Ingólfi dregið, þegar við áttum okkar síðasta samtal. Eins og jafnan áður var honum þó efst í huga hvernig mér og mínum liði. „Og allt gott að frétta af þér og þínu fólki“ fullyrti hann sannfærandi, án þess að spyrja, mér fannst eins og hann vildi vera viss um að svo væri og jafnframt að hann væri að óska okkur öllum gæfu og gengis að ham- injuhöllin mætti skýla okkur í haust- kulda lífsins og að við mættum njóta blíðra geisla að vori eins og segir í ljóði föður hans. Þessa ósk veit ég að hann átti einnig heitasta börnum og afkomendum sínum til handa. Megi það verða þeim öllum hvatning og veita þeim styrk og huggun í sorg- inni. Blessuð sé minning Ingólfs Geir- dal. Guðbjörg Tómasdóttir. Það er stundum sagt þegar eitt- hvert mikilmenni heimsins er borið til grafar að hvarf þess tákni annað og meira, að með því líði undir lok heill heimur. Einhvern veginn fyllist ég þessari sömu tilfinningar nú, þeg- ar ég kveð tengdaföður minn fyrr- verandi, Ingólf Geirdal. Trúlega vegna þess að fyrir mig var Ingólfur, og Svanhildur kona hans líka meðan hún lifði, einhvers konar persónu- gerving Íslands síns tíma. Þau voru mín fyrstu og nánustu kynni af þjóð- félagi sem brátt heyrir sögunni til, og ég a.m.k. mun sakna mikið. Ingólfur var fæddur 1915, og hef- ur þannig orðið vitni að þróun á Ís- landi sem gerðist á einni mannsævi en tók margar aldir í flestum öðrum Evrópulöndum. Sem kennarabarn á Ísafirði fékk hann þó að læra meira en almennt gerðist á sínum tíma, gekk í Kennaraskólann og var alla sína tíð furðuvel lesinn og áhuga- samur um menn og málefni, ekki bara á Íslandi, heldur líka annars staðar. Kannski átti menntunin ekki svo marga keppinauta um athygli barna og ungmenna í þá daga. Þessarar þekkingar og tilheyrandi víðsýni hafa nemendur Ingólfs notið góðs af, öll þau ár sem hann kenndi í Breiðagerðisskóla og víðar. Það kom þeim einnig vel að honum var aldrei sama um annað fólk. Eins og svo margir aðrir sem voru þannig inn- rættir, lagði hann hreyfingum al- þýðumanna lið sitt á kreppuárum, á stríðsárum og eftir það. Hann var fé- lagi í Sameiningarflokki alþýðu – Sósíalistaflokknum, sem eðlilega endurspeglaði hans jafnaðarhugsun og vilja til að hjálpa öðrum. Og ég held að hann hafi aldrei misst trúna á jöfnuð og bræðralag sem mikilvæg- ustu gildi í mannsæmandi samfélagi, þó að slíkar hugsjónir eigi ekki láni að fagna í þjóðfélagi sem stefnir óð- um að því að auka ójöfnuð á flestum sviðum. Og svo er það er oft auðveldara að fylgja hugsjónum í orði en að sýna þær í verki. En Ingólfur og Svan- hildur voru hjálparhellur ófárra sem til þeirra leituðu. Á heimili þeirra dvöldu t.d. yngri systur Ingólfs með- an þær voru í námi í Reykjavík. Ein- hleypan bróður Ingólfs var ekki sjaldan að finna í mat hjá þeim, og vantaði aldrei samastað um jólin. Öll börnin bjuggu með fjölskyldum sín- um í húsinu í lengri eða skemmri tíma. Og mörg barnabarnanna ellefu allt að því ólust upp hjá afa og ömmu, eða afi keyrði þau í tónlistartíma, íþróttir, til læknis og í ótalin erindi önnur. Öll áttu þau líka handprjón- aðar kuldaflíkur frá ömmu Svan- hildi. Ég man meira að segja þegar ég hafði skilið og bjó ein með dóttur minni, að tengdafaðirinn sagði við mig: „Þú kemur bara til mín þegar skrifa þarf upp á víxla.“ Þegar ég kom fyrst til Íslands, fyrir þrjátíu árum, voru bílar mun- aður hjá venjulegri fjölskyldu. Ing- ólfur átti fólksvagn, sem var nýttur af allri fjölskyldunni. Allir vissu þó hvenær strætó 6 stoppaði þarna rétt hjá. Kjöt var ekki hversdags fæða, en á heimili tengdaforeldra minna var alltaf nóg að bjóða okkur sem áttum leið þar hjá: saltfiskur og sig- inn fiskur, svið, lúðusúpa, kjötsúpa, svartfugl, ábrystir, grautar af öllu tagi, hræringur – já allir þessir réttir sem börnin mín kannast varla við lengur. Hannyrðir prýddu veggi heimilisins. Eldhúsborðið var mið- punktur umræðna kvöldsins og ein helsta skemmtunin var sögur af ná- grönnum, ættingjum og viðburðum í lífi þeirra. Þetta er auðvitað allt breytt núna. Enginn er heima á daginn og á kaffi handa manni, ef maður sjálfur hefði nokkurn tíma lausa stund til að líta við hjá kunningjum eða ættingjum. Og við, ömmur og afar nú til dags, höfum líka fæst tíma til að taka á móti barnabörnum, hlusta á þau, lesa fyrir þau og skutla þeim hingað og þangað – eins og þótti sjálfsagt þá. Þetta er líðin tíð, en með henni fer svo margt gott sem maður getur virkilega séð eftir. Ekki síst þetta góða fólk sem er nú óðum að hverfa. Mikið varð ég ríkari af því að hafa haft tækifæri til að kynnast Ingólfi Geirdal, og það verður mikið að sakna. Keneva Kunz. INGÓLFUR GEIRDAL Útför minnar elskulegu eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, STEINUNNAR PÁLSDÓTTUR, Sigtúni 29, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfara- nótt sunnudagsins 12. mars, verður gerð frá Hall- grímskirkju á morgun, þriðjudaginn 21. mars kl. 15:00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Biblíusjóð Gídeonfélagsins á Íslandi, sími 562 1870, eða sumarstarf KFUK í Vindáshlíð, sími 588 8899. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Laufey G. Geirlaugsdóttir, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, Páll Steinar Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.