Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 19 UMRÆÐAN Í ÁR ERU liðin þrjátíu ár frá stofnun UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í þágu kvenna, en sjóðurinn var stofn- aður í kjölfar kvennaárs SÞ. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma og margt áunnist til bóta fyrir konur, ekki síst fyrir tilstilli þeirra samþykkta sem gerðar hafa ver- ið á vettvangi SÞ. Í ávarpi Noeleen Heyzer, fram- kvæmdastjóra UNI- FEM, í tilefni al- þjóðlegs baráttudags kvenna hinn 8. mars síðastliðinn kemur fram að 181 ríki hef- ur fullgilt Samning um afnám allrar mis- mununar gagnvart konum og yfir 120 ríki hafa gert fram- kvæmdaáætlanir um jafnrétti kynjanna. Stríðshrjáð ríki setja ákvæði um jafnrétti kynjanna í stjórn- arskrár sínar, fjöl- mörg ríki hafa sett lög og mótað stefnu um aukið aðgengi kvenna að heilsu- gæslu, menntun og atvinnu, auk þess sem kynbundið of- beldi hefur verið gert refsivert. Konum hefur einnig fjölgað á hæstu stigum ákvarðanatöku eins og glöggt má sjá á kjöri fyrsta kvenforseta Afríku, Ellen Johnson Sirleaf í Líberíu og Michelle Bachelet sem fyrst kvenna var kjörin forseti í Chile. UNIFEM hefur starfað á þessum slóðum í áraraðir og telur Heyzer árangur þess starfa vera að koma í ljós meðal annars með þessum áföng- um. En betur má ef duga skal. Hey- zer spyr hvaða áhrif löggjöfin og stefnumótunin hafi haft á daglegt líf kvenna, ekki hvað síst fátækra kvenna. Hún segir mikilvægt að beina athyglinni að kringum- stæðum fólks sem býr við sára fá- tækt. Ennfremur bendir hún á að þó konur hafi sótt í auknum mæli inn á vinnumarkaðinn í kjölfar hnattvæðingarinnar njóti þær ekki tækifæranna sem skyldi, því þær vinni frekar á svörtum markaði þar sem fjárhagslegt öryggi sé takmarkað og félagsleg úrræði engin. Nærri 330 milljónir verka- kvenna þéni innan þess sem nem- ur einum bandaríkjadollara á dag og 60% verkafólks um heim allan búi við fátækt. Heyzer segir löngu ljóst að fátækt herji hvað mest á konur og stúlkur um heim allan, þar sem þær séu oft á tíðum ábyrgar fyrir heimilinu, umönnun barna og gamalmenna auk þess sem stúlkur eru, frekar en dreng- ir, teknar úr skóla svo endar megi ná saman. Heyzer vekur athygli á því að fyrsta Þúsaldarmarkmiði SÞ um þróun, sem kveður á um jafnan hlut stúlkna og drengja í grunn- menntun árið 2005, hafi nú þegar verið glutrað niður. Hún segir þetta viðvörun sem við verðum að taka alvarlega ef við ætlum að ná Þúsaldarmarkmiðum SÞ fyrir árið 2015 eins og aðildarríki SÞ stefna að. Ennfremur segir hún að ef breyta eigi lífi venju- legra kvenna til batn- aðar, verði konur að taka völdin í sínar hendur. ,,Konur sem hafa brotist áfram þrátt fyrir hindranir kynferðis, stéttar og kynþáttar, hafa tæki- færi til að sýna leið- togahæfileika sína og koma á öflugu sam- starfi. Nú eru tvöfalt fleiri konur í áhrifa- miklum ákvarðana- stöðum í fjármála- heiminum en fyrir fimm árum síðan eða 41 kona í embættum fjármála- og efnahags- ráðherra. Við köllum eftir alþjóðlegu sam- starfi kvenna sem gegna þessum emb- ættum og eru tilbúnar til að beita sér fyrir breytingum í lífi venjulegra kvenna og karla um allan heim.“ Heyzer leggur áherslu á að það sé mikilvægt að beita sér strax. Með hliðsjón af þeirri aukningu í þróunarfé sem áætluð er vegna nýrrar þróun- aráætlunar geti konur í áhrifa- stöðum verið undirstöður valda- blokkar sem endurmóti þjóð- hagfræðilega ákvarðanatöku og útrými þeirri fátækt, ójafnrétti og óöryggi sem einkennir líf svo margra. ,,Til að hafa meiri áhrif á hæstu stigum samfélaga þurfum við að sýna heiminum hvernig breytingar geta orðið í þágu kynjajafnréttis og eflingar frumkvæðisréttar kvenna. Til að ná þessu takmarki þurfum við að efla eftirlitsgetu grasrótarinnar og kvennasamtaka. Þau geta hjálpað til við að tryggja að fjármunir og bjargir berist til þeirra sem mest þurfa á að halda og miðlað staðreyndum um veru- leika þeirra svo slíkar upplýsingar geti legið til grundvallar frekari stefnumótun. Við þurfum að færa hina útskúfuðu hópa, HIV- smitaðar konur, verkakonur á svörtum markaði, konur í frum- byggjasamfélögum, þolendur of- beldis og konur úr dreifbýli inn í þróunarferlið. Slíkt alþjóðlegt samstarf kvenna gæti tryggt að árið 2008 verði til nægt fé til jafn- réttismiðaðrar þróunar. Með slíku átaki aukast líkurnar á því að ár- angur náist með Þúsaldarmark- miðunum átta og á sviðum kynja- jafnréttis og eflingar frumkvæð- isréttar kvenna. Í því felst aukið efnahagslegt öryggi, aukin þátt- taka í pólitískri ákvarðanatöku, jafn aðgangur að öllum skólastig- um og líf án ofbeldis.“ Það er mikilsvert hvernig ís- lensk stjórnvöld leggja sín lóð á vogarskálarnar til að markmið UNIFEM á alþjóðavísu megi ná fram að ganga. Framlög íslenskra stjórnvalda til sjóðsins hafa tífald- ast á örfáum árum og sérfræð- ingar á vegum friðargæslunnar hafa starfað fyrir sjóðinn á Balk- anskaga um árabil. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi fagnar þess- um mikla stuðningi stjórnvalda við sjóðinn enda veitir ekki af öfl- ugum bandamanni í baráttunni fyrir bættum réttindum og stöðu kvenna í þróunarlöndunum. Þróun í þágu kvenna er enda allra hagur. Beitum völdum til breytinga Edda Jónsdóttir skrifar um að UNIFEM hvetji konur í áhrifa- stöðum til samstarfs ’Það er mikils-vert hvernig ís- lensk stjórnvöld leggja sín lóð á vogarskálarnar til að markmið UNIFEM á al- þjóðavísu megi ná fram að ganga.‘ Edda Jónsdóttir Höfundur er stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi. Á REYKJANESSKAGANUM má enn rekja stórkostlega jarð- sögu, líklega sögu sem á engan sinn líka og hefur á síðustu 5.000 árum mótað landslag þéttbýlisins á suðvesturhorninu. Áhrifavaldar í mót- un skagans eru fjögur eldstöðvakerfi sem liggja á gosbeltinu eft- ir endilöngum skag- anum og hefur gosið í þeim öllum á sögu- legum tíma. Þau eru Reykjaneskerfið þar sem gaus fyrir um 1.500–1.800 árum og svo aftur í Reykjane- seldum árin 1211 og 1240, Trölladyngju- kerfið en þar gaus fyrir 2.000 árum og síðan aftur í Krýsuvíkureldum 1151–1180, Brennisteinsfjallakerfið sem var virkt fyrir 2.000 árum og aftur í Reykjaneseldum og að lok- um það stærsta, Hengilskerfið sem var í essinu sínu fyrst fyrir um 5.000 árum og svo aftur fyrir 2.000 árum. Þegar stórhuga menn mæltu fyr- ir stofnun Reykjavíkurfólkvangs um miðjan áttunda áratug síðustu aldar bentu þeir á að á fáum stöð- um á landinu væri að finna fjöl- breyttari eldgosmyndanir og hvergi í Evrópu væri að finna sambærileg jarðfræðifyrirbæri í návist þétt- býlis. Þarna mætti finna flest það sem sóst væri eftir inn á miðhá- lendinu, öræfakyrrð og óröskuð víðerni. Eftir stofnun fólkvangsins var ítrekuð nauðsyn þess að huga að framtíðarskipulagi varðandi land- notkun. Það skipulag hefur ekki lit- ið dagsins ljós en nú 30 árum síðar er búið að ráðstafa þremur af þess- um fjórum eld- stöðvakerfum og há- hitasvæðum til fjölnýttrar orkuvinnslu þ.e. að framleitt er rafmagn, hitaveitu- vatn, grunnvatn og iðnaðargufa. Byggðar hafa verið verk- smiðjur, jarðböð og orkuver. Nýtingu há- hitasvæða fylgja vega- lagnir og efnisnámur, borholur, borplön, raf- línur og vatns- og gufuleiðslur. Þeir sem fara um Hengilsvæðið og Hellisheiði, út á Reykjanes eða ganga um Svartsengi og meðfram Eldvörpum sjá hvernig borholum hefur verið dritað um allt. Vegir liggja þvers og kruss. Aðeins Brennisteinsfjöll ein eru eftir ósnortin. Bíðum ekki eftir áætlun um landnýtingu, björgum Brennisteins- fjöllum. Þau heita eftir brenni- steinsnámum á háhitasvæði á af- skekktu landsvæði suður af Lönguhlíð þar sem merkar minjar er að finna um sambúð lands og þjóðar en er þó með öllu ósnortið af nútímanum. Svæðið er töfrandi náttúruparadís þar sem gefur að líta ýmsar gerðir gíga, stuðlaberg, hrauntraðir og tjarnir. Á nálægum slóðum eru Þríhnjúkar með hinum hola gíg sem til tals hefur komið að gera manngengan og mun vart annað eins sjónarspil finnast á landinu. Og það aðeins í um 20 km fjarlægð frá stærsta þéttbýli lands- ins. Orkuyfirvöld hafa nú þegar ósk- að eftir því að hefja rannsóknir í Brennisteinsfjöllum. Gegn því hef- ur Náttúrufræðistofnun lagst enda fylgja slíkum rannsóknum vegir, borholur og borplön. Þar með væri búið að eyðileggja öll háhitasvæðin á Reykjanesi. Verði komið í veg fyrir veitingu leyfis til rannsókna í Brennisteins- fjöllum kæmi til greina að friðlýsa hluta Reykjanesfólkvangs sem fyrsta skref í stofnun rekbelta – heimsminjasvæðis sem næði áfram austur eftir gosbeltinu til Vatnajök- uls og þaðan norður í Axarfjörð eins og Sigrún Helgadóttir hefur stungið upp á. Nú er til siðs að minnast marg- víslegra afmæla. Minnumst 30 ára afmælis Reykjanesfólkvangs. Frið- lýsum Brennisteinsfjöll sem ósnort- ið víðerni strax! Brennisteinsfjöll, öræfi Reykvíkinga, friðlýsum þau Guðrún Hallgrímsdóttir fjallar um landvernd ’Bíðum ekki eftir áætlun um landnýtingu, björgum Brennisteins- fjöllum.‘ Guðrún Hallgrímsdóttir Höfundur er matvælaverkfræðingur og náttúruunnandi. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekk- ert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Kæru landar. Ég heiti Hilmar B. Jónsson mat- reiðslumeistari og vonandi eru ein- hverjir sem muna ennþá eftir mér þótt ég hafi verið að vinna í Banda- ríkjunum undanfarin 14 ár. Ástæða fyrir þess- um skrifum mínum er að fyrir skömmu var sýndur hér í Banda- ríkjunum sjónvarps- þáttur, þar sem sælkera-ferða- sjónvarpsmaður heim- sótti Ísland og ferðað- ist um landið ásamt vini mínum Úlfari Ey- steinssyni á Þremur Frökkum. Í þessum þætti var fjallað um hið sér-íslenska fyrirbrigði úldinn hákarl. Þessi þáttur varð til þess að ég loksins kem því í verk að skrifa þessar línur, nokkuð sem ég ætlaði að vera búinn að gera fyrir mörgum árum. Það hafa sennilega fáir Íslend- ingar notið þess eins mikið og ég að kynna okkar fallega land Ísland og þá á ég ekki ekki síst við mat- armenningu okkar. Undanfarin 36 ár eða síðan 1970 hef ég unnið við að kynna íslenskan mat og ferðast til flestra Evrópulanda, nokkurra Asíu-landa og flestra ríkja Banda- ríkjanna í þeim tilgangi. Flestar þessara ferða voru áður fyrr á veg- um Ferðamálaráðs, Flugleiða, Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins og nú á síðustu fjórtán árum á vegum íslensku fiskfyrirtækjanna hér í Bandaríkjunum. Oft hér áður fyrr var stungið upp á því við mig að ég tæki með mér íslenska þorramat- inn okkar í þessar kynningarferðir en ég kom mér alltaf undan því. Ástæða þess var að mér fannst og finnst enn það ein versta landkynn- ing sem til er. Sé fólk ekki alið upp við að borða súrsuð eistu, sviða- hausa, úldinn hákarl og ég tala nú ekki um illa lyktandi skötu, þá finnst þeim sem koma á þessar landkynningar þessi matur hrylli- lega vondur nema í algjörum und- antekningartilfellum. Mjög oft hef ég á þessum ferðalögum mínum hitt fyrir útlendinga sem hafa orðið fyrir þeirri slæmu reynslu að ein- hver góðviljaður landi minn hefur borið þetta á borð fyrir þá. Nærri hver einasti þeirra hef- ur sagt frá þessari reynslu með algjörum viðbjóði. Það er ekki spurn- ing um það í mínum huga að það er skylda okkar Íslendinga að halda fast í gamlar hefðir, en það er ekki sama hvernig það er gert og fyrir alla muni ekki nota þennan mat sem landkynningu. Þá gesti sem er boðið upp á þennan mat langar ekki til Íslands. Fyrir nokkrum árum sá ég um þorrablót hér í Bandaríkjunum fyr- ir Íslendingafélag og þá bar ég fram úrval af þorramat sem for- rétt, eldsteikti íslenskt lambalæri í aðalrétt og hafði pönnukökur í eft- irrétt. Ég er enn að hitta fólk, Ís- lendinga sem og erlenda maka þeirra, sem sátu þetta þorrablót og það er enn verið að þakka mér fyr- ir að hafa haft lambakjötið sem að- alrétt, enda er íslenska lambakjötið það besta í heimi. Fyrir nokkrum árum báru íslensk sendiherrahjón hér í Bandaríkjunum gestum sínum eistu og hákarl sem pinnamat í boðum og fannst rosa sniðugt og sögðu mér að útlendingarnir hefðu haft gaman af. Ég hef hins vegar hitt nokkra þeirra gesta sem voru í þessum boðum og þeir höfðu allt aðra sögu að segja. Þeir lýstu þess- um veitingum með nánast hryllingi en fyrir kurteisissakir þorðu þeir ekki annað en brosa til gestgjaf- anna og láta sem ekkert væri. Gestir í boði sendiráðs eiga örugg- lega ekki eftir að viðurkenna fyrir gestgjöfunum að þeim finnist mat- urinn vondur. Ein framreiðslu- stúlkan lét jafnvel þau orð falla við gesti að eistun væru sérlega góð fyrir karlmennskuna. Þessi ágæti sendiherra er ekki lengur hér í Washington og ekki er slíkur mat- ur lengur á boðstólum fyrir gesti í sendiráðinu, sem betur fer. Kæru lesendur. Ísland er sennilega eitt best geymda leyndarmál í heimi þegar kemur að góðum mat. Matarmenn- ing okkar er á ótrúlega háu stigi og má þar þakka frábærum skóla, góðum matreiðslumeisturum og ekki síst gestum sem gera miklar kröfur. Margir framsæknir mat- reiðslumenn fara utan til að læra meira og koma svo heim og slá í gegn. Árangur landsliðs Klúbbs matreiðslumeistara hefur sýnt að við erum meðal þeirra bestu í Evr- ópu. Það er íslenska lambið bæði nýtt og reykt, okkar frábæri nýi og frosni fiskur, rækjan, humarinn, laxinn, ýsan, þorskurinn, lúðan, sil- ungurinn og í sumum tilfellum síld- in sem við eigum að nota sem land- kynningu. Einnig má nota þara og fjallagrös. Margar þjóðir heims nota mat- armenningu sína sem stórt aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn og það eigum við líka að gera. Ef þessi gamaldags matur er það sem gestir halda að þeim verði boðið upp á þegar þeir svo heim- sækja landið koma þeir bara alls ekki. Hilmar B. Jónsson fjallar um matarmenningu þjóða ’Margar þjóðir heimsnota matarmenningu sína sem stórt aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn og það eigum við líka að gera.‘ Hilmar B. Jónsson Höfundur er matreiðslumeistari starfandi hjá Icelandic USA í Bandaríkjunum. Þorramatur fyrir útlendinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.