Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 12
12 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Í dag blásum við á fimmtíu kerti…
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● Eignarhalds-
félagið Fons, sem
er í eigu Pálma
Haraldssonar og
Jóhannesar Krist-
inssonar, hefur
keypt skandinav-
ísku ferðaskrif-
stofuna Hekla
Rejser, sem með-
al annars sérhæf-
ir sig í að flytja ferðamenn frá Norð-
urlöndunum til Íslands, að því er
fram kemur á vefsíðu Fons um
helgina.
Þar segir að mikill vöxtur hafi verið
hjá Hekla Rejser og áætlaðar tekjur
á þessu ári fari vel yfir einn milljarð
króna. Fyrirtækið rekur einnig vefinn
www.e-rejser.dk sem sérhæfir sig í
samsettum ferðum til ýmissa landa
og félagið Come 2 Scandinavia sem
sérhæfir sig í sérferðum á ýmsa við-
burði.
Fons kaupir Hekla
Rejser
Pálmi Haraldsson
● ÞAR sem ekki hefur verið gengið
formlega frá breytingu á nafni Ís-
landsbanka yfir í Glitni hafa hlut-
hafar bankans verið boðaðir til fund-
ar þriðjudaginn 28. mars nk. Þar
verður lögð fyrir tillaga stjórnar á
samþykktum félagsins, þess efnis
að nafnið verði Glitnir banki hf.
Hluthafafundur
hjá Glitni
● TILKYNNT hefur verið til Kaup-
hallar um aukinn hlut Straums-
Burðaráss Fjárfestingarbanka í Kög-
un. Bankinn á nú orðið 15,08% hlut,
var áður með 14,97%. Nafnvirði hlut-
arins er rúmar 29 milljónir, þar af er
hlutur Iðu fjárfestingar ehf. rúmar 13
milljónir að nafnvirði, en félagið er að
fullu í eigu Straums-Burðaráss.
Straumur eykur
við sig í Kögun
TAP Icelandic Group nam 1.176
milljónum króna á síðasta ári sam-
anborið við 597 milljóna króna
hagnað árið áður. Icelandic gaf út
afkomuviðvörun í febrúar síðast-
liðnum þar sem kom fram að af-
koman yrði verri en spár gerðu ráð
fyrir. Í fréttatilkynningu sem fylgdi
uppgjörinu er ástæða tapsins meðal
annars sögð vera erfiður rekstur
Coldwater í Bretlandi, Icelandic
France og Ocean To Ocean í Banda-
ríkjunum.
Vörusala Icelandic Group á árinu
2005 nam 93,5 milljörðum króna, en
var um 70 milljarðar árið 2004. Að
teknu tilliti til gengisbreytinga
jókst vörusala ársins um 52%, og
þar af var innri vöxtur 6%. Fram-
legð vörusölu nam 9 milljörðum en
var 7,2 milljarðar árið áður.
Eignir félagsins jukust um 68%,
voru samtal 35,2 milljarðar króna
árið 2004 en 51,5 milljarðar á síð-
asta ári. Eigið fé var 8,7 milljarðar
samanborið við 3 milljarða árið áð-
ur. Samtals námu skuldir félagsins
42,7 milljörðum en voru 32,2 millj-
arðar árið 2004. Eiginfjárhlutfall
var 16,9% miðað við 8,5% árið áður.
Arðsemi eigin fjár var neikvæð um
14% en var jákvæð um 15,5% árið
2004.
69 milljónir í starfslok
Á síðasta ári létu tveir forstjórar
af störfum hjá Icelandic; Gunnar
Svavarsson og Þórólfur Árnason.
Kostnaður vegna starfsloka þeirra
nam 69 milljónum króna á árinu. Þá
nam kostnaður vegna endurskipu-
lagningar á félaginu um 254 millj-
ónum á síðasta ársfjórðungi.
Haft er eftir Gunnlaugi Sævari
Gunnlaugssyni stjórnarformanni í
tilkynningu að síðasta ár hafi verið
mikið umbrotaár í sögu félagsins og
afkoma ársins mjög slæm. Gripið
hafi verið til róttækra aðgerða til að
bæta afkomu þeirra fyrirtækja sem
hafi verið í erfiðleikum. „Við erum
sannfærð um að nýleg fyrirtækja-
kaup og breytingar í stjórnenda-
hópi samstæðunnar munu tryggja
ásættanlegan rekstrarárangur
strax á árinu 2006,“ segir Gunn-
laugur Sævar en áætlanir ársins
gera ráð fyrir allt að 120 milljarða
króna veltu samstæðunnar.
Mun lakari afkoma
Icelandic Group HÁSKÓLINN í Reykjavík útskrif-
aði um helgina 30 nemendur á nám-
skeiðinu „Stofnun og rekstur smá-
fyrirtækja fyrir innflytjendur.“
Undanfarnar þrjár vikur hafa
nemendurnir fengið fræðslu um
hvernig standa skuli að atvinnu-
rekstri, fjármögnun fyrirtækja,
skattamálum og markaðssetningu.
Námskeiðið var haldið að tilstuðl-
an Magnúsar Orra Schram, en rann-
sóknir og doktorsverkefni hans sýna
að innflytjendum, sem ákveða að
stofna fyrirtæki og gerast sjálfstæð-
ir atvinnurekendur, fer stigfjölgandi
hér á landi. Í dag eru rúm 5 prósent
innflytjenda sjálfstæðir atvinnurek-
endur. Viðstödd útskriftina á laug-
ardaginn voru Valgerður Sverris-
dóttir viðskiptaráðherra, Bjarni
Ármannsson, forstjóri Glitnis, og dr.
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Há-
skólans í Reykjavík.
Innflytjend-
ur í atvinnu-
rekstri
TÍMI lánsfjár á lágum vöxtum er að
renna út segir í grein í Berlingske
Tidende í gær. Þar kemur einnig
fram, að fjármálavandinn á Íslandi
sé eitt fyrsta merki þess sem gerist,
þegar seðlabankar víða um heim
herði tökin og hækki vexti.
Í greininni segir Carsten Val-
green, aðalhagfræðingur Den
Danske Bank, að sú mikla uppsveifla
sem Ísland hefur upplifað á fjár-
málamörkuðum undanfarin þrjú ár
sé kjörið dæmi um fjárfestingar sem
byggjast á erlendu lánsfé á lágum
vöxtum. Útþensla hagkerfisins hafi
verið fjármögnuð með lánsfé og að
hagkerfið sé mjög þanið um þessar
mundir.
„Það, að vandamál séu að koma
upp á Íslandi núna, er merki um að
markaðurinn sé að gera meiri gæða-
kröfur, skulum við segja,“ segir Val-
green í blaðinu.
Efnahagsundur
Í greininni segir að Ísland hafi
gengið í gegnum eins konar efna-
hagsundur síðustu ár og að erlendir
fjárfestar hafi nánast beðið í röðum
til að fá að taka þátt í því. Íslensku
bankarnir hafi því auðveldlega getað
útvegað fjármagn á lágum vöxtum á
alþjóðlegum mörkuðum, meðal ann-
ars með því að selja skuldabréf.
Lánsféð hafi einkum verið nýtt til að
fjármagna kaup á fyrirtækjum í út-
löndum, t.d. í Danmörku.
Skyndilega hafi fjárfestar hins
vegar farið að fá efasemdir um ís-
lenska módelið. Sagt er frá grein-
ingu matsfyrirtækisins Fitch, þar
sem fram hafi komið að mikil líkindi
væru með aðstæðum á Íslandi nú og
í Taílandi áður en fjármálakreppan
skall á árið 1997. Einnig er vitnað í
gagnrýni Merill Lynch.
Aðrir greiningaraðilar hafi hins
vegar svarað því til að í þessu væri
ekkert nýtt. Samt sem áður hafi
fjárfestar nú efasemdir og gengi
krónunnar hafi fallið um tíu prósent.
Skýringa á brotthvarfi erlendra
fjárfesta, segir í grein Berlingske
Tidende, er þó ekki að leita í fréttum
frá Reykjavík, heldur í vísbending-
um um að seðlabankar í Wash-
ington, Frankfurt og Tókýó muni
hækka vexti og að aðgengi að fjár-
magni verði gert erfiðara. Þetta hafi
heyrst í Washington í nokkra mán-
uði, fór að heyrast í Frankfurt í lok
síðasta árs og í Tókýó í síðustu viku.
Þetta þýði að veruleiki síðustu
þriggja ára, þar sem ódýrir peningar
hafi ráðið för, muni breytast veru-
lega.
„Þeir hafa sprengt húsnæðisverð
upp í það hæsta í heiminum. Þeir
hafa gert það mögulegt fyrir fjár-
festingarsjóði að yfirtaka mikið af
fyrirtækjum. Og einnig gert það
mögulegt fyrir land eins og Ísland
að athafna sig með miklum halla.“
Valgreen segir að næstu tvö árin
muni skera úr um hvort þær ákvarð-
anir sem teknar hafi verið á und-
anförnum árum þoli nýjan veruleika.
Hann vill þó ekki segja til um ná-
kvæmlega hvaða ákvarðanir þetta
séu en í greininni er fjallað um hús-
næðismarkaðinn í þessu sambandi,
bæði á Íslandi og í Danmörku. Val-
green segir að erfitt sé að segja fyrir
um þróun húsnæðisverðs, sem hafi
hækkað nánast alls staðar á Vest-
urlöndum að undanförnu, en ljóst sé
að áhættan fari vaxandi.
Tími lánsfjár á lágum
vöxtum að renna út
Berlingske Tidende segir vísbendingar um að seðlabankar herði tökin og hækki vexti
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
● MATVÆLI sem flutt eru frá Banda-
ríkjunum hækka töluvert í verði sök-
um þess að endurmerkja þarf þær
áður en þær eru seldar í íslenskum
verslunum. Frá þessu er greint í
fréttapósti SVÞ. Ástæðan fyrir end-
urmerkingunni stafar m.a. af mis-
munandi kröfum um framsetningu á
innihaldsupplýsingum hér á landi og
í Bandaríkjunum. Árið 2004 er áætl-
að að kostnaðurinn við sérmerk-
inguna hafi numið um 116 millj-
ónum íslenskra króna og hafði
hækkað um 9% á milli ára.
Endurmerkingar kosta
116 milljónir á ári