Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 21 Eftirfarandi greinarkorn end-urspeglar alfarið skoðanirundirritaðs og þarf á enganhátt að endurspegla skoð- anir stjórnenda LSH. Sunnudaginn 12. mars var sorgleg- ur fréttaþáttur á Stöð 2 þar sem á köflum var fjallað um bráðauppá- komur á Barnaspítala Hringsins af verulegri vanþekkingu. Þar var hörmulegt andlát barns tengt skorti á hágæslu- deild við Barnaspítalann. Ekki virtist vera fyrir hendi kunnátta þátt- arstjórnenda á því hvaða munur er á hágæslu og gjörgæslu og látið að því liggja að skortur á hág- æslu hefði haft úrslita- áhrif í þessu tilfelli og öðrum svipuðum. Þetta var síðan notað af frétta- manni til þess að spyrja ýmsa aðila um af hverju ekki væri opnað hág- æsludeild. Athyglisvert var að í þessum þætti voru bæði ráðherra og lækningastjóri ítrekað spurð af hverju þau tímdu ekki að opna hág- æsludeild og var alveg sama hverju þau svör- uðu, spurningin var alltaf endurtekin. Fréttamaður virtist algerlega hafa fest í því að hágæsludeild væri eina lausn alls vanda og allt annað hlyti að vera útúrsnúningur eða undanbrögð. Athygl- isvert er líka að enginn læknisfróður aðili virðist hafa fengist til að taka undir þennan æsifregnaboðskap fréttamanns. Þáttur af þessu tagi er því miður til þess eins fallinn að fylla foreldra bráð- veikra barna ótta. Látið er að því liggja að ekki sé fyrir hendi mögu- leikar til að bregðast við alvarlegum veikindum barna á Barnaspítalanum. Auðvitað er þetta ekki rétt. Bráð- veik börn koma inn á Barnaspítalann og fá þar góða meðferð. Við bráða- móttöku Barnaspítalans er til staðar hágæslumóttaka. Þar er hægt að veita fyrstu bráðameðferð og ef með þarf, og þegar ástand leyfir, flytja barnið á gjörgæsludeild. Á Barnaspítalanum er til húsa ein af þremur gjörgæsludeild- um spítalans. Því miður er svo að sjúklingar um allan spítala bráðveikjast og þurfa að fara á gjörgæslu. Vinnureglan er sú að sjúklingur er endurlífgaður ef þarf, og ástand hans gert eins stöðugt og hægt er, áður en hann er fluttur á gjör- gæslu. Gjörgæsludeild er ekki for- senda þess að hægt sé að endurlífga sjúklinga, þó það sé gert þar, eins og annars staðar, ef með þarf. Auðvitað kemur fyrir að sjúklingum versnar á leið á gjörgæsludeild. Það er ekki háð því hvað langt er á milli gjörgæslu og legudeildar. Það er auðvitað háð und- irliggjandi sjúkdómi sjúklingsins. Hver er munur á hágæslu og gjör- gæslu? Einfalt svar er að á gjörgæslu er hægt að beita gjörgæslumeðferð sem getur t.d. falið í sér að nota önd- unarvélar, nýrnavélar, gervihjörtu o.s.frv. Á hágæslu er fyrst og fremst verið að fylgjast með ástandi sjúklinga þannig að hægt sé að bregðast fyrr við ef ástand versnar. Þar er til dæmis ekki veitt öndunarvélahjálp. Þar er hægt að grípa inn og endurlífga ef illa fer en flutningur á gjörgæslu er alltaf nauðsynlegur ef þörf er á sérhæfðri meðferð eins og öndunarvélameðferð. Nýburagjörgæsla Barnaspítalans er þekkt fyrir framúrskarandi þjón- ustu. Á sl. ári þurfti Barnaspítalinn að glíma við óvenju erfiðan RS faraldur. Til að bregðast við þeim vanda var tímabundið opnuð ungbarnagjörgæsla í tengslum við nýburagjörgæsluna. Starfsfólk nýburagjörgæslunnar er með mikla reynslu og þrautþjálfað og kláraði þennan faraldur með miklum glæsibrag. Hvaða máli skiptir það að hafa mikla reynslu og vera þrautþjálfað? Það skiptir öllu máli. Til þess að hægt sé að veita gjörgæslu/hágæslumeðferð er ekki nóg að hafa bestu tæki og hús- næði. Að liggja á þannig deild þar sem starfsfólk sér ekki nema takmark- aðan fjölda af mikið veik- um börnum er víða talið hættulegt. Þannig deild- um er jafnvel lokað er- lendis og þær samein- aðar öðrum hágæslu/- gjörgæsludeildum, jafnvel þó fara verði um lengri veg en nú er á milli Barnaspítalans og gjörgæsludeildar LSH. Nauðsyn þess að hág- æslu/gjörgæsludeild sinni lágmarksfjölda sjúklinga er algert frum- skilyrði þess að meðferð sé örugg. Er þá allt eins og best er hægt að hugsa sér? Nei, auðvitað má hugsa sér aðstæður sem væru betri. Hágæsludeild gæti verið ein leið. Á Barna- spítalanum eru aðeins tvær litlar legudeildir. Við núverandi aðstæður eru þar að mínu mati of fá bráðveik börn til að hægt sé að byggja þar upp af öryggi hágæslu- deild. Enn er verið að með- höndla í Fossvogi mikið af bráðveikum börnum og má vel vera að þegar öll barnastarfsemi er komin undir eitt þak verði grundvöllur fyrir hágæsludeild barna. Fjarlægð skiptir auðvitað máli. Þetta á þó fyrst og fremst við um börn sem hafa farið í stórar aðgerðir. Þar geta eftirblæðingar verið lífshættu- legar. Börnum sem oft mætti sinna á barnahágæslu á Barnaspítalanum eru við núverandi aðstæður of langt frá skurðstofum til þess að það sé þorandi og þau því vistuð yfir nótt á gjör- gæsludeild. Nálægð við skurðstofur er því mikilvæg til að þess að hágæslu- deild geti orðið að veruleika. Ef horft er til framtíðar er því mið- ur mögulegt að ástandið verði enn verra. Með byggingu nýs spítala er mögulegt að fjarlægðir aukist enn meira. Bráðakjarni sjúkrahússins gæti lent enn fjær Barnaspítalanum en nú er. Það er því mikilvægt að bráðakjarni nýja sjúkrahússins teng- ist Barnaspítalanum sem best, hvort sem það verður með breytingu á stað- setningu bráðakjarnans eða hreinlega með flutningi Barnaspítalans inn í bráðakjarnann. Þá er kominn grund- völlur fyrir sérhæfðri hágæða-barna- hágæslu sem væri hægt að staðsetja í nánum tengslum við gjörgæsludeild. Að lokum vil ég leggja áherslu á að öryggi bráðveikra barna eins og full- orðinna ræðst mest af því hvað starfs- fólkið er vel þjálfað og að það sinni daglega bráðveikum einstaklingum. Tækjakostur og húsnæði skipta þar ekki sköpum. Deild sem sinnir tak- mörkuðum fjölda bráðveikra sjúklinga verður aldrei góð deild og þar myndi ég ekki vilja að ættingjum mínum væri sinnt ef annað betra stæði til boða. Foreldrar, Barnaspítali Hringsins stenst algerlega samanburð við aðra barnaspítala af sömu stærð. Öryggi barnanna er tryggt eins og best verð- ur á kosið. Brugðist er þar við alvar- legum veikindum sem krefjast gjör- gæslumeðferðar ekki síður en annars staðar á spítalanum. Um hágæsludeild og fleira á Barna- spítala Hringsins Aðalbjörn Þorsteinsson fjallar um starfsemi og aðstæður á Barnaspítala Hringsins Aðalbjörn Þorsteinsson ’Ekki virtistvera fyrir hendi kunnátta þátt- arstjórnenda á því hvaða munur er á hágæslu og gjörgæslu og lát- ið að því liggja að skortur á há- gæslu hefði haft úrslitaáhrif í þessu tilfelli og öðrum svip- uðum.‘ Höfundur er yfirlæknir við svæfinga- og gjörgæsludeild LSH. ismál sem þarf að huga að. Þar er bæði um að ræða öryggi sjómanna og flugumferðar á svæðinu og ör- yggismál sem lúta að alþjóðlegri glæpastarfsemi, farsóttum og um- hverfisvá ýmiss konar.“ Ingibjörg segir einnig vert að skoða betur hvort hægt sé að styrkja betur samstarfið við Evr- ópuþjóðirnar í NATO. „Auðvitað eigum við líka að horfa til ESB í þessu sambandi og þeirra framtíð- armöguleika sem þar geta verið,“ segir Ingibjörg. „Nú er tækifæri til að horfa til fleiri átta og ekki ein- blína einvörðungu á varnarsam- starf Íslands og BNA.“ Hugað verði að starfsfólkinu Að mati Össurar Skarphéðins- sonar bera viðbrögð ríkisstjórn- arinnar það með sér að hún hafi verið óviðbúin því að svona gæti farið, þótt Bandaríkjastjórn hafi fyrir þremur árum viljað kalla orr- ustuþotur og björgunarþyrlur varnarliðsins heim. Bætti hann við að í ljósi yfirlýsingar forsætisráð- herra á laugardag um að hann hefði átt von á þessari niðurstöðu lýsti það dómgreindarskorti hjá ut- anríkisráðherra að lýsa því yfir fyrir nokkru að miklar líkur væru á að þoturnar yrðu áfram. Össur kveður Ísland því verða að búa sig undir þann möguleika að varnarsamstarfið við Bandaríkin kunni að líða undir lok. Það sé hlut- verk fullvalda ríkis að meta sjálft hvernig vörnum þess verður best við komið og öryggi borgaranna tryggt. Í stefnumótunarvinnunni sem framundan er þarf að mati Sam- fylkingarinnar að skilgreina ör- yggis- og varnarþörf Íslands, gera ráðstafanir vegna atvinnumála á Suðurnesjum og gera tillögur sem lúta að öryggi á hafinu umhverfis landið. Þannig þarf að huga sér- staklega að því hvernig stjórnvöld geti lagt lið þeim íbúum á Suð- urnesjum sem sjá fram á atvinnu- leysi. Þar er m.a. um að ræða starfsfólk sem unnið hefur megnið af sinni starfsævi hjá varnarliðinu, jafnvel komið nálægt starfslokum og eigi því erfitt með að komast í nýja vinnu. Þessu fólki þurfi að tryggja starfslokasamninga, end- urmenntun á launum eða aðra mannsæmandi lausn á þeim vanda sem það og fjölskyldur þess standa frammi fyrir. Forgangsmál er, að mati Sam- fylkingarmanna, að tryggja björg- un á sjó og landi með fjárfestingu í nauðsynlegum þyrlum og tækja- búnaði, auk annarra ráðstafana sem Landhelgisgæslan þarf að grípa til. Stefnt verði að samningi um björgunar- og öryggisþjónustu á Norður-Atlantshafi milli land- anna sem þar hafa hagsmuna að gæta, en Íslendingar gætu þar gegnt lykilhlutverki. ja rð- sitt á ð ör- land- m m gi- rygg- Samfylkingarinnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti rinnar telja nauðsynlegt að horfa til ann- yggja öryggi landsins í framtíðinni. Ísland nríkisstefnu. nnig til staðar á Keflavíkur- askrifstofa þyrfti að flytja a á svæðið, sérstaklega með- tingunni stæði. Útlendinga- hentað að vera nær hliðinu andi. Nú er þjónusta við hæl- itt frá Reykjanesbæ og talið kefni Útlendingastofnunar framtíðinni. ar nýrra tækifæra starfsmönnum við alþjóða- efur fjölgað meira á síðustu sem nemur fækkun starfs- rliðsins á sama tíma. Þannig m fjölgað úr 350 árið 1997 í er að fjölgun starfsmanna 00 árlega næstu árin. Við þær breytingar sem eru framundan er mikilvægt að skoða nýja möguleika í nýtingu varnarsvæðisins tengt alþjóða- flugvelli. Reykjanesbær hefur m.a. óskað eftir samstarfi við utanríkisráðuneytið, Sandgerðisbæ og Fjárfestingarstofu iðn- aðarráðuneytis og útflutningsráðs um skoðun á tækifærum tengdum alþjóða- flugvellinum og athafnasvæðinu í kring. Meðal annarra tækifæra sem byggja á styrkleikum flugvallarsvæðisins eru: Hraðflutningamiðstöð, ráðstefnumiðstöð og fríverslunarsvæði, nýting flugskýla til breytinga á farþegavélum í farmvélar og annarra breytinga, inn- og útflutningur vöru með íslenskt upprunavottorð, ferða- þjónusta, tenging við alþjóðlega háskóla- starfsemi, orku- og auðlindagarður á Reykjanesi, uppbygging innanlandsflugs, nýting Helguvíkur. Tilgreind eru fimm dæmi um áhugaverð verkefni. Þar er fyrst að nefna íþrótta- og heilsuháskóla en háskólanám í íþróttafræðum hófst hjá nýrri Íþróttakademíu í Reykjanesbæ á liðnu hausti í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Á varnarsvæðinu eru góð íþróttamannvirki og húsnæði sem gæti nýst. Tvöföldun Reykjanesbrautar og aukin byggð á höfuborgarsvæðinu mun fljótt gjörbreyta viðhorfum til flutnings innan- landsflugs til alþjóðaflugvallarins í Kefla- vík. Verið er að ræða mögulegar stræt- isvagnatengingar við höfuðborgarsvæðið. Augljóst rekstrarlegt hagræði í vallar- starfsemi verður að samþættingu innan- lands- og millilandaflugs Reykjanesbær ætti að vera reiðubúinn að taka yfir allan rekstur Helguvíkur- hafnar. Reksturinn yrði boðinn út til olíu- félaga eða flugrekstraraðila. Norðurál hefur gefið yfirlýsingu um að fyrirtækið sé reiðubúið að hefja fram- kvæmdir við 120 þúsund tonna álver í Helguvík strax á næsta ári. Um 500 árs- verk skapast af álverinu. Aðstaða í Helgu- vík er nánast tilbúin, hafnarsvæði stórt og tiltölulega lítill kostnaður við framleng- ingu hafnarmannvirkja. Þær fram- kvæmdir gætu hafist strax í haust. Norð- urál telur sig geta hafið rekstur árið 2009 ef 200 MW orka fæst til verkefnisins á þeim tíma. HS telur sig geta útvegað 100 MW fyrir þann tíma en leita þarf til OR og Landsvirkjunar um sambærilega viðbót á þeim tíma. Mikil íbúafjölgun á Reykjanesi hefur kallað á hraða uppbyggingu íbúðarhús- næðis. Enn er mikil eftirspurn eftir nýju landi undir íbúðir. Mikil eftirspurn er einnig eftir atvinnuhúsnæði en framboð takmarkað. Í þessu felast tækifæri á varnarliðssvæðinu, sem fellur vel að skipulagi Reykjanesbæjar og er innan sveitarfélagsmarkanna. Ekki kemur til greina að húsnæði varn- arliðsins verði sett á almennan markað nema með samþykki Reykjanesbæjar og að það tengist verkefnum sem viðhalda eða auka virði þeirra fasteigna sem fyrir eru í Reykjanesbæ. Fasteignagjöld í uppbyggingu „Til að flýta fyrir virkjun hinna gríð- arlegu tækifæra sem bjóðast á varnarliðs- svæðinu og alþjóðaflugvelli er mikilvægt að svæðið verði sem mest sjálfberandi um fjármögnun. Í stað þess að sveitarfélagið geri tilkall til fasteignagjalda vegna bygg- inga sem fyrir eru á svæðinu eða munu rísa er athugandi að gjöldin nýtist í fjár- mögnun framkvæmda og atvinnutæki- færa á svæðinu. Þannig má ætla að hundruð milljóna kr. á hverju ári gætu nýst til frekari uppbyggingar atvinnu- tækifæra. Næg tækifæri sveitarfélaga á svæðinu felast í ört vaxandi, fjölbreyttri og vel launaðri atvinnu íbúanna. Því er at- hugandi að sérstakur sjóður nýti tekjur og gjöld af svæðinu til beinnar uppbygg- ingar á því.“ stjórninni tillögur um aðgerðir á Suðurnesjum Ljósmynd/Víkurfréttir msson forsætisráðherra og Geir H. Haarde utanríkisráðherra hittu n bæjarstjóra og bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar og Sandgerðis í gær skir starfsmenn varnarliðsins Íslendinga hjá varnarliðinu hefur fækkað úr 1.620 árið 1997 í um æplega 600 eru nú að störfum hjá varnarliðinu en um 250 hjá öðrum gun/Ratsjárstofnun, B. Árnasyni, ÍAV þjónustu o.fl. mt upplýsingum starfsmannaskrifstofu varnarliðsins eru íslenskir varnarliðsins nú 593 talsins. Þar af búa 72% á Suðurnesjum. Flestir anesbæ, alls 378 eða 64% af heildarfjölda starfsmanna varnarliðsins. rá Sandgerði 21, Garðinum 18, Grindavík 6 og Vogum 6. Alls eru 77 varnarliðsins af Suðurnesjum á aldrinum 60–69 ára. arfjölda íslenskra starfsmanna eru 108 í Verslunarmannafélagi Suð- ,2%), 92 (15,5%) í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og 66,3% m stéttarfélögum. arliðinu tengjast 127 starfsmenn iðnaðarstörfum. Þar af eru 23 mat- rafiðnaðarmenn, 15 járniðnaðarmenn/bifvélavirkjar, 9 rafeinda- trésmiðir og pípulagningamenn og 7 útiverkamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.