Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 29
Atvinnuauglýsingar
Smiðir og verkamenn
óskast
Byggingarfélagið Mark-hús.
Upplýsingar í símum 660 6680, 660 6681
og 660 6685.
Fiskvinnsla
í Reykjavík
óskar eftir starfsfólki. Frábær vinnuaðstaða
og mikil vinna. Upplýsingar í símum 515 8622
og 863 8605.
Raðauglýsingar
Tilkynningar
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari
breytingum, er hér með auglýst tillaga að
breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík.
Kjalarnes, Álfsnes.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir
Álfsnes á Kjalarnesi vegna urðunarstaðar fyrir
sorp.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að afmörkun
svæðis er breytt annars vegar fellur úr gildi
afmörkun urðunarstaðar vestan Sundabrautar
og hinsvegar er gert ráð fyrir að nýta land á
milli núverandi urðunarstaðar og fyrirhugaðrar
tengibrautar við Sundabraut. Urðunarsvæði
vestan Sundabrautar er fellt út. Tilkoma
Sundabrautar skerðir rými til urðunar og
styttir endingartíma núverandi urðunarstaðar
verulega. Tillaga að deiliskipulagi gerir ráð
fyrir að ending urðunarsvæðisins verði óbreytt
miðað við eldra deiliskipulag.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
8:20 – 16:15, frá 20. mars til og með 2. maí
2006. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu
sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja
sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að
kynna sér tillögna. Ábendingum og athuga-
semdum við tillöguna skal skila skriflega eða
á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og
byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi
síðar en 2. maí 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 20. mars 2006
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Félagslíf
MÍMIR 6006032019 III
HEKLA 6006032019 IV/V
GIMLI 6006032019 I Innset-
ning nýs Stm. I.O.O.F. 19 1863208
I.O.O.F. 10 1863208 Fl
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Þessir bekkir heimsóttu Morg-unblaðið í
tengslum við verk-efnið Dagblöð í skólum. Dag-
blöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum
Menntasviðs Reykjavíkur sem Morgunblaðið
tekur þátt í á hverju ári. Að lokinni verk-
efnaviku þar sem nemendur vinna með dagblöð
á marg-víslegan hátt í skólanum koma þeir í
kynnisheimsókn á Morg-unblaðið og fylgjast með því hvernig nútíma dagblað er búið
til. Nánari upplýsingar um-verkefnið gefur Auður í net-fangi audur@dagblod.is -
Kær-ar þakkir fyrir komuna, krakkar! Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Ásdís
7. bekkur IS Langholtsskóla.
Morgunblaðið/ÞÖK
7. bekkur Laugalækjarskóla.
Morgunblaðið/Kristinn
7. bekkur Snælandsskóla.
Ræða breytta stöðu
í varnarmálum
FÉLAG stjórnmálafræðinga boðar
til fundar í dag, mánudag, klukkan
17:00 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ
(sal N132). Framsögumenn á fund-
inum verða Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra, Jón Hákon Magn-
ússon, stjórnmálafræðingur og
formaður Samtaka um vestræna
samvinnu, og Magnea Marinós-
dóttir stjórnmálafræðingur.
Á fundinum verður sú staða sem
komin er upp í varnarmálum lands-
ins reifuð með áherslu á eftirfar-
andi spurningar: Hver er núverandi
staða í varnarmálum Íslendinga?
Hverjar eru varnarþarfir Íslend-
inga? Með hvaða hætti er best að
tryggja varnir landsins?
Fundarstjóri verður Karl Pétur
Jónsson, formaður Félags stjórn-
málafræðinga.
KAMMERKÓR Vesturlands heldur
tónleika í Borgarneskirkju á morg-
un, þriðjudaginn 21. mars kl. 20.30.
Kórinn mun flytja bæði kirkjulega
og veraldlega tónlist. Fjölmargir
einsöngvarar koma fram sem eru
allir úr röðum kórfélaga.
Kammerkór Vesturlands hefur
starfað síðan í nóvember 1999. Í
kórnum eru fjórtán félagar sem all-
ir hafa mikla reynslu af söngstarfi.
Kórinn syngur margbreytilega tón-
list og hefur komið fram við ýmis
tækifæri á Vesturlandi. Sem dæmi
má nefna að kórinn söng fyrir Nor-
egskonung, forseta Íslands og
fylgdarlið á Borg, á minningardag-
skrá um Guðmund Böðvarsson,
skáld frá Kirkjubóli í Hvítársíðu og
á samráðsfundi evrópskra kirkju-
leiðtoga sem haldinn var á vegum
Lútherska heimssambandsins.
Þessa dagana æfir kórinn fyrir
söngferðalag til Ljúbliana í Slóvan-
íu og mun dagskrá tónleikanna í
Borgarneskirkju litast af þeirri
tónlist sem verið er að æfa fyrir
söngferðalagið. Stjórnandi Kamm-
erkórs Vesturlands er Dagrún
Hjartardóttir og um undirleik sér
Þorsteinn Gauti Sigurðsson.
Einnig koma fram þær Eygló
Dóra Davíðsdóttir og Lilja Hjalta-
dóttir, fiðluleikarar.
Kammerkór
Vesturlands
heldur tónleika í
Borgarneskirkju
DAGANA 23. og 30. mars verður
námskeið um Íran og sögu landsins
sl. hundrað ár hjá Mími símenntun.
Jóhanna Kristjónsdóttir talar um Ír-
an, en hún þekkir vel sögu landsins.
Í fyrri tímanum verður vikið að
valdahlutföllum í landinu undir alda-
mótin 1900 og olíufundi þar. Sagt
frá því þegar óþekktur herforingi,
Mohammed Reza Pahlavi, kollvarp-
aði Qajar-veldinu og breytingum á
þjóðfélaginu í landinu næstu áratug-
ina. Einnig frá Reza, syni Moham-
meds, sem skipaður var af Banda-
ríkjamönnum og bandamönnum
þeirra í síðari heimsstyrjöld þar sem
sá eldri þótti heldur hallur undir
Þjóðverja. Þróun Írans frá 1941 til
byltingarinnar 1979 og reynt að
skýra ástæður hennar. Í seinni tím-
anum verður fjallað um Íran sem
hefur verið frá 1979, valdatíma Kho-
meinis, gíslatöku bandaríska sendi-
ráðsins og hvernig Íran hefur miðað
á þessum síðustu 27 árum. Rædd
staða kvenna sem veldur mörgum
heilabrotum á Vesturlöndum og vik-
ið að ýmsum ranghugmyndum Vest-
urlandabúa á írönsku nútíma-
samfélagi. Einnig rædd staða
forsetans nýja, Mohammeds Ahmed-
inedjad, sem er með nokkuð öðrum
hætti en vestrænir hugsa sér.
Skráning er hjá Mími símenntun.
Fjöldi nemenda verður takmark-
aður við 25. Jóhanna er nýkomin
heim frá Íran ásamt 19 manna hópi
úr Vináttu- og menningarfélagi Mið-
Austurlanda sem ferðaðist vítt og
breitt um landið í tvær vikur og mun
auk þess vera fyrsti hópur íslenskra
ferðamanna til Írans.
Jóhanna með
námskeið um Íran
INGVAR Viktorsson formaður FH tók fyrstu skóflustungu að bensínstöð Atlantsolíu
sem rísa mun við Kaplakrika. Stöðin verður sú áttunda sem fyrirtækið kemur á lagg-
irnar en fyrir rekur Atlantsolía eina stöð í Kópavogi, eina í Reykjanesbæ, eina í Hafn-
arfirði og tvær í Reykjavík auk þess sem ein er í byggingu við Öskjuhlíð. Áætlað er að
stöðin við Kaplakrika verði opnuð um mitt næsta sumar en sex bílar munu geta tekið
eldsneyti þar í einu. Að mati stjórnenda Atlantsolíu mun samkeppnishæfni batna enn
frekar með þessari nýju stöð.
Atlantsolía með stöð við Kaplakrika