Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.03.2006, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Daglegt málþing þjóðarinnar á morgun SLAGORÐIÐ „Vinstri græn – hrein- ar línur“ var kynnt á blaðamanna- fundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á laugardaginn og verður yfirskrift baráttu flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG, sagðist á fundinum vera bjartsýnn á góðan árangur í kosningunum en á fundinum kynntu sig frambjóðendur, sem leiða lista flokksins í sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu og á Ak- ureyri. „Við viljum hafa skýrar áherslur og að öllum sé ljóst fyrir hvað við stönd- um og menn eigi skýran málefnaleg- an valkost þar sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð er,“ sagði Stein- grímur. Áhersla á gjaldfrjálsan skóla Málefnaáherslur flokksins voru kynntar og er þeim skipt í fjögur svið. Undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir börn“ kemur fram að VG vilji gjald- frjálsan leikskóla og grunnskóla, þ.m.t. skólamáltíðir og frístundaheim- ili. „Samfélag með náttúru“ vísar til umhverfisverndarsjónarmiða og er lagt upp úr almenningssamgöngum og aukinni tengingu almenningssam- gangna milli Reykjavíkur og ná- grannasveitarfélaga. Undir titlinum „Samfélag er fjölbreytni“ er lögð áhersla á að virkja kraftinn í litlum og meðalstórum fyrirtækjum og eins að virkja krafta kvenna sem séu vannýtt auðlind í atvinnumálum. Loks er lagt upp úr því að velferðarþjónusta sé fyrir alla og ábyrgð allra í flokknum „Samfélag er fólk“. Katrín Jakobsdóttir er formaður kjörstjórnar VG og sagði hún flokk- inn stilla sér gegn því að sveitarfélög- in væru rekin eins og fyrirtæki, því horfa ætti á þau sem samfélög. Hún sagðist þess fullviss að mikið og gott uppbyggingarstarf flokksins, meðal annars með tilkomu flokksfélaga víða um land, myndi skila sér í komandi kosningum. Spenna í Reykjavík Steingrímur sagði baráttuna fram- undan spennandi og nefndi sérstak- lega Reykjavík í því sambandi enda gæti mögulega farið svo að flokkurinn kæmist í lykilaðstöðu að loknum kosningum. Svandís Svavarsdóttir, sem leiðir lista VG í Reykjavík, sagði frambjóðendur í Reykjavík vera „urr- andi bjartsýna“ fyrir kosningarnar. Grundvallarstefna VG væri félagslegt réttlæti hvort sem er á vettvangi sveitarfélaga eða landsmálanna. „Við erum ekki í þeirri pólitík sem hagar seglum eftir vindi,“ sagði hún og tók fram að sérstök áhersla væri lögð á börn og hagsmuni þeirra. „Við viljum orða þetta sem svo að börnin þurfi á borginni að halda,“ sagði Svandís. Hún var spurð á fundinum hvar flokkur stæði ef til þess kæmi að ekki myndaðist skýr meirihluti í borginni en Svandís sagði of snemmt að segja til um það. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, sem leiðir lista flokksins í Hafnarfirði, sagði að þar byði flokkurinn fram mjög skýran valkost varðandi fyrir- hugaða stækkun álversins í Straums- vík, væri einn flokka andvígur því. Ekki myndað afstöðu til álvers á Húsavík Ásbjörn Björgvinsson, sem leiðir listann á Húsavík, var spurður út í stefnu flokksins varðandi álver á Húsavík. Hann sagði málið enn of skammt á veg komið til að taka end- anlega afstöðu en sagði að flokkurinn myndi fylgjast vel með málinu og veita því aðhald. Steingrímur sagðist vera mjög bjartsýnn á að flokkurinn næði inn manni í Kópavogi. Ólafur Þór Gunn- arsson, sem leiðir listann í Kópavogi, sagði ljóst að núverandi bæjarstjórn- armeirihluti væri orðinn þreyttur eft- ir 16 ára valdasetu. VG kynna stefnumál sín fyrir sveitarstjórnarkosningar Áhersla á skýra valkosti Morgunblaðið/Brynjar Gauti Slagorðið „Vinstri græn – hreinar línur“ var kynnt um helgina. Frá hægri: Svandís Svavarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Stein- grímur J. Sigfússon, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Karl Tómasson. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is BANDARÍKJAMENN lögðust á sínum tíma gegn því að Íslendingar viðurkenndu sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna. Kváðu þeir slíka ákvörðun geta skaðað Gorbatsjov og grafið undan stöðu Sovétríkjanna. Þetta kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrver- andi utanríkisráðherra og sendiherra, í kjölfar erindis sem hann hélt á fundi Þjóðarhreyfing- arinnar – með lýðræði, í Háskólabíó á laug- ardag. Friðarhreyfingar víða um heim efndu til að- gerða um helgina í tengslum við að þrjú ár eru liðin frá upphafi stríðsins í Írak. Íslenskir frið- arsinnar tóku þátt í þessum aðgerðum á laug- ardag með tveimur vel sóttum fundum. Hús- fyllir var á fundi Þjóðarhreyfingarinnar – með lýðræði í Háskólabíói, en að honum loknum stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga fyrir úti- fundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Stöðvum stríðið.“ Var hann einnig vel sóttur. Á fundinum í Háskólabíói voru sýndar tvær heimildarmyndir um innrásina í Írak. Annars vegar myndin Ég er Arabi og hins vegar brot úr myndinni 1001 nótt eftir þá Sigurð Guð- mundsson myndlistarmann og Ara Alexander Magnússon kvikmyndagerðarmann. Þar fluttu ennfremur stutt ávörp Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Ólafur Hannibalsson og Andri Snær Magnason rithöfundar. Yfirvöld fari eftir reglum samfélagsins Hans Kristján Árnason, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Þjóðarhreyfingarinnar – með lýðræði, segir fundinn hafa verið afar skemmtilegan. „Það var svo mikill fjöldi á fundinum að við þurftum að opna sal nr. 2 í Háskólabíói og varpa fundinum á tjaldið þar,“ segir Hans Kristján. „Við vitum það að um 84% þjóðarinnar voru andvíg stuðnings- yfirlýsingu Íslands við árásina í Írak. Við vit- um hvar hjarta þjóðarinnar liggur. Það eru fá- ar skoðanakannanir sem gefa svona hátt hlutfall.“ Hans Kristján segir fyrst og fremst til um- ræðu hvernig íslenskt lýðræðisþjóðfélag tekur ákvörðun um meiriháttar stefnu í utanrík- ismálum. „Tökum við hana á Alþingi eða þannig að þingflokkar fjalli um það og ákveði að styðja ákveðna stefnu í utanríkismálum? Eða leggjum við það fyrir utanríkisnefnd, sem skylda er samkvæmt lögum að bera öll meiri- háttar utanríkismál undir? Ef það er ekki gert, og talið er um meiriháttar utanríkismál að ræða, þá er það lagabrot,“ segir Hans Kristján, en bætir við að íslensk lagahefð geri ókleift að kæra fyrir slík lögbrot. „Það eru ekki einu sinni rannsóknarnefndir í þinginu eins og er á bandaríska þinginu. Það eina sem er hægt að gera er að þingið ákveði að leggja það fyrir landsdóm að ráðherra hafi brotið lög. En það gerist ekki á meðan ríkisstjórnin á meirihluta á þingi, sem styður ríkisstjórnina skilyrðislaust.“ Íslenska þjóðin aldrei spurð Hægt er að ræða innrásina í Írak fram og til baka, en í grundvallaratriðum segir Hans Kristján málið snúast um eðli ákvarðanatöku í samfélaginu. „Það sem við erum alltaf að gera er að skoða hvort stjórnvöld, þingið og fram- kvæmdavaldið virði stjórnarskrá Íslands,“ segir Hans Kristján. „Með því að styðja árás- ina í Írak hafa íslensk stjórnvöld gerst samsek um brot gegn alþjóðalögum og þar með stofn- sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem við erum búin að samþykkja og staðfesta á þingi, en við förum ekki eftir honum. Þessi ákvörðun er, að mati margra málsmetandi manna í okkar þjóðfélagi, tal- in vera vitlausasta ákvörðun í utanríkismálum í sögu lýð- veldisins.“ Átjánda mars 2003 sendi Davíð Oddsson stuðnings- yfirlýsingu til Bush, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir fullum stuðn- ingi við innrásina í Írak. Þessi yfirlýsing var ekki bor- in undir alþingi, þingflokk- ana, utanríkismálanefnd, rík- isstjórnina eða þjóðina, segir Hans Kristján. „Íslenska þjóðin fékk ekki að vita um þessa ákvörðun fyrr en dag- inn eftir, 19. mars, þegar frétt birtist á CNN, íslenski fáninn birtist á skjánum og tilkynnt var að nafn Íslands væri komið á lista hinna viljugu og staðföstu bandamanna Bandaríkjanna. Það hafði enginn hugmynd um þetta í samfélaginu, við fengum fréttina frá Washington.“ Íslenskar friðarhreyfingar efndu til baráttufunda vegna Íraksstríðsins en þrjú ár eru frá upphafi þess „Vitlausasta ákvörð- unin í utanríkismálum í sögu lýðveldisins“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi ráðherrar, kváðust ekki alls kostar sáttir við stuðning íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Mótmælafundur herstöðvarandstæðinga á Ingólfstorgi í Reykjavík vegna Íraksstríðsins var einnig vel sóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.