Morgunblaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 31 DAGBÓK eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is 120-140 fm íbúð í Fossvogi óskast fyrir ákveðinn kaupanda. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgrímsson ÍBÚÐ Í FOSSVOGI ÓSKAST Dagana 23. og 25. mars verður á Reykja-lundi haldið námskeið um streitu og líf-eðlisfræði streitu. Fyrirlesari er Ingi-björg Hrönn Jónsdóttir, dósent í lífeðlisfræði við Gautaborgarháskóla: „Ég fjalla um áhrif streitu á líkamann og þá sjúkdóma sem streita getur valdið. Sérstaklega athuga ég áhrif hreyfingar á bæði streitu og þunglyndi,“ segir Ingibjörg. Þannig fjallar Ingibjörg um samspil streitu og þunglyndis, hlutverk ónæmiskerfisins og kynjamun á streitu. Einnig mun hún gera grein fyrir tengslum streitu við sjúkdóma á borð við ikt- sýki, vefjagigt og síþreytu, og loks um almenn áhrif hreyfingar. „Mikil þörf er á aukinni kunnáttu á þessu sviði og virðist sem streita sé orðin eins mikið vanda- mál á Íslandi og það er víða í öðrum Evrópu- löndum. Þeir sem eru að vinna með sjúklinga með langtímaverki og þunglyndi þurfa iðulega einnig að taka áhrif streitu með í reikninginn.“ Ingibjörg starfar í sænskri nefnd sem vinnur að breytingu á læknismeðferðum, með það að mark- miði að læknar skrifi ekki aðeins upp á lyfseðla, heldur einnig „hreyfingarseðla“ þegar við á, þann- ig að hreyfing sé notuð sem meðhöndlun með sjúkdómum þar sem hún getur orðið að liði, og segist Ingibjörg hafa orðið vör við mikinn áhuga á Íslandi á meiri upplýsingum um innleiðingu hreyf- ingarseðla, bæði hjá fagstéttum og stjórnvöldum. „Streituálag hefur aukist gífurlega á síðustu ár- um. Í Svíþjóð er ein af helstu ástæðum talin sú að mikið hefur verið skorið niður á vinnumark- aðinum: færri einstaklingar vinna sömu eða meiri vinnu en var fyrir 10–20 árum. Einnig hefur álag hvað varðar upplýsingaflæði aukist, og tölvunotk- un og tækni gerir að verkum að við erum undir meira álagi sem einstaklingar. Streitukerfi margra, bæði í heila og líkama, er kannski ekki al- veg í stakk búið að takast á við svona álag án sér- stakra úrræða. Ástæður geta verið fleiri, og eru oft mismunandi milli landa. Í Svíþjóð er t.d. kuln- un og ofkeyrsla í starfi mikið í umræðunni, en mér virðist að á Íslandi sé meira fjallað um þunglyndi. Þó þarf að athuga að þunglyndi og streita eru oft nátengd og þunglyndi oft fylgikvilli streitu. Þegar litið er t.d. til þeirra sjúklinga sem Streiturann- sóknarstofnun Gautaborgar sinnir eru þeir flestir einnig með þunglyndi af einhverjum toga.“ Námskeiðið er haldið á Reykjalundi í Sam- komusal, sem er á jarðhæð við hlið iðjuþjálf- unardeildar. Námskeiðið er haldið fimmtudaginn 23. mars kl. 15 til 18 og laugardaginn 25. mars kl. 9. til 16. Fræðslunefnd sjúkraþjálfaradeildar Reykjalundar hefur umsjón með skipulagningu námskeiðsins og er það ætlað starfsfólki heilbrigð- isstétta. Nánar má lesa um rannsóknir Ingibjargar og starfsemi Streiturannsóknarstofnunarinnar í Gautaborg á www.stressmedicin.com. Heilsa | Námskeið um streitu og verkjasjúkdóma, þunglyndi og áhrif hreyfingar Streita og lífeðlisfræði streitu  Ingibjörg Hrönn Jóns- dóttir fæddist 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986, BS- gráðu í líffræði frá Há- skóla Íslands 1990 og doktorsgráðu í lífeðl- isfræði frá Gautaborg- arháskóla 1996. Ingibjörg starfaði á Rannsóknarstofnun lífeðlisfræði, til 1990 og sem lektor við Háskólann í Halmstad frá 1996 til 2002 þegar hún var skipuð aðstoðar- prófessor við Gautaborgarháskóla og hóf störf á Streiturannsóknarstofnun Gautaborgar. Ingibjörg er gift Per-Arne Svensson, doktor í sameindaerfðafræði, og eiga þau tvö börn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Blekkingaleikur. Norður ♠ÁD94 ♥K876 V/NS ♦K5 ♣543 Vestur Austur ♠1082 ♠K763 ♥Á5 ♥42 ♦Á76 ♦D109832 ♣D8762 ♣10 Suður ♠G5 ♥DG1093 ♦G4 ♣ÁKG9 Fyrir um það bil hálfri öld varð franski bridshöfundinn José Le Dentu sagnhafi í fjórum hjörtum í suður eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 hjarta 2 lauf 4 hjörtu Allir pass Í AV voru reyndir spilarar, en eigi að síður tókst Le Dentu að fá TÓLF slagi eftir lítið lauf út! Hvernig í ósköpunum fór hann að því? Með bestu vörn má taka fjögur hjörtu einn niður eftir útspil í laufi. Vestur rýk- ur þá upp með hjartaás og gefur makk- er sínum stungu í laufi, og síðan fær vörnin slag á tígulás og spaðakóng. Þessi vörn virðist ekki mjög erfið, en Le Dentu tókst að afvegaleiða AV með blekkispilamennsku í ÖLLUM litum. Til að byrja með tók hann lauftíu austurs í fyrsta slag með KÓNG. Síðan spilaði hann hjartagosa eins og hann ætlaði að svína fyrir drottninguna. Vest- ur dúkkaði, fékk næsta slag á hjartaás og spilaði auðvitað laufi, því austur „hlaut“ að eiga gosann. Le Dentu fékk þannig laufslaginn til baka og spilaði næst tígulgosa. Vestur lét lítinn tígul og Le Dentu stakk upp kóng. Þá var bara spaðinn eftir. Miðað við upphaflegt pass gat vestur ekki átt spaðakóng, svo Le Dentu tók spaðaás og spilaði spaða að gosanum. Austur reiknaði með einspili hjá sagnhafa og dúkkaði. Gosinn hélt því. Þá var farið inn í borð á tromp og spaðadrottningu spilað – kóngur, trompað og tían í vest- ur. Spaðanían var nú frí og hún sá fyrir tígulhundinum heima. Tólf slagir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. f4 c5 4. c3 cxd4 5. cxd4 Rf6 6. Rc3 d6 7. Bc4 0-0 8. Rf3 Rxe4 9. Bxf7+ Hxf7 10. Rxe4 h6 11. Db3 Da5+ 12. Bd2 Df5 13. Rc3 Rc6 14. d5 Ra5 15. Db5 b6 16. b4 Bd7 17. De2 Hc8 18. bxa5 Hxc3 19. Hd1 Hc5 20. axb6 axb6 21. De3 Ba4 22. Hc1 Dxd5 23. O-O Bd7 24. h3 Dxa2 25. Hfe1 Da4 26. Dd3 Bf5 27. De2 Da2 28. g4 Bd7 29. Dd3 Hd5 30. De3 Da4 31. Dxb6 Staðan kom upp í 1. deild í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór fyrir skömmu í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Ein hetja a- sveitar Taflfélags Garðarbæjar, Jón Þór Bergþórsson (2.115), hafði svart gegn b-liðsmanni Hellis, Hrannari Birni Arnarssyni (2.110). 31. ... Hxd2! 32. Rxd2 Bd4+ 33. Dxd4 Dxd4+ 34. Kf1 Hxf4+ 35. Ke2 Hf2+ og hvítur gafst upp enda mát í næsta leik. A- sveit Taflfélags Garðarbæjar fékk 19½ vinning og lenti í sjötta sæti en liðin sem féllu, b-sveit Hellis fékk 16½ vinn- ing og a-sveit skákfélags Selfoss og ná- grennis fékk 13 vinninga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Svartur högni! SVARTUR högni með svarta leðuról með járnbólum fannst í Lyngásnum, Garðabæ síðastliðið haust. Hann er stór og hraustur en með ólæsilega eyrnamerkingu! Upplýsingar í síma 848 5096, Kristín. Kristín Elliðadóttir 030468-4209. Frakki tekinn í misgripum Á TÓNLEIKUM Fóstbræðra sl. þriðjudagskvöld var frakki tekinn í misgripum. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Langholtskirkju. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 20. mars, ersjötug Pálheiður Einarsdóttir, Gyðufelli 8, Reykjavík. Hún og eig- inmaður hennar Kristján Þórarinsson eru stödd á Kanaríeyjum. Í KVÖLD gefst kostur á að hlýða á kvölddagskrá í Norræna húsinu þar sem boðið verður upp á danska lýrík og danskan djass. Fyrirlesarinn Jo- hannes Möllehave fjallar um danska lýrík og síðan mun tríó Valdemars Rasmussen sjá um að framkalla ljúfa tóna. Tríóið skipa Valdemar Rasmussen sem leikur á trompet, Jens Jefsen sem leikur á kontra- bassa og Uffe Steen Jensen sem leikur á gítar. Allt eru þetta þekktir tónlistarmenn sem eiga langan og farsælan feril að baki. Dagskráin hefst kl. 20.00 og svo verður leik- urinn endurtekinn í Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri annað kvöld kl. 20.30 og svo aftur í Deiglunni á Ak- ureyri fimmtudagskvöldið 23. mars kl. 20.30. Fyrirlestrarnir verða þó mismunandi þessi kvöld en í Gunn- arsstofnun mun Johannes tala um H.C. Andersen og síðan verður „húmor“ umfjöllunarefnið í Deigl- unni. Þessi danska heimsókn er sam- starfsverkefni Norrænu upplýs- ingaskrifstofanna á Akureyri og í Flensborg. Danir endurgjalda þar með heimsókn sem rithöfundurinn Einar Kárason og hljómsveitin Park Projekt fóru í til Danmerkur og Þýskalands í nóvember 2005. Samstarfsstofnanir á Íslandi eru Norræna húsið í Reykjavík, Gil- félagið á Akureyri og Gunnars- stofnun á Skriðuklaustri. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Norræna menningarsjóðnum. Sýning á verkum danska mynd- listarmannsins Helge Nordahl verð- ur opnuð við sama tækifæri í Deigl- unni á Akureyri hinn 23. mars, en sá dagur er dagur Norðurlandanna. Tríó Valdemars Rasmussen skipa Valdemar Rasmussen sem leikur á trompet, Jens Jefsen sem leikur á kontrabassa og Uffe Steen Jen- sen sem leikur á gítar. Lýrík, H.C. Andersen, húmor og danskur djass Johannes Möllehave fjallar um danska lýrík í kvöld. DR. CHRISTIAN Schoen, for- stöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, heldur í dag fyrirlestur í Opna Listaháskólanum. Nefnist fyrirlestur hans „Sköpun mannsins. Punktar um Adam og Evu eftir Albrecht Dürer.“ Fyrir fimm hundruð árum kom Albrecht Dürer fram með nýjung innan hinnar fornu myndlist- arhefðar í myndum sínum af Adam og Evu. Í grafíkmyndinni frá 1504 og hinu tvískipta málverki í fullri lík- amsstærð frá 1507 beinir hann sjón- um sínum að sköpun mannsins bæði með formi og innihaldi. Í fyrirlestri sínum mun dr. Christian Shoen fjalla um hin mik- ilvægu áhrif sem þessi nýjung Dü- rers hafði á þróun hins nakta líkama í myndlist endurreisnarinnar í norðri og mun endursegja söguna að baki málverkunum sem eru nú varð- veitt í Museo del Prado í Madríd. Schoen mun fjalla um verk Dürers. Christian Schoen fjallar um Albrecht Dürer Fyrirlesturinn fer fram í dag og hefst kl. 12.30 í LHÍ, Laugarnesi, stofu 024. Christian Schoen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.