Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 2

Morgunblaðið - 20.03.2006, Side 2
2 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÚKASJENKÓ SIGRAÐI Alexander Lúkasjenkó sigraði örugglega í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi í gær ef eitthvað er að marka tölur frá kjörstjórn lands- ins. Helsti keppinautur Lúkasjenk- ós, Alexander Milinkevitsj, neitaði hins vegar að viðurkenna úrslit kosninganna og sagði þær hafa verið „fullkominn skrípaleik“. Lúkasjenkó hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi frá árinu 1994 og höfðu undirmenn hans fyrir kosningarnar í gær ráðið fólki frá því að taka þátt í mótmælaaðgerðum stjórnarand- stöðunnar í miðborg Minsk, slíkt kynni að verða skilgreint sem aðild að hryðjuverki. Setja úrslitakosti Verkalýðsleiðtogar og forystu- menn stúdenta hafa hótað því að efna til allsherjarverkfalls í Frakk- landi dragi ríkisstjórn landsins ekki í dag til baka umdeilda löggjöf um at- vinnumál. Dominique de Villepin forsætisráðherra sagði hins vegar í gærkvöldi að hvergi yrði hvikað frá áformum um að gera fyrirtækjum auðveldara að segja ungu fólki upp störfum. Hamas kynnir ráðherralista Ismail Haniyeh kynnti í gær ráð- herralista Hamas-samtakanna sem mynda næstu ríkisstjórn í Palestínu. Haniyeh verður sjálfur forsætisráð- herra heimastjórnarinnar en leiðtogi Hamas, Mahmoud Zahar, verður ut- anríkisráðherra. Ræddu framtíð varnarmála Nicholas Burns, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og Geir H. Haarde utanríkisráðherra fóru á laugardag saman yfir næstu skref í þeirri stöðu sem er komin upp í varnarsamstarfi þjóðanna. Tvær ljótar byltur Ungur ökumaður velti bíl sínum illa á Kringlumýrarbrautinni í gær eftir mikinn hraðakstur. Hlaut hann brjóstholsáverka og brot á tveimur hryggjarliðum og var fluttur á slysa- deild LSH. Þá lenti kona í vélsleðaóhappi á Langjökli í gær, en þyrla Landhelg- isgæslunnar sótti hana og flutti á LSH. Reyndist hún vera með sam- fallsbrot á hryggjarlið. Of bráðir í frávísunum Íslenskir dómstólar eru oft fljótir að vísa frá skaðabótakröfum brota- þola í smærri brotamálum, að mati Boga Nilssonar ríkissaksóknara. Þá kveðst hann þeirrar skoðunar að menn sem fremji ítrekað smáglæpi fái of oft skilorðsbundna dóma. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 30/33 Vesturland 11 Myndasögur 30 Viðskipti 12/13 Víkverji 30 Erlent 14/15 Velvakandi 31 Daglegt líf 16/17 Staður og stund 32 Menning 18 Leikhús 33 Umræðan 19/24 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38 Viðhorf 22 Veður 39 Minningar 25/27 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VÆNTA má mikils framboðs á nýju atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu á næstu tveimur árum, að því er fram kom í erindi Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns grein- ingardeildar Landsbankans, á ráð- stefnunni Verki og viti í gær. Þar fjallaði Edda Rós um efnið „At- vinnuhúsnæði á umbreytingatím- um“. Aukning atvinnuhúsnæðis á höf- uðborgarsvæðinu hefur verið mjög sveiflukennd frá 2001, þegar Smára- lind bættist við, og heildaraukningin varð 106 þúsund fermetrar. Næstu ár var aukningin mun minni og minnst var hún 22 þúsund fermetrar árið 2003. Síðan hefur verið aukning og bendir greiningardeild Lands- bankans á að í ár og á næsta ári bætist við samtals um 164 þúsund fermetrar af verslunar- og skrif- stofuhúsnæði sem þegar er byrjað að byggja á höfuðborgarsvæðinu. Edda Rós sagði í samtali við Morgunblaðið að erfitt væri að segja fyrir um þróunina á þessu sviði, því hún væri háð mörgum áhrifavöldum. Meðal annars er samtímis nýbygg- ingum verið að taka eldra atvinnu- húsnæði úr notkun og breyta því í íbúðir og gistihús. Aukning í bygg- ingu íbúðarhúsnæðis flýtir einnig fyrir því að atvinnustarfsemi færist úr dýrari hverfum á ódýrari svæði. Samkvæmt könnun greiningar- deildar Landsbankans eru nú til sölu eða leigu um 165 þúsund fer- metrar af atvinnuhúsnæði, þ.e. verslunar- og skrifstofuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði og vörugeymslum, á höfuðborgarsvæðinu. Edda Rós benti á að eðlilega væri einhver hluti húsnæðis jafnan til sölu eða leigu. Þar eð greiningardeild Landsbank- ans hefur ekki áður tekið saman upplýsingar um þetta atriði sagði Edda Rós ekki hægt að leggja mat á hvort nú væri óeðlilega lítið eða mik- ið af atvinnuhúsnæði til sölu eða leigu. Í byggingu eru um 225 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu samkvæmt spá greiningardeildar. Á teikniborðinu eru samtals 390 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði, samkvæmt spá. Edda Rós sagði að það væru bygg- ingaráform sem búið væri að þróa en ekki byrjað að byggja. Því væri auðvelt að hætta við eða fresta þeim framkvæmdum. Niðurstaða greiningardeildar Landsbankans er að ekki sé ástæða til að reikna með almennri lækkun á verði atvinnuhúsnæðis, með hliðsjón af stöðu hagsveiflunnar og vænting- um um þróun á fasteignamarkaði. Edda Rós telur ólíklegt að verð at- vinnuhúsnæðis haldi áfram að hækka jafn ört og það hefur gert síðustu ár. Bæði er líklegt að lang- tímavextir hækki á næstu misser- um, sem dregur úr verðhækkunum, og eins muni aukið framboð hafa sín áhrif. Mikið byggt af atvinnuhús- næði á höfuðborgarsvæðinu                              !" !!  # ! $% &%  '( ! )! !" *  ) +& % ,- .  "  ( ' *  *  /&% %0 %  1 %23  %&-&2   % 4&&%& &&%5&& %&,- . &-&% % %&, -.           FERÐAMENN leggja leið sína í Landmannalaugar jafn vetur sem sumar enda staðurinn heillandi og laugarnar ávallt heitar. Um helgina voru þar norskir og íslenskir jeppa- menn að reyna jeppa sem Norð- maður á og fluttur var hingað til lands til breytinga. Hópurinn sam- an stóð að mönnum sem eiga jeppa í Noregi sem hefur verið breytt af Fjallasporti í Noregi. Viðtal verður við jeppamennina og myndir í Morgunblaðinu á næstunni. Á myndinni er einn Norðmannanna að ylja sér í heitu lauginni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á jeppum við Landmannalaugar KANNAÐ verður í dag hvort opinn fundur með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra, sem boð- aður hefur verið í kosningamiðstöð A-listans í Reykjanesbæ í kvöld, verður færður í stærra hús, að sögn Eysteins Jónssonar, formanns framsókn- arfélagsins í Reykjanesbæ og annars manns á A-listanum. Gagnrýnir fundarstaðinn Leggja verður áherslu á þverpólitískt átak við að leysa úr þeim vanda sem skapast við brotthvarf varnarliðsins, að mati Viktors B. Kjartanssonar, formanns fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ. Hann sendi í gær frá sér athuga- semd við fundarstað fundarins sem hefur verið boð- aður með forsætisráðherra í Reykjanesbæ í kvöld. Viktor bendir á að fyrsta verkefnið sé að aðstoða þau hundruð einstaklinga sem nú missa vinnuna. Þetta fólk sé úr öllum stjórnmálaflokkum og því ekki eðlilegt að boða það og fjölskyldur þess til fundar á pólitískum vettvangi. „Halldór boðar til fundarins í nafni embættis síns sem forsætisráðherra þjóðarinnar og færir þannig málið inn á flokkspólitískan vettvang, sem verður að teljast mjög varhugavert,“ segir m.a. í athuga- semd Viktors. Framsókn bauð til fundar „Fundarstaðurinn er ekki höfuðatriði heldur það að fundurinn fer fram,“ sagði Eysteinn um gagn- rýni Viktors B. Kjartanssonar. „Það var framsókn- arfélagið í Reykjanesbæ sem átti frumkvæði að því að hafa samband við Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra og biðja hann að koma á þennan fund. Hann samþykkti með skömmum fyrirvara að koma til okkar á fund klukkan átta [í kvöld] og fundurinn er öllum opinn. Fyrir fundinn ætlar hann að hitta forystumenn verkalýðshreyfingarinnar.“ Eysteinn sagðist helst hafa áhyggjur af því að menn hefðu ekki hugsað nægilega stórt varðandi val á fundarstað. Menn hefðu talið að kosninga- miðstöð A-listans, sem rúmar allt að 200 manns, væri nóg. Í ljósi mikils áhuga á fundinum var ákveðið í gær að hittast í dag og kanna möguleika á að flytja fundinn í Stapann. Bað Eysteinn alla, sem áhuga hefðu á fundinum, að fylgjast með fréttum í dag. Send verður út fréttatilkynning ef fundar- staðnum verður breytt. Opinn fundur með forsætisráðherra í Reykjanesbæ kl. 20.00 í kvöld Kannað verður með stærri fundarstað LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók mann grunaðan um ölvun við akstur eftir að hann ók niður grindverk milli akreina á tuttugu metra kafla á Kringlumýrar- brautinni, sunnan við Bústaða- vegarbrúna, laust upp úr klukkan átta í gærkvöldi. Tók maðurinn á rás eftir atvik- ið, en lögreglumenn náðu honum á hlaupum. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð, þar sem tekin var úr honum blóð- prufa. Reykjavíkurborg sendi starfs- menn til að hreinsa upp grind- verkið, en einnig þurfti að þrífa olíu og bensín af götunni. Drukkinn maður ók niður grindverk LÖGREGLAN Í KEFLAVÍK hand- tók tvo ökumenn grunaða um ölv- un við akstur aðfaranótt sunnu- dags og þann þriðja seinna um daginn. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir vel yfir hámarkshraða um helgina. Þrír stútar í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.