Morgunblaðið - 20.03.2006, Síða 32
32 MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn er merki uppreisnarmanns-
ins og þjónar svo sannarlega ekki nein-
um. Í dag er samt gott að muna að það
er ekkert rangt við það að koma til móts
við eitthvað sem fólk sem þú virðir biður
þig um.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Notaðu daginn til þess að leiða hjá þér
hvað öðrum finnst. Líklega vinnur þú á
þannig sviði eða með þeim hætti að fólk
nær því ekki. Aðeins bjánar gagnrýna
það sem þeir skilja ekki.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tilfinningar tala tungumál dansins. Þær
eru gæddar þeim hæfileika að stækka
og minnka vöðvana, búa í líffærunum og
hrukka húðina. Þú vilt láta virða tilfinn-
ingar þínar í dag, eða viðurkenna þær
að minnsta kosti.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Skáldlegt réttlæti af einhverju tagi
kemur fyrir. Nú veistu að heimurinn
getur verið sanngjarn og átt því gott
með að sinna verkefnum þínum af bjart-
sýni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hermt er að sá sem þjáist mest hafi líka
stærsta hjartað. Hafðu það í huga ef
ótilgreind manneskja slær til þín eins og
sært dýr. Maður er glaðari ef maður
hugsar hlýlega til annarra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Spenna í loftinu er best leyst á skapandi
hátt. Getur þú mögulega látið draslið í
eldhúsinu vera á meðan þú teiknar
mynd eða syngur lag? Ef það tekst
muntu eiga margar gleðistundir í dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Gerðu það sem þú ert vön af ástríðu og
gleymdu peningahliðinni. Þú getur
fundið út úr henni síðar. Fjárhags-
vandræðum lýkur skyndilega ef þú not-
ar innsæið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn fær að vita eitthvað sem
áður var trúnaðarmál. Fundir koma við
sögu. Taktu þátt með því að segja eitt-
hvað. Þú ert mikilvægur hluti af hópn-
um og hefur kraftinn til þess að hafa
áhrif á framvinduna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Vitsmunalegur þroski er augljóslega
verðugt verkefni, en þroski sálarinnar
er mikilvægari. Hækkaðu í tónlistinni í
kvöld og áhyggjur dagsins bráðna á
nokkrum mínútum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Í stað þess að fá öllum þörfum þínum
fullnægt á einum stað skaltu leita vin-
áttu, ráða og hughreystingar á sem
flestum stöðum. Margt gerist í litlum
hópum og þú ert leiðtogi frá náttúrunn-
ar hendi.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Leyndarmálið á bak við hamingjuna er
alls ekkert leyndarmál. Maður verður
hamingjusamur og heill ef maður
ákveður að láta sér líða þannig. Lifðu í
samræmi við þá reglu, það styrkir bara
ótilgreint samband.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Stundum á maður að útdeila og stund-
um gera hlutina sjálfur. Í dag á hið síð-
ara við. Ekki reiða þig svona mikið á
aðra. Líkamleg áreynsla ýtir í raun og
veru undir vellíðan.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Ef sérhver dagur felur í sér
nýja byrjun þarf dag eins
og í dag til þess að minna
mann á það. Dagurinn í dag er svo nýr
að hann er nánast döggvaður. Sömu
gömlu aðstæðurnar birtast töfrandi og
grænar af möguleikum sem eru líkt og ný-
útsprungin blóm. Vorið er komið. Skila-
boð á vorjafndægrum eru: velkomin til
upphafsins. Aftur.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 mjúkar á
manninn, 8 svara, 9
mannsnafn, 10 hrúga, 11
borða upp, 13 kvendýrið,
15 regndembu, 18 kven-
dýr, 21 skjól, 22 skil eftir,
23 hljóðfæri, 24 ring-
ulreið.
Lóðrétt | 2 á kú, 3 steina-
kkeri, 4 brigsla, 5 gömul,
6 frábær, 7 sigra, 12
mergð, 14 lítur, 15 gleð-
skap, 16 geðvond, 17
spök, 18 kurr, 19 dragið,
20 sefar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 króks, 4 vogar, 7 rjúfi, 8 munum, 9 góm, 11
skap, 13 óróa, 14 áfátt, 15 fúll, 17 treg, 20 stó, 22 njóli,
23 gapti, 24 aftri, 25 tengi.
Lóðrétt: 1 kurfs, 2 ólúna, 3 seig, 4 vömm, 5 gónar, 6
rúmba, 10 ósátt, 12 pál, 13 ótt, 15 fenna, 16 ljóst, 18
ræpan, 19 geigi, 20 sili, 21 ógát.
Tónlist
Borgarneskirkja | Kammerkór Vest-
urlands heldur tónleika 21. mars kl.
20.30–23. Flutt verður bæði kirkjuleg og
veraldleg tónlist. Einsöngvarar á tónleik-
unum koma allir úr röðum kórsins.
Stjórnandi er Dagrún Hjartardóttir.
Myndlist
Artótek Grófarhúsi | Steinunn Helga-
dóttir myndlistarmaður sýnir ljósmyndir
og DVD. Nánar á artotek.is
Gallerí Humar eða frægð! | Við krefj-
umst fortíðar! sýning á vegum Leik-
minjasafns Íslands um götuleikhópinn
Svart og sykurlaust. Ljósmyndir, leik-
munir, kvikmyndasýningar. Opið kl. 12–17
laugardaga, 12–19 föstudaga og 12–18
aðra virka daga.
Gallerí Sævars Karls | Hafsteinn Mich-
ael sýnir olíumálverk og teikningar til 23.
mars. Opið virka daga kl. 10–18 og laug-
ardaga kl. 10–16.
Gallerí Úlfur | Haustspor, sýning Guð-
mundar Ármanns á kolteikningum,
stendur til 26. mars. Opið virka daga kl.
14–18. Gallerí Úlfur er á Baldrusgötu 11.
Reykjavík.
Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar
Harðardóttur, myndbönd frá tískusýn-
ingum, ljósmyndir o.fl. Sýninguna og
Sjónþingið má einnig skoða á www.sim-
inn.is/steinunn. Sýningin stendur til 30.
apríl. Opið mán. og þrið. kl. 11–17, mið. 11–
21, fim. og fös. 11–17 og kl. 13–16 um helg-
ar.
Grafarvogskirkja | Sýning Svövu Sigríð-
ar, í Átthagahorni bókasafns Grafarvogs.
Á sýningunni eru tólf vatnslitamyndir.
Sýningin stendur til 25. mars.
Hafnarborg | Pétur Gautur sýnir í Að-
alsal og Sigrún Harðar sýnir í Sverrissal.
Sýningarnar standa til 27. mars og eru
opnar alla daga nema þriðjudaga kl. 11–
17.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíu-
málverkum Sigrúnar Eldjárn til 30. maí.
Hrafnista Hafnarfirði | Sjö málarar frá
Félagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í
Menningarsal til 21. mars.
Karólína Restaurant | Óli G. sýnir til
loka apríl.
Listaháskóli Íslands Laugarnesi | Dr.
Christian Schoen fjallar um Albrecht Dü-
rer og nýjung sem hann kom fram með
innan hinnar fornu myndlistarhefðar í
myndum sínum af Adam og Evu. Hún
átti eftir að hafa djúp áhrif á þróun nekt-
ar í myndlist endurreisnarinnar í norðri.
Christian er forstjóri CIA.IS-Center for
Icelandic Art í Reykjavík.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn-
ing.
Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick
– Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefn-
farar. Safnið er opið alla daga nema
mánudaga 12–15. Nánari upplýsingar
www.listasafn.akureyri.is
Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal –
Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar-
inbjarnar – Máttur litarins og spegill tím-
ans. Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og
Safnbúð opin á opnunartíma.
Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin
Náttúrurafl er samsýning 11 listamanna
þar sem viðfangsefnið er náttúra Íslands.
Málverk, skúlptúrar, vefnaður og graf-
íkmyndir. Verkin eru í eigu Listasafn Ís-
lands. Opið kl. 13–17.30.
Listasalur Mosfellsbæjar | Ljósmynd-
ararnir Baldur Birgisson, Hallsteinn
Magnússon, Pálmi Bjarnason, Sigrún
Kristjánsdóttir og Skúli Þór Magnússon,
sýna. Opin virka daga kl. 12–19 og um
helgar kl. 12–18. Til 24. mars.
Listhús Ófeigs | Dominique Ambroise
sýnir olíumálverk. Sýninguna nefnir hún
Sjónhorn. Sýningin er opin virka daga kl.
10–18 og laugardaga kl. 11–16 og stendur
til 5. apríl. Nánar á www.dominique-
ambroise.net
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir 20 „Minningastólpa“, til 28. ágúst.
Saltfisksetur Íslands | Elísabet Dröfn
Ástvalsdóttir sýnir til 3. apríl. Opið alla
daga kl. 11–18. Nánari uppl. á hronn@salt-
fisksetur.is
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning
Guðfinnu Ragnarsdóttur á ættargripum
og ættarskjölum frá fjölskyldu hennar,
ættrakningum af ýmsu tagi auk korta og
mynda stendur yfir. Þar er að finna muni
og myndir, sögur og sagnir, ljóð og lausa-
vísur og ættrakningar á ótal vegu; eftir
nöfnum og búsetu, í karllegg og kven-
legg. Opið virka daga kl. 10–16. Aðgangur
er ókeypis.
Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins frá
tímabilinu 1969–1979 í máli og myndum.
Til 1. apríl. Opið daglega kl. 13–18.30.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema
mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl-
unarsýning, minjagripir og fallegar
gönguleiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar
á www.gljufrasteinn.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik
Örn sýnir ljósmyndir.
Fyrirlestrar og fundir
Krabbameinsfélagið | Samhjálp kvenna
verður með opið hús í Skógarhlíð 8, kl.
20. Á dagskrá verður: Tískuráðgjöf á
vegum Debenhams, Erla Lúðv. stílisti
sýnir vortískuna og veitir ráðgjöf. Snyrti-
fræðingur kynnir nýjungar og leiðbeinir.
Ingibjörg Sigurbj. gullsmiður sýnir skart-
gripi. Vöfflur með rjóma.
Norræna húsið | Umræðufundur um fjöl-
menningu á Norðurlöndum verður kl. 14–
17. Einkum um Danmörku. Aðalfyrirlesari
verður Inge Thorning forstöðukona Int-
erkulturelt Center, Árósum. Aðrir máls-
hefjendur eru: Gestur Guðmundsson, Jon
Milner, Sesselja T. Ólafsdóttir og Sigrún
Sigurðardóttir. Fundurinn fer fram á
dönsku.
Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Inga
Jóna Jónsdóttir lektor við viðskipta- og
hagfræðideild, flytur erindi um fjárfest-
ingar lítilla og meðalstórra fyrirtækja og
stofnana í starfsþjálfun í málstofu Hag-
fræðistofnunar og Viðskiptafræðistofn-
unar 22. mars kl. 12.20, í Odda stofu 101.
Nánar á http:/www.vidskipti.hi.is
Fréttir og tilkynningar
Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Upp-
lýsingar um fundarstaði og tíma al-
mennra funda, sporafunda og nýliða-
funda er á heimasíðunni, www.al-anon.is
Al-Anon og Alateen er félagsskapur
karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið
fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vin-
ar.
Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands |
Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður
haldið í Tungumálamiðstöð HÍ 20. apríl.
Skráning fer fram í Tungumálamiðstöð
HÍ, Nýja Garði og skráningarfrestur er til
21. mars. Nánari upplýsingar: Tungumála-
miðstöð HÍ, Nýja Garði: 525 4593,
ems@hi.is, www.hi.is/page/tungu-
malamidstod og www.testdaf.de
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is