Morgunblaðið - 24.03.2006, Side 11

Morgunblaðið - 24.03.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 11 FRÉTTIR fimmtudag, föstudag og laugardag Opið til kl. 16 laugardag FERÐATÖSKUDAGAR Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 Góðar fermingargjafir 20%afsláttur afferðatöskum � �� � �� � �� �� � �� � � � �� � � � � � HELGARTILBOÐ FRÁBÆR ÖLL PALAZZO RÚM MEÐ 25% AFSLÆTTI Sími: 534 5200 Bæjarlind 4, Kópavogi www.draumarum.is Verðdæmi: 140x200 verð áður kr. 74.700 verð nú kr. 56.025 Eða kr. 4948 á mánuði í 12 mánuði EF VERSLAÐ ER FYRIR MEIRA EN 50 ÞÚSUND FYLGIR HEILSUKODDI MEÐ Í KAUPBÆTI! PÁSKAEGG FYLGIR ÖLLUM SELDUM RÚMUM ÖLL öryggistæki, lendingarbúnaður og samskipti á Keflavíkurflugvelli er tengt í gegnum rafkerfi varnarliðs- ins og hafa trúnaðarmenn Rafiðnað- arsambandsins á Suðurnesjum var- að við því völlurinn gæti orðið óstarfhæfur ef varnarliðið tekur búnað sinn með sér. Nauðsynlegt er fyrir íslensk stjórnvöld að gera sér grein fyrir þessu að mati Guðmund- ar Gunnarssonar formanns Rafiðn- aðarsambandsins en miðstjórn þess hefur ályktað um málið. Guðmundur segir Keflavíkurstöð varnarliðsins ólíka öðrum erlendum herstöðvum Bandaríkjanna í Evrópu að því leyt- inu að þar er Bandaríkjaher ekki með alþjóðlegan flugvöll eins og hér. „Og sums staðar erlendis hafa þeir við brotthvarf sitt af herstöðum skil- ið eftir óvirka draugabæi sem gera svo sem engan óskunda,“ segir hann. „En á Keflavíkurflugvelli yrði staðan þannig að flugturninn, brautarlýs- ing, lendingarbúnaður og slíkt færi úr sambandi um leið og herinn fjar- lægði sinn búnað. Allt í 110 volta kerfi Ef íslenskir ráðamenn hefja ekki undirbúning að því að bregðast við þessu, gætum við lent í algerri hönk, því það gæti tekið sinn tíma að koma þessu í gang aftur.“ Guðmundur bendir líka á að allt rafkerfi á Keflavíkurvelli er banda- rískt þ.e. 110 volta kerfi í stað 220 volta kerfis sem tíðkast á Íslandi. „Ef Íslendingar ætla að nota þennan búnað eins og talað hefur verið um hvort heldur er um að ræða kvik- myndaver, öryggisfangelsi eða ann- að, þá þarf að endurnýja rafkerfið á vellinum eins og það leggur sig.“ Miðstjórn Rafiðnaðarsambands- ins segir í ályktun sinni frá í gær að stjórnvöld eigi einnig að sjá til þess að Bandaríkjamenn ljúki sem fyrst við að þrífa upp eftir sig það sem þeir hafa skilið eftir í íslenskri náttúru víðsvegar um landið. Guðmundur hefur í þessu sambandi áhyggjur af flugvallarsvæðinu auk fleiri svæða á landinu. „Miðað við það sem við höf- um séð hér og heyrt erlendis frá höldum við að það verði gífurleg vinna við að hreinsa upp flugvallar- svæðið og koma því í viðundandi horf ef herinn fer með sama hætti og hann er þekktur fyrir annars stað- ar.“ Flugturninn og brautar- lýsing færi úr sambandi Morgunblaðið/RAX Rafiðnaðarsambandið segir að öll öryggistæki, lendingarbúnaður og sam- skipti á Keflavíkurflugvelli séu tengd í gegnum rafkerfi varnarliðsins og völlurinn gæti orðið óstarfhæfur ef varnarliðið taki búnað sinn með sér. Rafiðnaðarsambandið varar við rafmagnsleysi á vellinum HÆSTIRÉTTUR sneri í gær dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýkn- aði mann sem ákærður var fyrir að hafa í ágúst 2002 notað sér skerta andlega færni 82 ára gamals manns með því að fá hann til að taka lán til að greiða skuldir sínar og leggja fé í fyrirtæki kunningja ákærða. Héraðsdómur hafði dæmt mann- inn í fjögurra mánaða fangelsi, og til að greiða samtals rúmlega 821 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun. Hæstarétti þótti ekki sannað, gegn neitun ákærða sem hafði þekkt manninn í skamm- an tíma, að ákærði hafi átt að gera sér grein fyrir því að hagir aldraða mannsins væru með þeim hætti að hann væri ófær um að gera sér grein fyrir skuldbindingu sinni þeg- ar hann skrifaði undir skuldabréfið, og sýknaði því manninn af því broti sem hann var ákærður fyrir. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að ekki hafi notið við samtímagagna um andlega færni mannsins um það leyti sem hann gekkst undir fjár- hagslegar skuldbindingar í ágúst 2002. Við mat á andlegri færni hans í janúar 2003 hafi þó komið í ljós töluverð andleg skerðing. Ákærði hélt því fram að fjármál mannsins hafi verið komin í ólestur, og hann hafi beðið ákærða að sjá um fjármál sín. Þar sem maðurinn átti ekki fé til að greiða skuldir hafi hann samþykkt að taka lán til að greiða þær upp, auk þess að leggja fé til að stofna fyrirtæki félaga ákærða. Hæstaréttardómararnir Ingi- björg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson dæmdu málið, en Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvalds- ins. Verjandi ákærða var Róbert Árni Hreiðarsson hdl. Sýknaður af því að nota sér skerta andlega færni LÁNASÝSLA ríkisins sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Lánasýsla ríkisins vill koma á framfæri athugasemdum um ný- legan fréttaflutning þess efnis að lánstraust íslenska ríkisins sé slæmt. Það er gert í því skyni að leiðrétta þann misskilning sem sprottið hefur af þeirri ákvörðun Lánasýslunnar að taka engum til- boðum í útboði 22. mars sl. Lánasýslan valdi að taka engum tilboðum að þessu sinni þrátt fyrir að hafa móttekið tilboð að fjárhæð 3.700 m.kr. Ástæðurnar eru eft- irfarandi: Tilboð frá aðalmiðlurum voru lítið eitt hærri en búist var við og hærri en tilboð á eftirmark- aði þegar útboð fór fram. Þetta stafar líklega af óvissu á markaði vegna nýbirtra og að sumu leyti villandi skýrslna um íslenskt efna- hagslíf. Lánasýslan telur að skýrslur þessar hafi valdið fjárfestum erf- iðleikum við að mynda skoðun á efnahagslífinu og að viðbrögð fjár- festa við umræddum skýrslum séu tímabundin. Lánasýslan telur því að tilboð í framtíðinni muni end- urspegla betur ástand efnahags- lífsins. Afgangur ríkisfjármála á síðasta ári sem var 3,8% af vergri lands- framleiðslu hefur leitt til góðrar stöðu ríkissjóðs. Af þeim sökum er ekki þörf á útgáfu ríkisbréfa til að fjármagna ríkissjóð. Eins og kemur fram í ársáætlun Lánasýslu ríkisins fyrir árið 2006 þá er innlend lánsfjárþörf engin og er stefnt að því að ekkert álag verði á innlendan lánamarkað. Þetta verður gert með því að gefa út ríkisbréf fyrir 20 ma.kr. og verður söluandvirðinu ráðstafað til að forinnleysa ríkisbréf í flokki RIKB 07 0209 fyrir 10 ma.kr. og til að lækka stöðu ríkisvíxla um 10 ma.kr. Útboðin eru því fyrst og fremst haldin til að byggja upp markflokk ríkisbréfaflokksins RIKB 10 0317 á eftirmarkaði en ekki til að fjármagna ríkissjóð. Lánasýslan harmar neikvæðan fréttaflutning um útboðin og hafn- ar öllum fullyrðingum um að útboð hafi mistekist. Staðreyndin er að íslenska ríkið fær mjög góðar ein- kunnir hjá lánshæfismatsfyrir- tækjunum Moody’s, Standard and Poor’s og Fitch, sem eru á bilinu AA+ til AAA fyrir innlendar lang- tímaskuldbindingar.“ Yfirlýsing frá Lánasýslu ríkisins FRAMKVÆMDIR við undirbúning lóðar fyrir fyrirhugaða byggingu nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss, hótels, skrifstofubyggingar og íbúðarbygg- ingar við Austurhöfn fara senn að hefjast með tilheyrandi óþægindum fyrir þá er um svæðið fara en götum mun verða lokað tímabundið og bíla- stæðum mun fækka um 150 stæði. Að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingastjóra framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, munu flutninga- bílar vera nokkuð á ferðinni þar á næstunni vegna framkvæmdanna og verða ökumenn því að sýna biðlund. Einhverjar truflanir geta orðið á um- ferð, líklega um miðjan maí, þegar gert er ráð fyrir flutningi á Geirsgötu til bráðabirgða. Geirsgata verður svo aftur flutt til í öðrum hluta fram- kvæmdanna en það kemur líklega ekki til fyrr en snemma á árinu 2007. Bílastæðin á svæðinu munu snar- minnka við framkvæmdirnar en lokað verður fyrir stæðin við höfnina og einnig gegnt Bæjarins bestu við Póst- hússtræti. Eru það um 150 bílastæði en Jón Halldór segir starfshóp vinna í að finna lausnir á vandanum. Ekki liggur fyrir hvenær stæðunum verður lokað en líklegt er að það verði í vor. Óþægindi vegna fram- kvæmda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.