Morgunblaðið - 24.03.2006, Síða 32

Morgunblaðið - 24.03.2006, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING NÝVERIÐ ákvað Schola cantorum, sem hefur verið starfandi kamm- erkór við Hallgrímskirkju frá árinu 1996, að stokka upp starfsemi sína frá grunni. Efnt var til áheyrn- arprófa fyrir allar stöður kórsins, alls fjórtán og miðast sá fjöldi við fyrsta verkefni hins breytta kórs sem eru tónleikar í Hallgrímskirkju hinn 26. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir breytingunni er ákvörðun kórsins um að starfrækja atvinnukór. Benedikt Ingólfsson, verkefnastjóri kórsins, talar um að hinn nýi Schola cantorum sé ákveð- inn tilraunahópur í íslensku tónlist- arlífi. Stuðlað að stöðugleika „Það var alltaf metnaður fyrir því að hægt væri að borga söngv- urum eitthvað fyrir vinnuna sína, bæði fyrir æfingar og tónleika. Þetta er tilraun til þess. Hópurinn fékk óskabyrjun í kjölfar þess að vera útnefndur tónlistarhópur Reykjavíkur 2006 og fékk af því til- efni myndarlegan styrk frá borg- inni. Nú er að sjá hvernig til tekst með frekari fjármögnun,“ segir Benedikt. Áheyrnarprófin voru rækilega auglýst og viðbrögðin mikil. Eftir fjögurra daga fyrirsöng var settur saman nýr hópur sem kemur saman í fyrsta skipti undir merkjum Schola cantorum. „Ann- ars mun fyrirkomulagið vera þann- ig að það verður ráðið fólk í hvert verkefni fyrir sig. Það er samt reiknað með því að það verði ákveðinn kjarni í flestum verk- efnum. Við verðum að hafa hóp sem getur fengið að þroskast.“ Einnig sannur áhugakór Benedikt segir það ekki vera al- gert nýmæli hérlendis að meðlimir sönghópa fái greitt fyrir söng sinn við tónleikaverkefni og hefur sjálf- ur tekið þátt í slíku en þá sé yf- irleitt um sérhæfð og afmörkuð verkefni að ræða, t.d. á sumrin. „Auk þess eru hér vissulega starf- andi frábærir kórar, stórir sem smáir, sem margir myndu telja að fullnægðu fyllilega skilyrðum at- vinnumennskunnar, listrænt séð. Sérstaða kammerkórsins Schola cantorum í þessu tilliti felst í því að sinna launuðum tónlistarverkefnum allt starfsárið líkt og tíðkast hjá kammersveitum hljóðfæraleik- aranna, og er atvinnukór í þeim skilningi og helst náttúrulega list- rænt séð líka. Þetta gerir okkur kleift að halda meiri stöðugleika í mannskap – minni hætta er á að fólk gangi úr skaftinu vegna laun- aðra verkefna annars staðar. Meg- inatriðið er þó vissulega að sinna tónlistinni sjálfri af metnaði og áhuga og er Schola cantorum að því leyti sannur áhugakór!“ Margþættar ástæður Hörður Áskelsson hefur stjórnað Schola cantorum fyrir og eftir breytinguna. Hann segir að ástæð- ur breytingarinnar séu marg- þættar. „Á bak við þetta er nátt- úrulega löngun til að geta veitt söngvurum, sem eru hér margir með góða menntun, færi á að geta lifað af söngnum. Það hefur skort atvinnutækifæri fyrir vaxandi hóp menntaðs söngfólks hér á landi,“ segir Hörður. „Það er auk þess markmið að geta, með ennþá betri hætti, sinnt nýsköpun í íslenskri tónlist. Það á eftir að koma í ljós hvort þetta gengur því að þetta er náttúrulega spurning um það hvort við getum aflað okkur fjármuna. Það gerist með tvennum hætti, annars vegar með því að við fáum einhverja til að styrkja okkur eða við fáum áhorfendur sem vilja hlusta á okkur og kaupa miða. Við erum vongóð um að með góðu starfi getum við sannað til- verurétt þessa hóps. Það er því mikið í húfi að við stöndum okkur,“ segir Hörður. Nú þegar liggur fyr- ir þétt dagskrá hjá kórnum sem nær fram á næsta ár. „Þar kemur inn mjög áhugavert samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem við verðum meðal annars með frumflutning á kór- og sinfón- íuverki Jóns Leifs í október. Það er Eddu-óratoría, gríðalega umfangs- mikið verk sem Jón Leifs samdi seint á sínum ferli. Það verða stór- tíðindi í íslenskri tónlistarsögu þeg- ar þetta verk heyrist í heild sinni.“ Orð máluð með tónum „Það er bara Schütz og ekkert annað,“ segir Hörður um fyrstu tónleika hins nýja kórs í Hallgríms- kirkju á sunnudaginn 26. mars en þá verða eingöngu flutt verk eftir Heinrich Schütz, eins merkasta tónskálds Þýsklands á tímum snemmbarokksins. „Það er búið að vera langþráður draumur hjá mér að flytja meira af Schütz en ég hef gert hingað til. Þetta er tónskáld sem ég kynntist á námsárum mín- um þegar ég var að læra kórstjórn út í Þýskalandi og hreifst þá þegar mjög af þessari kórtónlist sem er algjör snilld. Þetta er í fyrsta skipti sem flutt er efnisskrá sem er sam- sett úr þessum glæsilegu mótettum sem eru fyrir sex radda kór. Allir fjórtán söngvarar kórsins koma fram sem einsöngvarar.“ Verkin á þessum tónleikum eru öll mjög trúarleg, öll úr bibl- íutextum, og vill Hörður meina að um sé að ræða mjög svo leikræna útfærslu á þessum textum. „Út- færslan er litskrúðug. Schütz var meistari í að mála orð með tónum. Þetta er eins og myndir hjá hon- um, þegar einhver talar um him- ininn þá fara raddirnar upp og þeg- ar talað er um jörðina fara raddirnar niður. Þetta er mjög myndræn og leikræn tjáning þó að við séum ekki að gera neitt nema að syngja.“ Áhrif Schütz í þýska tónlistarheiminum eru mikil. Mörg seinni tíma tónskáld byggðu á stílnum sem Schütz bjó til og þró- aði og ber þar helst að nefna Jo- hann Sebastian Bach. Tónleikarnir verða sem fyrr segir á sunnudag- inn í Hallgrímskirkju og hefjast klukkan 16.00. Tónlist | Schola cantorum heldur tónleika í Hallgrímskirkju á laugardaginn Atvinnukórinn Schola cantorum Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Schola cantorum, einnig sannur áhugakór. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Í DAG verður opnaður fyrsti hluti hins víðtæka sýningarverkefnis Ret- hinking Nordic Colonialism í Reykjavík. Fyrir þessari sýningu stendur Norræn miðstöð nútíma- listar (NIFCA) og taka tíu listamenn, fræðimenn og aðgerðasinnar frá Ís- landi, Grænlandi, Svíþjóð, Trínidad, Tansaníu, Indlandi og Bandaríkj- unum þátt í þriggja vikna sýningu og fjögurra daga smiðju. Í sameiningu munu þau skyggnast inn í gleymda sögu norrænnar nýlendusögu og ræða um hvernig þessi saga heldur áfram að hafa áhrif á innviði nor- rænna samfélaga í dag. Þessi fyrsti hluti fer fram í Nýlistasafninu og ReykjavíkurAkademíunni og markar upphafið á þessu verkefni sem er í fimm hlutum. Síðari hlutar verkefn- isins fara fram á Grænlandi, í Fær- eyjum og í Samahéruðum Finnlands á tímabilinu apríl til júlí í ár. Sýningin hér á landi ber yf- irskriftina Fyrrverandi nýlendur – núverandi heimsveldi: hversu „síð“ er síðnýlenduhyggja? Listamenn- irnir, sem hafa allir unnið með spurningar nýlenduhyggju og síðný- lenduhyggju, sýna ljósmyndir, inn- setningar, pappírsverk, myndbönd og kvikmyndir. Á morgun hefst svo fjögurra daga smiðja í ReykjavíkurAkademíunni sem ber yfirskriftina Endurlit til norrænnar nýlenduhyggju: Stað- bundið minnisleysi – hnattræn áhrif. Þar koma fram fimm fyrirlesarar sem spyrja hvers vegna nýlendu- fortíð Norðurlanda hefur verið bæld niður og unnið verður að því að leita nauðsynlegra spurninga sem stuðlað geta að framsækinni umræðu í þess- um heimshluta. Saga í afneitun „Við erum mjög áhugasöm um ný- lendusöguna því þetta er saga sem fólk er ekki meðvitað um á stærstu Norðurlöndunum en þetta er samt mjög nálægt okkur, við erum með fyrrum nýlendur eins og Ísland og núverandi eins og Færeyjar og Grænland,“ segir Tone Olaf Nielsen sem er sýningarstjóri ásamt Frede- rikke Hansen. „Við köllum sýn- inguna Rethinking Nordic Colonial- ism vegna þess að við viljum með henni rannsaka hvers vegna fólk hefur ekki vitneskju um þessa fortíð okkar. Hún er annaðhvort ekki nægilega kynnt eða fólk er í afneit- un á þeirri staðreynd að Danmörk og Svíþjóð voru viðloðandi viðskipti með þræla og plantekrur. Við erum að reyna að vekja fólk upp með þessari sýningu. Við höfum ennþá nýlendur hér, við erum ekki öll sátt við innflytjendur og eigum í stórum vanda með að eiga við fólk sem er öðruvísi, þannig að það mætti segja að það séu margir ólíkir ný- lenduþættir ennþá í gangi. Við erum líka að segja fólki að til þess að skilja okkur í dag þurfum við að fara til baka og skoða þessa sögu því þar byrjaði t.d hugsunin um að sumt fólk sé betra en annað.“ 56 listamenn taka þátt Sýningin verður í fimm þáttum og er byrjað hér á Íslandi. „Hér setjum við fram spurn- inguna um hvað nýlendustefna sé. Síðan förum við til Grænlands í næsta mánuði þar sem við tökum á raunveruleika nýlenduhyggju og í Færeyjum fjöllum við mikið um per- sónulega mótstöðu við hana.“ Í heildina taka 56 listamenn þátt í þessu sýningarverkefni en á hverj- um stað sýna nýir listamenn ólík verk. „Síðasta sýningin verður í Rovaniemi í Finnlandi en síðasti þáttur þessa verkefnis verður DVD- mynd sem kemur út í nóvember og sýnir það besta frá hverjum stað. Myndin kemur út í löndunum sem voru og eru nýlenduherrarnir.“ Tone segir margt ólíkt vera í boði og það séu ekki eingöngu listamenn frá Skandinavíu sem sýni. „ Hérna sýnir m.a. bandaríski listamaðurinn Kara Walker vatnslitamyndir sem virðast nokkuð saklausar og sætar við fyrstu sýn en við nánari skoðun kemur í ljós að þær segja frá mis- notkun plantekrueigenda á þrælum sínum.“ Tone segir þetta vera mjög póli- tíska sýningu. „Það hafa ekki verið gerðar miklar rannsóknir á ný- lendusögu Norðurlandanna og þetta er tilraun til að hefja endurhugsun á henni,“ segi Tone að lokum og bætir við að í lok þessa árs verði NIFCA- miðstöðin lögð niður og þetta sé því síðasta verkefni hennar. Sýningin er á 3. hæð Nýlistasafns- ins og stendur frá 24. mars til 16. apríl. Smiðjan fer fram í Reykjavík- urAkademíunni, sem er staðsett á 4. hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121, dagana 25. til 28. mars frá kl. 12.00 til 17.00 alla dagana. Myndlist | Fyrsti hlutinn af fimm í sýningaröð um norræna nýlendusögu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tone Olaf Nielsen sýningarstjóri segir listamennina sýna ólík verk um nýlendusögu Norðurlandanna. Norræn nýlendu- hyggja hugsuð upp á nýtt Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Upplýsingar um dagskrá sýningar og smiðju má finna á : www.re- thinking-nordic-colonialism.org.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.