Morgunblaðið - 24.03.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 41
UMRÆÐAN
ÖLL viljum við upplifa öryggi,
hvar sem við búum. Við viljum vera
örugg þegar við förum ferða okkar
og viljum að eignir
okkar og samfélagsins
séu öruggar. Við viljum
líka að börnum okkar
sé ekki hætta búin í
umhverfi sínu.
Öflugt samstarf hef-
ur verið milli Miðgarðs,
þjónustumiðstöðvar
Grafarvogs og Kjal-
arness, og lögregl-
unnar í Reykjavík.
Miðgarður og lög-
reglan í Reykjavík
gerðu samstarfssamn-
ing í maí 2000. Hverf-
islögregla Grafarvogs
deilir húsnæði með Miðgarði sem
hefur gefið aukna möguleika á skil-
virku samstarfi.
Við höfum getað nýtt krafta okkar
til að vinna að ýmsum framfara-
málum í hverfinu. Þekkingin á hverf-
inu og því sem styrkja þarf verður
mikil þegar við leggjum saman. Náin
samvinna hefur einnig verið við aðr-
ar stofnanir og félagasamtök í hverf-
inu s.s. frístundamiðstöðina Gufu-
nesbæ, skólana, kirkjuna, íbúa-
samtök Grafarvogs, íþróttafélög og
foreldrafélög. Saman og hvert á sinn
hátt höfum við unnið að því að
styrkja samfélagið í Grafarvogi.
Umhverfi barna og unglinga þarf
að vera bæði styðjandi og upp-
byggilegt en jafnframt að veita gott
aðhald. Að sjálfsögðu eru það for-
eldrarnir sem gegna veigamesta
hlutverkinu í því sambandi en í nú-
tímasamfélagi eru fjölmargir aðrir
aðilar sem eru miklir áhrifavaldar í
lífi barna og unglinga. Börnum virð-
ist hvað mest hætta bú-
in þegar þau eru ekki í
skipulögðu starfi undir
einhvers konar hand-
leiðslu fullorðinna ein-
staklinga. Því er mjög
mikilvægt að allir í
þeirra ytra umhverfi
séu vakandi fyrir því að
vernda þau, styðja og
leiðbeina. Samstarf
lögreglunnar í Graf-
arvogi, Miðgarðs og
Gufunesbæjar hefur í
mjög ríkum mæli mið-
að að því að styðja börn
og unglinga í hverfinu
og bregðast við vísbendingum um
aðsteðjandi hættu eða neikvæða þró-
un. Við höfum í sameiningu, bæði
vegna nálægðarinnar og þekkingar á
hverfinu oft á tíðum getað brugðist
við vanda á byrjunarstigi og þar með
lágmarkað skaðann.
Þegar börn og unglingar „mis-
stíga sig“ og komast í kast við lögin
getur skipt sköpum hvernig brugðist
er við. Miðgarður og lögreglan í
Reykjavík hafa síðustu 5 ár unnið
saman að sáttaumleitunum í saka-
málum ósakhæfra barna. Þetta
verkefni kallast Hringurinn og mið-
ar að því að brotamaður og brotaþoli
ásamt foreldrum og/eða öðrum sem
málinu tengjast vinna saman að því
með aðstoð sáttamanns að ná sáttum
og finna viðeigandi málalyktir. Í
Hringnum gefst brotaþola tækifæri
til þess að tjá upplifun sína af því að
brotið var gegn honum og brota-
manni að tjá sig um sína hlið máls-
ins. Aðalmarkmiðið með Hringnum
er alltaf að styrkja jákvæða hæfi-
leika brotamannsins þannig að hann
komi sterkari út úr vinnunni og verði
þar með ólíklegri til að leiðast út í
frekari afbrot. Það sem hefur helst
gert það að verkum hvað þessi vinna
með börnum hefur tekist vel er sú
nánd sem er milli lögreglunnar í
Grafarvogi og Miðgarðs og það góða
samstarf sem er þar á milli.
Hverfisráð Grafarvogs og Mið-
garður hafa ásamt lögreglunni í
Grafarvogi tekið höndum saman um
að bæta umferðaröryggi í hverfinu.
Grafarvogur er barnmargt hverfi og
því var í þeirri vinnu ekki síst skoðað
hvar umferðaröryggi barna væri
helst ábótavant. Í þessari vinnu var
sú mikla þekking sem lögreglan í
Grafarvogi hefur á aðstæðum í
hverfinu afar mikilvæg.
Nú eru Miðgarður og lögreglan í
Grafarvogi að fara af stað með til-
raunarverkefnið „Nágrannavarsla“.
Unnið verður að því með íbúum
einnar götu hverfisins að styrkja
tengsl þeirra. Íbúarnir fá fræðslu
um hvað nauðsynlegt sé að hafa í
huga og hvaða leiðir hafa reynst vel í
því skyni að vernda heimili fyrir inn-
brotum og skemmdarverkum.
Í ljósi reynslunnar er lykillinn að
árangursríku samstarfi lögregl-
unnar og þjónustumiðstöðvarinnar
nálægð þessara tveggja aðila hvor
við annan og sjálft samfélagið. Það
skiptir miklu máli að vera staðsett í
miðri hringiðunni þ.e. vera hluti af
umhverfinu og því sem þar fer fram.
Árangursríkt samstarf
Miðgarðs og lögreglunnar
Ingibjörg Sigurþórsdóttir
fjallar um samstarfsverkefni
Miðgarðs og lögreglunnar í
Grafarvogi
’… lykillinn að árang-ursríku samstarfi lög-
reglunnar og þjónustu-
miðstöðvarinnar er
nálægð þessara tveggja
aðila hvor við annan og
sjálft samfélagið.‘
Ingibjörg
Sigurþórsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
í Miðgarði, þjónustumiðstöð
Grafarvogs og Kjalarness.
UNDANFARIÐ hefur nokkur
umræða verið á síðum Morg-
unblaðsins um nauð-
syn jarðganga á ýms-
um stöðum á landinu.
Ekkert hefur verið
minnst á Vestfirði, en
þeim mun meira á
Austurland, Norður-
land og jafnvel Suð-
urland. Allt eru þetta
góðar og nauðsyn-
legar hugmyndir. Við
lesum t.d. um ein
gömul jarðgöng á
Austurlandi sem eru
einbreið og með
blindhæð á miðri
leið! Ekki er nokkur
vafi á að brýnt er að
gera endurbætur á
slíkum mannvirkjum.
En mér finnst
þögnin um hagsmuni
okkar Vestfirðinga
undarleg og kannski
engum að kenna
nema okkur sjálfum. Á Vest-
fjörðum snúast hlutirnir nefnilega
ekki um að gera ný göng í staðinn
fyrir gömul eða bæta frekar lé-
legar samgöngur með jarð-
gangagerð. Á Vestfjörðum er
staðan einfaldlega sú, að sam-
göngur eru ekki fyrir hendi stór-
an hluta ársins. Þar er ég að tala
um tengingu norðurhluta og suð-
urhluta Vestfjarða.
Það vill svo til að ég er með al-
veg nýtt dæmi um erfiðleikana
sem við er að fást hér. Hinn 9.
mars sl. var ákveðið að halda op-
inn íbúafund á Reykhólum (sem
eru á suðausturhluta Vest-
fjarðakjálkans) og þangað ætluðu
að mæta menn m.a. frá Ísafirði
(sem er á norðvesturhluta Vest-
fjarðakjálkans). Um var að ræða
framkvæmdastjóra Atvinnuþróun-
arfélags Vestfjarða annars vegar
og nýráðinn verkefnisstjóra
Markaðsstofu Vestfjarða hins
vegar.
Hvernig skyldi þetta nú hafa
gengið?
Ekki mjög vel. Nokkrum
klukkutímum fyrir fundinn fékk
ég símhringingu frá Ísfirðing-
unum sem sögðust hafa þurft að
snúa við á Dynjandisheiði vegna
ófærðar og að fundinum yrði að
fresta.
Ákveðið var að halda fundinn
nokkrum dögum síðar, eða
15.mars. Og nú bar svo við að ferð
Ísfirðinganna gekk
ágætlega og það tókst
að halda fundinn. En
hvernig skyldi þeim
hafa gengið heim?
Um nóttina óku þeir
fram á snjóflóð á
Hrafnseyrarheiði.
Urðu að skilja bíla
sína eftir, ganga yfir
flóðið og fá far með
björgunarsveit heim.
Nú gæti einhver
haldið að þessi ferða-
lög hafi átt sér stað í
vondu veðri en það er
öðru nær. Veðrið var
ágætt, a.m.k. á lág-
lendi. Það eru hins
vegar vegirnir sem
liggja á frumstæðan
hátt yfir fjöll í staðinn
fyrir að liggja í gegn-
um þau sem valda því
að þetta er nokkuð al-
gengt hér á Vestfjörðum.
Skyldu margir ferðamenn á
Norðurlandi, Austurlandi eða Suð-
urlandi hafa lent í hliðstæðum
hremmingum nú í mars 2006? Ég
leyfi mér að efast um það og
bendi á að vegakerfið á Vest-
fjörðum líður fyrir margt; m.a.
skort á jarðgöngum.
Að loknum Héðinsfjarðar-
göngum þarf strax að gera göng á
milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar
og önnur göng í framhaldi af þeim
undir Dynjandisheiði alveg yfir í
Vatnsfjörð.
Þangað til eru samgöngur á
milli byggðarlaga á Vestfjörðum
óviðunandi.
Vegir yfir fjöll eiga að heyra
sögunni til. Á Vestfjarðavegi nr.
60 gefst nú einstakt tækifæri til
þess að fækka fjallvegum um tvo á
norðurströnd Breiðafjarðar. Því
miður hefur Skipulagsstofnun af
skammsýni lagst gegn láglend-
isleiðinni sem þar er í boði, þ.e.
svokallaðri leið B. Vonandi tekst
að hnekkja þeim úrskurði.
Burt með fjallvegi!
Vestfirðir mega
ekki gleymast
Einar Örn Thorlacius
skrifar um samgöngubætur
á Vestfjörðum
Einar Örn Thorlacius
’… mér finnstþögnin um hags-
muni okkar
Vestfirðinga
undarleg …‘
Höfundur er sveitarstjóri
Reykhólahrepps.
ARI TRAUSTI Guðmundsson
skrifar í sunnudagsblað Morg-
unblaðsins um málefni Óperunnar og
vill fullvissa okkur „Kópavogsbúa
sem og aðra um að Óperan er alveg á
vetur setjandi, hún er engin venjuleg
Öskubuska.“ Þar sem mér finnst að
hann vitni svona í óbeint í grein sem
birtist eftir mig 7. mars í Morg-
unblaðinu vil ég aðeins víkja að
nokkrum atriðum enn
varðandi óperuhúsið og
tengja það aðeins aftur
við vangaveltur mínar í
fyrri grein.
Það er fyrst til að
taka að það má alls ekki
túlka fyrri skrif mín
sem svo að ég sé á móti
því að Óperan öðlist
varanlegan stað í húsi
sem þeir óska sér. Ég
get alveg séð fyrir mér
að komið verði upp
þjóðaróperu eins og við
eigum Þjóðleikhús. Ég
hins vegar verð að
benda á þá staðreynd að það er ansi
stór hluti miðaldra fólks og yngra
sem ekki hlustar á óperutónlist nema
kannski eitt og eitt lag. Þannig að ég
leyfi mér að efast um svona stórt hús
geti nokkurn tíma staðið undir sér á
heilsárs grundvelli þótt einstaka sýn-
ingar á óperuperlum gætu hugs-
anlega gert það. En það var einmitt
það sem átti að vera inntakið í minni
grein.
Það að bæjarstóri Kópavogs rjúki í
fjölmiðla og tilkynni að hann sé bara
ákveðinn í að reisa óperuhús í Kópa-
vogi fyrir Íslensku óperuna og sé
byrjaður að safna peningum fyrir
henni. Þetta er gert án þess að ræða
þetta í bæjarstjórn eða kynna þessa
hugmynd fyrir okkur bæjarbúum.
Hann lætur teikna hana á ömurlegan
stað miðað við hagsmuni okkar Kópa-
vogsbúa. Og gerir þetta án þess að
nokkuð hafi verið kann-
að hver ætli að borga
brúsann af rekstrinum.
Því að ekki stendur
Þjóðleikhúsið undir sér,
ekki Sinfóníuhljómsveit
Íslands og ekki Borg-
arleikhúsið. Þetta eru
allt stofnanir sem þurfa
mikinn fjárstuðning til
að geta rekið sig.
Því hefði ég talið
nauðsynlegt að fyrst
væri ákveðið hverjir
það væru sem ætluðu
að reka slíkt hús. Er
það Íslenska óperan, er það ríkið eða
er það Kópavogsbær? Ég sem Kópa-
vogsbúi sem borga rúmlega 15 þús-
und á mánuði fyrir að hafa barnið
mitt í grunnskóla í Kópavogi tel að
við höfum ekki ráð á að standa að
slíkum rekstri. Við gætum hugs-
anlega skaffað lóð undir húsið og
sting ég þar upp á stórskipahöfninni í
Kópavogi sem er nú ónotuð en búið
að eyða í hana hundruðum milljóna.
Það mætti t.d. vera eftirlíking af
Óperuhúsinu í Sydney.
En að öðru leyti geri ég ekki at-
hugasemdir við það sem Ari Trausti
skrifar, enda er hann einn af uppá-
halds fræðimönnum mínum og hans
vegna er ég mörgu nær um Ísland og
náttúruna hér.
Óperuhúsið aftur
og nýbúinn
Magnús Helgi Björgvinsson
fjallar um óperuna í Kópavogi
Magnús Helgi
Björgvinsson
’En að öðru leyti geri égekki athugasemdir við
það sem Ari Trausti
skrifar enda er hann einn
af uppáhalds fræðimönn-
um mínum og hans vegna
er ég mörgu nær um Ís-
land og náttúruna hér.‘
Höfundur er áhugamaður
um betri Kópavog.
ÁRIÐ 1984 stóðu Eyfirðingar
frammi fyrir því að fá álver í
fjörðinn. Ekkert varð úr þeim
framkvæmdum þrátt
fyrir einhug bæj-
arráðsmanna í að fá
hingað öflugan iðnað.
Fljótlega eftir að ál-
vershugmyndir runnu
út í sandinn var farin
önnur leið til að
byggja upp sam-
félagið við Eyjafjörð.
Stofnaður var háskóli
á Akureyri og fyrsta
starfsár hans var
skólaárið 1987–1988.
Síðan hefur hann vax-
ið og dafnað og er
hann orðinn einn af mátt-
arstólpum bæjarlífsins. Hann
þjónar í raun fleirum en bæj-
arbúum, því fjarnám er hér í boði
fyrir fólk frá öllum heimsálfum.
Skólinn hefur margfaldast að
stærð, bæði að húsakosti og nem-
endafjölda og námsframboð hefur
aldrei verið meira en um þessar
mundir. Umsóknir um skólavist
hafa einnig margfaldast á síðustu
árum og hefur skólinn þurft að
vísa tilvonandi nemendum frá síð-
ustu tvö ár. Rekstur skólans hefur
alltaf verið erfiður því boginn er
spenntur hátt og skólinn ávallt
stækkaður til hins ýtrasta. Nú
stendur skólinn hinsvegar frammi
fyrir því að hann þurfi að taka
heldur betur til í fjár-
málum sínum vegna
enn frekari fjárskorts.
Nú reynist ekki unnt
að stækka og bæta
skólann heldur þarf
að fækka deildum og
segja upp starfsfólki.
Hinn sístækkandi há-
skóli þarf nú að
minnka til að fara
ekki á hausinn.
Eru þessar að-
stæður líðandi í hinu
mjög svo efnaða vel-
ferðarríki sem við bú-
um í? Meðan er verið að dæla
fjármunum í stóriðju og álvers-
drauma er einn máttarstólpi norð-
lensks samfélags keyrður í svaðið.
Er framtíðarsýn okkar svo tak-
mörkuð að við sjáum ekki að
miklu hagkvæmara er að mennta
fólk til framfara og hagsældar en
að kaupa einhverja álkónga frá
Ameríku til að bjarga efnahag
framtíðarinnar. Hvað er eiginlega
í gangi hérna. Það mætti halda að
ráðamenn í landinu væru búnir að
missa vitið. Því reynist ráðamönn-
um svona erfitt að auka fjárveit-
ingu í sístækkandi háskóla á
Norðurlandi þegar þeir eru til-
búnir til að eyða miklu meira í ál-
ævintýri? Og það er ekki aðeins
verið að eyða fjármunum þjóð-
arinnar í þá vitleysu, heldur einn-
ig náttúru okkar og framtíð-
armöguleikum okkar á að nýta þá
orku sem til er í þarfari hluti.
Ég vona að Norðlendingar og
þjóðin öll sýni ráðamönnum í kom-
andi kosningum að ekki er hægt
að vaða endalaust yfir þjóðina fyr-
ir hagsmuni hinna fáu. Því ekki
eru það hagsmunir menntaðrar
þjóðar að háskólar séu fjársveltir
og smækkaðir milli ára.
Háskóli á heljarþröm
Baldvin Esra Einarsson fjallar
um stöðu háskóla á Íslandi ’Ég vona að Norðlend-ingar og þjóðin öll sýni
ráðamönnum í komandi
kosningum að ekki er
hægt að vaða endalaust
yfir þjóðina fyrir hags-
muni hinna fáu.‘
Baldvin Esra Einarsson
Höfundur er nemi við
Háskólann á Akureyri.