Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Epískt meistarverk frá Ang Lee eeeee L.I.B. - Topp5.is V.J.V Topp5.is S.V. Mbl. M.M.J Kvikmyndir.com walk the line The Producers kl. 5.20, 8 og 10.45 Sýnd í Lúxus kl. 5.20, 8 og 10.45 Big Momma´s House 2 kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 Pink Panther kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 Yours mine and ours kl. 4 og 6 Rent kl. 8 og 10.45 MARTIN LAWRENCE 200 kr. afsláttur fyrir XY félaga www.xy.is Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó BEYONCÉ KNOWLES STEVE MARTIN KEVIN KLINE JEAN RENO Bleiki demanturinn er horfinn og heimsins frægastarannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu… VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! Frá Grínsnillingnum Mel Brooks!! Tristan & Isolde kl. 5.45, 8 og 10.20 Big Momma´s House 2 kl. 6 og 8 The New World kl. 10 FÉLAGARNIR í Imagination voru fyrstir á svið þetta tilraunakvöld og áttu býsna flotta innkomu; fyrst birtist píanóleikari og spilaði þessa líka fínu laglínur og svo tíndust félagar hans inn á sviðið einn af öðrum. Heldur hallaði þó undan fæti þegar allt var komið á fullt, því lagið bar varla útsetninguna. Seinna lag þeirra félaga var betra og einkar vel flutt. Full mærðarlegt þó. Concrete lét einnig til sín taka á síð- ustu Músíktilraunum og liðsmenn höfðu undirbúið sig vel fyrir þessar. Músíkin var fínn metall, en hefði kannski mátt vera aðeins þyngri – vinna betur í gítarsándinu strákar. Annað lag þeirra félaga var frábært, beinskeytt og kraftmikið. Mute bauð upp á fínar pósur og til- heyrandi, en aðeins meiri rækt hefði mátt leggja við æfingarnar, því þeir voru fráleitt nógu þéttir í fyrsta laginu. Kannski var þó sviðsskrekk um að kenna því seinna lag þeirra var miklu betra með fínni keyrslu. Ekki er gott að átta sig á hvað vakti fyrir DiptheriA-mönnum því þeir voru ekki tilbúnir fyrir Músíktilraunir fannst mér. Lögin voru hálfköruð og þunglamaleg og þó þeir ættu sína spretti verða þeir félagar að gera mun betur ætli þeir sér að ná einhverjum árangri. Hugsanlega má þakka Hjálmum reggílag þeirra Black Sheep-félaga, eða réttara sagt uppkast þeirra að reggílagi því takturinn var allt of þétt- ur, vantaði allan léttleika og sól í lagið. Flutningur á síðara lagi þeirra félaga tókst mun betur, rokkað með til- þrifum. Þegar hér var komið sögu á þessu músíktilraunakvöldi hófust undrin því næstu þrjár hljómsveitir báru svo af öðru því sem í boði var þetta kvöld að það hálfa var nóg. Fyrst kom þar rokk- sveit almögnuð sem kallar sig We Made God, geysilega þétt og kraft- mikil sveit sem spilaði og söng eins og hún ætti lífið að leysa. Þá kom Sweet Sins sem fór á kost- um í indískotnu poppi með einn besta söngvara / söngkonu tilraunanna í framlínunni. Einkar skemmtilegt. Fjörkálfarnir í Who Knew komu þar næstir og lögðu salinn að fótum sér með fölskvalausri skemmtan og óbeisl- aðri spilagleði – ekki frumlegt en mikið stuð. Gefur augaleið að erfitt var fyrir nokkra hljómsveit að fylgja í fótspor þessara þriggja sem hér er getið og Hljóðmengun var ekki í formi til þess. Sveitin var alls ekki nógu vel samæfð og fyrsta lagið hálfgerður bútasaumur, ekki síst þegar söngvarinn varð skyndilega andsetinn. Seinna lag þeirra félaga var betra, en þó ekki nógu gott. Memphis var betur undir tilraun- irnar búin, gríðarlega þétt sveit. Sviðs- framkoman var til fyrirmyndar, lögin vel samin og söngurinn afbragð, en það vantaði eitthvað í blönduna, vantaði lífsháskann sem We Made God nærð- ist á til að mynda. Lokaorð þessa tilraunakvölds áttu Skagamennirnir í Ferlegheitum. Þeir voru ekki að fela áhrifavalda sína, Dav- id Gilmour / Pink Floyd í fyrsta lagi og Eric Clapton í því síðara, ekki leiðum að líkjast. Gítarspil sveitarmanna var og til fyrirmyndar, sérstaklega skemmtilegur samleikskafli þeirra gít- arfélaga undir lok seinna lags sveit- arinnar. Who Knew rúlluðu salnum upp, en dómnefnd kaus We Made God og Sweet Sins áfram. Kvöld mikilla undra TÓNLIST Loftkastalinn Þriðja tilraunakvöld Músíktilrauna 2006. Þátt tóku Imagination, Concrete, Mute, Diptheria, Black Sheep, We Made God, Sweet Sins, Who Knew, Hljóð- mengun, Memphis og Ferlegheit. Haldið í Loftkastalanum 22. mars. Músíktilraunir Árni Matthíasson MUTE DIPTHERIA Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir CONCRETE MEMPHIS IMAGINATION
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.