Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 49

Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 49 MENNING EITTHVAÐ gæti hafa staðið á for- kynningunni fyrir orgeltónleika Lars Sjöstedts í Digraneskirkju á mánu- dag eftir aðsókninni að dæma, því að- eins sáust þar átta manns. Ekki er þó að efa að margfalt fleiri hefðu komið, hefðu áheyrendur á Buxtehude- tónleikunum í Hallgrímskirkju dag- inn áður frétt af þeim í tæka tíð – t.d. í formi athugasemdar í tónleikaskrá – því hinn sænski organisti Norr- fjärdenkirkju lék þar orgelforleik af stakri snilld. Höfundana að þessu sinni mátti, að Mozart undanskildum, kenna við suð- urþýzka orgelskóla miðbarokksins, og öll verkin voru dæmigert án fót- spils. Þeirra var ekki nánar getið á tónleikaskrárblaði, en organistinn kynnti þá örstutt í upphafi; því miður á frekar daufmæltri ensku. E.t.v. ætl- aði hann að láta meira fylgja síðar, en gæti hafa hætt við sakir fámennis. Smástykkin tvö eftir Johann Kasp- ar Kerll (1627–93), tónstjóra í Münc- hen og síðar Stefánskantor í Vín, voru ljúf og létt áheyrnar. Toccata II var epísódísk að hætti tímans, og Passacaglian (eiginlega sjakonna um 4 takta þráhljómaröð) virtúós á köfl- um. Þrátt fyrir pedalleysið var frekar hómófónísk Toccata da Sonarsi alla levatione FbWV 111 Frescobaldi- nemandans Johanns Jacobs Frober- gers (1616–67) hnausþykk áferðar í að vísu loðnu raddvali, en fjórskipt fú- gerað Capriccio hans FbWV 516 var aftur á móti lauflétt og loftkennt. Andante K616 eftir Mozart fengu hlustendur Kammersveitar Reykja- víkur síðast að heyra fyrir hálfum mánuði í meðförum Thomasar Blochs, enda frumsamið fyrir gler- nikku („armonica“). Það kom þó ekki síður út í þokkafullri og jafnvel glett- inni túlkun Sjöstedts á Björg- vinsorgelið, er hann virtist raddvelja út frá ljósvökrum hljómblæ glerhörp- unnar. Síðan kom fjórþætt Partíta VI FbWV 612 í svítuformi (Lamento, Gigue, Courant og Sarabande), þar sem I. þáttur var til minningar um Ferdínand III Þýzkalandskeisara. Flutningurinn var skýr og skemmti- lega raddvalinn, og gilti það sömu- leiðis um lokaatriðið, Toccata nona. Það var eftir Georg Muffat (1634– 1704) í Passau. Sá var undir sterkum frönskum áhrifum eins og víða mátti heyra í þessu glæsilega verki er minnti á e.k. fimmskipta svítu. Sjö- stedt lék hér sem endranær af tæru öryggi og talsverðum tilþrifum, og misstu því óþarflega margir org- elunnendur af miklu. Orgelsnilld í kyrrþey TÓNLIST Digraneskirkja Verk eftir Kerll, Froberger, Muffat og Mozart. Lars Sjöstedt orgel. Mánudaginn 3. apríl kl. 20. Orgeltónleikar Ríkarður Ö. Pálsson SÖNGSVEITIN Fílharmónía flytur tvö af öndvegisverkum tónbók- menntanna á vortónleikum í Lang- holtskirkju á í kvöld, pálmasunnu- dag, kl. 20 og aftur á þriðjudaginn, 11. apríl, kl. 20. Á efnisskránni eru Vesperae solennes de Confessore eftir W.A. Mozart og Stabat mater eftir J. Haydn. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Nanna María Cortes mezzo- sópran, Jónas Guðmundsson tenór og Davíð Ólafsson bassi og kons- ertmeistari er Sif Tulinius. Stjórn- andi á tónleikunum er Magnús Ragnarsson, sem er nýr stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Haydn og Mozart hjá Fílharmóníu Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónleikarnir verða í Langholtskirkju. Súpersól til Salou 18. maí frá kr. 34.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • Hafnarfirði • sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður þér einstakt tækifæri á ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær á Costa Dorada-ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stór- kostlegar strendur og litríkt mannlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 34.995 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í 5 daga. Súpersólartilboð 18. maí. Aukavika kr. 10.000. Síðustu sætin Kr. 44.990 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í 5 daga. Súpersólartilboð 18. maí. Aukavika kr. 10.000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.