Morgunblaðið - 09.04.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.04.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 49 MENNING EITTHVAÐ gæti hafa staðið á for- kynningunni fyrir orgeltónleika Lars Sjöstedts í Digraneskirkju á mánu- dag eftir aðsókninni að dæma, því að- eins sáust þar átta manns. Ekki er þó að efa að margfalt fleiri hefðu komið, hefðu áheyrendur á Buxtehude- tónleikunum í Hallgrímskirkju dag- inn áður frétt af þeim í tæka tíð – t.d. í formi athugasemdar í tónleikaskrá – því hinn sænski organisti Norr- fjärdenkirkju lék þar orgelforleik af stakri snilld. Höfundana að þessu sinni mátti, að Mozart undanskildum, kenna við suð- urþýzka orgelskóla miðbarokksins, og öll verkin voru dæmigert án fót- spils. Þeirra var ekki nánar getið á tónleikaskrárblaði, en organistinn kynnti þá örstutt í upphafi; því miður á frekar daufmæltri ensku. E.t.v. ætl- aði hann að láta meira fylgja síðar, en gæti hafa hætt við sakir fámennis. Smástykkin tvö eftir Johann Kasp- ar Kerll (1627–93), tónstjóra í Münc- hen og síðar Stefánskantor í Vín, voru ljúf og létt áheyrnar. Toccata II var epísódísk að hætti tímans, og Passacaglian (eiginlega sjakonna um 4 takta þráhljómaröð) virtúós á köfl- um. Þrátt fyrir pedalleysið var frekar hómófónísk Toccata da Sonarsi alla levatione FbWV 111 Frescobaldi- nemandans Johanns Jacobs Frober- gers (1616–67) hnausþykk áferðar í að vísu loðnu raddvali, en fjórskipt fú- gerað Capriccio hans FbWV 516 var aftur á móti lauflétt og loftkennt. Andante K616 eftir Mozart fengu hlustendur Kammersveitar Reykja- víkur síðast að heyra fyrir hálfum mánuði í meðförum Thomasar Blochs, enda frumsamið fyrir gler- nikku („armonica“). Það kom þó ekki síður út í þokkafullri og jafnvel glett- inni túlkun Sjöstedts á Björg- vinsorgelið, er hann virtist raddvelja út frá ljósvökrum hljómblæ glerhörp- unnar. Síðan kom fjórþætt Partíta VI FbWV 612 í svítuformi (Lamento, Gigue, Courant og Sarabande), þar sem I. þáttur var til minningar um Ferdínand III Þýzkalandskeisara. Flutningurinn var skýr og skemmti- lega raddvalinn, og gilti það sömu- leiðis um lokaatriðið, Toccata nona. Það var eftir Georg Muffat (1634– 1704) í Passau. Sá var undir sterkum frönskum áhrifum eins og víða mátti heyra í þessu glæsilega verki er minnti á e.k. fimmskipta svítu. Sjö- stedt lék hér sem endranær af tæru öryggi og talsverðum tilþrifum, og misstu því óþarflega margir org- elunnendur af miklu. Orgelsnilld í kyrrþey TÓNLIST Digraneskirkja Verk eftir Kerll, Froberger, Muffat og Mozart. Lars Sjöstedt orgel. Mánudaginn 3. apríl kl. 20. Orgeltónleikar Ríkarður Ö. Pálsson SÖNGSVEITIN Fílharmónía flytur tvö af öndvegisverkum tónbók- menntanna á vortónleikum í Lang- holtskirkju á í kvöld, pálmasunnu- dag, kl. 20 og aftur á þriðjudaginn, 11. apríl, kl. 20. Á efnisskránni eru Vesperae solennes de Confessore eftir W.A. Mozart og Stabat mater eftir J. Haydn. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Nanna María Cortes mezzo- sópran, Jónas Guðmundsson tenór og Davíð Ólafsson bassi og kons- ertmeistari er Sif Tulinius. Stjórn- andi á tónleikunum er Magnús Ragnarsson, sem er nýr stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Haydn og Mozart hjá Fílharmóníu Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónleikarnir verða í Langholtskirkju. Súpersól til Salou 18. maí frá kr. 34.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • Hafnarfirði • sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður þér einstakt tækifæri á ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær á Costa Dorada-ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stór- kostlegar strendur og litríkt mannlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 34.995 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í 5 daga. Súpersólartilboð 18. maí. Aukavika kr. 10.000. Síðustu sætin Kr. 44.990 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í 5 daga. Súpersólartilboð 18. maí. Aukavika kr. 10.000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.