Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 64

Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 64
64 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Hjúkrunar-ráð Land-spítala – háskóla-sjúkrahúss hélt fjöl-mennan fund á miðviku-daginn, því 90–100 hjúkrunar-fræðinga vantar til starfa á LHS og bitnar það á þjón-ustunni við sjúk-linga. Hjúkrunar-fræðinga vantar á 20 deildir sjúkra-hússins og einnig vantar sjúkra-liða og annað aðstoðar-fólk. Hjúkrunar-fræðingar þurfa að vinna sí-fellt fleiri störf og fleiri vaktir, jafn-vel margar í röð. Starfs-fólkið hefur á-hyggjur af mis-tökum vegna á-lagsins. „Við þurfum að hlaupa á milli sjúk-linga sem allir þyrftu einn hjúkrunar-fræðing fyrir sig,“ segir Þórdís Borgþórs-dóttir, hjúkr- unar-fræðingur á gjör-gæslu-- deild. „Þetta hefur orðið til þess að sjúk-lingar sem eru til-búnir til þess að losna úr öndunar-vél eru svæfðir lengur, því það gefst ekki tími til að láta þá vakna, því þá þurfum við að dvelja algjör-lega við rúm sjúk-lingsins.“ Þórdís segir að allt sé reynt að gera til að tryggja öryggi sjúk-linganna. Í yfir-lýsingu sem Morg- un-blaðinu hefur borist frá stjórn-endum gjör-gæslu- deilda LSH, segir meðal annars ástand og hags-munir sjúk-lings ráði fyrst og fremst hve-nær hann er tekinn úr öndunar-vél. Morgunblaðið/ÞÖK Hjúkrunar-fræðingar funda. Vantar hjúkrunar-fræðinga Skalla-grímur úr Borgar-nesi komst á fimmtu-dags-kvöld í fyrsta sinn í sögu liðsins í úr-slit á Íslands-móti karla í körfu-knatt-leik. Liðið vann Íslands- meistarana frá Kefla-vík 84:80 í æsi-spennandi leik í undan-úrslitum. Kefl-víkingar hafa haldið titlinum 3 síðustu ár og fór leikurinn fram í Keflavík að við-stöddum rúm-lega 1000 áhorfendum, þar af fjöl-mörgum Borg-nes-ingum. Svo skemmti-lega vill til að þjálfarar liðanna, Valur og Sigurður Ingimundar-synir, eru bræður og vann sá eldri, Valur. Skalla-grímur mætir því Njarð-vík í úr-slitum og hófst bar-átta liðanna í gær í Njarðvík. Það lið sem fyrr vinnur 3 leiki verður Íslands-meistari. Þess má geta að Valur, þjálfari Skallagríms, er einn sigur-sælasti leik-maður í sögu körfu- knatt-leiks-deildar Njarð-víkur. Skallagrímur í úr-slit Víkurfréttir/Þorgils Hart barist í undan-úrslitum. MA vann Gettu betur Mennta-skólinn á Akur-eyri sigraði Verslunar-skóla Íslands í úrslita-keppninni í Gettu betur á fimmtu- dagskvöld. MA hlaut 34 stig en Versl-ingar 22 stig. Þetta er í 3. sinn sem MA vinnur Gettu betur. Liðið skipuðu Ásgeir Berg Matthíasson, Tryggvi Páll Tryggvason og Magni Þór Óskarsson. Nylon gefur út í Bret-landi Nylon-flokkurinn gefur út lagið „Losing a Friend“ í Bret-landi um miðjan júní. Stúlkurnar munu einnig hita upp fyrir hljóm-sveitina Westlife á 22 tón-leikum sveit-arinnar í Stóra-Bretlandi í apríl og maí. Rock Star áheyrnar-prufur Áheyrnar-prufur fyrir raun-veru-leika-þáttinn Rock Star - Supernova voru haldnar á Gauki á stöng á miðviku-daginn. Um hundrað tónlistar-menn mættu og var dómarinn ánægður með frammi-stöðu þeirra. Seinna kemur í ljós hvort Ís-lendingi verður boðin þátt-taka. The Foreign Monkeys unnu Músík-tilraunum, hljóm-sveita-keppni Tóna-bæjar og Hins hússins, lauk í Loft-kastalanum á föstu-daginn fyrir viku. Í ár keppti 51 hljóm-sveit. The Foreign Monkeys sigruðu, Ultra Mega Techno-bandið Stefán varð í 2. sæti og We Made God í því þriðja. Fólk Charles Taylor, fyrr-verandi for-seti Líberíu, kom fyrir stríðs-glæpa-dóm-stólinn í Síerra Leóne í Afríku á mánu-daginn. Hann sagðist sak-laus af öllum á-kærum um stríðs-glæpi og glæpi gegn mann-kyni í Síerra Leóne, sem er ná-granna-ríki Líberíu. Taylor er sakaður um að hafa komið af stað borgara-styrjöld í Líberíu og Síerra Leóne. Líka fyrir að hafa hneppt fólk í kyn-lífs-þrælkun, látið af-lima fólk og látið börn taka þátt í stríði. Taylor gæti hlotið langan fangelsis-dóm, en ekki dauða-dóm. Borgara-stríðin í Líberíu og nágranna-ríkinu Síerra Leóne stóðu yfir á árunum 1989 til 2003 og létu um 400.000 manns lífið. Lík-lega hefjast réttar-höldin eftir nokkra mánuði, en þau verða flutt af öryggis-ástæðum til Haag í Hollandi. Meðal annarra óttast for-seti Líberíu, Ellen Johnson Sirleaf, ólguna sem réttar-höldin gætu valdið í landinu. Taylor var hand-tekinn við landa-mæri Kamerún og Nígeríu með 50 kíló af dollara- og evru-seðlum á sér. Hann vildi leita hælis á nýjum stað eftir að for-seti Nígeríu á-kvað að fram-selja hann til Líberíu. Taylor segist efast um að dóm-stóllinn hafi rétt til að fjalla um mál hans og um að hand-takan hafi verið lög-mæt. Reuters Taylor mætir í réttinn í Freetown. Réttað yfir Taylor Tveir karl-menn réðust á 19 ára gamla stúlku sem stöðv-aði bíl sinn til að að-stoða mann sem virtist í vand-ræðum á Vestur-lands-vegi aðfara-nótt mánu-dags. Maðurinn barði stúlkuna svo hún missti með-vitund og ók svo með hana og fél-aga sinn út fyrir bæinn þar sem þeir reyndu að nauðga henni. Bíllinn lenti út af veginum áður en þeim tókst ætlunar-verk sitt. „Ég hugsaði allan tímann um það eitt að reyna að bjarga sjálfri mér frá þeim. […] Þetta var mann-rán, til-raun til nauðg-unar, þjófn-aður og líkams-árás. Það er svo ótrúlegt að svona skuli gerast á Íslandi,“ sagði stúlkan í sam-tali við Morgun-blaðið. 19 ára stúlku rænt Thaksin Shinawatra, forsætisráð-herra Taí-lands, hefur tilkynnt að hann muni láta af em-bætti til að sam-eina þjóð sína eftir um-deildar kosn-ingar. Thaksin sigraði í kosning-unum, en stjórnar-and-staðan segir fjölda auðra kjör-seðla sýna að hann njóti ekki trausts kjós-enda. Thaksin segist segja af sér af tillits-semi við Bhumibol Adulyadej, kon-ung Taí-lands. Hann vilji enda ringul-reiðina í landinu fyrir krýningar-afmæli konungs-ins eftir 2 mánuði. Margir fagna á-kvörðun forsætis-ráðherrans en aðrir eru ó-sáttir. Thaksin segir af sér Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.