Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 64
64 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Hjúkrunar-ráð Land-spítala – háskóla-sjúkrahúss hélt fjöl-mennan fund á miðviku-daginn, því 90–100 hjúkrunar-fræðinga vantar til starfa á LHS og bitnar það á þjón-ustunni við sjúk-linga. Hjúkrunar-fræðinga vantar á 20 deildir sjúkra-hússins og einnig vantar sjúkra-liða og annað aðstoðar-fólk. Hjúkrunar-fræðingar þurfa að vinna sí-fellt fleiri störf og fleiri vaktir, jafn-vel margar í röð. Starfs-fólkið hefur á-hyggjur af mis-tökum vegna á-lagsins. „Við þurfum að hlaupa á milli sjúk-linga sem allir þyrftu einn hjúkrunar-fræðing fyrir sig,“ segir Þórdís Borgþórs-dóttir, hjúkr- unar-fræðingur á gjör-gæslu-- deild. „Þetta hefur orðið til þess að sjúk-lingar sem eru til-búnir til þess að losna úr öndunar-vél eru svæfðir lengur, því það gefst ekki tími til að láta þá vakna, því þá þurfum við að dvelja algjör-lega við rúm sjúk-lingsins.“ Þórdís segir að allt sé reynt að gera til að tryggja öryggi sjúk-linganna. Í yfir-lýsingu sem Morg- un-blaðinu hefur borist frá stjórn-endum gjör-gæslu- deilda LSH, segir meðal annars ástand og hags-munir sjúk-lings ráði fyrst og fremst hve-nær hann er tekinn úr öndunar-vél. Morgunblaðið/ÞÖK Hjúkrunar-fræðingar funda. Vantar hjúkrunar-fræðinga Skalla-grímur úr Borgar-nesi komst á fimmtu-dags-kvöld í fyrsta sinn í sögu liðsins í úr-slit á Íslands-móti karla í körfu-knatt-leik. Liðið vann Íslands- meistarana frá Kefla-vík 84:80 í æsi-spennandi leik í undan-úrslitum. Kefl-víkingar hafa haldið titlinum 3 síðustu ár og fór leikurinn fram í Keflavík að við-stöddum rúm-lega 1000 áhorfendum, þar af fjöl-mörgum Borg-nes-ingum. Svo skemmti-lega vill til að þjálfarar liðanna, Valur og Sigurður Ingimundar-synir, eru bræður og vann sá eldri, Valur. Skalla-grímur mætir því Njarð-vík í úr-slitum og hófst bar-átta liðanna í gær í Njarðvík. Það lið sem fyrr vinnur 3 leiki verður Íslands-meistari. Þess má geta að Valur, þjálfari Skallagríms, er einn sigur-sælasti leik-maður í sögu körfu- knatt-leiks-deildar Njarð-víkur. Skallagrímur í úr-slit Víkurfréttir/Þorgils Hart barist í undan-úrslitum. MA vann Gettu betur Mennta-skólinn á Akur-eyri sigraði Verslunar-skóla Íslands í úrslita-keppninni í Gettu betur á fimmtu- dagskvöld. MA hlaut 34 stig en Versl-ingar 22 stig. Þetta er í 3. sinn sem MA vinnur Gettu betur. Liðið skipuðu Ásgeir Berg Matthíasson, Tryggvi Páll Tryggvason og Magni Þór Óskarsson. Nylon gefur út í Bret-landi Nylon-flokkurinn gefur út lagið „Losing a Friend“ í Bret-landi um miðjan júní. Stúlkurnar munu einnig hita upp fyrir hljóm-sveitina Westlife á 22 tón-leikum sveit-arinnar í Stóra-Bretlandi í apríl og maí. Rock Star áheyrnar-prufur Áheyrnar-prufur fyrir raun-veru-leika-þáttinn Rock Star - Supernova voru haldnar á Gauki á stöng á miðviku-daginn. Um hundrað tónlistar-menn mættu og var dómarinn ánægður með frammi-stöðu þeirra. Seinna kemur í ljós hvort Ís-lendingi verður boðin þátt-taka. The Foreign Monkeys unnu Músík-tilraunum, hljóm-sveita-keppni Tóna-bæjar og Hins hússins, lauk í Loft-kastalanum á föstu-daginn fyrir viku. Í ár keppti 51 hljóm-sveit. The Foreign Monkeys sigruðu, Ultra Mega Techno-bandið Stefán varð í 2. sæti og We Made God í því þriðja. Fólk Charles Taylor, fyrr-verandi for-seti Líberíu, kom fyrir stríðs-glæpa-dóm-stólinn í Síerra Leóne í Afríku á mánu-daginn. Hann sagðist sak-laus af öllum á-kærum um stríðs-glæpi og glæpi gegn mann-kyni í Síerra Leóne, sem er ná-granna-ríki Líberíu. Taylor er sakaður um að hafa komið af stað borgara-styrjöld í Líberíu og Síerra Leóne. Líka fyrir að hafa hneppt fólk í kyn-lífs-þrælkun, látið af-lima fólk og látið börn taka þátt í stríði. Taylor gæti hlotið langan fangelsis-dóm, en ekki dauða-dóm. Borgara-stríðin í Líberíu og nágranna-ríkinu Síerra Leóne stóðu yfir á árunum 1989 til 2003 og létu um 400.000 manns lífið. Lík-lega hefjast réttar-höldin eftir nokkra mánuði, en þau verða flutt af öryggis-ástæðum til Haag í Hollandi. Meðal annarra óttast for-seti Líberíu, Ellen Johnson Sirleaf, ólguna sem réttar-höldin gætu valdið í landinu. Taylor var hand-tekinn við landa-mæri Kamerún og Nígeríu með 50 kíló af dollara- og evru-seðlum á sér. Hann vildi leita hælis á nýjum stað eftir að for-seti Nígeríu á-kvað að fram-selja hann til Líberíu. Taylor segist efast um að dóm-stóllinn hafi rétt til að fjalla um mál hans og um að hand-takan hafi verið lög-mæt. Reuters Taylor mætir í réttinn í Freetown. Réttað yfir Taylor Tveir karl-menn réðust á 19 ára gamla stúlku sem stöðv-aði bíl sinn til að að-stoða mann sem virtist í vand-ræðum á Vestur-lands-vegi aðfara-nótt mánu-dags. Maðurinn barði stúlkuna svo hún missti með-vitund og ók svo með hana og fél-aga sinn út fyrir bæinn þar sem þeir reyndu að nauðga henni. Bíllinn lenti út af veginum áður en þeim tókst ætlunar-verk sitt. „Ég hugsaði allan tímann um það eitt að reyna að bjarga sjálfri mér frá þeim. […] Þetta var mann-rán, til-raun til nauðg-unar, þjófn-aður og líkams-árás. Það er svo ótrúlegt að svona skuli gerast á Íslandi,“ sagði stúlkan í sam-tali við Morgun-blaðið. 19 ára stúlku rænt Thaksin Shinawatra, forsætisráð-herra Taí-lands, hefur tilkynnt að hann muni láta af em-bætti til að sam-eina þjóð sína eftir um-deildar kosn-ingar. Thaksin sigraði í kosning-unum, en stjórnar-and-staðan segir fjölda auðra kjör-seðla sýna að hann njóti ekki trausts kjós-enda. Thaksin segist segja af sér af tillits-semi við Bhumibol Adulyadej, kon-ung Taí-lands. Hann vilji enda ringul-reiðina í landinu fyrir krýningar-afmæli konungs-ins eftir 2 mánuði. Margir fagna á-kvörðun forsætis-ráðherrans en aðrir eru ó-sáttir. Thaksin segir af sér Netfang: auefni@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.