Morgunblaðið - 09.04.2006, Page 65

Morgunblaðið - 09.04.2006, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 65 MINNINGAR ✝ Júlíana Matt-hildur Isebarn fæddist í Ósló 20. janúar 1917. Hún lést á Grund 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurveig Sveinsdóttir og Hans Isebarn. Systkini Júlíönu eru Baldur John- sen, Clara Isebarn, Ingólfur Isebarn, Sæmundur Björns- son, Sveinn Björns- son, Bryndís Björnsdóttir, Elín Björnsdóttir og Knútur Björns- son. Af þeim eru Baldur, Clara, Ingólfur og Sveinn látin. Júlíana giftist 17. júní 1947 Ágústi Guðlaugssyni, bæjarsíma- stjóra í Reykjavík, f. 23. ágúst 1912, d. 27. nóvember 1991, syni Guðlaugs Skúlasonar og Unu Gísladóttur. Börn þeirra Júlíönu og Ágústs eru: 1) Ágúst Ágústs- son, f. 4. febrúar 1945. Hann var í sambúð með Ruth Stefnisdóttur og börn þeirra eru: Daníel Ise- barn Ágústsson, f. 7. nóvember 1980, og Davíð Isebarn Ágústs- son, f. 18. nóvember 1988. 2) Sveinn Ágústsson, f. 17. apríl 1948, kvæntur Her- dísi Baldvinsdóttur og börn þeirra eru: Ágúst Sveinsson, f. 15. desember 1973, og Sigurður Sveins- son, f. 15. mars 1981. Júlíana ólst upp í Reykjavík hjá afa sínum Sveini í Völ- undi. Júlíana gekk í einkaskóla Ágústar Bjarnasonar og vann í Völundi eftir hefðbundna skóla- göngu. Júlíana var alla tíð mikil íþróttamanneskja og var m.a. í Skautafélagi Reykjavíkur og Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur og vann oft til æðstu verðlauna á þeim vett- vangi. Hún var einnig einn af hvatamönnum að stofnun Bridge- félags kvenna. Júlíana hóf búskap með Ágústi manni sínum í Reykjavík árið 1947, fyrst á Hverfisgötu 106 en svo á Hringbraut 43 frá 1967 og þar bjó hún allt þar til hún flutt- ist á Grund árið 2002. Útför Júlíönu fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 7. apr- íl síðastliðinn. Elskulega systir mín er látin 89 ára gömul. Við vorum hálfsystur fæddar af sömu móður, Sigurveigu Sveinsdótt- ir, en faðir hennar var Hans Isebarn og vorum við systkinin níu í allt. Júlíana var alltaf kölluð Túlla af ættingjum og vinum. Túlla var mjög lífsglöð og góð, það var yndislegt að koma til hennar og Ágústar Guðlaugssonar eiginmanns hennar, en þau giftu sig árið 1947, og eignuðust tvo syni, Ágúst (Gústa) og Svein. Þeir giftust báðir og stofn- uðu heimili og eiga þeir tvo syni hvor, þeir eru allir frábærir og eru menntaðir á ýmsum sviðum. Túlla var mikil fjölskyldumann- eskja, hélt alltaf upp á afmælið sitt 20. janúar með því að ná í alla fjöl- skylduna og spila félagsvist með dásamlegum veitingum og verðlaun- um fyrir þá sem unnu, og allir mættu og skemmtu sér vel. Ágúst eiginmaður Túllu var ynd- isslegur maður í alla staði, hann vann hjá símanum til dauðadags, en Ágúst lést 27. nóvember 1991. Túlla var mikið í íþróttum á sínum yngri árum, spilaði mikið badmin- ton, og einnig stundaði hún skíði og skauta og var frábær í þessum greinum, einnig spilaði hún alltaf brids og var mjög góður bridsspilari. Túlla fór að finna fyrir veikind- unum um 85 ára að aldri og urðu þau henni erfið til æviloka. Sveinn sonur þeirra hefur búið lengst af í Englandi, Gústi hefur hugsað um móður sína og verið henni stórkostleg hjálparhella. Hún hefur dvalist á Grund síðast- liðin fjögur ár, og hann komið til hennar á hverjum degi eða oftar og fylgst mjög náið með henni og gert það sem hægt var að gera fyrir hana. Ég bið góðan Guð að varðveita fjölskyldu hennar og þakka henni fyrir samfylgdina góðu. Þín systir Elín T. Björnsdóttir. JÚLÍANA MATT- HILDUR ISEBARN Það er naumast hægt að segja að Djúpið hafi sýnt sínar fegurstu og björtustu hliðar, þegar ung stúlka austan af fjörðum steig út úr rútunni á Arngerðareyri um Jónsmessuleyt- ið 1949. Það hafði gert hvell snemma vors og fyllt upp í allar lautir og lækjarfarvegi svo rækilega að snjó tók ekki upp að fullu þetta sumar og menn gengu yfir ár á snjóbrúm í göngum um haustið. Hún mundaði myndavél og tók mynd út yfir Djúp- ið með Æðey í forgrunni og snjó- lausa landræmu með ströndinni. Miðhlíðis eftir Snæfjallaströndinni endilangri teygði sig samfelldur skafl svo langt sem augað eygði, Mýrará undir snjófargi ofan frá Kinn niður fyrir neðsta foss. Þótt dagurinn væri sólbjartur og hlýr var ekki laust við að setti að henni hroll. Lítt mun henni hafa boðið í grun að þarna ætti heimili hennar eftir að standa næstu nærfellt hálfa öld. Ferð ungu stúlkunnar var ekki lokið. Enn voru fimmtán ár í það að vegagerð lyki út Langadalsströnd með brú yfir Mórillu í Kaldalóni og áfram út Bæjahlíð að Bæjum. Síð- asta spölinn varð því unga stúlkan að fara með Djúpbátnum Fagranesi að bryggju í Bæjum. Þaðan var svo greiður vegur, um fjögurra kíló- metra leið út að Unaðsdal, farin á Villýs-jeppanum, sem komið hafði á bæinn árið áður. Og þarna réðust ör- lög Stefaníu Ingólfsdóttur, aust- firskrar blómarósar frá Vopnafirði. Þetta sumar, fermingarsumarið mitt, var fimmta sumarið mitt hjá Guðrúnu móðursystur minni í Un- aðsdal. Hún hafði þá búið þar um aldarfjórðungs skeið með bónda sín- um, Helga Guðmundssyni og átt með honum 16 börn. Sjálf kom Stefa úr 10 barna hópi á Skjaldþingsstöð- um í Vopnafirði, missti móður sína ung og föður sinn ekki löngu síðar. Svona var þetta líka á Snæfjalla- ströndinni framan af öldinni sem leið. Jafnvel á lítilfjörlegustu kotum uxu stórir systkinahópar úr grasi, svo stórir, að elstu börnin voru gjarnan farin að heiman, þegar þau yngstu fæddust. Flest var þetta mannvænlegt fólk, sem auðgaði mannlífið í landinu, þótt það lifði sínu lífi fjarri heimahögum. Fyrsta sumarið mitt í Unaðsdal var Helgi bóndi enn á lífi en þegar hér var komið sögu var Kjartan son- ur þeirra í þann veginn að taka við búi. Þarna var jafnan mannmargt á sumrin, enda nokkuð í að heyskap- artækni yrði vélvædd. Það var því líf og fjör um hábjargræðistímann, nótt stundum lögð við dag og veð- urguðir látnir stjórna vinnutíma um helgar. Í minningunni er létt yfir þessu sumri. Unga kaupakonan reyndist rösk til allra verka og það var mikið um sólskin og dillandi hlátra, eins og gerist hjá ungu fólki sem gengur samhent til vinnu sinnar og bregður starfinu upp í leik þegar svo ber undir. Það er til þessa sumars sem ég hef oft vitnað þegar ég er að segja börnunum mínum frá þeim hlýind- um sem lágu í lofti þegar ég var að alast upp, áður en nokkur hafði heyrt minnst á gróðurhúsaáhrif, og voru með þeim eindæmum, að flesta daga gengum við á sundskýlunni einni fata og iðulega þoldum við samt ekki við í sólbirtunni sem end- urkastaðist frá sköflunum í hlíðinni, og stungum okkur í sjóinn fram af klöppunum á Mýri til að kæla okkur, en ekki tók betra við í hlýjum sjón- um og við skutumst úr kafinu upp á SALVÖR STEFANÍA INGÓLFSDÓTTIR ✝ Salvör StefaníaIngólfsdóttir fæddist á Skjald- þingsstöðum í Vopnafirði 17. sept- ember 1927. Hún lést á heimili sínu, Klapparhlíð 30 í Mosfellsbæ, 17. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Bústaðakirkju 23. mars. klappirnar, þar sem við þornuðum á auga- bragði eins og segir í brag þeim sem Hugi sonur minn flutti mér sjötugum: Eins og næstelstu menn hafa munað og meira en hina hefur grunað, voru sumrin sjóðheit þar sem pa var í sveit, enda dalurinn kenndur við unað. Er skemmst frá því að segja að þetta sumar tókust ástir með þeim Kjartani frænda mínum og austfirsku blómarósinni og næsta vor kom hún alkomin í Unaðsdal og tók þar fljótlega við búsforráðum. Það gustaði af Stefu hvað sem hún tók sér fyrir hendur og hún var bæði skjótvirk og velvirk, blátt áfram og hress í tali, skóf ekki utan af því hvað henni fyndist. Fyrir kom að hún lét okkur frændur heyra það, að það væri með ólíkindum hvílíkt dám við gætum dregið af sauðkindinni með að þráast og þybbast við og fara svo okkar fram án orðaskaks, stund- um þvert gegn hennar vilja. Hitt er mér þó ofar í huga, þegar skondin og skrítin atvik bar í tal og hláturinn glumdi um bæinn. Hún var skarp- greind og gat verið tunguhvöss, fyndin og hæðin eftir því sem við átti. Þau Kjartan komu upp fjórum börnum: Elínu, Helga, Ingibjörgu og Ingólfi. Unaðsdalur hafði áður verið í miðri sveit, en byggð var að leggjast af um þessar mundir á ystu bæjunum Sandeyri, Snæfjöllum og Gullhúsám. Norðan heiðar var enn búið, en innan skamms fóru Grunna- víkur- og Sléttuhreppur líka í eyði og Unaðsdalur þar með á ysta jaðri hins byggilega Íslands. En það voru ung og bjartsýn hjón, sem nú voru að hefja búskap á Snæfjallaströnd- inni, og bændurnir fullir hugsjóna- glóðar um að breyta blásnum melum og blautum mýrum í fögur og sam- felld tún – sem og tókst. Þeir virkj- uðu Mýrarána í samvinnu og leiddu rafmagn heim á hvern bæ. Það skiptust á blíðviðrissumur og kalár, hafísvetur og snjóþyngslavetur og svo í bland mildari vetur með hlýjum vorum. En þessi ungu hjón sátu ótrauð við sinn keip meðan heilsan entist. Ungarnir flugu úr hreiðri, sumir til annarra landa en aðrir leit- uðu í aðrar sóknir hér innanlands, en þó fjarri heimaslóð Að lokum varð ekki lengur unað við fámenni og einangrun langra vetra og þau Stefa og Kjartan tóku sig upp og fluttu í Mosfellsbæinn. Því miður fékk Kjartan aðeins notið fáeinna ára, frjáls frá búskaparstritinu. Stefa flutti í nábýli við Ingibjörgu dóttur sína, sá um sig sjálf til síðustu stundar og fékk hægt andlát á heim- ili sínu. Þau urðu alls fimm sumrin sem við vorum samvistum í Unaðsdal. Ég er þakklátur fyrir þær stundir, sem eru svo góðar í minningunni. Enn er það svo að þegar ég fæ heimþrá stefnir hugurinn fyrst og fremst heim í Unaðsdal. Ekki ein- ungis vegna þess að þaðan finnst mér útsýni fegurst í heimi á sól- björtum sumardegi, þegar fjöllin standa á höfði í spegilsléttum sjón- um, hvort sem augum er beint yfir Æðey út á Deild og Stigahlíð eða inn Djúpið allt að Ísafirði, ellegar þá lit- ið fram í dalinn, þar sem grasbreiður og lyng og birkikjarr skiptast á og Gunnarsfoss og Rjúkandi kveða dimmum tóni á síðkvöldum. Heldur ekki síður vegna þess að þarna var notalegt að finna sig eflast að lík- amskröftum og þroskast í hlýrri nærveru frændfólks og vina, og að síðar á lífsleiðinni var mér og mínum alltaf tekið þar eins og maður væri að koma heim. Ýmsum sem ganga um garða eyði- býlanna á Snæfjallaströnd mun finnast sem þar hafi ævistarf verið unnið fyrir gýg. En fæst getum við gengið að því sem gefnu að niðjar okkar byggi sína tilveru ofan á okk- ar ævistarf. Það sem mestu skiptir er áreiðanlega að unnið sé af alhug meðan verið er að og gleði og nautn höfð af verkinu. Og það höfðu þau Stefa og Kjartan vissulega af sínu verki. Ég og fjölskylda mín færum niðj- um Stefu og Kjartans og öllum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðju og þakkir fyrir liðnar stundir. Ólafur Hannibalsson. Við Stefa hlógum að því að með okkur hafi tekist ást við fyrstu sýn. Ég er stolt af því, því ég fann að Stefa er ekki allra – en það var eitt- hvað sem small á milli okkar þegar við hittumst fyrst og breyttist ekki eftir það. Ég hitti hana seint – ekki fyrr en 1990, þegar við Ólafur vorum á sum- arferð fyrir vestan með Ásdísi á öðru árinu. Þungamiðja þeirrar ynd- islegu ferðar var auðvitað að fara í Unaðsdal. Getur nokkurt fegurra bæjarheiti en Unaðsdalur á Snæ- fjallaströnd? Þvílíkt nafn – þvílíkt bæjarstæði – og þvílíkt fólk! Okkur var tekið opnum örmum. Eftir allar sumardvalirnar hjá móðursystur sinni í Unaðsdal er Ólafur eins og einn af bræðrunum í sextán systkina hópnum. Og við mæðgurnar fylgd- um hiklaust með inn að hjartans hlýju rótum hjá þeim Stefu og Kjartani. Kjartan var einhver fal- legasti maður sem ég hef séð, greindur, fríður, stillilegur og hlát- urmildur og stafaði þvílíkri góð- mennsku frá honum að það var erfitt að hafa af honum augun. Stefa kom mér fyrir sjónir sem miklu beittari, skörp, beinaber, meinhæðin með sitt skelmislega bros út í annað og ófor- betranlega stríðni í augnaráði og til- svörum. Hún var ekki að skafa utan af því og þurfti ekki um að binda, þegar hún hafði látið sitt álit í ljós. En allt með ómótstæðilegum húmor. Hún bar þess merki að hún hafði ekki sparað sig við vinnu, hlífði sér ekki og féll aldrei verk úr hendi. Forkur og engin orð um það. En á bak við allan þennan dugnað skein djúpstæð hlýja, væntumþykja og umhyggja, sem gerði að verkum að Ásdís skreið uppí fangið á Stefu og vildi sofna þar. Og ég fann, að hjá þessum hershöfðingja er öllum borgið. Blessuð sé minning þessarar dásamlegu konu – og þeirra beggja: Kjartans og Stefu í Unaðsdal á Snæ- fjallaströnd. Guðrún Pétursdóttir. Sigurbjörn eða Diddi eins og við kölluðum hann alltaf stóð mér og okkur barnabörnum afa Guðjóns mjög nærri. Væri jafnvel hægt að segja að hann hafi verið okkur annar afi líkt og var með Magnús, Gagga heitinn, bróður Didda og afa Guðjóns. Þær eru margar góðar minn- ingarnar af samskiptum mínum og tímum með Didda. Það að hafa átt heimagengt á bóndabæ svo nálægt Keflavík hefur reynst mér ómetanlegt þegar tíminn líður. Diddi kenndi mér að vinna og það að keppast við að henda heyböggum á traktorinn eða flokka kartöflurnar á meðan allt var gefið í botn svo ungur að aldri hefur án efa mótað mig. Diddi var hraustasti og atorkusamasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Hann kunni að skilja aðalatriðin frá aukatriðunum. Þessum hæfileika vil ég meina að hon- um hafi tekist að miðla áfram til mín og SIGURBJÖRN STEFÁNSSON ✝ SigurbjörnStefánsson fæddist í Landakoti í Sandgerði 12. mars 1932. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 19. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hvalsnes- kirkju 29. mars. fleiri. Ef ekki væri fyrir þá hugsun hefði Didda eflaust ekki tekist að reka búið sitt svo vel ásamt því að hafa alltaf tíma til að sinna vinum og fjölskyldu en þetta tvennt var í algjörum forgangi hjá Didda. Stór hluti af minn- ingum mínum um Didda voru skafmiðarn- ir sem hann færði okk- ur systkinunum ósjald- an við mikil fagn- aðarlæti. Oft var ,,gróðinn mikill“ af happaþrennunum en minn stærsti vinningur hefur ef- laust verið þegar Diddi sjálfur vann forlátan bíl í einni slíkri þegar ég var aðeins nokkura ára gamall. Þá var gerð ferð í höfuðborgina og bílinn fenginn afhentur. Sú athöfn var í sjálfu sér ágæt en stopp okkar á Aski við Suðurlandsbraut situr enn sterk í minnum. Veislan sem þar var borin fram flokkaðist í mínum huga á þeim tíma sem einn besti dagur lífs míns og finnst mér eins og sá dagur hafi verið í gær. Erfitt verður að toppa þann dag í minningunni. Nú á seinni árum hafa samræður mínar við Didda verið mér mjög verð- mætar, sögur frá árum áður og sýn hans á pólitík og mannlíf hafa verið mér mikill lærdómur. Það sem situr eftir þó fyrst og fremst og mesti sökn- uður er yfir er nærvera Didda. Alltaf var hann áhugasamur um það sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur sem og var hann alltaf boðinn og búinn til að aðstoða okkur, sama hver beiðnin var. Á seinni árum höfðu bræðurnir Diddi og Gaggi haft nóg að gera, hafa þeir fundið sér ýmis verkefni tengd Nesjum eða öðrum verkefnum sem upp hafa komið hjá fjölskyldunni. Nú veit ég að þeirra bíða verkefni ann- arstaðar og hefur Gaggi án efa und- irbúið komu hans og lagt drög að fyrstu verkefnum. Það voru forréttindi að hafa kynnst Didda svo vel og er ég fullviss um að allir þeir sem á vegi hans hafa orðið til lengri tíma eða skemmri eru ríkari en ella, svo er það sannar- lega frá mínum bæjardyrum séð. Diddi, takk fyrir mig. Guðjón Kjartansson. Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.