Morgunblaðið - 18.04.2006, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Við verðum að fara að beita skjátunni á hauginn, stiginn nær ekki hærra.
Rúmar fimm vikureru til sveitar-stjórnarkosninga
en þær fara fram 27. maí
nk. Kosið verður til bæjar-
og sveitarstjórna í 79 sveit-
arfélögum. Framboðslist-
ar eru víða tilbúnir, en
frestur til að skila fram-
boðum til yfirkjörstjórnar
í viðkomandi sveitarfélagi
rennur út hinn 6. maí. Tal-
ið er að kosningabaráttan
hefjist af fullum krafti í
stærstu sveitarfélögunum
strax eftir páska.
Kosningarétt á hver ís-
lenskur ríkisborgari sem náð hef-
ur 18 ára aldri þegar kosning fer
fram. Utankjörfundaratkvæða-
greiðsla vegna kosninganna hófst
mánudaginn 3. apríl sl. Hún fer
fram hjá öllum sýslumannsemb-
ættum landsins. Auk þessa fer ut-
ankjörfundarkosning fram í öllum
sendiráðum Íslands erlendis og á
aðalræðisskrifstofum Íslands í
New York og Winnipeg.
Býst við að hátt í 10 þúsund
muni kjósa utan kjörfundar
Tæplega sextíu manns hafa þeg-
ar kosið utan kjörfundar hjá sýslu-
manninum í Reykjavík, að sögn
Þóris Hallgrímssonar, deildar-
stjóra hjá embættinu. Hann segir
að flestir þeirra sem kjósi utan-
kjörfundar sjái fram á að vera ekki
heima á kjördag.
Þórir segir ennfremur aðspurð-
ur að venjulega fari utankjörfund-
aratkvæðagreiðslan hægt af stað.
Hann gerir ráð fyrir því að hátt í
tíu þúsund manns muni kjósa utan
kjörfundar hjá embættinu í
Reykjavík.
Bjóða fram í eigin nafni
eða í samfloti með öðrum
Stærstu stjórnmálaflokkar
landsins bjóða fram víða um land;
ýmist sér eða í samfloti með öðr-
um. Sjálfstæðisflokkurinn býður
fram í langflestum sveitarfélögum
landsins, segir Óskar V. Friðriks-
son, starfsmaður Sjálfstæðis-
flokksins. Á örfáum stöðum býður
flokkurinn fram í samstarfi við
aðra flokka, segir Óskar, en á lang-
flestum stöðum undir eigin merkj-
um, merki D-listans. Hann segir
aðspurður að flokkurinn hafi eng-
ar reglur um kynjakvóta á fram-
boðslistum.
Samfylkingin býður fram sér
eða með óháðum í um það bil
fimmtán sveitarfélögum, segir
Skúli Helgason, framkvæmda-
stjóri flokksins. Listabókstafur
Samfylkingarinnar er S. Þá býður
flokkurinn fram í samstarfi við
aðra flokka í nokkrum sveitar-
félögum. Að sögn Skúla er það á
valdi stjórnar flokksins í hverju og
einu sveitarfélagi hvort hún setur
sér sérstakar reglur um kynja-
kvóta framboðsins. Hann tekur þó
fram að hlutur kvenna hafi ávallt
verið sterkur á listum Samfylking-
arinnar.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð stefnir að því að bjóða fram í
flestum sveitarfélögum landsins,
segir Dagur Snær Sævarsson,
starfsmaður flokksins.
Flokkurinn býður ýmist fram
undir eigin merkjum, þ.e. merki V-
listans, eða í samfloti með öðrum.
Dagur segir að flokkurinn stefni
að því að hafa fléttulista sem víð-
ast, þ.e. lista þar sem konur og
karlar skipa sæti framboðslistans
á víxl.
Framsóknarflokkurinn hyggst
bjóða fram undir eigin merkjum,
merki B-listans, í um það bil 25
sveitarfélögum, segir Sigurður
Eyþórsson, framkvæmdastjóri
flokksins.
Hann segir að flokkurinn bjóði
fram á fleiri stöðum, en þá í sam-
floti með öðrum. Sigurður segir
aðspurður að í lögum flokksins sé
kveðið á um að hlutfall hvors kyns
verði ekki undir 40% á framboðs-
lista.
Frjálslyndi flokkurinn býður
fram sér eða sameiginlega í að
minnsta kosti fimm sveitarfélög-
um, segir Margrét Sverrisdóttir,
framkvæmdastjóri flokksins.
Listabókstafur flokksins er F.
Hún segir aðspurð að flokkurinn
leitist við að hafa hlutfall kynjanna
á framboðslistum flokksins sem
jafnast.
Mikil fækkun sveitarfélaga
með færri en 500 íbúa
Sveitarfélögum landsins hefur
fækkað um 26 á þessu kjörtímabili.
Þau voru 105 við upphaf kjörtíma-
bilsins, en í kjölfar sameiningar
nokkurra þeirra eru þau nú orðin
79.
„Þessi mikla fækkun sveitarfé-
laga hefur eðlilega haft umtalsverð
áhrif á sveitarfélagaskipan í land-
inu,“ segir á vef félagsmálaráðu-
neytisins, www.kosningar.is.
„Sveitarfélögum með færri en
500 íbúa hefur fækkað umtalsvert
á þessu kjörtímabili. Árið 2002
voru sveitarfélög með færri en 500
íbúa 55 af 105 sveitarfélögum í
landinu, eða rúm 52%. Í dag eru
sveitarfélög með færri en 500 íbúa
30, eða um 38%.“
Ekki hefur verið gengið endan-
lega frá kjörskrá fyrir komandi
kosningar. Nærri 205 þúsund voru
á kjörskrá í kosningunum 2002.
Kjörsókn var rúmlega 83%.
Fréttaskýring | Sveitarstjórnarkosningar
eftir rúmar fimm vikur
Um sextíu hafa
þegar kosið
Kosið verður til bæjar- og sveitarstjórna í
79 sveitarfélögum laugardaginn 27. maí
Kosning er hafin utan kjörfundar.
Sveitarfélögum hefur
fækkað um tuttugu og sex
Kosið verður til bæjar- og
sveitarstjórna í 79 sveitar-
félögum í vor. Við upphaf kjör-
tímabilsins voru 105 sveitarfélög
í landinu en í kjölfar samein-
ingar nokkurra þeirra verða þau
79. Á kosningavef félagsmála-
ráðuneytisins segir að það þýði
m.a. að kosið verði til nýrrar
sveitarstjórnar í níu sameinuðum
sveitarfélögum í vor. Meðal-
íbúafjöldi í sveitarfélagi er nú
3.796 manns en var 2.745 íbúar
að meðaltali árið 2002.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Í FANGELSINU á Litla-Hrauni
er starfandi skóli sem hefur á að
skipa tveimur skólastofum auk
tölvuvers. Skólinn flutti í núver-
andi húsnæði fyrir 15 árum og
hefur nemendafjöldinn verið að
aukast á undanförnum árum og
eru nú 35 nemendur innritaðir.
Þetta kemur fram í nýjasta tölu-
blaði Hraunbúans sem gefið er út
af föngum á Litla-Hrauni. Í sam-
tali við Hraunbúann segir Ingi S.
Ingvason kennslustjóri að aðeins
19 nemendur af 35 muni þreyta
próf í lok þessarar námsannar.
Í boði er kennsla í íslensku,
ensku, dönsku, stærðfræði,
íþróttum, lífsleikni, grunnteikn-
ingu og iðnteikningu. „Einnig
nýta nemendur fjarnámsmögu-
leika frá móðurskólanum FSU og
einnig frá VÍ, IR og jafnvel frá
HR,“ segir Ingi í samtali við
Hraunbúann.
Frá skólanum hefur um tugur
manna útskrifast með stúdents-
próf og hálfur tugur með versl-
unarpróf. Þrír hafa þá útskrifast
með próf í húsasmíði, tveir sem
löggiltir suðumenn, einn með
vélavarðarréttindi, einn sem raf-
virki og einn sem vélvirki auk á
þriðja tug nemenda með skip-
stjórnarréttindi á allt að 30 rúm-
lesta bát.
Ingi segir ennfremur að brott-
fall nemenda úr skólanum hafi
verið nokkurt og eru ástæður
þess margvíslegar, t.d. lyfjamis-
notkun, en brottfallið hefur þó
minnkað undanfarin ár.
Sumir nemenda hafa þá náð
betri árangri í námi í fangelsinu
en í skólakerfinu og segir Ingi
það helgast af því að ekki sé alltaf
verið að líta á dagatal varðandi
fyrirlögn lokaprófa í áföngum.
Margoft hafi gerst að nemendur
ljúki fleirum en einum áfanga í
viðkomandi grein á önn. „Ég held
að metið, 48 einingar á önn, hafi
ekki enn verið slegið utan múra,
a.m.k. ekki í FSU,“ segir Ingi.
Ritstjórar Hraunbúans eru
Rúnar Ben Maitsland og Sigur-
björn S.G.
35 fangar stunda nám
í skóla Litla-Hrauns KOLBRÚN Ólafsdóttir lögfræð-
ingur verður aðstoðarmaður Sivjar
Friðleifsdóttur í heilbrigðisráðu-
neytinu, en Siv tók sem kunnugt er
við embættinu í marsbyrjun af Jóni
Kristjánssyni.
Kolbrún, sem tekur við starfinu
1. maí nk., hefur starfað sem
fulltrúi hjá lögreglustjóranum í
Reykjavík frá árinu 2002 en þar á
undan starfaði hún sem fulltrúi hjá
sýslumanninum á Eskifirði. Hún er
fædd árið 1971 og útskrifaðist frá
lagadeild Háskóla Íslands árið
1999. Kolbrún hefur verið varafor-
maður Félags ungra framsókn-
armanna í Reykjavík suður frá
árinu 2003, ritstjóri Sambands
ungra framsóknarmanna 2003–
2005, formaður Varðbergs 2004–
2005 og setið í framkvæmdastjórn
Landssambands framsóknarkvenna
frá 2003 og verið varaformaður frá
2005.
Sæunn Stefánsdóttir viðskipta-
fræðingur hefur gegnt embætti að-
stoðarmanns heilbrigðisráðherra
en hún færir sig um set og verður
aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar
í félagsmálaráðuneytinu.
Nýr aðstoðar-
maður heilbrigð-
isráðherra