Morgunblaðið - 18.04.2006, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Farðu yfir það sem þú hefur reynt að
koma á framfæri, til þess að tryggja að
enginn hafi misst af neinu. Túlkanir á
orðum þínum eru mjög mismunandi,
sem bæði reynist skemmtilegt og
gremjulegt, allt eftir því hvað tímanum
líður.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hlutverk þitt sem klappstýru ræður úr-
slitum um velgengni ástvinar. Hvað
þinn árangur varðar veltur hann alfarið
á því hversu vel þú fylgir viðfangsefnum
þínum eftir í dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Breska poppstjarnan Natasha Bedd-
ingfield minnir okkur á að það sem á eft-
ir kemur er enn óskrifað blað. Þau orð
gætu hafa verið skrifuð fyrir tvíburann
því svo virðist sem örlög hans séu í
höndum æðri máttarvalda í dag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Spurðu sjálfan þig hver búi til vænting-
arnar sem þú þarft að uppfylla frá degi
til dags; langa verkefnalistann, hinar
stjarnfræðilegu kröfur. Svo, það er þú!
Prófaðu að hrista þær af þér í dag. Þér
lætur best að gera sem minnst í bili.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Kannski er ljónið ekki jafn mikið við
stjórnvölinn og það telur sig vera. Lífið
er eins og listin og betra að leiða en
stýra. Þannig færðu líka meiri aðstoð
frá hinum óséðu öflum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Lukka (Felicity) er meira en sérstakt
kvenmannsnafn, það er yndislegt lífs-
viðhorf. Himintunglin hvetja meyjuna
til þess að tileinka sér hamingjuna.
Kannski færðu meira að segja að upp-
lifa gleði biðukollunnar, þar sem hún
feykist í vindinum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin þarf á innleggi annarra að halda í
kvöld, til þess að vita hvernig hún á
horfa á sjálfa sig. Það er miklu mikil-
vægara að blanda geði en maður heldur.
Heimurinn er spegill sálar þinnar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Milli þín og samstarfsmanns eru ósögð
orð sem best er að verði látin kyrr
liggja. Þagmælska er ekkert mál fyrir
þig, en kannski þarftu að biðja hina
manneskjuna um að gæta leyndar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þín útgáfa af tiltekinni sögu er sú allra
brjálaðasta. Hún er líka sú skemmtileg-
asta og það sem skrýtnara er, sú sann-
asta. Vertu því jafn mikill og þér sýnist
þegar þú segir hana.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitinni berst aðstoð úr öðrum
víddum, hvort sem hún trúir á þær eða
ekki. Líklega ekki. Það skiptir hjálp-
armenn þína engu máli. Þeir eru hollir
þér hvort eð er.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn er forvitinn um gangverk
tiltekins reksturs, en ekki á opineygan
og saklausan máta. Undir niðri býr til-
gangur. Hann vill læra allt sem hann
getur til þess að geta sett saman sína
eigin velgengniformúlu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hlutirnir sem virðast mikilvægir eru
það ekki og hið sama gildir um það sem
virðist töfrandi, áhugavert og brýnt.
Töfrarnir búa í framtaki sem er bæði
látlaust og einfalt.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Þessa dagana er mikið um
forvitnilega afstöðu í him-
ingeimnum. Það er engu
líkara en að kliður fari um plánetuhóp-
inn, eins og meðal þorpsbúa sem bíða eft-
ir konungi sínum. Hennar hátign, sólin,
fer í merki nautsins á morgun og byrjar
strax að útdeila verkefnum til allra sem
eru í augsýn. Orka nautsins er ákveðin
og fastheldin, svo jaðrar við þrjósku.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 fyllir þverúð, 8
ferma, 9 sjávarrót, 10
streð, 11 sakleysi, 13
fugls, 15 sverðs, 18 þvo,
21 frístund, 22 gorti, 23
styrkir, 24 spaugilegt.
Lóðrétt | 2 ástæða, 3
falla, 4 bera á, 5 starfið, 6
kássa, 7 frjáls, 12 þegar,
14 stormur, 15 ástand, 16
duglegur, 17 verk, 18
hvell, 19 griðlaus, 20
hina.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bræla, 4 kúgar, 7 nýtni, 8 tígur, 9 nei, 11 asni,
13 bana, 14 lindi, 15 þjál, 17 körg, 20 urg, 22 skart, 23
rægir, 24 rúnar, 25 forði.
Lóðrétt: 1 benja, 2 ættin, 3 alin, 4 kuti, 5 gegna, 6 rýrna,
10 Einar, 12 ill, 13 bik, 15 þusar, 16 áraun, 18 öfgar, 19
gervi, 20 utar, 21 gröf.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Tónlist
Langholtskirkja | Skagfirska söngsveitin í
Reykjavík heldur vortónleika í Langholts-
kirkju sumardaginn fyrsta, 20. apríl, og
laugardaginn 22. apríl, báða dagana kl. 17.
Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Ein-
söngvarar: Jóhann Friðgeir Valdimarsson
tenór og Baldvin Júlíusson bassi. Að-
gangseyrir 1.800 kr.
Myndlist
Anima gallerí | Helga Egilsdóttir, huginn.
Sýningin stendur til 23. apríl. Gallerí Anima
er opið 12–17 fim., fös. og lau.
Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson –
Íslandsmyndir. Til 5. maí.
Eden, Hveragerði | Ingunn Jensdóttir með
myndlistarsýningu til 23. apríl.
Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður
þráður. Myndirnar á sýningunni eru ellefu
talsins og eru þær raunverulegar myndir
úr mannlífinu, málaðar með blandaðri
tækni – akrýl á striga. Til 19. maí.
Gallerí Galíleó | Ljósenglar. Myndlist-
arkonan Svala Sóleyg sýnir olíumálverk
sem eru að uppistöðu englamyndir og verk
með trúarlegu ívafi í tilefni páskanna. Til
26. apríl.
Gallerí Humar eða frægð! | Við krefjumst
fortíðar! sýning á vegum Leikminjasafns
Íslands um götuleikhópinn Svart og syk-
urlaust. Ljósmyndir, leikmunir, kvikmynda-
sýningar. Opið kl. 12–17 laugardaga, 12–19
föstudaga og 12–18 aðra virka daga.
Gallerí Húnoghún | Þorvaldur Óttar Guð-
laugsson með sýningu sína á fjöllum úr áli
til 5. maí.
Gallerí Sævars Karls | Pétur Halldórsson
til 19. apríl. Abstrakt, meta–náttúra, veðruð
skilaboð, plokkaðir fletir, mjötviður mær
undir.
Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson er með sýn-
ingu á hestamálverkum til 7. maí. Opið alla
daga frá kl. 14–18.
Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig-
urðardóttur, myndbönd frá tískusýningum,
ljósmyndir o.fl. Sýninguna og Sjónþingið
má einnig skoða á www.siminn.is/steinunn.
Sýningin stendur til 30. apríl. Opið mán. og
þrið. kl. 11–17, mið. 11–21, fim. og fös. 11–17 og
kl. 13–16 um helgar.
Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu-
listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir
málverk í Boganum. Til 30. apríl.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum
Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines.
Þetta er hluti af myndaröð sem enn er í
vinnslu. Myndirnar eru unnar á striga og
pappír á óhefðbundinn hátt. Unnið er með
spagettí og „graffiti“ úða. Sýningin stend-
ur til 6. okt.
Ketilhúsið Listagili | Soffía Sæmunds-
dóttir myndlistarmaður með einkasýningu
og sýnir málverk á tré, striga og pappír
unnin á undanförnum árum. Opið alla daga
nema mán. frá 13–17 til 30. apríl.
Listasafn ASÍ | Í Ásmundarsal er Anna Jó-
elsdóttir með innsetningu stórra, lítilla, ör-
smárra, ferhyrndra, sporöskjulaga og þrí-
víðra verka. Ásta Ólafsdóttir sýnir í Gryfju
og Arinstofu ljósmyndir, myndbandsverk
o.fl. frá ferðalagi sínu um Afríkuríkið Malí.
Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick –
Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfar-
ar. Safnið er opið alla daga nema mánu-
daga 12–15.
Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal –
Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar-
inbjarnar – Máttur litarins og spegill tím-
ans. Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safn-
búð – opið eins og safnið.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tær-
leikar – Samsýning listamannanna Elinu
Brotherus, Rúrí og Þórs Vigfússonar. Opið
kl. 11–17 þrið.–sun. Til 23. apríl. Safnbúð og
kaffistofa.
Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin
Náttúrurafl er samsýning 11 listamanna þar
sem viðfangsefnið er náttúra Íslands. Mál-
verk, skúlptúrar, vefnaður og grafíkmyndir.
Verkin eru í eigu Listasafns Íslands. Opið
kl. 13–17.30.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn-
ing á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré,
leir, stein, brons, og aðra málma – og
hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum
efnum. Til 30. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Á sýn-
ingunni má sjá ýmis verk Erró frá barns-
aldri þar til hann hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu á Íslandi í Listamannaskálanum árið
1957. Öll verkin á sýningunni eru úr Erró-
safni Listasafns Reykjavíkur og gefa
áhugaverða mynd af hæfileikaríkum og
vinnusömum ungum manni. Til 23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | AF-
sprengi HUgsunar – Sprengiverk Guðjóns
Bjarnasonar. Guðjón er kunnur fyrir öflug
verk sín þar sem hann sprengir sundur
stálrör og stillir brotunum saman á nýjan
leik. Á sýningunni getur að líta nýja nálgun
Guðjóns við viðfangsefni sitt sem hann
vinnur í ólíka miðla. Til 23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar
Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar
sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Sýningin stendur til 3. desem-
ber.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja &
Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons-
eptlistamenn heimsins í dag. Á sýningunni
vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum
sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti
sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn-
arhússins. Sýningin stendur til 5. júní.
Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds-
dóttir með málverkasýninguna Vinir og
vandamenn. Sýningin stendur til og með 1.
maí. Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11–
18.
Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning
Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl.
10–17, nema föstudaga og stendur til 7.
maí.
Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar árlegu
vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands
og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú
yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli.
Þátttakendur sýningarinnar eru útskrift-
arnemendur frá myndlistardeild LHÍ ásamt
erlendum listnemum. Til 29. apríl.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og
verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar
á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for-
réttinda að nema myndlist erlendis á síð-
ustu áratugum 19. aldar og upp úr alda-
mótum. En engin þeirra gerði myndlist að
ævistarfi.
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hol-
lenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru af-
rakstur af ferðum hans um Ísland.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema
mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl-
unarsýning, minjagripir og fallegar göngu-