Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK Páskamyndin í ár Ein stærsta opnun allra tíma í USA ! 18.000 manns á aðeins 6 dögum! Stærsta opnun á teiknimynd frá upphafi á Íslandi! eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl Firewall kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 ára V for Vendetta kl. 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára The Matador kl. 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára Blóðbönd kl. 6 og 8 Basic Instinct 2 kl. 10 b.i. 16 ára Lassie kl. 6 eee - VJV topp5.is eee - SV mbl eeee - S.K. - DV Með hinum eina sanna Harrison Ford. Mögnuð spennumynd frá byrjun til enda. Ekkert er hættulegra en maður sem er um það bil að missa allt FIREWALL kl. 8 - 10 WOLF CREEK kl. 8 - 10 bi 16 ára WHEN A STRANGER CALLS kl. 10 b.i. 16 ára ÍSÖLD 2 m/Ísl. tali kl. 8 WOLF CREEK kl. 10 b.i. 16 ára PINK PANTHER kl. 8 OFBELDI, grimmd og allsherjar ljótleiki ræður ferðinni í Running Scared, enda persónurnar flestar rotnar inn að beini. Spilltir lög- reglumenn, mafíugengi og rúss- neskar glæpaklíkur. Höfundinum, Wayne Kramer (á m.a. að baki hina athyglisverðu The Cooler (‘03)), tekst þó að dempa vibbann og gera hann dálítið áhugaverðan með groddasjarma af tarantínskum ætt- um, frábærum leikhópi og tveimur ferskum og öðruvísi persónum sem brjóta upp ofbeldisæðið. Running Scared verður aldrei þægileg áhorfs, til þess er leikurinn ekki gerður, hinsvegar lúrir hún á kost- um sem finnast ekki í mörgum dýr- ari átakamyndum, þó leitað sé með logandi ljósi. Joey (Walker), er peð í glæpa- gengi í New Jersey sem verður fyr- ir árás grímuklæddra innbrots- manna. Joey og félagar hans ná að snúa atburðarásinni sér í hag og koma árásarmönnunum fyrir katt- arnef. Þá kemur í ljós að þeir eru dulbúnir lögreglumenn og fær Joey það hlutverk að láta morðvopnin hverfa. Áður en til þess kemur rænir Oleg (Bright), níu ára vinur sonar hans, einni byssunni. Hann er næsti nágranni þeirra, stjúpson- ur Anzors (Roden), rússnesks krimma og erkiþrjóts sem gengur í skrokk á Oleg litla og móður hans. Oleg litli stelur byssunni til að drepa fólkið. Þar með fer í gang næturlöng at- burðarás á öngstrætum slömm- hverfa borgarinnar. Byssan, morð- vopnið, sem allir leita að, þó einkum Joey og lögreglan, gengur manna í millum og lendir um sinn í höndum hinna litríkustu persóna í mannsoranum sem er forvitnilegur í bland. Þau sem rísa upp úr honum eru Oleg og Teresa (Farmiga), eig- inkona Joeys, vænsta mamma sem reynist drífandi við margt fleira en barnauppeldi og húsverkin þegar upp koma óvæntar og hrikalegar aðstæður. Kaflinn, þegar hún bjargar Oleg litla úr höndum barnaníðinga, er nánast einn þess virði að sjá í annars misjafnri mynd þar sem Kramer reynir að troða of mörgum hliðarsögum, persónum og uppgjörum í bullandi óðagot og djöfulskap framvindunnar. Leikurinn er ekki aðeins trúverð- ugur heldur minnisstæður hvað snertir Farmigu og hinn undra- verða drengsnáða, Bright. Það kemur ekki á óvart að Scorsese hefur valið Farmigu til að fara með eitt aðalhlutverk næstu myndar sinnar og Bright er meðal leikenda í X-Men: The Last Stand, sem verður frumsýnd í næsta mánuði. Nokkrir gamlir kunningjar skjóta upp kollinum, m.a. John Noble (Hringadróttinssaga), Tékkinn Roden (The Bourne Supremacy), og leikritaskáldið Chazz Palminteri. Jafnvel Walker er slarkfær, þótt hann sé ekki beinlínis sligaður af hæfileikum. Running Scared er ekki fyrir við- kvæma, hún er ljót og ósvífin, börn á veraldarvolki innan um ótínt mannsorpið, ofbeldið og ómennskan takmarkalaus og endirinn er við það að draga myndina niður um stjörnu. Hins vegar kann Kramer að stilla upp einkar áhugaverðum leikhópi og nokkrar svipmyndir í þessum sagnabálki frá víti eru kraftmeiri og forvitnilegri en mörg bíómyndin. Óðagot og groddasjarmi KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjóri: Wayne Kramer. Aðalleikarar: Paul Walker, Cameron Bright, Vera Far- miga, Karel Roden, Johnny Messner, Alex Neuberger, Chazz Palminteri. 122 mín. Þýskaland/Bandaríkin 2006. Running Scared  „Ofbeldi, grimmd og allsherjar ljótleiki ræður ferðinni í Running Scared,“ segir Snæbjörn meðal annars í dómnum. Sæbjörn Valdimarsson HEIMA, að heiman er yf- irskrift á sýningu sem var opn- uð síðastliðinn miðvikudag í Galleríi Gyllinhæð á Laugavegi 23. Um er að ræða þverfaglega sýningu þar sem listfræðinem- ar við Háskóla Íslands og myndlistarnemar í Listahá- skóla Íslands sameina krafta sína. Sýningin er lokaverkefni námskeiðs sem ber heitið Sýn- ingargerð og sýningarstjórn. Á sýningunni má sjá verk tuttugu lisamanna sem unnu út frá þemanu Heima, að heiman. Þessi hugmynd um að vera heima eða að heiman spratt út frá þeirri staðreynd að lista- fólkið er fjölþjóðlegur hópur. Ásamt íslenskum námsmönnum LHÍ sýna skiptinemar, t.d. frá Ástralíu, Þýskalandi, Banda- ríkjunum, Hollandi og Frakk- landi. Sýningin stendur til 23. apríl og verður opin frá klukkan 14 til 18 fimmtudag til sunnudags. Opnun | Heima, að heiman í Galleríi Gyllinhæð Fjölþjóðlegur hópur listamanna Morgunblaðið/Sverrir Jenni Ritola, Saara Kumpulainen og Jonna Yli-Jylhä litu inn í Gyllinhæð. Sarah Gerats og Bergrún Íris Sævarsdóttir skemmtu sér vel á opnuninni. Markús Már Efraím og Leó Stefánsson voru spekingslegir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.