Morgunblaðið - 27.04.2006, Page 2

Morgunblaðið - 27.04.2006, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 www.ru.is METNAÐARFULLT OG NÚTÍMALEGT LAGANÁM MARKVISST NÁM – MEIRI MÖGULEIKAR Umsóknarfrestur er til 29. maí. Allar nánari upplýsingar á www.ru.is og hjá námsráðgjöfum í síma 599 6200. ÍBÚÐALÁN MINNKA Íbúðalán viðskiptabankanna þriggja hafa dregist saman um tæp- an helming á fyrsta ársfjórðungi, miðað við sama tímabil í fyrra. Hærri vextir og breyttar horfur í efnahagsmálum virðast aðalorsökin. Vilja endurskoðun Endurskoða þarf lög um almanna- tryggingar og auka þarf möguleika öryrkja og eldri borgara á atvinnu- þátttöku. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Landssambands eldri borgara, Þroskahjálpar og 30 aðild- arfélaga ÖBÍ. 19,1 milljarðs hagnaður Hagnaður Straums-Burðaráss fjárfestingabanka á fyrsta ársfjórð- ungi 2006 eftir skatta var 19,1 millj- arður króna, sem er 317% hækkun miðað við fyrsta ársfjórðung 2005. Heildareignir bankans hafa aukist um 202%. Hóta gagnárásum Íranskir leiðtogar voru ómyrkir í máli í gær og sögðu að gerðu Banda- ríkjamenn árás vegna deilnanna um kjarnorkutilraunir Írana myndi verða svarað með árásum á Banda- ríkjamenn og eignir þeirra um allan heim. Vesturveldin óttast að mark- mið tilraunanna sé að smíða kjarn- orkusprengju. Ajatollah Ali Kham- enei, voldugasti maður Írans, sagði Írana reiðubúna að deila kjarn- orkuþekkingu sinni með öðrum. Hvítir mega kaupa jarðir Einn af ráðherrum í stjórn Ro- berts Mugabe, forseta Zimbabwe, sagði í gær að hvítum bændum yrði á ný gefinn kostur á að kaupa jarðir sem teknar voru af þeim fyrir nokkrum árum og afhentar blökku- mönnum. Efnahagur ríkisins er á heljarþröm vegna brotthvarfs hvítu bændanna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Fréttaskýring 8 Bréf 42 Úr verinu 16 Minningar 45/51 Erlent 18/19 Brids 52 Minn staður 20 Hestar 55 Höfuðborgin 22 Myndasögur 56 Akureyri 22 Dagbók 58/61 Suðurnes 23 Víkverji 56 Landið 24/25 Staður&stund 58/59 Austurland 24/25 Leikhús 60 Daglegt líf 28/29 Bíó 62/65 Menning 30, 60/65 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 31/44 Veður 67 Forystugrein 34 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %             &         '() * +,,,                         ALLAR líkur eru á að kjarasamn- ingar verði í uppnámi í haust vegna ástandsins í efnahagsmálum að því er fram kemur í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands sem sam- þykkt var í gær, en þar er lýst áhyggjum vegna óstöðugleika í efna- hagsmálum og gerð krafa til þess að ríkisstjórnin axli nú þegar ábyrgð á efnahagsstjórninni og leggi fram raunhæfar tillögur til úrbóta. Gríðarlega alvarlegt Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði að hér ríkti efnahagslegur óstöðugleiki og ef stjórnvöld teldu að það væri í lagi væru kjarasamningar í uppnámi. „Þetta eru ekki þær forsendur sem stöðugleikastefnan byggist á. Það þarf að vera stöðugleiki í afkomu fólks og fyrirtækja og þetta er ekki það,“ sagði Gylfi. Hann bættti því við að málið væri gríðarlega alvarlegt að mati ASÍ. „Vissulega liggja í þessu einnig ákveðin vonbrigði með viðbrögð for- sætisráðherra í gær (í fyrradag) á fundi Samtaka atvinnulífsins að eini vandinn sé sá að við kunnum ekki að lesa í hagtölur,“ sagði Gylfi einnig. Í ályktun miðstjórnar segir enn- fremur: „Gengissveiflur hafa verið miklar, viðskiptahalli í sögulegu há- marki, einkaneysla mikil og fjárfest- ingar miklar. Þessi óstöðugleiki hef- ur leitt til þess að verðbólgan hefur verið óviðunandi um nokkuð langt skeið og verðbólguhorfur eru slæm- ar fyrir næstu misseri. Afleiðingin er sú að kaupmáttur launa margra heimila dregst saman og greiðslu- byrði lána vex hratt. Allar líkur eru því á að kjarasamningar verði í upp- námi í haust.“ Hagstjórnin brugðist Síðan segir að einsýnt sé að núver- andi hagstjórn hafi brugðist. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi frekar ýtt undir verðbólgu en haml- að gegn henni. „Illa tímasettar breytingar á íbúðalánakerfinu og illa tímasettar skattalækkanir hafa auk- ið á þensluna og ójafnvægið í hag- kerfinu. Seðlabankinn hefur einn setið uppi með ábyrgðina á hag- stjórninni og hann hefur beitt þeim úrræðum sem hann hefur. Niður- staðan er þekkt; háir vextir, miklar gengissveiflur og allt of mikil verð- bólga. Slík hagstjórn dugar ekki til að treysta og undirbyggja nauðsyn- legan stöðugleika. Sveiflur í afkomu- skilyrðum fólks og fyrirtækja eru of miklar til að það geti samrýmst stöð- ugleikastefnunni. Framvinda efnahagsmála ræðst mikið af trúverðugleika hagstjórnar- innar næstu mánuði og misseri. Mið- stjórn ASÍ gerir þá kröfu til ríkis- stjórnarinnar að hún axli þegar ábyrgð á ástandi efnahagsmála og leggi fram raunhæfar tillögur til úr- bóta,“ segir einnig. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands átelur stjórn efnahagsmála Allar líkur á að samn- ingar verði í uppnámi Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Í FORSETAHEIMSÓKNINNI til Austur-Skaftafells- sýslu tóku nemendur við Hrollaugsstaðaskóla vel á móti forsetahjónunum en skólinn er með þeim allra fá- mennustu á landinu. Fámennt og góðmennt þar á bæ og fór vel á því að fá hópmynd í kennslustofunni. For- setahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mouss- aieff heimsóttu Austur-Skaftfellinga í gær og fyrradag. Forsetahjónin komu víða við í heimsókn sinni og sóttu meðal annars heim Egil Jónsson, fyrrv. alþingismann, á Seljavöllum. Þannig vill til að á Seljavöllum er haldin kýr sem nefnd er í höfuðið á forsetafrúnni. Var kusa því heimsótt og lét sér allvel líka nærveru Dorritar. Morgunblaðið/Kristinn Tóku vel á móti forsetahjónunum MAÐURINN sem lést þegar hann varð undir dráttarvél á bænum Krossvík í Vopnafirði hét Björn Sigmarsson. Björn, sem var frá Krossvík, bjó að Sundabúð 2, Vopnafirði. Hann var fæddur árið 1919. Hann lætur eftir sig eigin- konu og tvo syni. Lést af slysförum MAGNÚS Kristinsson mun að nýju taka við embætti varaformanns stjórnar Straums-Burðaráss Fjár- festingabanka eftir stjórnarfund hjá félaginu síðdegis í gær. Eggert Magnússon mun því láta af embætt- inu og gegna hlutverki almenns stjórnarmanns. Eftir fundinn lét Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnarinn- ar, frá sér fara eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Vegna umróts á íslenskum fjár- málamarkaði á undanförnum vikum og óheppilegrar opinberrar umræðu um málefni stjórnar félagsins hefur stjórn Straums-Burðaráss Fjárfest- ingabanka hf. komist einróma að samkomulagi um að færa verkaskipt- ingu stjórnar til fyrra horfs frá því fyrir aðalfund félagsins þann 3. mars sl. Að öðru leyti verður ekki fjallað um innri mál stjórnar félagsins í fjöl- miðlum.“ Ágreiningur kom upp innan stjórn- ar Straums-Burðaráss Fjárfestinga- banka við kjör varaformanns stjórnar félagsins á stjórnarfundi, sem haldinn var strax að afloknum aðalfundi fé- lagsins hinn 3. mars sl. Magnús Krist- insson útgerðarmaður, sem verið hafði varaformaður stjórnar, var ekki endurkjörinn varaformaður heldur var á fundinum gerð tillaga um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, tæki sæti varaformanns í hans stað. Magnús greiddi atkvæði á móti og gagnrýndi að fundi loknum hvernig staðið var að undirbúningi hans. Samkvæmt niðurstöðu fundarins í gær mun Magnús, eins og áður segir, taka að nýju við sæti varaformanns stjórnarinnar. Magnús varaformaður Straums að nýju Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson fékk gullverðlaun fyrir Egils Lite bjór í heimsmeistarakeppni bjórteg- unda í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Keppnin heitir World Beer Cup 2006 og hefur verið haldin af Sambandi bandarískra bjórfram- leiðenda frá 1996. Athygli vakti að Egils Lite skaut Foster’s ref fyrir rass í sínum flokki en ástralski bjór- risinn fékk silfurverðlaunin. 109 manns frá 18 löndum fengu það hlutverk að dæma 2.221 bjórtegund frá 540 framleiðendum í 56 löndum. Guðmundur Mar Magnússon, brugg- meistari Ölgerðarinnar, hefur haft veg og vanda af þróun Egils Lite. Egils Lite vann gull í Banda- ríkjunum Vörðust allra frétta Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar í bandarísku viðræðu- nefndinni koma til fundarins í gær. VIÐRÆÐUR íslenskra og banda- rískra stjórnvalda um varnarsam- starf ríkjanna hófust aftur í gær eftir nokkurt hlé, en þar er farið yfir það hvernig vörnum Íslands verði háttað eftir að herinn fer af landi brott í haust. Nefndarmenn vörðust allra frétta af viðræðunum, en þeim verð- ur haldið áfram í dag. Sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi, Carol van Voorst, fer fyrir sendinefnd Bandaríkjanna, en í henni er einnig James Townsend sem fer fyrir NATO-samstarfi í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.