Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 www.ru.is METNAÐARFULLT OG NÚTÍMALEGT LAGANÁM MARKVISST NÁM – MEIRI MÖGULEIKAR Umsóknarfrestur er til 29. maí. Allar nánari upplýsingar á www.ru.is og hjá námsráðgjöfum í síma 599 6200. ÍBÚÐALÁN MINNKA Íbúðalán viðskiptabankanna þriggja hafa dregist saman um tæp- an helming á fyrsta ársfjórðungi, miðað við sama tímabil í fyrra. Hærri vextir og breyttar horfur í efnahagsmálum virðast aðalorsökin. Vilja endurskoðun Endurskoða þarf lög um almanna- tryggingar og auka þarf möguleika öryrkja og eldri borgara á atvinnu- þátttöku. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Landssambands eldri borgara, Þroskahjálpar og 30 aðild- arfélaga ÖBÍ. 19,1 milljarðs hagnaður Hagnaður Straums-Burðaráss fjárfestingabanka á fyrsta ársfjórð- ungi 2006 eftir skatta var 19,1 millj- arður króna, sem er 317% hækkun miðað við fyrsta ársfjórðung 2005. Heildareignir bankans hafa aukist um 202%. Hóta gagnárásum Íranskir leiðtogar voru ómyrkir í máli í gær og sögðu að gerðu Banda- ríkjamenn árás vegna deilnanna um kjarnorkutilraunir Írana myndi verða svarað með árásum á Banda- ríkjamenn og eignir þeirra um allan heim. Vesturveldin óttast að mark- mið tilraunanna sé að smíða kjarn- orkusprengju. Ajatollah Ali Kham- enei, voldugasti maður Írans, sagði Írana reiðubúna að deila kjarn- orkuþekkingu sinni með öðrum. Hvítir mega kaupa jarðir Einn af ráðherrum í stjórn Ro- berts Mugabe, forseta Zimbabwe, sagði í gær að hvítum bændum yrði á ný gefinn kostur á að kaupa jarðir sem teknar voru af þeim fyrir nokkrum árum og afhentar blökku- mönnum. Efnahagur ríkisins er á heljarþröm vegna brotthvarfs hvítu bændanna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Fréttaskýring 8 Bréf 42 Úr verinu 16 Minningar 45/51 Erlent 18/19 Brids 52 Minn staður 20 Hestar 55 Höfuðborgin 22 Myndasögur 56 Akureyri 22 Dagbók 58/61 Suðurnes 23 Víkverji 56 Landið 24/25 Staður&stund 58/59 Austurland 24/25 Leikhús 60 Daglegt líf 28/29 Bíó 62/65 Menning 30, 60/65 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 31/44 Veður 67 Forystugrein 34 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %             &         '() * +,,,                         ALLAR líkur eru á að kjarasamn- ingar verði í uppnámi í haust vegna ástandsins í efnahagsmálum að því er fram kemur í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands sem sam- þykkt var í gær, en þar er lýst áhyggjum vegna óstöðugleika í efna- hagsmálum og gerð krafa til þess að ríkisstjórnin axli nú þegar ábyrgð á efnahagsstjórninni og leggi fram raunhæfar tillögur til úrbóta. Gríðarlega alvarlegt Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði að hér ríkti efnahagslegur óstöðugleiki og ef stjórnvöld teldu að það væri í lagi væru kjarasamningar í uppnámi. „Þetta eru ekki þær forsendur sem stöðugleikastefnan byggist á. Það þarf að vera stöðugleiki í afkomu fólks og fyrirtækja og þetta er ekki það,“ sagði Gylfi. Hann bættti því við að málið væri gríðarlega alvarlegt að mati ASÍ. „Vissulega liggja í þessu einnig ákveðin vonbrigði með viðbrögð for- sætisráðherra í gær (í fyrradag) á fundi Samtaka atvinnulífsins að eini vandinn sé sá að við kunnum ekki að lesa í hagtölur,“ sagði Gylfi einnig. Í ályktun miðstjórnar segir enn- fremur: „Gengissveiflur hafa verið miklar, viðskiptahalli í sögulegu há- marki, einkaneysla mikil og fjárfest- ingar miklar. Þessi óstöðugleiki hef- ur leitt til þess að verðbólgan hefur verið óviðunandi um nokkuð langt skeið og verðbólguhorfur eru slæm- ar fyrir næstu misseri. Afleiðingin er sú að kaupmáttur launa margra heimila dregst saman og greiðslu- byrði lána vex hratt. Allar líkur eru því á að kjarasamningar verði í upp- námi í haust.“ Hagstjórnin brugðist Síðan segir að einsýnt sé að núver- andi hagstjórn hafi brugðist. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi frekar ýtt undir verðbólgu en haml- að gegn henni. „Illa tímasettar breytingar á íbúðalánakerfinu og illa tímasettar skattalækkanir hafa auk- ið á þensluna og ójafnvægið í hag- kerfinu. Seðlabankinn hefur einn setið uppi með ábyrgðina á hag- stjórninni og hann hefur beitt þeim úrræðum sem hann hefur. Niður- staðan er þekkt; háir vextir, miklar gengissveiflur og allt of mikil verð- bólga. Slík hagstjórn dugar ekki til að treysta og undirbyggja nauðsyn- legan stöðugleika. Sveiflur í afkomu- skilyrðum fólks og fyrirtækja eru of miklar til að það geti samrýmst stöð- ugleikastefnunni. Framvinda efnahagsmála ræðst mikið af trúverðugleika hagstjórnar- innar næstu mánuði og misseri. Mið- stjórn ASÍ gerir þá kröfu til ríkis- stjórnarinnar að hún axli þegar ábyrgð á ástandi efnahagsmála og leggi fram raunhæfar tillögur til úr- bóta,“ segir einnig. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands átelur stjórn efnahagsmála Allar líkur á að samn- ingar verði í uppnámi Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Í FORSETAHEIMSÓKNINNI til Austur-Skaftafells- sýslu tóku nemendur við Hrollaugsstaðaskóla vel á móti forsetahjónunum en skólinn er með þeim allra fá- mennustu á landinu. Fámennt og góðmennt þar á bæ og fór vel á því að fá hópmynd í kennslustofunni. For- setahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mouss- aieff heimsóttu Austur-Skaftfellinga í gær og fyrradag. Forsetahjónin komu víða við í heimsókn sinni og sóttu meðal annars heim Egil Jónsson, fyrrv. alþingismann, á Seljavöllum. Þannig vill til að á Seljavöllum er haldin kýr sem nefnd er í höfuðið á forsetafrúnni. Var kusa því heimsótt og lét sér allvel líka nærveru Dorritar. Morgunblaðið/Kristinn Tóku vel á móti forsetahjónunum MAÐURINN sem lést þegar hann varð undir dráttarvél á bænum Krossvík í Vopnafirði hét Björn Sigmarsson. Björn, sem var frá Krossvík, bjó að Sundabúð 2, Vopnafirði. Hann var fæddur árið 1919. Hann lætur eftir sig eigin- konu og tvo syni. Lést af slysförum MAGNÚS Kristinsson mun að nýju taka við embætti varaformanns stjórnar Straums-Burðaráss Fjár- festingabanka eftir stjórnarfund hjá félaginu síðdegis í gær. Eggert Magnússon mun því láta af embætt- inu og gegna hlutverki almenns stjórnarmanns. Eftir fundinn lét Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnarinn- ar, frá sér fara eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Vegna umróts á íslenskum fjár- málamarkaði á undanförnum vikum og óheppilegrar opinberrar umræðu um málefni stjórnar félagsins hefur stjórn Straums-Burðaráss Fjárfest- ingabanka hf. komist einróma að samkomulagi um að færa verkaskipt- ingu stjórnar til fyrra horfs frá því fyrir aðalfund félagsins þann 3. mars sl. Að öðru leyti verður ekki fjallað um innri mál stjórnar félagsins í fjöl- miðlum.“ Ágreiningur kom upp innan stjórn- ar Straums-Burðaráss Fjárfestinga- banka við kjör varaformanns stjórnar félagsins á stjórnarfundi, sem haldinn var strax að afloknum aðalfundi fé- lagsins hinn 3. mars sl. Magnús Krist- insson útgerðarmaður, sem verið hafði varaformaður stjórnar, var ekki endurkjörinn varaformaður heldur var á fundinum gerð tillaga um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, tæki sæti varaformanns í hans stað. Magnús greiddi atkvæði á móti og gagnrýndi að fundi loknum hvernig staðið var að undirbúningi hans. Samkvæmt niðurstöðu fundarins í gær mun Magnús, eins og áður segir, taka að nýju við sæti varaformanns stjórnarinnar. Magnús varaformaður Straums að nýju Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson fékk gullverðlaun fyrir Egils Lite bjór í heimsmeistarakeppni bjórteg- unda í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Keppnin heitir World Beer Cup 2006 og hefur verið haldin af Sambandi bandarískra bjórfram- leiðenda frá 1996. Athygli vakti að Egils Lite skaut Foster’s ref fyrir rass í sínum flokki en ástralski bjór- risinn fékk silfurverðlaunin. 109 manns frá 18 löndum fengu það hlutverk að dæma 2.221 bjórtegund frá 540 framleiðendum í 56 löndum. Guðmundur Mar Magnússon, brugg- meistari Ölgerðarinnar, hefur haft veg og vanda af þróun Egils Lite. Egils Lite vann gull í Banda- ríkjunum Vörðust allra frétta Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar í bandarísku viðræðu- nefndinni koma til fundarins í gær. VIÐRÆÐUR íslenskra og banda- rískra stjórnvalda um varnarsam- starf ríkjanna hófust aftur í gær eftir nokkurt hlé, en þar er farið yfir það hvernig vörnum Íslands verði háttað eftir að herinn fer af landi brott í haust. Nefndarmenn vörðust allra frétta af viðræðunum, en þeim verð- ur haldið áfram í dag. Sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi, Carol van Voorst, fer fyrir sendinefnd Bandaríkjanna, en í henni er einnig James Townsend sem fer fyrir NATO-samstarfi í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.