Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EF einhver á meira en 25% eign-
arhlut í 365 miðlunum verður við-
komandi að minnka eignarhlut sinn.
Þetta segir Páll Hreinsson, lagapró-
fessor og formaður nefndar sem
samdi frumvarp um fjölmiðla sem
kynnt var í vikunni. Þetta leiði af
frumvarpinu en það var unnið í sam-
ræmi við þá pólitísku sátt sem náðist
á síðasta ári í fjölmiðlanefndinni.
Það sé hins vegar hægt að færa
eignarhluti á milli fyrirtækja og
dreifa þannig eignarhaldinu að það
standist ákvæði frumvarpsins.
Þegar fjölmiðlaskýrslan var sam-
in fyrir einu ári var gerð úttekt á
fjölmiðlamarkaðinum og eignarhaldi
á fyrirtækjum sem eiga fjölmiðla.
Páll sagði að eignarhald á fjölmiðl-
um hefði breyst síðan, en ný úttekt á
stöðinni hefði ekki verið gerð áður
en nýtt frumvarp var lagt fram nú.
Hann sagði að hafa yrði í huga að
frumvarpið gerði ráð fyrir tveggja
ára aðlögunartíma eftir að það verð-
ur að lögum.
Í kafla frumvarpsins um eignar-
hald er fjallað um skylda aðila og
vísað í ákvæði samkeppnislaga, en
þar er fjallað um tvö þekkt hugtök í
samkeppnisrétti, annars vegar fyr-
irtækjasamstöðu og hins vegar yf-
irráð. Aðrir teljast ekki skyldir að-
ilar.
Fræðilega hægt að
færa til eignarhald
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla,
sagði í Fréttablaðinu í gær, að það
gæti skipt máli hvort rekstur fjöl-
miðla væri allur á einni kennitölu
eða hvort fyrirtækið væri uppbyggt
með mörgum kennitölum. Páll sagði
þetta ekki rétt hjá Ara að öllu leyti.
„Samkvæmt frumvarpinu má ein
fyrirtækjasamsteypa ekki eiga
meira en 25% í fjölmiðli. Það er talið
saman hvað þeir sem eiga í fyrir-
tækjasamsteypunni eiga mikið.
Sameiginlegt eignarhald ólíkra aðila
sem þó tilheyra fyrirtækjasam-
steypu má ekki fara yfir 25%.
Þegar um fyrirtækjasamstæðu er
að ræða er hins vegar fræðilega
mögulegt að færa eignarhluti á milli
fyrirtækja sé um það samkomulag
og dreifa þannig eignarhaldinu að
það standist eignarhaldsákvæði
frumvarpsins. Tökum sem dæmi út-
varpsstöðina A hf. sem er 100% í
eigu hlutafélagsins B. Samkvæmt
ákvæðum fjölmiðlafrumvarpsins
mætti hlutafélagið B ekki eiga meira
en 25% í A hf. verði frumvarpið að
lögum. Ef C,D,E og F eiga hver 25%
hlut í hlutafélaginu B er í raun hægt
með ákveðnum úrræðum, ef sam-
komulag er um það, að flytja eign B í
hlutafélaginu A hf. beint yfir til C,
D, E og F, sem eru óskyldir aðilar,
þannig að hver þeirra eigi 25% hlut
nú beint í A hf. í staðinn fyrir að eiga
í B. hf. Eignarhaldið hefur ekkert
breyst en fyrirsvar eignarhlutanna
er nú ekki lengur í höndum eins að-
ila, þ.e. B hf. gagnvart útvarpsstöð-
inni A hf., heldur fleiri hluthafa sem
eiga hver um sig ekki meira en 25%
eignarhlut og eru óskyldir. Einnig
má hugsa sér aðra lausn hér í dæm-
inu, en það er að sameina útvarps-
stöðina A hf. og B hf., ef um það er
samkomulag, en í hinu sameinaða
fyrirtæki væri eignarhaldið þá í
samræmi við eignarhaldsreglur
frumvarpsins í höndum fjögurra
óskyldra aðila sem hver um sig ætti
ekki meira en 25%.
Þetta er hægt og við lögfræðingar
höfum oft bent á að þessar eign-
arhaldsreglur séu ekki heilagar og
kannski ofmetnar að því leyti að það
er hægt að dreifa þessu með svip-
uðum áhrifum.“
Páll sagðist fyrstur manna viður-
kenna að ákvæði um þessa hluti
væru flókin. Niðurstaða hinnar póli-
tísku fjölmiðlanefndar hefði verið að
setja nokkuð ítarleg lög um fjölmiðla
og frumvarpið sem nú hefði litið
dagsins ljós væri því nokkuð flókið.
Páll Hreinsson, lagaprófessor og einn höfunda frumvarps um fjölmiðla
Hægt að færa eignarhaldið til
svo það standist ákvæðin
!
"
! #
$
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÚTBLÁSTUR álvers Alcoa Fjarða-
áls hf. í Reyðarfirði verður innan
allra viðmiðunarmarka og staðla
sem miðað er við, að því er segir í
frummatsskýrslu á umhverfisáhrif-
um álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyð-
arfirði, sem kynnt var í gær en
Skipulagsstofnun mun auglýsa
skýrsluna í dag.
Notast verður við þurrhreinsun
Þeir þættir sem mat á umhverfis-
áhrifum nær til er útblástur og loft-
dreifing og áhrif þess á gróður og líf-
ríki, frárennsli og dreifing efna í sjó,
vistfræðileg áhættugreining, efnis-
taka og haugsetning, umferð og há-
vaði, fornleifar og samfélags- og
efnahagsleg áhrif.
Í matinu segir að útblásturinn
verði innan viðmiðunarmarka hvort
sem notast verði við þurrhreinsun,
en þá er menguðum reyk blandað
sama við hreint súrál og súlfat slepp-
ur í loftið, eða vothreinsun, þar sem
súlfatið er leyst upp í sjónum. Tómas
Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarða-
áls, sagði við kynninguna á skýrsl-
unni að ítarlegur samanburður hafi
verið gerður á áhrifum þess að nota
eingöngu þurrhreinsun eða þurr-
hreinsun að viðbættri vothreinsun
en í skýrslunni leggur Alcoa Fjarða-
ál til að eingöngu verði notast við
þurrhreinsun en samanburðurinn
sýnir að sé einungis notast við þurr-
hreinsun sé styrkur efna í andrúms-
lofti flestum tilvikum lægri fyrir ut-
an skammtímagildi brennisteins-
díoxíðs (SO2).
Auk þess að reikna út loftdreif-
ingu lét Alcoa Fjarðaál bandaríska
fyrirtækið Exponent gera fyrir sig
svokallaða vistfræðilega áhættu-
greiningu, en í henni er lagt mat á
áhrif vegna útblásturs á heilsu
manna, dýralíf og viðkvæman gróð-
ur, en þetta munu vera nýmæli hér á
landi.
Að sögn Tómasar sýna niðurstöð-
ur þeirrar greiningar að áhrif út-
blástursins á heilsu fólks er hverf-
andi, hvort sem notast er við
þurrhreinsun eða vothreinsun. Vist-
fræðileg áhætta fyrir fugla og spen-
dýr er einnig hverfandi en hætta er á
lítilsháttar breytingum á gróðri í
næsta nágrenni við álverið, sem
myndi ná yfir eilítið stærra svæði ef
notast yrði við vothreinsun.
Segja áhrif útblásturs
innan viðmiðunarmarka
ÚTGEFANDI Fréttablaðsins, 365,
hefur fært Landsbókasafni Íslands –
Háskólabókasafni að gjöf innbundið
dagblaðasafn í 2 þúsund bókum með
öllum tölublöðum af Vísi, Dag-
blaðinu, DV, Þjóðviljanum, Tím-
anum og Morgunblaðinu frá síðustu
öld. Gjöfin er afhent í tilefni 5 ára af-
mælis Fréttablaðsins. Dag-
blaðasafnið var áður í eigu Sveins R.
Eyjólfssonar útgefanda og komst
það í eigu 365 í framhaldi af
kaupum á DV.
365 mun að auki veita fé á
næstu fjórum árum til rekst-
urs og úrvinnslu safnsins
sem verður aðgengilegt
öllum ókeypis jafnt á
Landsbókasafninu og á
vefnum.
Landsbókasafn Ís-
lands – Háskólabókasafn legg-
ur nú áherslu á að færa í stafrænt
form öll dagblöð frá 20. öld og telst
framlag 365 mikilvægt til þess að
það geti orðið að veruleika að mati
dr. Sigrúnar Klöru Hannesdóttur
landsbókavarðar. Ávinningurinn af
yfirfærslu prentaðs efnis á stafrænt
form er að sögn Sigrúnar Klöru tví-
þættur. „Annars vegar skiptir mestu
máli að íslenskt efni sé aðgengilegt
langt út fyrir veggi allra safna.
Hægt er að skoða hvað sem er heima
í stofu án kostnaðar. Hins vegar er
ávinningurinn sá að við spörum og
varðveitum gamla prentaða efnið,“
segir Sigrún Klara.
Landsbókasafn Íslands – Há-
skólabókasafn hefur að undanförnu
verið að þróa nýja tækni til þess að
koma íslenskum, prentuðum menn-
ingararfi í stafrænt form og hefur
safnið í framtíðarstefnu sinni skil-
greint sig sem þekkingarveitu. Mik-
ilvægur þáttur í þeirri stefnu er að
gera íslenskt efni aðgengilegt á
vefnum. „Það nútímalegasta sem við
erum að gera er að safna öllum ís-
lenska vefnum og vefsafnið er nú
orðið gífurlegt að vöxtum,“ segir
Sigrún Klara
Samstarfssamningur 365 og
Landsbókasafns Íslands – háskóla-
bókasafns felur í sér að gjöf 365 á
innbundna dagblaðasafninu nýtist
safninu á margvíslegan hátt, til
varðveislu, notkunar og einnig til að
færa á stafrænt form. Þá er ónefnt
fjárframlag til stafrænnar mynd-
unar Vísis, Dagblaðsins, DV og
Fréttablaðsins auk frekara samstarf
um afhendingu 365 á þeim blöðum
sem félagið gefur út í pdf-formi.
365 gefur Landsbókasafninu
dagblaðasafn í tvö þúsund bókum
Morgunblaðið/Ásdís
Frá afhendingu dagblaðasafnsins í gær. F.v.:
Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðarlands-
bókavörður, Sigrún Klara Hannesdóttir lands-
bókavörður, Ari Edwald, forstjóri 365, og Þor-
steinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins.
EKKI er misræmi í þyngd tveggja
dóma yfir mönnum sem beittu lög-
reglumenn í starfi ofbeldi, eins og
lögreglumenn hafa haldið fram, að
mati Sigríðar J. Friðjónsdóttur, sak-
sóknara. Hún segir að bornir séu
saman annars vegar dómur yfir
manni sem hafi ítrekað framið of-
beldisbrot og rauf skilorð, og hins
vegar dómur yfir manni sem ekki
hafði framið ofbeldisglæp áður.
Framkvæmdastjóri Landssam-
bands lögreglumanna sagði í gær að
munurinn á tveimur málum sem
dæmt hefur verið í nýlega sé sláandi,
og aðgerða sé þörf. Er þar annars
vegar um að ræða mál þar sem mað-
ur þreif í öxl sýslumanns og brá fyrir
hann fæti, og fékk sex mánaða óskil-
orðsbundinn fangelsisdóm. Hins
vegar er um að ræða dóm sem féll á
þriðjudag, þar sem maður var
dæmdur í fjögurra mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að aka á lög-
reglumann og kýla hann í magann.
Sigríður segir málin vart sam-
bærileg. Í tilvikinu þar sem brugðið
var fæti fyrir sýslumann hafi verið
um að ræða mann sem hafði ítrekað
gerst sekur um ofbeldisbrot, sem
hafi brotið gegn skilorði með þessu
broti, sem hafi verið þriðja ofbeld-
isbrot hans á rúmum þremur árum.
Hafi við ákvörðun refsingar verið
tekið tillit til þess, og fyrri dómur
sem var skilorðsbundinn tekinn upp
og dæmdur með. Þar var um að ræða
fjóra mánuði, og því megi draga þá
ályktun að refsingin vegna árásar-
innar á sýslumanninn hafi verið tveir
mánuðir.
Dómur hefði mátt vera þyngri
Í tilviki mannsins sem ók á lög-
reglumann og kýldi hann hafi mað-
urinn ekki áður gerst sekur um of-
beldisbrot, og ekki brotið gegn
skilorði eins og í hinu tilvikinu. Hann
hafi verið dæmdur í fjögurra mánaða
fangelsi, og dómari sérstaklega vitn-
að til atriða sem koma eigi til þyng-
ingar refsingar í dómsorði. Dómur-
inn hafi þó verið skilorðsbundinn
með hliðsjón af sakaferli.
Í síðara tilvikinu segir Sigríður að
dómurinn sé e.t.v. ekki jafn þungur
og ákæruvaldið hefði viljað sjá, en
dómarinn hafi gert grein fyrir sjón-
armiðum varðandi ákvörðun refsing-
ar sem ákæruvaldið taki fyllilega
undir. Ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um hvort honum verði áfrýjað.
Sigríður segir ofbeldisbrot gegn
lögreglumönnum í starfi vera af
ýmsum toga, allt frá því að slegið sé
til þeirra án þess að þeir hljóti
áverka. Sem betur fer hafi þó brotin í
fæstum tilvikum alvarlegar afleið-
ingar fyrir lögreglumenn, þó það
komi auðvitað fyrir.
Ólíkur saka-
ferill gerir
málin ósam-
bærileg