Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Komdu í ORMSSON Smáralind og á Akureyri BEINN SÍMI Á SÖLUMENN : 530-2906 • 530-2907 • 530-2908 AKUREYRI • SÍMI 461 5003 Falleg hönnun þarf ekki að kosta mikið. Það sýnir Hvíttuð eik dekor/0900. Hið ljósa eikaryfirbragð fellur vel að stál áferð heimilistækjanna. Hverskonar æðibunugangur er þetta, má bara ekki tuttla meira? Siv Friðleifsdóttir,heilbrigðis- ogtryggingamálaráð- herra, svaraði 19. apríl síðastliðinn fyrirspurn Valdimars L. Friðriksson- ar alþingismanns um dauðsföll af völdum tób- aksreykinga. Í fyrirspurn- inni var spurt hve margir Íslendingar hefðu látist af völdum reykinga árlega á tímabilinu 1996–2005 í hverjum aldursflokki, 30 ára og yngri, 31–40 ára, 41–50 ára og svo áfram á 10 ára aldursbili. Svar ráðherrans var unnið með aðstoð Rannsóknastöðvar Hjarta- verndar. Þar kemur fram að hægt sé að áætla hve margir látist af völdum reykinga á ákveðnu tíma- bili með því að nýta sér eftirfar- andi upplýsingar: Fjölda á lífi í upphafi tímabils, fjölda sem deyr á tímabilinu, fjölda sem reykir í upphafi tíma- bils og hlutfall áhættu þeirra sem reykja á því að deyja á tímabilinu miðað við þá sem ekki reykja. Reiknaður var fjöldi látinna fyrir tímabilið 1995–2004, því til voru gögn frá Hagstofu Íslands um fjölda látinna árið 2004. Tölur um algengi reykinga 1995 voru fengnar hjá Lýðheilsustöð. Afdrif þeirra sem reyktu, miðað við þá sem ekki reyktu, voru metin með gögnum úr rannsóknum Hjarta- verndar frá 1993–96. Hefðbundin lifunarlíkön til að meta afdrif voru notuð til að meta áhættuhlutfall þeirra sem reyktu. Í töflu um fjölda dauðsfalla vegna reykinga á hverju ári 1995– 2004, sem finna má í svari heil- brigðisráðherra, má rekja 30% dauðsfalla karla á þessu tímabili í aldursflokknum 30–39 ára til reykinga. Hlutfall kvenna sem létust af völdum reykinga í sama aldursflokki er 28,3%. Svipað hlutfall kvenna á aldrinum 40–49 ára, eða 28,4%, dó vegna reyk- inga. Með hækkandi aldri dregur heldur úr hlutfalli þeirra dauðs- falla karla og kvenna sem rekja má til reykinga. Þegar skoðað er sérstaklega hlutfall dauðsfalla á 10 árum, fyrir þá sem tilheyrðu aldurshópnum 30–69 ára 1995, kemur í ljós að nær fjórða hvert dauðsfall kvenna í þessum aldursflokki og fimmta hvert dauðsfalla karla er vegna reykinga. Í heild var því talið að um fimmta hvert dauðsfall fyrir áttrætt mætti rekja til reykinga. Til samanburðar var sömu að- ferðum beitt á þá sem voru á lífi 1985 og athugað hve margir létust á árunum 1985–1994. Niðurstað- an varð sú að um 366 dauðsföll hafi orðið á ári að jafnaði fyrir alla aldurshópa. Þannig mátti rekja eitt dauðsfalla á dag til reykinga á tímabilinu 1985–1994. Árið 1985 reyktu 36% daglega en 27% árið 1995. Árið 2005 kváðust 20% reykja daglega. Í svari heilbrigð- isráðherra kemur fram að á ára- tugnum 1995–2004 hafi 263 dáið á hverju ári vegna reykinga. Ef sú þróun sem varð til 2005 hefði orð- ið áratug fyrr má ætla að að dauðsföll vegna reykinga hefðu orðið um 50 færri á ári, eða 213. Könnuðu reykingavenjur Grein um skaðleg áhrif reyk- inga á heilsufar birtist í 4. tölu- blaði Læknablaðsins á þessu ári. Þar er greint frá niðurstöðum könnunar á reykingavenjum í hóprannsókn Hjartaverndar sem stóð yfir í um 30 ár. Metin var áhætta sem fylgir mismunandi reykingavenjum. Annars vegar ef þær eru ákvarðaðar með einni grunnrannsókn og hins vegar ef þær eru ákvarðaðar með tveimur athugunum með 15 til 19 ára milli- bili. Þátttakendur í hóprannsókn- inni voru tilviljunarúrtak 2.930 karla og 3.084 kvenna á aldrinum 34–61 árs. Þeir voru fyrst boðaðir til rannsóknar hjá Hjartavernd á tímabilinu 1967–72, aftur 1979–91 og síðan fylgt eftir til ársins 2001. Endapunktar rannsóknarinnar voru klínískur kransæðasjúkdóm- ur, kransæðastífla, krabbameins- dauði og heiladauði. Af niðurstöð- um má draga þá ályktun að miðaldra karlar sem reykja að staðaldri pakka eða meira af síg- arettum á dag stytti meðalævina um 13 ár en miðaldra konur um 10 ár. Hámarksáhættan meðal karla gagnvart fyrrtöldum sjúkdómum virtist vera vegna sígarettureyk- inga við meira en 15 sígarettur á dag. Áhættan á krabbameins- dauða vegna reykinga reyndist meiri hjá körlum en konum en áhætta kvenna á kransæðasjúk- dómi reyndist meiri en karla. Reykingar reyndust áhættu- meiri hjá konum en hjá körlum varðandi heildardánartíðni. Áhættan á kransæðasjúkdómi minnkaði ekki eins mikið hjá kon- um og hjá körlum þegar þær hættu að reykja milli fyrri og seinni heimsóknar. Rannsókn Hjartaverndar sýndi einnig að þeir sem hætta reyk- ingum minnka verulega áhættuna sem þeim tengist. Áhætta þeirra sem voru fyrrverandi reykinga- menn við fyrri komu var nánast eins og þeirra sem aldrei höfðu reykt. Í lok greinarinnar í Lækna- blaðinu segir að rannsókn Hjarta- verndar hafi sýnt að skaðsemi reykinga hafi yfirleitt verið van- metin, sérstaklega meðal karla. Fréttaskýring | Rýnt í tóbakskófið Reykingar stytta ævina Skaðsemi reykinga hefur yfirleitt verið vanmetin, samkvæmt íslenskri rannsókn                                            Dauðsföllum vegna tób- aksreykinga hefur fækkað  Einn Íslendingur dó á degi hverjum af völdum reykinga, á árunum 1985–1994, að því er fram kom í svari heilbrigð- isráðherra á Alþingi. Um 35% reyktu daglega 1985 en 27% árið 1995. Í fyrra sögðust um 20% reykja daglega. Reiknað var út að á árunum 1995–2004 hafi 263 dáið á hverju ári vegna reykinga. Þau dauðsföll hefðu orðið tals- vert færri ef fyrr hefði dregið úr reykingum. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Bye, bye, baby.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.