Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 15
Frá álveri til umhverfis Styrkur Niðurstaða Rannsóknir Kynningarfundir vegna mats á umhverfisáhrifum álvers í Reyðarfirði Bakgrunnsrannsóknir og vöktunaráætlun Við hönnun álvers Alcoa Fjarðaáls er notuð nýjasta tækni til að draga úr mengun og vernda andrúms- loft, vatn og jarðveg. Til að meta árangurinn er verið að framkvæma bakgrunnsrannsóknir á umhverfinu og andrúmslofti áður en starfsemi hefst svo fá megi samanburð. Sjálfvirkum vöktunarstöðvum fyrir veður og loftgæði hefur verið komið upp þar sem loft- dreifingarlíkön sýna að líklegast sé að styrkur meng- unarefna verði mestur. Þessar rannsóknir halda áfram eftir að framleiðsla hefst í álverinu. Á fundunum fara sérfræðingar yfir niðurstöður matsins og svara spurningum. Frummatsskýrsluna er hægt að nálgast á alcoa.is Loftdreifingarlíkön Samkvæmt loftdreifingarspá Earth Tech mun álver Alcoa Fjarðaáls alls staðar upp- fylla öll umhverfismörk fyrir styrk SO2 með þurrhreinsun eingöngu. Hærri gildi mælast þegar vothreinsibúnaður er notaður til viðbótar þurrhreinsibúnaði og það stafar af kælingu útblástursins í vothreinsivirkj- unum. Styrkur svifryks og B(a)P er alls staðar vel undir viðmiðunarmörkum. Styrkur svifryks er þó heldur meiri þegar vothreinsun er notuð með þurrhreinsun. Loftkennd flúoríð Tvenns konar viðmiðunartímabil eru notuð fyrir flúoríð, vaxtartími gróðurs og meðal- styrkur yfir sólarhring. Reiknaður meðal- styrkur á vaxtartíma gróðurs er neðan viðmiðunarmarka alls staðar utan þynn- ingarsvæðisins og fer aðeins yfir þau nálægt álverinu og vel innan þynningar- svæðisins. Leyfilegt er að fara yfir þessi mörk innan þynningarsvæðisins. Svæðið þar sem farið er yfir viðmiðunarmörkin er þó talsvert stærra þegar notuð er vot- hreinsun en í kosti með þurrhreinsun eingöngu (sjá samanburð á myndunum að ofan). Loftdreifingarmyndir frá Earth Tech. Myndirnar sýna meðalstyrk loftkennds flúoríðs (HF) yfir vaxtartíma gróðurs. Viðmiðunarmörk eru 0,3 µg/m³ (rauðar línur). Þynningarsvæði umhverfis álverið er í ljósum lit. Vistfræðileg áhættugreining Bandaríska fyrirtækið Exponent var fengið til að til að meta áhættu vegna útblásturs og frárennslis fyrir heilsu manna og fyrir vistkerfi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkri aðferðafræði er beitt við mat á umhverfis- áhrifum hér á landi. Áhættugreiningin sýnir að áhætta fyrir heilsu fólks verður vel undir heilsuverndarmörkum, en lítið eitt hærri ef vothreinsun er beitt, nema með tilliti til skammtímagilda á SO2. Áhættugreining fyrir vistkerfi sýndi að einhverjar breytingar gætu átt sér stað á plöntusamfélögum innan þynningarsvæðisins. Stofnar grasbíta eins og rjúpu, sauðfjár og hreindýra munu líklega ekki verða fyrir áhrifum. Áhætta fyrir vist- kerfi er lítillega hærri þegar vothreinsun er notuð en þegar eingöngu er beitt þurr- hreinsun. Í ljósi þessara rannsókna er mælt með þeim kosti að eingöngu verði beitt þurrhreinsun til að hreinsa útblástur frá álverinu. Reyðarfjörður Laugardagur 29. apríl Kl. 13:00 – 19:00 Safnaðarheimilið Boðið verður upp á skoðunarferðir um framkvæmdasvæðið kl. 13:00 og kl. 16:00. Egilsstaðir Sunnudagur 30. apríl Kl. 16:00 – 18:00 Hótel Hérað Reykjavík Þriðjudagur 2. maí Kl. 17:00 – 19:00 Hótel Nordica Akureyri Miðvikudagur 3. maí Kl. 20:00 – 22:00 Ketilhúsið í Listagilinu Húsavík Fimmtudagur 4. maí Kl. 20:00 – 22:00 Hótel Húsavík Þurrhreinsun eingöngu Þurrhreinsun með vothreinsun Vöktunarstöð í Reyðarfirði www.alcoa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.