Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 19 ERLENT Washington. AFP. | Tony Snow, fréttaskýrandi og stjórnandi við- talsþátta í útvarpi og sjónvarpi, verður næsti talsmaður George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Snow tekur við af Scott McClellan sem tilkynnti í vikunni sem leið að hann hygðist láta af störfum. Tony Snow hefur einnig starfað sem blaðamaður og dálkahöfund- ur og var um tíma ræðuhöfundur í Hvíta húsinu árið 1991 í forsetatíð George H.W. Bush, föður núver- andi forseta. Snow stjórnaði viðtalsþætti Fox News-sjónvarpsins á sunnudögum á árunum 1996 til 2003, tók þá við- töl við hátt setta embættismenn í stjórn Bush forseta og erlenda leiðtoga á borð við Benjamin Net- anyahu, fyrrverandi forsætisráð- herra Ísraels, og Pervez Musharr- af, forseta Pakistans. Stundum ósammála Bush Síðustu árin hefur Snow stjórn- að viðtalsþætti í Fox-útvarpinu þar sem hann hefur óspart látið í ljósi íhaldssamar skoðanir sínar og rætt við embættismenn á borð við Dick Cheney varaforseta. Bush sagði þegar hann kynnti nýjan talsmann sinn á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu í gær að Snow hefði stundum verið ósammála forsetanum, talið að hann hefði ekki verið nógu íhalds- samur í sumum málum. „Ég spurði hann um þessi ummæli og hann svaraði: þú hefðir átt að heyra hvað ég sagði um hinn manninn,“ sagði Bush. Auk McClellan hefur Karl Rove, helsti stjórnmálaráðgjafi Bush, látið af störfum sem aðstoð- arskrifstofustjóri Hvíta hússins og áður sagði Andy Card af sér sem skrifstofustjóri. Markmiðið með uppstokkuninni er að bæta ímynd Bush sem nýtur nú minni stuðn- ings meðal landsmanna en nokkru sinni fyrr. Tony Snow verður tals- maður Bush Reuters George W. Bush kynnir nýjan talsmann sinn, Tony Snow (t.h.). GERT er ráð fyrir því að jarð- arbúum fjölgi úr 6,5 milljörðum í 9,1 milljarð fyrir árið 2050, sam- kvæmt nýjustu mannfjöldaspá Sam- einuðu þjóðanna. Mannfjölgunin verður langmest í þróunarlöndunum. Því er spáð að íbúafjöldi 50 fátækustu landa heims tvöfaldist að meðaltali og þrefaldist í löndum á borð við Afganistan, Tsjad og Austur-Tímor. „Þetta eru þau lönd sem geta ekki séð til þess að allir íbúarnir hafi nógu gott húsnæði og fái næga næringu,“ sagði Haina Zlotnik, yf- irmaður Mannfjöldadeildar Sam- einuðu þjóðanna. Íbúafjöldinn í þróuðu iðnríkj- unum verður nánast óbreyttur, eða um 1,2 milljarðar. Gert er ráð fyrir því að Indland taki við af Kína sem fjölmennasta land heims fyrir árið 2030, eða um það bil fimm árum fyrr en áður var talið.  !"#$  !"#$ %%       &'( % & )( %'& *+, -& %& *.'/0  & 12'34'5 6*'( %'& '/6 1)  6*'( 7 '(8 9 & %' & ()*+,!"-./ )%: ;  ;:  % ;<=  )(   >   0   *.'/0   >    0' 1 '/6 1) 6*'( 7 '(8 9 &   >    01 1 12'34'5 6*'(   >   2 1 10 *+, -&   >   2 0' 0 &'(   >       *3  456 78 9:;3< 3  5= 3& 78 73>*3 83 ?7 5= 4 3; 2@3 5= 39 @ 3 5 7  % &&'()*  + *%*&,%         Mannfjölgunin mest í fátækum löndum Colombo. AFP. | Yfirvöld á Sri Lanka hótuðu í gær að halda áfram árásum á liðsmenn tamílsku Tígranna, eftir að a.m.k. 15 óbreyttir borgarar féllu og tugir særðust í átökum stjórnar- innar og uppreisnarmanna í gær. Þrír féllu í sprengjuárás tamíla- tígranna, en fulltrúar uppreisnar- manna sögðu að 12 hefðu fallið í loft- árás hersins á svæði þeirra. „Ef tamíla-tígrarnir halda áfram árásum verður brugðist við með skipulögðum hefndaraðgerðum,“ sagði Keheliya Rambukwella, ráð- herra í stjórninni, í gær. „Þessu verður haldið áfram svo lengi sem tamíla-tígrarnir halda uppi árásum á öryggissveitir landsins.“ Komu átökin í kjölfarið á sjálfs- morðsárás á öryggissvæði við höfuð- stöðvar hersins í fyrradag, þegar 10 féllu og á þriðja tug særðist. Vopnahléi haldið áfram Stjórnvöld tilkynntu engu að síður að þau vildu halda áfram vopna- hléinu sem staðið hefur yfir frá árinu 2002. „Samningurinn um vopnahléið stendur áfram,“ sagði Anura Yapa, ráðherra fjölmiðlamála, í gær. Landsmenn voru engu að síður óttaslegnir í gær og hermir frétta- vefur breska ríkisútvarpsins, BBC, að 40.000 manns hefðu flúið heimili sín í norðausturhluta Sri Lanka, af ótta við loftárásir hersins á upp- reisnarmenn. Ofbeldisverkum í landinu hefur stöðugt fjölgað á síðustu þremur vik- um og hafa um 100 fallið í átökunum, þar af 70 hermenn. Minnst 15 féllu á Sri Lanka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.