Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ BORGARSTJÓRN Reykjavík- ur felldi á fundi sínum sl. þriðjudag tillögu Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa F-lista, um að horfið yrði frá brottflutningi Reykjavíkur- flugvallar úr Vatnsmýri. Tillag- an var felld með 14 atkvæðum allra fulltrúa Sjálfstæðisflokks og R-listans gegn atkvæði Ólafs. Ólafur lagði þá fram bókun þar sem segir að ljóst sé að af- staða kjörinna fulltrúa í borg- arstjórn til flugvallarins í Vatnsmýri sé í litlu samræmi við þann mikla fjölda Reykvík- inga sem vilji halda Reykjavík- urflugvelli í Vatnsmýrinni. „Annað býður þeirri hættu heim að flugvöllurinn verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur. Það myndi hafa ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir sam- göngu- og öryggismál í Reykja- vík og á landinu öllu,“ segir í bókun Ólafs. Tillaga F-lista um Reykja- víkurflug- völl felld Árbær | Hópur íbúa í Árbænum hefur afhent borg- aryfirvöldum undirskriftalista með nöfnum ríflega 130 íbúa í hverfinu þar sem mótmælt er byggingu einbýlishúss innan svæðis sem skilgreint er sem útivistarsvæði við Elliðaárnar, á lóð sem er rúmlega 30 metra frá Elliðaánum. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, veitti undirskriftunum viðtöku í gær, og sagði í samtali við Morgunblaðið að borg- aryfirvöld ætli að leita allra leiða til að koma í veg fyrir byggingu hússins. Hendur borgarinnar virt- ust þó bundnar vegna nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem fram komi að eigendur lóð- arinnar hafi öðlast hefðarrétt á byggingu á lóðinni, sem hefur verið skilgreind sem útivistarsvæði frá því 1966. Um er að ræða lóð við enda götunnar Þykkva- bæjar, sem á stendur sumarbústaður frá þeim tíma sem þessi staður var vinsæl sumarhúsabyggð Reykvíkinga. Nú er gert ráð fyrir því í deiliskipu- lagstillögu að lóðin verði númer 21 við Þykkvabæ, sumarbústaðurinn verði rifinn og reist allt að 235 fermetra einbýlishús, en lóðin er 1.100 fermetrar. Theodór S. Marinósson, einn íbúa í nágrenni lóð- arinnar, segir að fáist deiliskipulagið samþykkt sé viðkvæmu lífríki Elliðaánna ógnað, og vegið að borgarfriðlandinu, helstu útivistarparadís Reykvík- inga. Hefðarréttur Undir þetta tekur Dagur. „Við erum sammála mótmælendunum, og höfum verið á móti því að þarna verði reist hús, og höfum synjað því ítrekað.“ Eigendur lóðarinnar stefndu því borginni fyrir hér- aðsdóm, og varð niðurstaðan sú að skapast hafi hefðarréttur fyrir því að vera með hús á lóðinni, sem vegi þyngra en andstaða skipulagsyfirvalda, segir Dagur. „Við erum að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir að þarna verði reist hús, það var niður- staðan á fundi mínum með íbúum. En það lögfræði- mat sem lagt hefur verið fyrir skipulagsráð er að hendur okkar séu bundnar í þessu efni,“ segir Dag- ur. Það skjóti skökku við þegar ekki sé gert ráð fyr- ir nýbyggingum innan 100 metra frá ám og vötnum, en umrædd lóð sé langt innan þeirra marka. Nágrannar og borgaryfirvöld mótmæla byggingu einbýlishúss við Elliðaár Hendur yfirvalda bundnar? Ljósmynd/Borgarvefsjá Lóðin sem átökin standa um er við enda Þykkvabæjar, næst Elliðaánum. AKUREYRI Safna fé | Kvenfélagið Hlíf hefur í mörg ár safnað fé til styrktar barna- deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. Á morgun, frá kl. 15, verða Hlífarkonur á Glerártorgi í þeim til- gangi. Þar selja þær handunnin blóm og heimabakað brauð.    Stjórnmál | Almennur stjórnmála- fundur með oddvitum framboðslista til bæjarstjórnarkosninganna á Ak- ureyri, verður haldinn í Hamri, fé- lagsheimili íþróttafélagsins Þórs, í kvöld kl. 20.30. Oddvitar flokkanna flytja framsögu um stefnu sína til íþróttamála á Akureyri. Stofna samtök | Landssamtök hátíða- og menningarviðburða verða stofnuð á Akureyri á morg- un í Ketilhúsinu. Stofnfundur hefst kl. 9 árdegis með fyrirlestri Johan Moerman, framkvæmda- stjóra Rotterdam-Festival og stjórnarmanns í Evrópusamtökum hátíða og menningarviðburða (IFE).    FRAMSÓKNARMENN á Akureyri stefna að því á næsta kjörtímabili að halda áfram „markvissu uppbygging- arstarfi á öllum sviðum öldrunarþjón- ustu“ og leggja einnig mikla áherslu á uppbyggingu atvinnulífs í bænum með því að stórefla Atvinnuþróunar- félag Eyjafjarðar. Þá leggja þeir áherslu á að „sú trausta fjárhags- stjórnun sem verið hefur í bænum á þessu kjörtímabili verði höfð að leið- arljósi þegar farið verður í þær fram- kvæmdir sem við tæpum á hér,“ eins og Jóhannes Bjarnason, efsti maður á listanum og bæjarstjóraefni, sagði í gær þegar stefnuskrá flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor var kynnt. Framsóknarmenn mynda nú meiri- hluta í bæjarstjórn ásamt sjálfstæð- ismönnum, og hafa komið illa út úr skoðanakönnunum undanfarið, en Jó- hannes sagði að í þeim málaflokkum sem framsóknarmenn stýra á yfir- standandi kjörtímabili hefði verið unnið mikið og gott starf. „Stefnuskráin er metnaðarfullt og raunhæft framhald á þeirri vinnu sem við höfum unnið síðustu fjögur ár. Við getum tekið hvern málaflokkinn á fætur öðrum; hér hefur öllu verið um- bylt: í stjórnsýslu, skipulagsmálum og íþróttamálum, svo eitthvað sé nefnt.“ Jóhannes nefndi að fyrir fjórum ár- um hefði eitt stærsta kosningamálið verið öldrunarmál. „Við heyrum mikla umræðu um þau mál núna, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, en þar ríkir mjög slæmt ástand sem minnir tölu- vert á ástandið hér á Akureyri fyrir fjórum árum. Við lögðum ofuráherslu á þennan málaflokk og á síðustu fjór- um árum hefur öllu umhverfi verið breytt hvað þessi mál varðar,“ sagði Jóhannes og vill að haldið verði áfram á sömu braut. Framsóknarmenn leggja mikla áherslu á atvinnumál og nefna sér- staklega að stórefla þurfi Atvinnuþró- unarfélag Eyjafjarðar. „Þar hefur verið unnið ákaflega gott starf á mörgum sviðum, að nýbreytni og ný- sköpun og það er okkar skoðun að efla verði þetta félag. Það þarf að fjölga sérfræðingum sem einbeita sér að því að fjölga atvinnutækifærum af öllum gerðum,“ sagði Jóhannes. Meðal annarra atriða sem fram- sóknarmenn nefna í stefnuskrá sinni eru eftirfarandi.  Akureyri verði áfram í fremstu röð sveitarfélaga varðandi heilsugæslu. Lögð verði rík áhersla á að flytja öldr- unarmál og málefni fólks með fötlun til sveitarfélaga.  Eldri hluti dvalarheimilisins Hlíðar verði endurbyggður, tvíbýli lögð af og einkarými stækkuð.  Styrkur til barna á aldrinum 5-14 ára sem stunda íþróttir, tómstunda- starf og listnám verði orðinn 20.000 kr. á hvert barn á kjörtímabilinu.  Áhersla verði lögð á að grunnskól- ar verði áfram í umsjá bæjarins og einkarekstur komi ekki til greina. Ekki er stefnt að því að leikskóli verði gjaldfrjáls á kjörtímabilinu. „Það er stefna hjá okkur en þar sem þessar tillögur miðast eingöngu við kjörtíma- bilið teljum við raunhæft að setja inn að vinna að frekari lækkun,“ sagði Gerður Jónsdóttir bæjarfulltrúi.  Ráðinn verði starfsmaður með for- varnarfulltrúa bæjarins enda hafi starf hans skilað frábærum árangri.  Akureyri verði áfram í fararbroddi í stjórnsýslu og íbúalýðræði. Hverf- isnefndir efldar enn frekar.  Áhersla verði aukin á að móta stefnu með menningartengda ferða- þjónustu í huga.  Útivistarsvæði verði deiliskipulögð og tengd saman skipulagslega, þ.m.t. skíðalandið í Hlíðarfjalli.  Glerárdalur verði friðaður sem fólkvangur á grundvelli deiliskipulags og aðgengi fólks að dalnum betur tryggt.  Unnið verði áfram að framkvæmd- um við fólkvanginn í Krossanesborg- um og þar verði komið upp aðstöðu til útilífskennslu skólabarna.  Jarðgerð lífræns úrgangs verði gert að meginverkefni Sorpsamlags Eyjafjarðar.  Magn til urðunar verði lágmarkað og frekari valkostir bæjarbúa varð- andi flokkun úrgangs verði tryggðir.  Unnið verði í samráði við sam- gönguyfirvöld að lengingu flugbraut- arinnar á Akureyrarflugvelli. Í því felist gríðarlegir möguleikar fyrir ferðaþjónustuna.  Björgunarþyrla verði staðsett á Akureyri.  Stutt að ráðist verði sem fyrst í jarðgangagerð undir Vaðlaheiði.  Stuðlað að styttingu og uppbygg- ingu þjóðvegarins á milli Akureyrar og Reykjavíkur.  Unnið verði að eflingu Háskólans á Akureyri á öllum sviðum.  Gerð verði tilraun til eins árs með það að hafa ókeypis í strætó fyrir alla, í þeirri von að notkun aukist. Leiðtogi framsóknarmanna segir stefnuskrá þeirra metnaðarfulla en raunhæfa Framsókn setur öldrunarmál og atvinnumál í öndvegi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sex efstu: Jóhannes G. Bjarnason (sem er í 1. sæti), Ingimar Eydal (5. sæti), Gerður Jónsdóttir (2. sæti), Erlingur Kristjánsson (4. sæti), Petrea Ósk Sigurðardóttir (6. sæti) og Erla Þrándardóttir (3. sæti). TENGLAR .............................................. www.xbakureyri.is Gengið á Gleráreyrum | Nú fer hver að verða síðastur að ganga um verksmiðjuhverfið þar sem til stend- ur að rífa þær byggingar sem þar standa. Af því tilefni efnir Iðn- aðarsafnið á Akureyri til göngu- ferðar umhverfis verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum á sunnudaginn, 30. apríl klukkan 14. Leiðsögumaður er Þorsteinn Arnórsson úr stjórn Iðn- aðarsafnsins á Akureyri. Lagt verð- ur af stað frá bílastæðinu sunnan við Glerártorg og þátttaka í göngunni er ókeypis. Fyrrverandi starfsmenn verksmiðjanna eru sérstaklega vel- komnir þar sem þeir búa að þekk- ingu sem gaman væri fyrir þátttak- endur göngunnar að fá að njóta. Í gönguferðinni verður saga þessa merka svæðis rifjuð upp, en þarna hófst vélvæðing í iðnaði á Akureyri um aldarmótin 1900. Þarna voru margir vinnustaðir sem tengdust iðnaði s.s. Gefjun (sængurfatagerð- in), Ylrún, Skógerðin Iðunn, Sút- unarverksmiðja Iðunnar, Fataverk- smiðjan Hekla, Silkiverksmiðja sambandsins, Öl og gos, Dúkaverk- smiðjan og Ullarþvottastöðin. Verk- smiðjurnar voru í marga áratugi fjölmennasti vinnustaður á Akureyri og dæmi eru um að menn ynnu þar næstum alla sína starfsævi.   
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.