Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 27 DAGLEGT LÍF Í APRÍL MARK Pointel er smokkakonungur Frakklands. Hann heldur úti vefsíð- unni leroidelacapote.com sem selur smokka af öllum stærðum og gerð- um ásamt nauðsynlegum auka- hlutum þar sem hver og einn ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Mark sinnir starfi sínu af fullri alvöru enda finnst honum löngu tímabært að tala opinskátt um smokkinn: „Ég hafði lengi velt því fyrir mér hvern- ig hægt væri að gera smokka að- gengilegri og notkun þeirra eðli- legri. Vandamálið er að fólk tengir smokka óhjákvæmilega við eyðni- umræðuna og finnst óþægilegt að tala um hann. Það verður svo til þess að ungt fólk þorir ekki að kaupa hann úti í apóteki eða að notkun smokksins verður ekki eins eðlileg og hún ætti að vera. Ég opn- aði því vefverslun sem miðar að því að bjóða upp á úrval smokka, þar sem hverjum og einum gefst kostur á að skoða hvað er í boði og taka upplýsta ákvörðun. Varan er svo send heim, hvar sem er í heiminum og í París er sérstök heimsending- arþjónusta“ segir Mark. Smokkar með súkkulaðibragði Í þessu fær blaðamaður að skoða smokkalager verslunarinnar. Innan um hinar fjölmörgu tegundir eru smokkar sem titra, sumir sem hitna, aðrir sem hægja á sáðláti karlmannsins svo hann endist leng- ur og hægt er að fá smokka með súkkulaðibragði eða með framleng- ingum. Mark telur að með góðu úr- vali geti pör tekið ákvörðun um þá tegund smokka sem þau vilji nota saman. „Markmiðið er að fá fólk til þess að hugsa um smokkinn sem hluta af kynlífinu en ekki óþekktan hlut sem flækist fyrir og gerir kynlífið vand- ræðalegt,“ segir hann. Innan um alla þessa karlsmokka er einnig að finna hinn margumtalaða kven- smokk, sem er töluvert stærri í um- mál en karlsmokkurinn og er víst til ýmsa hluta nytsamlegur. „ Kvensmokkurinn getur nýst vel þeim karlmönnum sem eru með lítil kynfæri. Það er til dæmis alltof al- gengt að karlmenn kaupi ekki rétta stærð af smokkum. Það eru ekki margir sem þora að segja upphátt við myndarlegu afgreiðslustúlkuna í apótekinu að þeir vilji fá minnstu stærðina af smokkum (en smokkar í Frakklandi fást einungis yfir af- greiðsluborðið í apótekum eða í sjálfsölum). Oft eru ekki einu sinni til minnstu eða stærstu gerðirnar en til þess að smokkurinn gagnist almenni- lega þarf stærð- in að vera rétt. Kvensmokk- urinn er því til- valinn fyrir þá sem geta ekki notað hefð- bundna stærð og gefur karlmann- inum ákveðna frelsistilfinningu og getur þannig aukið sjálfstraustið töluvert.“ 12% kaupenda eru konur Mark lætur sig þannig ekki ein- ungis varða um líkamlega heilsu viðskiptavina sinna heldur reynir hann líka að hlúa að andlegu hlið- inni. Á síðunni er hægt að senda spurningar til hinnar kynþokkafullu Miss Pandora, sem mætti segja að sé ástargúrú Frakklands. Miss Pandora svarar öllum óþægilegu spurningunum og það á met- tíma. Vefurinn hefur fengið góð- ar móttökur en hann var opn- aður 1.júlí 2005. „Fyrsta mark- aðsrannsóknin mín bendir til þess að konur kaupi langtum minna smokka en karlar. Aðeins um 12% kaupenda á síðunni eru konur og meðalaldurinn er 33 ára, bæði hjá körlum og konum. Ég held að það sé nauðsynlegt að reyna að höfða betur til ungs fólks svo það fari að lifa ábyrgu kynlífi. Vefurinn gæti þannig gagnast þeim sem vilja komast hjá því að versla hjá apótek- aranum,“ segir Mark að lokum. Vefverslun sem selur einungis smokka  KYNLÍF Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is Mark Pointel er smokkakonungur Frakklands og heldur úti vefsíðunni leroidelacapote.com sem selur smokka af öllum stærðum og gerðum.  Varist að geyma smokka í buxna- eða skyrtuvasa. Lík- amshitinn getur skemmt la- texið sem gatast þá auðveld- lega og smokkurinn getur því orðið gagnslaus.  Smokkur getur slitnað af ýms- um ástæðum. Hann þarf að vera af réttri stærð og konan þarf að vera tilbúin. Einnig er hægt að nota sleipiefni.  Sumir hafa ofnæmi fyrir latexi en til eru nokkrar tegundir sem eru latexfríar.  Mælt er með því að æfa sig í að nota smokk áður en að kynlíf- inu kemur og það getur komið í veg fyrir vandræðalegar stundir. Mestu skiptir að vera rólegur og taka sig ekki of al- varlega.  Ef smokkurinn stöðvast á miðri leið niður getnaðarlim- inn getur verið að smokkurinn sé of stór. Prófið minni gerðir.  Gott ráð er að setja nokkra smokka milli dýnu og rúm- stokks með nokkura sentí- metra millibili. Þannig er hægt að finna einn hvernig sem landið liggur án þess að stöðva leikinn. Rétt notkun skiptir öllu máli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.