Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 29
ið magn transfitusýra sem geri þá
viðkvæmari fyrir hjartasjúkdómum.
Lesa innihaldslýsingar
Í Kanada og Bandaríkjunum gilda
reglur um merkingu matvæla og er
framleiðendum skylt að tilgreina hve
mikið af transfitusýrum er í þeim en
hins vegar er hámark ekki bundið í
reglur, frekar en t.d. á Íslandi eða í
Svíþjóð. Þar er þess heldur ekki kraf-
ist að tilgreint sé magn transfitusýra
á umbúðum. Neytendur geta þó lesið
innihaldslýsingar til að komast að því
hvort viðkomandi matvara innihaldi
transfitusýrur. Þegar „að hluta til
hert olía“ eða „hálfhert olía“ er í mat-
vælunum innihalda þau trans-
fitusýrur. Á ensku útleggst þetta
„Partially hydrogenated oil“ og á
dönsku „delvist hærdet fedt/olie“, að
því er fram kemur í grein um trans-
fitusýrur á vef Umhverfisstofnunar. Í
frétt Svenska Dagbladet er því haldið
fram að 100 þúsund Svíar séu í
áhættuhópi vegna þess að neysla
þeirra á transfitusýrum sé svo mikil.
Mjög líklegt sé að dánarorsök þeirra
verði kransæðasjúkdómar.
3.000 Íslendingar í áhættuhópi?
Skv. sama hlutfalli af fólksfjölda
ættu yfir 3.000 Íslendingar að vera í
þessum áhættuhópi. Í öllu Evrópu-
sambandinu eru 4,7 milljónir manna í
þessum áhættuhópi, skv. frétt SvD.
Mest notkun transfitusýra í Evr-
ópu er í Ungverjalandi, Tékklandi,
Póllandi og Búlgaríu þar sem einnig
er mest um hjarta- og æðasjúkdóma í
Evrópu, að því er fram kemur í SvD.
Í grein á vef Umhverfisstofnunar
kemur fram að neysla á trans-
fitusýrum sé mjög mismunandi á
milli landa. Minnst sé neyslan í lönd-
unum við Miðjarðarhaf en mun meiri
á norðlægum slóðum. Í frétt SvD
kemur fram að í New England Journ-
al of Medicine hafi bandaríski vís-
indamaðurinn Walter Willett við
Harvardháskóla haldið því fram að
með því að stöðva iðnaðarframleiðslu
á transfitusýrum væri hægt að koma í
veg fyrir 228 þúsund hjartaáföll á ári í
Bandaríkjunum.
Morgunblaðið/Ásdís
steingerdur@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 29
DAGLEGT LÍF Í APRÍL
KYNHVÖTIN getur minnkað tíma-
bundið hjá þeim sem hafa ofnæmi
fyrir frjókornum, að því er banda-
rísk rannsókn gefur til kynna. Í
Göteborgs-Posten er greint frá því
að ef fólk tekur ekki lyf vegna of-
næmisins geti það einnig haft þau
áhrif að það á erfitt með að fá full-
nægingu. Eftir að þátttakendur í
rannsókninni byrjuðu að taka eina
ofnæmistöflu á dag breyttist kyn-
hvötin til hins betra auk þess sem of-
næmiseinkennin minnkuðu. Frjó-
kornaofæmi hefur orðið algengara í
heiminum á síðustu áratugum og í
Svíþjóð er t.d. talið að 20-25% fólks
hafi ofnæmi fyrir frjókornum.
Í GP kemur fram að auk nef-
rennslis og augnkláða geti frjó-
kornaofnæmiseinkenni lýst sér í erf-
iðleikum við að einbeita sér og koma
hlutum í verk. Ofnæmissjúklingar
geta einnig orðið pirraðir og sjálfs-
traustið minnkað. Átta af hverjum
tíu töldu einnig að ofnæmið truflaði
nætursvefn á einhvern hátt.
Hefur frjó-
kornaof-
næmi áhrif á
kynhvötina?
RANNSÓKN
BÖRN eiga að snúa baki í aksturs-
stefnu í þar til gerðum bílstólum til
allt að fjögurra ára aldurs eða eins
lengi og hægt er. Þetta er inntak til-
mæla til foreldra í Svíþjóð sem sett
eru fram sameiginlega af sænsku
vegagerðinni, barnabílstólaframleið-
endum, tryggingafélögum o.fl. og
gerð í þeim tilgangi að auka öryggi í
umferðinni, að því er m.a. kemur
fram í Svenska Dagbladet.
Á árunum 1997–2002 urðu mörg
alvarleg bílslys í Svíþjóð og rann-
sókn var gerð á nokkrum þeirra. Níu
af nítján börnum sem létu lífið eða
slösuðust alvarlega í þeim hefðu
sloppið ómeidd ef þau hefðu snúið
baki í akstursstefnu, að því er fram
kemur í niðurstöðunum. Hættan á
að slasast alvarlega eða deyja í um-
ferðarslysi er fimm sinnum meiri ef
barn horfir í akstursstefnu en ef það
snýr baki í akstursstefnu. Þrátt fyrir
þetta hefur þeim börnum sem snúa
baki í akstursstefnu fækkað að und-
anförnu. Ástæðan er talin ótti við að
öryggispúði blási út við hugsanlegan
árekstur og valdi barninu meiri
skaða en ella. Slíkur ótti er hins veg-
ar ástæðulaus ef öryggispúði er af-
tengdur þar sem barnabílstól er
komið fyrir, hvort sem er í fram- eða
aftursæti.
Ný lög um börn í umferðinni
Í sumar taka einnig gildi ný lög
um börn í umferðinni í Svíþjóð. Um
er að ræða herta löggjöf um notkun
bílstóla eða -púða og í henni felst
m.a. að börn allt að 135 cm á hæð
eigi að nota öryggisbúnað í bílum.
Við lagabreytinguna 1. júlí hverfa
aldursmörk sem áður giltu, þ.e. að
öll börn upp til sex ára aldurs eigi að
nota barnabílstól eða bílpúða. Í stað-
inn er það hæð barnsins sem gildir.
Öll börn upp að 135 cm hæð eiga þá
að nota púða eða stól. Meðalhæð sex
ára barna er um 118 cm og lögin hafa
því m.a. þá þýðingu að eldri börn
þurfa að nota öryggisbúnað. 135 cm
er meðalhæð níu og hálfs árs barna.
Börn allt að níu
ára á púða í bíl
ÖRYGGI