Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Mér er minnisstætt verk eftirmyndlistarmanninn Þór-odd Bjarnason, Takið börnin ykkar með, sem sett var upp á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum ár- um. Í því kristallaðist hug- myndafræði þess að gera söfn og listaverk aðgengileg fyrir börn. Verkið innhélt fáein þríhjól, og öðl- aðist líf þegar börnin mættu og fóru að hjóla. Hvílíkt snilldarverk! Ég vildi að það væri alltaf uppi á Kjarvals- stöðum.    Um þessar mundir eru þó nokkr-ar sýningar í gangi í söfnum hérlendis, sem settar eru upp með þarfir barna í huga. Fyrst má nefna sýninguna sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, Skoðum myndlist, sem byggð er á samnefndri bók sem nýverið kom út hjá Máli og menn- ingu. Á þeirri sýningu eru verk eftir ólíka myndlistarmenn hengd í hæð sem hæfir börnunum og lagt uppúr því að gera alla framsetningu sem best passandi fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. Í Þjóðminjasafninu eru þarfir barna líka oft hafðar í huga. Þannig finnst mér hin nýja yfirlitssýning safnsins vera fremur aðgengileg börnum; þar er margt í hæfilegri hæð og sett upp á máta sem hentar börnum, og svo er þar sérstök her- bergi sem ætluð eru börnum sér- staklega, með púslum, spili, bún- ingum og fleiri skemmtilegum hlutum. Í dag opnar síðan sýning á Torg- inu í Þjóðminjasafninu, rétt við kaffihúsið, sem fjögurra ára leik- skólabörn úr leikskólum Vest- urbæjar í Reykjavík hafa unnið. Sýningin ber heitið Vís er sá sem víða fer og inniheldur mósaíkverk, samsett úr einstaklingsverkum sem börnin unnu eftir heimsókn á safn- ið.    Óþarfi er að fjölyrða um uppeld-ishlutverk safna og hve mik- ilvægir þeir hlutir sem þar eru sett- ir fram geta verið fyrir þroska barna. Læsi á söguna, læsi á mynd- mál og tilfinningaleg upplifun eru dæmi um þætti sem geta verið auðgaðir við heimsókn á safn. En forsendan fyrir því að börn fái eitthvað útúr heimsókn á safn er að tekið sé á móti þeim á þeirra eigin forsendum; að talað sé við þau þannig að þau skilji og hafi áhuga, að verkin séu þannig sett fram að börnin nái að njóta þeirra (eins og er gert á sýningunni Skoðum mynd- list, til dæmis) og að þau fái næði og ráðrúm til að vinna úr því sem þau sjá og upplifa, til dæmis gegn um eigin listsköpun (eins og var gert í aðdraganda sýningarinnar Vís er sá sem víða fer, svo dæmi sé tekið). Í það minnsta þurfa börnin að fá eitt- hvað fyrir sinn snúð, því annars er hætt við að heimsóknin breytist í skylduferð sem veki lítið annað en blendnar tilfinningar í garð safna og þess sem þar er að finna.    Ímörgum tilfellum er vel að verkistaðið í þessum efnum, eins og dæmin hér að framan sanna – sér- staklega þegar kemur að því að samþætta skólastarf og söfn, enda er kveðið á um slíka samvinnu í Að- alnámskrá. Og það er alveg ljóst af sýningunni í Þjóðminjasafninu að fjögurra ára börn í Vesturbænum njóta góðs af nálægð leikskóla sinna við safnið. Vonandi geta sem flestir leikskólar á landinu sótt í slíka staði sem eru í nágrenni þeirra. Hins veg- ar held ég að mætti gera betur þeg- ar kemur að því að einstaklingar fari með börn á söfn utan skólatíma. Húsdýragarðurinn er dæmi um stað sem mörg börn á höfuðborgarsvæð- inu heimsækja reglulega. Gætu annars konar söfn ekki orðið að álíka vinsælum viðkomustað barna og aðstandenda þeirra? Maður spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni. Er ábyrgðin hjá söfnunum sjálfum; gera þau ef til vill ekki nóg af því að bjóða börn og forráðamenn velkomna í samein- ingu, eða þá ekki á réttum for- sendum? Og hverjar eru réttu for- sendurnar? Ef horft er framhjá dýrunum sjálfum í Húsdýragarðinum, sem óneitanlega hafa mikið aðdrátt- arafl, má finna ýmsa þætti sem gera það að verkum hve fýsilegur kostur hann er fyrir börn og aðstandendur þeirra. Eitt er auðvitað að hann er utandyra, en annað er að þar má gera nánast hvað sem er. En bíðum hæg. Skammt frá Húsdýragarð- inum er styttugarður í eigu Lista- safns Reykjavíkur, í kring um safn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún. Hann er líka utandyra, og þar má líka gera nánast hvað sem er. Það má hlaupa og vera með læti og príla í styttunum (Ásmundur tók það víst meira að segja sjálfur fram). Og þar er líka nóg að skoða. En hvað veldur því að hann er ekki nærri eins vin- sæll viðkomustaður og Hús- dýragarðurinn? Eru það aðstand- endur barnanna, sem eru haldnir einhvers konar „safnafælni“ – vita kannski ekki alveg hvað þeir eiga að gera á safni og forðast þau þar af leiðandi? Eða veit fólk hreinlega ekki af kostunum?    Í það minnsta held ég að þurfi aðskoða þessi mál, og mætti gera meira í þessum efnum. Verandi móðir tæplega þriggja ára stúlku með mikla orku og fjörugt ímynd- unarafl, veit ég að það er skortur á verkefnum sem börn og fullorðnir geta tekið þátt í saman. Geta söfnin veitt slíka þjónustu? Takið börnin ykkar með ’Húsdýragarðurinn erdæmi um stað sem mörg börn á höfuðborgarsvæð- inu heimsækja reglulega. Gætu annars konar söfn ekki orðið að álíka vin- sælum viðkomustað barna og aðstandenda þeirra?‘ Morgunblaðið/Arnaldur Takið börnin ykkar með eftir Þórodd Bjarnason. AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is „ÞEGAR þú kemur í leit að því sem er grafið í fortíðinni er brýnt að þú vitir að þú ert að ganga inn á svæði þar sem minningin verður ekki grafin upp, því að leyndarmálið, sem er eina eignin sem menn taka með sér í gröf- ina, er líka eini arfurinn sem þeir skilja eftir handa hinum, eins og þér og mér, sem vonast eftir merkingu...“ segir í skáldsögunni Níu nætur eftir Bernarndo Carvalho. Sagan fjallar um leit sögumanns að ástæðunni fyr- ir því að ungur og efnilegur, banda- rískur mannfræðingur, Buell Quain að nafni (1912-1939), fyrirfór sér í myrkviðum Brasilíu án sýnilegs til- efnis. Sagan er margbrotin, þar skiptast á kaflar úr bréfum Quains og heimildum um hann, skáletruð „frá- sögn“ Manuels Perna um kynni sín af Quain sem stíluð er á ákveðinn við- takanda og er einskonar sambland af sannleika og skáldskap, og loks sjálfsleit sögumannsins, m.a. út frá bernskuminningum um samband hans við föður sinn. Buell Quain rannsakaði lifn- aðarhætti Krahó-indíána í Norður- Brasilíu og dvaldi meðal þeirra síð- ustu fimm mánuðina áður en hann dó. Sögumaður sjálfur, sem er heltekinn af þráhyggjukenndri forvitni um Bu- ell Qain, leggur m.a.s. á sig að dvelja nokkra daga meðal indíánanna í von um að komast að einhverju sem gæti varpað ljósi á örlög hans. Í gegnum upplifun hans er e.t.v. hægt að ímynda sér reynslu Quains að nokkru leyti. Sögumaðurinn skilur ekki sið- venjur indíánanna; flókin fjöl- skyldutengsl sem í rauninni breiða yfir sifjaspell þeirra, þreytandi þrá- kelknina, ættbálkastríðin og tortím- andi lifnaðarhætti; hann upplifir full- komna einsemd og algjört varnarleysi, hann er einn í óskiljan- legum og fáránlegum heimi. Mat- urinn er vondur, hitinn óbærilegur, húsakynnin léleg og hann nær engu sambandi við indíánana. Hann óttast þá og fyrirlítur í senn og burðast jafn- framt með sektarkennd vestrænnar nýlendustefnu gagnvart frumbyggja- menningunni. Indíánarnir eru „mun- aðarleysingjar siðmenningarinnar“ (112) því hvíti maðurinn hefur hrakið þá af landi sínu, ofsótt þá og yfirgefið síðan. Enn þann dag í dag sýpur róm- anska Ameríka seyðið af nýlendu- kerfi fortíðarinnar og býr við her- stjórn og einræði, misrétti, ofbeldi og fátækt. Eftir því sem lengra líður á söguna flækist gátan eða leyndarmálið að baki dauða Quains meir og meir. Margar tilgátur eru tíndar til, sumar eru hraktar eða afsannaðar, en aðrar grafa um sig í hugskoti lesandans. Var hann e.t.v. myrtur? Var hann þunglyndur, geðveikur? Þoldi hann ekki að horfa upp á sjálfseyðingu og úrkynjun indíánanna? Var hann drykkjumaður, hommi, haldinn sjálfspíslarhvöt eða með sárasótt? Varð umkomuleysið, sektarkenndin eða einsemdin til þess að ýta honum út í sjálfsmorð eða voru það erf- iðleikar í fjölskyldunni? Hvað merkja „glitrandi dropar hins forboðna“ (50)? Rökréttar lausnir eða endanlegur sannleikur koma ekki í ljós enda finn- ast aldrei svör við öllum spurningum. En lokakafli sögunnar gerist á sjúkrahúsi þar sem faðir sögumanns heyr hrikalegt dauðastríð og þar smellur sitthvað óvænt saman. Níu nætur er bók sem krefst tíma og yfirlegu og batnar við hvern lest- ur. Það er ekki annað hægt en smit- ast af forvitninni um dapurleg örlög Quains og ákafa eða þráhyggju sögu- mannsins. Sagan lýsir leit að merk- ingu og hvernig heimsmynd og sjálfs- mynd raðast saman. Íslenska þýðingin (úr portúgölsku?) virðist mér góð og rennileg en bókin hefur ekki verið þýdd á alheimstungumálið ensku ennþá. Framlag bókaforlags- ins Bjarts til þýddra nútíma- bókmennta á Íslandi í samvinnu við Þýðingarsjóð er ómetanlegt, ekki síst þegar ráðist er í að gefa út verk eins og Níu nætur, þunga bók eftir lítt þekktan höfund og metsala langt frá því að vera tryggð. Dauðinn í Brasilíu BÆKUR Skáldsaga eftir Bernardo Carvalho. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi. 176 bls. Bjartur 2005. Níu nætur Steinunn Inga Óttarsdóttir FRANCESCA Rosenberg leiðir hér umræðu um Stjörnubjarta nótt Vincents van Goghs, í leiðsögn fyrir sjúklinga sem þjást af Alzheimer-sjúkdómnum í MoMA-safninu í New York. Safnið stendur fyrir reglulegum, ókeypis heimsóknum Alzheimer- sjúklinga og umsjónarfólks þeirra um safnið, í því skyni að upplifa nokkur af frægustu málverkum heims og auðga andann örlítið. Heimsóknirnar eru miðaðar við sjúklinga á frum- eða miðstigum sjúk- dómsins. Fólk með Alzheimer heimsækir MoMA ÁGÚST Guðmundsson, kvik- myndagerðarmaður og leikstjóri, er nýr forseti Bandalags íslenskra listamanna, en hann var kosinn til starfsins á framhaldsaðalfundi BÍL sem haldinn var á mánudag. Mun Ágúst gegna starfinu næstu tvö árin, en Þorvaldur Þorsteins- son, rithöfundur og myndlistar- maður sem áður gegndi starfi for- seta, gaf ekki lengur kost á sér í embættið. „Ég vona að ég verði til gagns,“ sagði Ágúst kím- inn í samtali við Morgunblaðið. „Það kom nú í ljós þegar Þor- valdur Þor- steinsson flutti skýrslu sína að þar fór mjög dugandi forseti. Fyrst um sinn mun ég leggja kapp á að fylgja þeim málum eftir sem hann bryddaði upp á.“ Ágúst sagði málefni Ríkisútvarpsins og innlendrar dagskrárgerðar hafa brunnið mjög á félagsmönnum BÍL að undanförnu, sem og breyt- ing sem gerð var á styrkjakerfi norrænu menningarmálaskrifstof- unnar, sem bandalagið hyggst fylgjast náið með. „Það koma auð- vitað reglulega upp mál, en Þor- valdur hefur fylgt þeim málum sem upp komu á síðasta ári mjög skelegglega eftir.“ Ágúst Guðmundsson kjörinn forseti Bandalags íslenskra listamanna Ágúst Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.