Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR síðustu sveitarstjórn- arkosningar gerði Gallup skoð- anakannanir meðal slembiúrtaks landsmanna á viðhorfi þeirra til framboðs eldri borgara og öryrkja. Fyrst var gerð könnun meðal 18 til 89 ára. Svör voru 1.314, en þátttaka um 70%. Spurningu um stuðning við bar- áttu eldri borgara fyrir bættum hag svöruðu 97% kvenna játandi og 94% karla. Spurt var: Hversu líklegt eða ólíklegt mundir þú segja að þú mundir kjósa samtök eldri borgara í alþingiskosningum ef til fram- boðs kæmi, sjá töflu 1. Flestir jákvæðir meðal karla bjuggu í Reykjavík, Reykjanesi og Vesturlandi en konur á landsbyggðinni. Óráðnir voru 12,9% og vissu ekki 10,2%. Þre- falt fleiri lág- tekjukarlar og ör- yrkjar svöruðu spurningunni um „mjög líklegt“ og „frekar líklegt“ já- kvætt en háskólakarl- ar og hátekjumenn. Mun minni munur var meðal kvenna. Flestir þeirra er svöruðu „mjög ólíklegt“ voru úr hópi karla, 18–29 ára hátekjufólks og há- skólaborgara. Gallup gerði ennfremur svipaða rannsókn meðal 18–67 ára og ör- yrkja. Stærð slembiúrtaksins var 1.182, þátttaka 63%. Meirihluti að- spurðra studdi sameiginlegt fram- boð eldri borgara og öryrkja. Spurt var: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú greiðir slíku fram- boði atkvæði þitt? Sjá töflu 2. Óráðin voru 10% karla og 19,5% kvenna, vissu ekki voru 7,1% karla og 11,9% kvenna. Flestir jákvæðir bjuggu á Norður- landi vestra og Suð- urlandi. Stærsti hópurinn voru at- vinnulausir og öryrkjar (46,2%). Eins og áður svöruðu þeir er höfðu að baki almennt nám og starfsnám spurningum um „mjög ólíkl.“ og „frekar líkl.“ oftar já- kvætt en háskólamenn, en minni munur var milli kvenna. Barna- fjölskyldur voru jákvæðari en aðr- ir. Niðurstöður þessara kannanna voru ræddar við stjórnarmenn, formenn félaga eldri borgara og öryrkja fyrir sunnan heiða og víð- ar. Menn voru nokkuð efins um framboð og því varð ekki úr að- gerðum. Höfundi þessarar greinar og Garðari Sverrissyni voru þess- ar niðurstöður ekkert gleðiefni. Í ljósi undanfarinnar atburðarásar sýnist mér kjörið að framkvæma svipaða könnun sem fyrst. Viðhorf til framboðs eldri borgara og öryrkja Ólafur Ólafsson skrifar um framboð eldri borgara og öryrkja ’ Í ljósi undanfarinnaratburðarásar sýnist mér kjörið að framkvæma svipaða könnun sem fyrst. ‘ Ólafur Ólafsson Höfundur er formaður LEB. Tafla 1 Karlar Mjög líklegt Frekar líklegt Mjög ólíklegt Frekar ólíklegt 18-49 7,5 10,2 37,0 24,4 50-89 18,5 15,8 25,9 22,8 Konur 18-49 23,2 14,1 17,8 30,5 40-89 23,2 14,8 12,9 12,9 Tafla 2 Karlar Mjög líklegt Frekar líklegt Mjög ólíklegt Frekar ólíklegt 18-49 21,6 40,0 0,0 11,5 50-67 36,6 29,3 2,4 4,9 Konur 18-49 30,5 32,5 1,1 7,6 50-67 25,9 37,0 0,0 3,7 AÐ UNDANFÖRNU hefur Morgunblaðið hamast á Samfylk- ingunni sem aldrei fyrr. Skoði menn nafnlausa dálkinn „Stak- steina“ sést að það er næstum undantekn- ing ef hann er ekki undirlagður árásum á Samfylkinguna og hennar forystufólk. Mér sýnist að allir telji sig vita að rit- stjóri blaðsins sé ábyrgur fyrir Stak- steinaskrifunum. Og þar sem hann hefur aldrei leynt því að hann sé pólitískur eða hvaða flokki hann tilheyri þarf ekki að koma á óvart eða vera sérstakt hneykslunarefni að hann skuli beita sér í þeirri mikilvægu kosningabaráttu sem nú er að komast í al- gleymi. Það sem má hins vegar kallast at- hyglisvert er að þótt fjögur framboð keppi við sjálfstæðismenn í borginni virðist að- eins einn andstæð- ingur skipta máli og þeir þurfa að óttast, og það er Samfylk- ingin. Og það er því eðlilegt sjálfstæð- ismenn eyði öllum sínum kröftum og púðri á hana. Hægri vængurinn hefur reyndar í mörg ár verið með endalausar hrakspár um viðgang Samfylking- arinnar; lengi sögðu þeir með öllu vonlaust að slík breiðfylking fé- lagshyggjuafla myndi geta hangið saman eða náð einhverjum styrk, en þær illspár hefur reynslan gert hlægilegar. Í seinni tíð hefur meira heyrst að Samfylkinguna skorti stefnu og prófíl – þetta sé miðjumoðs- eða jafnvel hægri- flokkur, öfugt við róttæka og for- kláraða ímynd t.d. Vinstri-grænna. En samt er það hin „veika“ og „óskýra“ Samfylking sem íhaldið hamast á og óttast mest. Og í rauninni má segja að það sé afrek forystumanna flokksins, að hafa loksins tekist að búa til afl á þess- um væng sem hægrimenn eru hræddir við. Þeir óttast nefnilega ekki VG eða forvera þeirra á vinstri vængnum. Það eru hreyfingar sem sjálfstæðismönnum líkar vel að kljást við, og passa inn í þeirra heimsmynd. Kjörstaða íhaldsins er sú að það eitt bjóði fram alvöru flokk sem geti stjórnað landinu; eins og þeir hafa til að mynda gert síðustu fimmtán árin. Þeir eiga að vera hin eina sanna og ábyrga hreyfing sem situr við stjórnvölinn, semur frumvörpin, leggur þau fram og sam- þykkir. En þar sem við búum í lýðræð- isþjóðfélagi þá þarf auðvitað, þó ekki væri nema formsins vegna, að vera stjórnarand- staða; einhverjir sem alltaf og eilíflega munu verða á móti, skammast og rífast; það mega gjarnan vera mælskir sérvitr- ingar – þeirra rödd verður að fá að heyr- ast – ekkert frumvarp sem íhaldið semur, eða tillaga sem það leggur fram og samþykkir, hefur í rauninni fengið eðlilega afgreiðslu fyrr en einhver strigakjaft- urinn hefur æpt sig hásan. Það er stjórn- arandstaða! Því allir vita að slíkt verður aldrei valkostur við sjálfan valdaflokkinn. Samfylkingin er hræðileg og óvænt ógnun við þetta kerfi í aug- um sjálfstæðismanna, eins og sannast hefur í tvennum síðustu kosningum. Íhaldið lítur á stjórnarandstæð- inga eins og gömlu kallana tvo í Prúðuleikurunum, sem sitja uppi í stúku og finnst allt fáránlegt sem gerist á sviðinu. Sýninguna leiða Svínka og froskurinn Kermit, kjánaleg eins og þau eru, rétt eins og Davíð eða Geir stjórna sam- félaginu; en kallarnir sem setja út á og hæðast og bölsótast – við get- um kallað þá Steingrím og Ög- mund – þeir eru nauðsynlegur partur af sviðsmyndinni. Enda ekkert að óttast; engum hefur dottið í hug að þeir fari að stjórna sjálfu sjóinu. Af hverju óttast Íhaldið bara Samfylkinguna? Einar Kárason skrifar um Staksteina Morgunblaðsins Einar Kárason ’… þótt fjögurframboð keppi við sjálfstæð- ismenn í borg- inni virðist að- eins einn andstæðingur skipta máli og þeir þurfa að ótt- ast, og það er Samfylkingin.‘ Höfundur er rithöfundur og í 25. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. ÞAÐ MÁ fullyrða að hlutverk þeirra sem sinna menntun og heilsueflingu einstaklinga í sam- félaginu hafi aldrei verið jafnmik- ilvægt. Traust fagleg þekking á högum, líðan og aðstæðum fólks í nútímanum og hagnýting þeirrar þekkingar á markvissan máta til forvarna og heilsueflingar er for- senda heilbrigðis þjóðarinnar. Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík býður upp á menntun fyrir þá sem hafa hug á að sinna heilsueflingu, fræðslu og stuðningi. Námið er annars vegar al- mennt meistaranám í lýðheilsufræði, á ensku Master of Pu- blic Health (MPH), og hins vegar meist- aranám í kennslu- og lýðheilsufræði sem lýkur með MEd gráðu. Sérstök áhersla er í náminu lögð á for- varnir í heilbrigð- ismálum almennt og á heilbrigði og líðan barna og ungmenna. Lýðheils- unámið er hið eina sinnar tegundar hér á landi og er ætlað þeim sem hafa hug á að vinna við að efla heil- brigði fólks, með rannsóknarmiðuðu forvarnarstarfi. Námið er þverfag- legt þar sem starf lýðheilsufræð- inga byggist á samstarfi ólíkra fræðigreina. Tvenns konar lýðheilsunám í Háskólanum í Reykjavík MPH meistaranám í lýð- heilsufræðum hentar einstaklingum með margvíslegan bakgrunn sem vilja vinna að stjórnun, stefnumót- un og verkefnum á sviði forvarna og heilsueflingar innan stofnana og fyrirtækja, ríkis eða sveitarfélaga. Þetta nám nýtist jafnframt vel þeim sem hyggjast vinna með börnum og ungmennum í skipulögðu starfi á vettvangi. MEd. meistaranám í lýð- heilsufræði er sérstaklega sniðið fyrir verðandi kennara, sem vilja leggja áherslu á lýðheilsu í starfi sínu innan skóla. Þeir kennarar verða til að mynda mjög hæfir í að greina og vinna með nemendur sem eru í áhættu um andlega og lík- amlega vanlíðan eða frávikshegðun. Kennaranám sniðið fyrir stærðfræði- og íþróttakennara Að auki býður deildin upp á grunnnám og meistaranám fyrir verðandi stærðfræðikennara og, í samstarfi við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ, upp á grunnnám fyrir verð- andi íþróttakennara, þar sem lögð er áhersla á íþróttir sem mikilvægan þátt í for- varnarstarfi. Rökin fyrir því að samtvinna innan sömu háskóladeildar áherslu á forvarnir, menntun, þroska og velferð ein- staklinga eru augljós. Ef við ætlum okkur að skapa kjöraðstæður menntunar fyrir börn og ungmenni verðum við að huga að högum þeirra og líðan, ekki síður en þekkingu þeirra. Við verðum að sjá til þess að þau séu fær um að læra. Stefnumótun í lýðheilsu byggð á traustum rannsóknum Rannsóknir & greining (R&G), rannsóknastofnun Kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík (HR), hefur um árabil rannsakað líðan og hegðun ís- lenskra barna og unglinga. Rann- sóknirnar hafa verið viðamiklar og niðurstöður þeirra nýttar til ýmissa átaksverkefna og til stefnumótunar. Stefnumótun og starf byggt á hald- góðum rannsóknum er lykillinn að því að stuðla að heilbrigði og vel- ferð einstaklinga. Rannsóknir R&G á áhættuþáttum vímuefnaneyslu hafa verið notaðar meðal stefnu- mótunaraðila um allt land frá árinu 1997, til að sporna gegn neikvæðri þróun í vímuefnaneyslu. Þetta starf er nú fyrirmynd verkefnis sem farið hefur verið af stað með í tíu borg- um í Evrópu. Kennarar við Kennslufræði- og lýðheilsudeild HR eru meðal þeirra sem leiða þetta stóra verkefni og munu nemendur deildarinnar taka þátt í því á næstu árum. Það er markmið okkar við nýju deildina að vinna að því á næstu árum að forvarnarstarf byggt á traustum rannsóknum skili árangri á sem flestum sviðum. Við deildina er því lögð rík áhersla á rannsóknir, einkum á lík- amlegri og andlegri líðan barna og ungmenna og áhættuþáttum frá- vikshegðunar, svo og á skólastarfi; námsárangri, líðan í skóla og áhrifaþáttum þess. Nemendur taka þátt í rannsóknarverkefnum og læra að nýta sér rannsóknir í stefnumótunarstarfi. Samstarf við virta erlenda háskóla Kennslufræði- og lýðheilsudeild HR er í virku samstarfi við erlenda háskóla á sviði kennslufræða og lýðheilsu, þar á meðal Columbia há- skóla og Penn State háskóla í Bandaríkjunum. Stuðst er við fyr- irmynd frá þessum háskólum í námskeiðavali og innihaldi náms. Þá kenna prófessorar frá þessum háskólum fjölmörg þeirra nám- skeiða sem nemendum er boðið upp á. Meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík er ætlað fólki sem vill sinna forvörnum, stefnumótun, stjórnun og rann- sóknum og með því hafa áhrif á heilbrigði, hag, andlega og lík- amlega líðan einstaklinga. Við leggjum sérstaka áherslu á málefni barna og ungmenna. Markmið okk- ar er að tryggja að næstu kynslóðir njóti forvarnarstarfsins og taki virkan þátt í að stuðla að eigin and- legu- og líkamlegu heilbrigði. Lýðheilsufræði: Krafa nútímans Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir fjallar um Háskólann í Reykjavík ’Markmið okkar er aðtryggja að næstu kyn- slóðir njóti forvarn- arstarfsins og taki virkan þátt í að stuðla að eigin andlegu og líkamlegu heilbrigði.‘ Inga Dóra Sigfúsdóttir Höfundur er forseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík. Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.