Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
B
jörn Bjarnason dóms-
málaráðherra fjallar á
heimasíðu sinni sl.
sunnudag um banda-
ríska fjölmiðla, en af
skrifum hans má hálfpartinn draga
þá ályktun að hann telji að sá vandi
sem nú steðjar að bandarískum fjöl-
miðlum sé kominn til af því að
blaðamennirnir sem á þeim starfa
séu hlutdrægir. „Fjölmiðlarnir hafa
einfaldlega gefið of mikinn högg-
stað á sér,“ segir hann semsé í pistli
sínum og rifjar svo upp í framhald-
inu niðurstöður kannana sem sýna
að af þeim blaðamönnum í Banda-
ríkjunum, sem gefi upp stjórnmála-
skoðun sína, lýsi 76% sjálfum sér
sem liberal eða vinstrisinnuðum.
Tónninn í þessum hluta pistils
Björns er mjög keimlíkur þeim sem
gjarnan birtist í skrifum Ólafs Teits
Guðnasonar sem heldur úti fjöl-
miðlarýni í Viðskiptablaðinu, en
Ólafur Teitur hefur m.a. skrifað um
„Manhattan-skekkjuna“, sem hann
kallar svo (11. nóvember 2005). En
rauði þráðurinn í þeim skrifum er
sá að stæk vinstri slagsíða sé á
(bandarískum) fjölmiðlum.
Málflutningur Ólafs Teits er að
vísu gallaður sökum þess að hann
gerir engan greinarmun á málefna-
legum fjölmiðlamönnum og hinum,
sem ómálefnalegir eru, það eina
sem virðist skipta máli er hvort þeir
séu til vinstri eða til hægri. Þetta
leiðir Ólaf Teit út í þær ógöngur að
bera saman Bill O’Reilly, en hann
stýrir þjóðmálaþætti á Fox-
fréttasjónvarpsstöðinni, og George
Stephanopoulos, sem stýrir viku-
legum umræðuþætti um þjóðmál á
ABC-sjónvarpsstöðinni.
O’Reilly er sannarlega hægri-
sinnaður, Stephanopoulos var á
móti einn af aðalráðgjöfum Bills
Clintons í forsetatíð hans. En hvaða
máli skipta þessir merkimiðar sam-
anborið við hinn faglega mæli-
kvarða, sem er einfaldlega sá að
Stephanopoulos er sanngjarn í sinni
þáttastjórnun á meðan O’Reilly
leggur sig fram um að vera ofstæk-
isfullur?
Nema hvað. Það er alls ekki þessi
meinta vinstri slagsíða sem hefur
orsakað þann vanda sem nú steðjar
að útgáfu dagblaða í Bandaríkj-
unum og raunar mun víðar. Hann
er nefnilega rakinn til þess að ungt
fólk sæki sér nú í æ ríkari mæli
upplýsingar og fréttaefni á netið.
Fyrir vikið hefur sala dagblaða víð-
ast hvar dregist mjög saman og hið
sama á við um auglýsingatekjur
þeirra.
Í nýrri skýrslu Nieman-
stofnunarinnar við Harvard-
háskóla (Nieman Reports, Vol. 60,
No. 1, vor 2006) er fjallað sér-
staklega um óvissa framtíð dag-
blaðanna. Þar ritar Tim nokkur
Porter grein þar sem ekkert er ver-
ið að skafa utan af því: „Dagblöð
þurfa að endurskapa sig eða deyja.
Það er svo einfalt.“ (e. Reinvent or
die. It’s that simple).
Porter heldur áfram: „Og dauð-
daginn mun verða seinlegur og
sársaukafullur, hægfara en örugg
þróun í átt að lakari gæðum og
minni áhrifum, á tímum er harðari
útgjaldastefna verður til þess að
starfsfólki er fækkað og almenn-
ingur velur nýrri, áhrifameiri leiðir
til að nálgast upplýsingar.“
Porter segir framtíð dagblaðanna
svarta, lagi þau sig ekki að breytt-
um heimi. En ef þau séu tilbúin til
að leggjast í naflaskoðun séu tæki-
færi fyrir hendi.
Aðrir sem skrifa í Nieman Re-
ports eru sama sinnis; Scott D.
Anthony og Clark G. Gilbert benda
t.a.m. á að þó að lestur dagblaða
minnki aukist samt „neysla“ upplýs-
inga. Flest blöð séu nú búin að net-
væðast, það sé áreiðanlega lykillinn
að bjartri framtíð sýni útgáfufyr-
irtækin framsýni í því hvernig þau
nýta þann miðil.
Amanda Bennett, ritstjóri á
Philadelphia Inquirer, skrifar sér-
lega áhugaverða grein en þar rekur
hún þær raunir sem hún hefur þurft
að ganga í gegnum síðan hún tók við
ritstjórninni fyrir tveimur og hálfu
ári. Hefur orðið að fækka blaða-
mönnum blaðsins um 21% á þeim
tíma, en sama þróun er að eiga sér
stað um öll Bandaríkin.
Bennett segir að þetta hafi hins
vegar neytt þau á Philadelphia In-
quirer til að velta fyrir sér sjálfu eðli
og inntaki blaðamennskunnar,
hvaða erindi þetta tiltekna blað telji
sig eiga við lesendur, hvað skipti les-
endur þess máli o.s.frv. Helstu nið-
urstöður þessarar naflaskoðunar
voru þær, að menn vildu fyrst og
síðast áfram vera metnaðargjarnir í
sínum störfum. Ljóst væri hins veg-
ar að blaðið gæti ekki lengur sinnt
„skrásetningu“ alls þess sem fram
færi í nánasta umhverfi blaðsins;
sinna öllum skólanefndarfundum
eða segja frá öllum glæpum sem
framdir væru í Fíladelfíu og ná-
grenni. Blaðið þyrfti samt að efla
tengsl við umhverfi sitt, m.a. með
því að taka netið í sínar þarfir; í stað
fastra kvikmyndagagnrýnenda
hefði verið farið af stað með til-
raunaverkefni á netinu þar sem
reynt væri að efna til gagnvirkra
samræðna við lesendurna um kvik-
myndir.
Sameiginleg niðurstaða margra
þeirra, sem rita greinar í Nieman
Reports, er sú að dagblöð verði að
láta sig mestu varða það samfélag
sem þau eiga rætur í og eru sprottin
úr. Gæði lókal frétta muni skilja
milli feigs og ófeigs í blaðaheim-
inum, a.m.k. hjá öllum blöðum sem
ekki séu af sama kalíberi og New
York Times eða Wall Street Journal
eða USA Today.
Sumt af því sem hér hefur verið
endursagt úr Nieman Reports má
heimfæra upp á blaðamarkaðinn ís-
lenska og telst áhugavert í því ljósi.
Að vísu hefur þróunin hér verið svo-
lítið óvenjuleg; á sama tíma og
áskriftarblöð hafa átt undir högg að
sækja (þau eru fá eftir, aðeins
Morgunblaðið og DV; síðan eru auð-
vitað enn til héraðsfréttablöð) hafa
orðið til öflug fríblöð. Spyrja má
hvort sú þróun geti talist liður í
þeirri „endursköpun“ sem Porter
kallar eftir í grein sinni í Nieman
Reports.
Vandi
dagblaðanna
Sameiginleg niðurstaða […] er sú að
dagblöð verði að láta sig mestu varða
það samfélag sem þau eiga rætur í og
eru sprottin úr. Gæði lókal frétta muni
skilja milli feigs og ófeigs […]
BLOGG: davidlogi.blogg.mbl.is
VIÐHORF
Davíð Logi Sigurðsson
david@mbl.is
Í VETUR urðu nokkur skrif um
leikskólamál í dagblöðunum í
tengslum við kjarabaráttu leiðbein-
enda. Það er ástæða til að halda
skrifum um leikskólamálin á lofti og
tengja þau skrif frekar börnunum,
en ekki endilega krónum og aurum,
þjónustuhugtökum og hagræðingu.
Svo virðist sem börn
þyrftu að eiga sér bar-
áttuaðila sem væru
gagnrýnir á ríkjandi
hugmyndir samfélags-
ins. Sú er sem sagt
ástæðan fyrir þessum
skrifum mínum að ég
tel að við þurfum að
velta uppeldi barna
fyrir okkur, ekki síst
hópuppeldi, ásamt
tímanum og rýminu
sem við höfum/verjum
til uppeldis barnanna.
Á síðu Leikskóla
Reykjavíkur má nú lesa frétt um
fjölgun leikskólarýma í borginni á
síðustu tólf árum. Í öðrum sveit-
arfélögum er þróunin hin sama. Það
kemur einnig fram að helsta breyt-
ingin, sem orðið hefur í dagvist-
unarmálum í Reykjavík, felist í
stórauknu hlutfalli barna í heils-
dagsvistun. „Árið 1994 var hlutfall
barna í heilsdagsvistun 31% (dval-
artími 7–9 klukkustundir) en nú eru
92% allra leikskólabarna í borginni
heilsdagsvistuð.“ Af þessu má skilja
að börnin eru vistuð í leik-
skólarýmum. Fyrir þann sem ekki
veit er slíkt rými a.m.k. 3 m2 nettó
fyrir hvert barn, en 6,5 m2 brúttó.
Nú er þó oftast, vegna hagræðingar
og eftirspurnar, miðað við lág-
markstöluna þ.e. þrjá fermetra fyr-
ir hvert barn. Þegar heilsdagsvist-
uðum börnum hefur fjölgað svo sem
raun er skiptir þetta stærri hópa
máli. Það þarf að stækka uppeld-
isrými hvers barns þó ekki væri
nema um 0,75 m2. Þá myndu 20
börn vera saman á svæði þar sem
nú eru 25. Börnin myndu ekki lifa
eins þröngt, draga mætti úr stýr-
andi inngripum kennaranna, ásamt
ýmsu skipulagi, en fjölga jafnframt
styðjandi inngripum. Árekstrum
milli barnanna myndi fækka: per-
sónufrelsi, sjálfræði og sjálfsvirðing
myndi aukast; Virðing fyrir öðrum
byrjar með því að fólk beri virðingu
fyrir sjálfu sér og tengsl eru auð-
veldari í minna félagslega flóknu
umhverfi. Þetta allt myndi skila sér
í hraustari börnum, að öllum líkum
bæði líkamlega og félagslega. Það
væri ávöxtun til framtíðar, vel-
gengni, gróði, hagvöxtur, upp-
sveifla …
En áfram um leik-
skólarýmin. Í skil-
greiningu um þau virð-
ist vanta að hverju
rými þurfi að fylgja
ákveðið magn af kenn-
aratíma. Leik-
skólarými stendur
ekki, ólíkt t.d. póst-
kassa, eitt og sér og
þótt auðvelt sé að drífa
upp hús eftir hús vant-
ar kennara til starfa.
Það vantar kenn-
aramenntað fólk og í
náinni framtíð er einnig næg vinna
fyrir hæfa leiðbeinendur, en það er
óviðunandi að næstum hver sem er
geti fengið vinnu í leikskóla. Það
þarf einnig að verða stöðugleiki,
mannabreytingar hafa verið viðvar-
andi vandamál í leikskólum og eru
skólastarfi hindrun. Ennfremur
þarf að auka tíma til skipulagsvinnu
í leikskólunum, m.a. til þess að
kennarar geti leiðbeint aðstoð-
arfólki sínu, en tími til skipulags-
og undirbúningsvinnu þarf að vera
hugsaður fyrir börnin í skólanum
svo að þau njóti ígrundaðrar og
skipulagðrar vinnu kennara og leið-
beinenda. Eins og þessum málum
er háttað í dag má í leikskólunum
ráða í afleysingu vegna undirbún-
ingsvinnu leikskólakennaranna en
ekki fyrir leiðbeinendur, sem þó er
að mestu leyti gert að vinna sömu
störf og kennari þegar slíkur fæst
ekki til starfans og það er í um 70%
tilfella á landsvísu. Þarna er mikil
hagræðing á ferðinni því leiðbein-
endur fá lægri laun en leikskóla-
kennarar og ekki þarf heldur að
ráða í afleysingu vegna undirbún-
ingstíma þeirra. Þótt hægt væri að
einangra kennlsu í leikskólunum og
láta eingöngu leikskólakennarana
sjá um kennsluna væri það vart
æskilegt þar sem uppeldi og nám
tengist svo sterkum böndum og
börnin eru alltaf að læra. T.d. lær-
ist lífsleikni að öllum líkum best
með ástundun í góðum samskiptum
og málið lærist m.a. í samtali. Þessi
staðreynd um undirbúningstímana
virðist augljóst misrétti gagnvart
börnunum því þau sem hafa fleiri
en einn og kannski fleiri en tvo
leikskólakennara á deildinni sinni fá
ekki eingöngu betur menntað fólk,
sem kennir þeim og lærir með
þeim, því þeirra kennarar fá líka
betri tíma til undirbúnings. Þó að
hæfir leiðbeinendur með gott
innsæi geti sannarlega unnið ágætt
starf gilda aðrar reglur um hópupp-
eldi og umönnun annarra manna
barna en þegar fólk elur upp sín
eigin börn. Það er nú einnig nokkuð
viðurkennt að til skólakennslu þarf
kennara með góða menntun. Þegar
leiðbeinendur eru ráðnir til
kennslustarfa virðist það sjálfsagt
mál fyrir þá og fyrir nemendur
þeirra að þeir fái tíma, ásamt öðr-
um tækifærum, til að afla sér þeirr-
ar færni sem þeir mögulega geta til
starfsins.
Leikskólarými er meira en stein-
steypa, húsgögn og leikefni, þar
þarf einnig bæði vöðva, visku, vilja
og þekkingu. Nú nálgast kosningar
og þá er freistandi fyrir stjórn-
málamenn að gefa loforð um meira
og bjóða t.d. leikskólapláss fyrir
yngri börn en nú er og lægri gjöld
eru orðin að veruleika. Þó að það sé
brýnt að búa vel að ungum börnum
og fjölskyldum þeirra þyrfti að skil-
greina leikskólapláss betur áður en
áfram er haldið. Það þarf að leita
allra leiða til úrbóta fyrir þá sem
þegar vistast í leikskólum nær allan
sinn vökutíma.
Um leikskólarými
Fanný Heimisdóttir
fjallar um leikskóla ’Leikskólarými er meiraen steinsteypa, húsgögn
og leikefni, þar þarf einn-
ig bæði vöðva, visku, vilja
og þekkingu.‘
Fanný Heimisdóttir
Höfundur er leikskólastjóri.
OFT er talað um að fjölmiðlar séu
þriðja valdið í hinum lýðræðislegu
samfélögum. Með það vald, eins og
með annað vald, er vandmeðfarið.
Við ræðum oft um rekstrarform fyr-
irtækja og nú síðast er mikið rætt
um rekstarform ríkisútvarpsins. Ég
er þeirrar skoðunar að rekstrar-
formið skipti ekki höfuðmáli, heldur
hitt, hvernig stjórn-
endur fara með vald
sitt.
Ég minnist þess að
þegar nýr þjóðleik-
hússtjóri tók við þjóð-
leikhússtjórn árið 1991
sagði hann upp fjölda
fastráðinna starfs-
manna sem unnið
höfðu mjög lengi hjá
stofnuninni og ein-
hverjir þeirra áttu eftir
mjög stuttan tíma til
þess að komast á lífeyri
sakir aldurs og langs
starfs við stofnunina.
Ég velti einnig oft fyrir mér valdi
fréttamanna, flestir fara mjög vel
með það, þó auðvitað séu und-
antekningar á því. Auðvitað er mis-
munandi hvað menn telja fréttnæmt
og hvað ekki. Að sjálfsögðu deila
menn um það eins og annað í sam-
félaginu.
Mér þótti sérkennileg frétt sem
kom í ríkissjónvarpinu á dögunum
þar sem að því var látið liggja að
Framsóknarflokkurinn væri að
bjóða fram undir fölsku flaggi hér í
Reykjavík með því að auglýsa undir
merkjum x B. Staðreyndin er sú að
þessir bókstafir hafa verið notaðir í
kosningum allt frá árinu 1930 eða í
76 ár. Flokkurinn er elsti starfandi
stjórnmálaflokkur landsins sem
aldrei hefur þurft að skipta um nafn
eða kennitölu í þau níutíu ár sem
hann hefur starfað. Í fréttinni var
kallaður til ágætur og þekktur aug-
lýsingamaður og blaðamaður á
gamla Þjóðviljanum sáluga. Auglýs-
ingamaðurinn staðfesti
aðspurður, að þessi
fullyrðing væri ekki úr
vegi. Ég minnist þess
ekki að starfsmenn
auglýsingastofa hafi
verið fengnir til þess að
gefa álit sitt í frétta-
tíma um svipað efni.
Samkeppni er milli
auglýsingastofa og
þeim tekst misvel í
auglýsingatækni þann-
ig að afbrýðisemi getur
gætt milli auglýs-
ingastofa og þeirra
manna sem þar vinna.
Síðar í fréttinni voru vegfarendur,
væntanlega valdir af handahófi,
spurðir um það fyrir hvað x B stæði,
sumir voru alveg vissir fyrir hvað x
B stóð, aðrir vissu það ekki. Ég er
jafn viss um að þessir sömu vegfar-
endur hefðu ekki hugmynd um fyrir
hvað x F, x S eða x U stæði.
Hvað eru menn að gefa í skyn með
svona fréttaflutningi? Er þetta hlut-
leysi fréttastofu ríkissjónvarpsins
eða eru þetta eineltistilraunir og
hálfsannleiksfréttamennska? Er
þetta e.t.v. ódýr auglýsing fyrir
frambjóðendur Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík? Það verður fróðlegt
að fylgjast með hvernig fréttastofa
ríkissjónvarpsins fjallar um aðrar
auglýsingar sem eiga eftir að birtast
fyrir komandi sveitarstjórnarkosn-
ingar, innihald kosningaáforma
o.s.frv. Ég geri meiri kröfur til RÚV
en annarra fjölmiðla þar sem það er í
eigu allra landsmanna en ekki einka-
fyrirtæki. Þess vegna verða frétta-
menn að gæta réttlætis og sanngirni
þegar fjallað er um mál af þessum
toga.
Fréttir, rekstrarform og vald
Ísólfur Gylfi Pálmason fjallar
um fréttaflutning RÚV ’Ég geri meiri kröfur tilRÚV en annarra fjöl-
miðla þar sem það er í
eigu allra landsmanna en
ekki einkafyrirtæki.‘
Ísólfur Gylfi
Pálmason
Höfundur er varaþingmaður og
sveitarstjóri í Hrunamannahreppi.
mbl.is
smáauglýsingar