Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 49
MINNINGAR
✝ Stefanía Ingi-björg Snævarr
fæddist í Reykjavík
2. júlí 1945. Hún lést
á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja 20.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Árni Þorvald-
ur Snævarr, f. 27. 4.
1909, d. 15. 8. 1979,
og Laufey Bjarna-
dóttir Snævarr, f.
15.10. 1917, d. 29.3.
1992. Systkini Stef-
aníu eru: Lilly
Svava Snævarr, f. 21.2. 1940, d.
18.11. 1995, Sesselja Snævarr, f.
14.11. 1947, og Sigrún Snævarr, f.
14.9. 1951.
Hinn 25. janúar 1969 giftist
Stefanía Guðmundi Lárusi Guð-
mundssyni frá Vestmannaeyjum,
f. 1. 9. 1942. Börn þeirra: 1) Árni
Snævarr Guðmundsson, f. 31.7.
1967. 2) Sesselja Guðmundsdóttir,
f. 24.6. 1972, maki
Orri Haraldsson, f.
9.7. 1966. Sonur
Guðmundar Lárus-
ar er Magnús Guð-
mundsson, f. 13.11.
1963, maki Sigríður
Rúnarsdóttir.
Barnabörn Stefaníu
og Guðmundar Lár-
usar eru fimm.
Stefanía ólst upp í
Reykjavík. Hún lauk
námi frá Hús-
mæðraskólanum á
Varmalandi í Borg-
arfirði 1964. Hún var húsmóðir og
vann að auki ýmis störf. Hún bjó
um tíma í Vestmannaeyjum en
lengst af var hún búsett í Reykja-
vík. Síðustu árin dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Hlévangi í
Reykjanesbæ.
Útför Stefaníu verður gerð frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Að morgni sumardagsins fyrsta
var sólskin og logn og allt svo ferskt
og fallegt. Þennan morgun sofnaði
systir okkar Stefanía svefninum
langa og varpaði það skugga á feg-
urð dagsins. Við systur vorum sam-
mála um að það væri líklega þrátt
fyrir allt fallegt að fá að sofna inn í
birtuna og sumarið fyrst þannig
þurfti að fara.
Stella var næstelst okkar systr-
anna fjögurra. Pabbi fór gjarnan
með þetta kvæði Páls Ólafssonar
þegar stelpurnar hans bar á góma:
Fátt er gott að frétta.
Fréttin er aðeins þetta:
Drottinn gaf okkur dóttur,
drengir fást ekki lengur.
Ekki svo að skilja að hann væri
ekki sáttur við þetta hlutskipti,
heldur þvert á móti.
Æskuheimilið var í Galtafelli við
Laufásveg. Foreldrarnir bjuggu
með stelpuskarann á neðri hæðinni
og afi og amma á efri. Í raun var
þetta eins og eitt heimili, eins konar
fjölskylduhús þar sem samskipti
kynslóðanna voru alla tíð mikil og
náin. Stella átti því margar góðar
minningar frá æskuárunum í Galta-
felli.
Í þessu minningabroti verður
ekki rakin ævi systur okkar í smáat-
riðum, en þar skiptust á skin og
skúrir. Við viljum þó reyna að minn-
ast sólskinsstundanna og sem betur
fer voru þær margar. Það sem fyrst
og fremst einkenndi Stellu var
hennar góða skaplyndi, jafnaðargeð
og bjartsýni og víst er, að það hefur
reynst henni mikil hjálp í gegnum
tíðina.
Stella var nokkur sumur hjá
frænda sínum Stefáni Snævarr og
Jónu á Völlum í Svarfaðardal og þar
bjuggu einnig afi Valdimar og
amma hennar og nafna, Stefanía.
Foreldrar okkar fengu reglulega
bréf að norðan sem öll byrjuðu eins:
Elsku pabbi og mamma, mér líður
vel og veðrið er gott. Þótt eflaust
hafi líka stundum dregið fyrir sólu
fyrir norðan sýnir þetta jákvæða af-
stöðu Stellu til hlutanna „hvernig
sem viðraði“. Langskólanám lá ekki
fyrir Stellu. Eftir unglingapróf fór
hún síðar í Húsmæðraskólann á
Varmalandi. Námið reyndist henni
gott veganesti og einnig þeir tryggu
og góðu vinir sem hún eignaðist þar.
Hún giftist Guðmundi Lárusi
Guðmundssyni árið 1969. Lárus er
Vestmannaeyingur í húð og hár og
þar stofnuðu þau sitt fyrsta heimili.
Árin í Vestmannaeyjum voru góð og
einnig þau sem á eftir fylgdu. Í Eyj-
um voru þau líka umkringd fjöl-
skyldu og vinum. Þau fluttu til
Reykjavíkur árið 1971. Síðustu tíu
árin fór að halla undan fæti vegna
heilsubrests beggja. Loks höguðu
örlögin því svo að leiðir þeirra
skildi.
Stella vann ýmis störf, m.a. á
Landspítalanum og við heimilis-
hjálp. Hún var hvers manns hugljúfi
þar sem hún starfaði. Hún gladdist
innilega þegar tilefni var til og tókst
þá að fá aðra með sér. Hún átti það
til að vera stríðin og uppátækin ým-
isleg. Minnisstæð eru þau skipti
þegar henni tókst að láta okkur
hlaupa apríl og hafði gaman af.
Fyrir nokkrum árum greindist
Stella með sjúkdóm sem hún að lok-
um laut í lægra haldið fyrir. Þrátt
fyrir það var stutt í brosið og sjald-
an heyrðist hún kvarta. Við þökkum
Stellu samfylgdina, brosið og brell-
urnar gegnum árin. Hún fór á þess-
um fallega morgni á vit sumars og
sólar.
Sesselja og Sigrún.
„Stefanía Ingibjörg Snævar heiti
ég, kölluð Stella.“ Þetta voru mín
fyrstu kynni af þessari einstöku
konu. Við kynntumst í Húsmæðra-
skólanum á Varmalandi fyrir 43 ár-
um. Við urðum herbergisfélagar en
það var upphaf fallegrar vináttu
sem aldrei bar skugga á. Stella mín,
eins og ég kallaði hana alltaf, var
mér mjög kær. Hún bar svo mikla
hlýju í garð allra, stórra sem
smárra. Það má með sanni segja að
hún Stella hafi aldrei hallmælt
nokkrum manni.
Frásagnarhæfileikar hennar
voru með eindæmum skemmtilegir.
Það var auðheyrt að hún kom frá
miklu menningarheimili. Fáguð og
falleg framkoma bar þess öll merki
að hún hefði verið alin upp umvafin
ást og hlýju.
Eiginmaður Stellu er Guðmundur
Lárus Guðmundsson frá Vest-
mannaeyjum. Hann reyndist Stellu
einstaklega góður eiginmaður sem
og faðir tveggja barna þeirra, Árna
og Sesselju Snævarr.
Á meðan heilsa Lárusar leyfði
eru mér minnisstæðar ferðir þeirra
hjóna í sumarbústað þeirra fyrir
austan fjall. Gagnkvæm virðing
þeirra bar af.
Í stórfjölskyldu minni var Stella
sem ein af okkur. Hún hafði alltaf
frá einhverju skemmtilegu að segja
og sérstaklega kom þeim vel saman,
Hamely heitnum og Stellu.
Minnisstæðar eru mér stórveisl-
urnar á Flyðrugrandanum hjá
Hamely Kojic sem lést fyrr á þessu
ári. Í þessum veislum var mikið
hlegið og Stella hafði mjög gaman af
að kynnast þessari ólíku menningu
þar sem gleðin var höfð í fyrirrúmi.
Með söknuði kveð ég þig, elsku
vinkona. Að hafa kynnst manneskju
sem var svona heil gerir mig að rík-
ari manneskju.
Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem
brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Ben.)
Elsku Lárus minn, Árni, Sesselja
og systur. Guð gefi ykkur styrk í
ykkar sorg.
Dóra Geraldine
Einarsdóttir (Bíbí).
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast æskuvinkonu minnar,
Stellu. Við ólumst báðar upp á Lauf-
ásveginum, hún í Galtafelli, húsi afa
síns, Bjarna Jónssonar, oft kenndur
við Nýja bíó. Ég bjó í húsi skáhallt á
móti, stundum nefnt Aðilshús í þá
daga. Stella var jákvæð og glaðlynd
og brosmild.
Það var gaman að koma í Galta-
fell og í sumarbústaðinn við Þing-
vallavatn. Stella var einstök og
uppátækjasöm. Einn vetur þegar
Bragagötunni hafði verið lokað frá
Laufásvegi að Sóleyjargötu eins og
oft var gert í þá daga svo börnin
gætu rennt sér á skíðasleðum og
magasleðum þá kom Stella með for-
láta silfurbakka til að renna sér á.
Ég spurði hvort hún mætti þetta og
hún sagði það vera í lagi. Þarna fór
ég salibunu á silfurbakka sem var
fyrsta snjóþotan sem ég prófaði, og
sú síðasta.
Enda vildi ég aðeins það besta.
Afi kom einu sinni að tali við móð-
ur mína og sagði: „Ekki veit ég úr
hverju þessi stelpa er gerð. Hún sit-
ur tímunum saman úti í kuldanum í
polli og er rennandi blaut en verður
aldrei meint af.“
Eins og gengur þá rofnaði sam-
bandið við Stellu. Ég hitti hana
mörgum árum síðar. Þá var hún að
koma við á Laufásveginum og var
með barnavagn. Hún sýndi mér
stolt barnið í vagninum, það var
Árni, skírður í höfuðið á afa sínum.
Það sem helst stendur upp úr í
minningunni er jákvæðni hennar,
glaðlyndi, brosið hennar og hún tal-
aði aldrei illa um neinn.
Stella mín, ég kveð þig með þakk-
læti fyrir æskuárin. Hvíl í friði.
Börnum og öðrum ættingjum
votta ég innilega samúð.
Inga Aðils.
Í dag kveðjum við kæra mágkonu
og frænku, Stellu, sem lést að-
faranótt sumardagsins fyrsta. Það
er ýmislegt sem kemur upp í hug-
ann þegar komið er að kveðjustund.
Sú mynd sem okkur er efst í huga,
er Stella frænka, brosandi út að
eyrum og kát á mannamótum, áður
en heilsan fór að gefa sig.Það var
einstakt lundarfar sem henni var
gefið. Þó mótvindar væru á stund-
um sterkir, var alltaf stutt í brosið
og ótrúlega auðvelt var að gleðja
hana. Aldrei gladdist hún þó meira
en þegar hún gat glatt aðra.
Með þessum sálmi, sem ortur er á
fæðingarári Stellu og er eftir afa
hennar Valdimar V. Snævarr, vilj-
um við kveðja hana og þakka sam-
fylgd.
Þú, Kristur, ástvin alls, sem lifir,
ert enn á meðal vor.
Þú ræður mestum mætti yfir
og máir dauðans spor.
Þú sendir kraft af hæstu hæðum,
svo himinvissan kveikir líf í æðum,
og dregur heilagt fortjald frá.
Oss fegurð himins birtist þá.
Þú vígir oss sem votta þína
að veruleika þeim:
að vinir aldrei vinum týna,
þótt víki til þín heim.
Þú lætur efnisþokur þynnast,
svo það sé hægra elskendum að finnast,
og jafnvel heljarhúmið svart
þín heilög ástúð gjörir bjart.
Þín elska nær til allra manna,
þótt efinn haldi þeim,
og lætur huldar leiðir kanna
að ljóssins dýrðarheim.
Vér skulum þínir vottar vera
og vitnisburð um stórmerki þín bera,
því þú ert eilíf ást og náð
og öllum sálum hjálparráð.
Það er ekki vafi í okkar huga að
elsta systir hennar, Lillý Svava,
sem aldrei gat sleppt af henni
hendinni, mun taka vel á móti henni
ásamt ömmu Bíbí, afa Árna og
öllum hinum sem farnir eru á und-
an.
Hvíl í Guðs friði.
Sverrir Ingólfsson, Unnur,
Brynja og Svava Sverrisdætur.
STEFANÍA INGI-
BJÖRG SNÆVARR
Nú falla tár. Þér fagnið þá
er finnast vinir himnum á
og samvist hefst í sælubyggð
þá sorg mun gleymd og dauðans
hryggð.
Svo krjúpið hljóð við kisturnar
og kveðjið þá er blunda þar
og flytjið kvöldbæn hægt og hljótt.
Af hjarta segið: Góða nótt.
(Valdimar V. Snævarr.)
Guð geymi þig, elsku
Stella.
Sunna Dóra, Kristín Þóra,
Árni Baldur og fjölskyldur.
HINSTA KVEÐJA
Eiginkona mín, móðir og amma,
ELÍSABET MARÍA KVARAN,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 28. apríl kl. 15.00.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
Elísabet Ingibjörg Þorvaldsdóttir,
Þorvaldur Garðar Kvaran.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ HALLDÓRSSON,
Akurbraut 11,
Innri Njarðvík,
sem lést á páskadag, 16. apríl, verður jarðsunginn
frá Innri Njarðvíkurkirkju laugardaginn 29. apríl
kl. 13.00.
Sigurður G. Sigurðsson, Guðríður Helgadóttir,
Elsa H. Rasmussen, Kristian Rasmussen,
Bergdís M. Sigurðardóttir, Smári Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir,
KRISTJÁN JÓNSSON,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 28. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á dvalarheimilið Hlíð.
Ragna Kristjánsdóttir,
Halldóra Kristjánsdóttir, Sigurður I. Gíslason,
Eyþór Kristjánsson, Ingibjörg Thorp,
Valgerður Kristjánsdóttir, Kristján Birgisson,
Þórný Kristjánsdóttir, Benedikt Benediktsson,
barnabörn, langafabörn
og systkini hins látna.
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför elskaðs
unnusta míns, föður okkar, fósturföður, sonar,
bróður og mágs,
LÚÐVÍKS ALFREÐS HALLDÓRSSONAR,
Birkimel 9,
Varmahlíð, Skagafirði.
Sérstakar þakkir til Suðurverks hf. fyrir góða
aðstoð og stuðning.
Linda Björg Finnbogadóttir,
Gunnhildur Erla Lúðvíksdóttir,
Hulda Siggerður Lúðvíksdóttir,
Aníta Rún Lúðvíksdóttir,
Björgvin Páll Gústafsson,
Berglind Sif Viðarsdóttir,
Helga Lind Magnúsdóttir,
Birna Guðmundsdóttir, Kjartan Björnsson,
Halldór Karel Jakobsson, Steinunn Björg Björnsdóttir,
Sigurlína Halldórsdóttir, Gunnar S. Valtýsson,
Ragnhildur Halldórsdóttir, Valdimar Bjarnason,
Rósa Borg Halldórsdóttir, Þorgrímur Jónsson,
Sigríður Margrét Halldórsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug
og vináttu við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
UNNAR PÁLSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til allra á Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi, fyrir góða umönnun og vináttu.
Aðstandendur.