Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 55 HESTAR S keifudagur var haldinn hátíðlegur á Mið-Foss- um í Andakílshreppi síðastliðinn laugardag, 22. apríl. Nemendur í hrossarækt kynntu þar árangur vetrarstarfsins í frumtamninga- og reiðmennskunámi við Landbúnað- arháskóla Íslands á Hvanneyri. Þeir hafa unnið með tvö hross í vetur, annars vegar frumtamn- ingatrippi og hins vegar taminn hest, og höfðu í vikunni á undan þreytt próf í frumtamningum og reiðmennsku þar sem keppt er um Morgunblaðsskeifuna og hefur Morgunblaðið gefið verðlaunagrip- inn allt frá 1957. Þorsteinn Logi Einarsson frá Egilsstaðakoti í Vill- ingaholtshreppi í Árnessýslu hlaut skeifuna í ár fyrir besta árangur á prófunum og var hann vel að verð- laununum kominn. Hann hlaut einnig að launum folatoll undir stóðhestinn Oríon frá Litla-Bergi og að auki 15.000 kr. inneign í Knapanum í Borgarnesi. Aðstaðan verði á heimsmælikvarða Nemendur voru alls 12 talsins í verklegri hrossarækt í ár og hafa þeir nú annað ár í röð notið góðrar kennsluaðstöðu sem verið er að byggja upp á Mið-Fossum í ná- grenni Hvanneyrar. Samningur hefur verið gerður til lengri tíma um þennan aðgang nemenda og starfsfólks LBHÍ og er áætlað að reisa vel búna reiðhöll í haust auk frekari hesthúsbygginga. Í Skeifu- blaði 2006 sem gefið var út í tilefni dagsins segir Ágúst Sigurðsson rektor að þessar framkvæmdir muni valda byltingu í allri aðstöðu til kennslu og almennrar hesta- mennsku og sannarlega verði að- staðan á heimsmælikvarða. Hvanneyrarfólk lítur bersýnilega björtum augum til framtíðar og stefnir á enn frekari eflingu hesta- mennsku í skólanum. Maríus Snær Halldórsson fékk Gunnarsbikarinn Nemendur hófu sýninguna á laugardaginn með því að kynna ýmsar tamningaaðferðir og sýndu frumtamningatrippin. Hálfhryss- ingslegt veðrið gerði það að verk- um að svolítill kuldi var trippunum í fyrstu en nemendur sýndu fag- mennsku og leystu verkefnin vel af hendi. Þvínæst var komið að tömdu hrossunum og kepptu nem- endur á þeim um Gunnarsbikarinn sem Bændasamtök Íslands gefa til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri, en hann stofnaði reiðskóla á sínum tíma á Hvanneyri sem hefur verið kall- aður fyrsti reiðskóli á Íslandi. Maríus Snær Halldórsson frá Bjarnastöðum í Öxarfirði tefldi fram stórglæsilegri hryssu, Tíbrá frá Bjarnastöðum undan Kormáki frá Flugumýri og Tinnu frá Bjarnastöðum, og vann Gunnars- bikarinn. Maríus fékk einnig ásetuverðlaun Félags tamninga- manna en þau er veitt þeim sem þykir skara fram úr fyrir ásetu, bæði vegna þess að hún þyki falleg og sé notuð til að stjórna hest- inum. Eiðfaxabikarinn er auk þess afhentur þennan dag þeim sem hefur staðið sig best hvað hirðingu hestsins varðar og féll hann í skaut Bryndísar Evu Óskarsdóttur frá Selfossi. Úrslit í Skeifukeppni, keppninni um Gunnarsbikarinn, urðu þessi: 1. Maríus Snær Halldórsson 2. Þorsteinn Logi Einarsson 3. Hrafnhildur Baldursdóttir 4. Unnur Þorvaldsdóttir 5. Bryndís Eva Óskarsdóttir Umsjónarmaður kennslu í hrossarækt í vetur var Þorvaldur Kristjánsson og aðalkennarar voru Reynir Aðalsteinsson tamn- ingameistari og Oddrún Ýr Sig- urðardóttir reiðkennari, Gunnar Reynisson kom einnig að kennsl- unni. Bryddað var upp á skemmtileg- um nýjungum á milli atriða, tveir fyrrverandi skeifuhafar, Atli Helgason og Sigríður Ólafsdóttir, sýndu hest fyrir léttikerru og borgfirski stóðhesturinn Aðall frá Nýjabæ var kynntur og tekinn til kostanna svo um munaði. Skeifutölt, opið töltmót Grana á Hvanneyri og Faxa í Borgarfirði, var haldið í tengslum við daginn og þar bar Heiða Dís Fjeldsted sigur úr býtum á Þrumu frá Skáney, feiknafallegri hryssu sem á vel heima á keppnisvellinum, sérstaklega með auknu rými. Heiða Dís var efst inn í úrslit og skeifuhafinn Þorsteinn Logi var fimmti inn en vann sig upp í annað sæti. Úrslit í Skeifutölti 1. Heiða Dís Fjeldsted á Þrumu frá Skáney. 2. Þorsteinn Logi Einarsson á Veigari frá Egilsstaðakoti. 3. Hrafnhildur Guðmundsdóttir á Mósart frá Leysingjastöðum. 4. Björg María Þórarinsdóttir á Mjölni frá Hesti. 5. Gunnar Halldórsson á Kiljan frá Þverholtum. Efstu menn í úrslitum Skeifu- keppni og Skeifutölts hlutu fola- tolla í verðlaun, t.a.m. fékk Heiða Dís toll undir Ófeig frá Þorláks- stöðum fyrir efsta sæti í Skeifu- tölti. Að lokum er rétt að minna á Skeifukeppnina á Hólum í Hjalta- dal, lokakeppni nemenda á hesta- fræðibraut í Hólaskóla. Hún verð- ur haldin á laugardaginn, 29. apríl, þar sem aðalverðlaunin eru Morg- unblaðsskeifan. Skeifudagur haldinn hátíðlegur á Mið-Fossum við Hvanneyri síðastliðinn laugardag Þorsteinn Logi Einarsson hlaut Morgunblaðsskeifuna Skeifuhafinn í ár á Hvanneyri, Þorsteinn Logi Einarsson, í töltsveiflu á Veigari frá Egilsstaðakoti. Ljósmyndir/Kolbrún Þórólfsdóttir Maríus Snær Halldórsson sýndi snilldartilþrif á hryssunni sinni, Tíbrá frá Bjarnastöðum, og hlaut Gunnarsbikarinn. Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Hestamenn hafa stundum þurft að bíta á jaxlinn í norðan- báli í vetur þrátt fyrir snjóleysið víða um land og þeir ættu eins og aðrir landsmenn að vera farnir að skilja þankaganginn hjá veðurguðunum. Samt sem áður er það undarlegt hvað við veður- spekúlantar verðum alltaf jafn- hissa á éljagangi, hissa á skini og skúrum á hálftíma, hissa á að öll él birti upp um síðir, logninu á undan storminum. Morgunblaðið leitaði vorsins í hesthúsahverfi Gusts í Kópavogi í vikunni og tókst að festa það á filmu. Auðvitað er vorið komið – þeir sem mættu á Hrafnsmessu í Ölfushöllinni síðasta vetrardag geta borið vitni um það – og við getum farið að hlakka til bjartra sumardaga. Það er einn slíkur úti þessa mínútuna … VOR óskast! Ekki í pörtum, ekki í (snjó)flygsum – heilt vor, skil- yrðislaust. Maður þykist hafa fundið vorið; það fannst í kortér í Víðidalnum í fyrradag undir söng lóunnar en týndist aftur. Í stuttum útreiðartúr í Rauðhól- ana fær maður öll veður, allt frá sumarblíðu til beljandi élja. En maður lætur alltaf platast og tek- ur fram léttjakkann í stað úlp- unnar, býður fröken kvefi í heim- sókn og sýgur upp í nef eins og öll hin vorin. Er það nema von að mann langi stundum til að skilja ullar- peysuna eftir heima? Það er jú áttundi dagur sumars og daga- talið segir að bjartsýni Íslending- urinn eigi að búast við sumri, þess í stað þurfum við að fara fram á eitt stykki vor. Hvers kon- ar skipulag er þetta eiginlega? Vorfundur Morgunblaðið/Ómar Hulda Gústafsdóttir reiðkennari var stödd í Gusti í Kópavogi að kenna fámennum hópi kvenna. „Þær eru að bæta við þekkingu sína og læra alls kyns æfingar til að mýkja menn og hesta,“ sagði Hulda. Kennslan hefur farið fram úti enda að sögn Huldu alvöru íslensk hraustmenni á ferð. Frá vinstri: Matthildur Kristjánsdóttir, Hulda, Kristín Njálsdóttir, Ágústa Halldórsdóttir og Berglind Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.