Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 57

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 57 DAGBÓK Ídag kl. 16 verður málstofa í húsi verk-fræðideildar HÍ að Hjarðarhaga 2–6 ístofu 158. Björn Karlsson, bruna-málastjóri og dósent, heldur fyrirlestur sem hann nefnir: Brunaverkfræði og áhættu- greining. „Það er þannig að þróun í byggingariðnaði hefur verið ákaflega hröð, við erum farin að byggja flóknar byggingar og stórar, opnar og undir einu þaki, hins vegar gera brunavarn- arákvæði byggingareglugerða ráð fyrir öruggari og meira hólfuðum byggingum,“ segir Björn Karlsson brunamálastjóri. „Þess vegna verða verkfræðingar að leysa það þegar arkitektar koma með hugmyndir að mjög óvenjulegum byggingum, þeir verða þá að sjá til þess að öryggið sé samt ásættanlegt.“ Er þetta vandamál hér á Íslandi? „Já, að sjálfsögðu. Í gamla daga skiptum við húsum niður í ákveðin brunahólf til þess að passa að eldurinn bærist ekki út um allt, en núna erum við farin að byggja óskaplega stór og opin rými þar sem er líka opið á milli hæða. Þetta skapar miklu meiri eldhættu en áður var þegar lokað var alls staðar á milli. Samtímis hefur orðið ákaflega mikil þróun í þekkingu á brunaferlinu og verkfræðingar geta notað tölvulíkön til að herma eftir bæði eldinum og útbreiðslu hans og rýmingu fólks ef eldur brýst út. Miklar framfarir hafa orðið í öllum bruna- varnarkerfum og slíkri tækni. En það verður að nota tæknina rétt til að tryggja ásættanlegt ör- yggi í stórum og flóknum byggingum. Þess vegna hafa ýmsir háskólar tekið upp kennslu í brunaverkfræði sem gengur út á tryggja bruna- varnir. Við kennum einstaka námskeið í þessu hér við Háskóla Íslands. Segja má að þjóðfélagið sé orðið mun við- kvæmara fyrir skaða en áður hefur verið. Öll þróun í iðnaði hefur leitt til meiri samþjöppunar, ógegnsæis, flókinnar tölvustýringar og mun meiri hraða í öllum ferlum samtímis sem flutn- ingar hættulegra efna hafa færst af sjó yfir á land. Stjórnvöld setja og stöðugt meiri kröfur í lögum og reglugerðum um eignavernd og öryggi þegnanna og umhverfisins með því að krefjast þess að atvinnulífið framkvæmi áhættumat og áhættugreiningar sem varðar bæði ytra um- hverfi og innri starfsemi fyrirtækja. Það hefur aftur leitt til þess að verkfræðigreinin Risk Engineering, eða áhættuverkfræði hefur orðið til við ýmsa verkfræðiháskóla.“ Dr. Björn Karlsson, sem lengi starfaði við há- skóla í Svíþjóð, mun gefa stutta lýsingu á báðum þessum verkfræðigreinum í fyrirlestri sínum. Fundi stýrir Ragnar Sigbjörnsson prófessor. Eftir fyrirlesturinn verða fyrirspurnir og um- ræður. Fræðslumál | Málstofa verkfræðideildar Háskóla Íslands Brunaverkfræði og áhættugreining  Björn Karlsson er byggingarfræðingur að mennt með doktors- gráðu í brunavörnum bygginga. Hann er brunamálastjóri og á sæti í stjórn alþjóðlega brunavísindafélagsins og formaður mennta- málanefndar þess. Hann hefur skrifað fjölda vísindagreina, á sæti í ritstjórn þriggja tímarita um brunamál og er aðalhöfundur kennslubókarinnar; Enclousure Fire Dynamics. Hann er vara- formaður Verkfræðingafélags Íslands og for- maður Lagnafélags Íslands. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hvenær fæ ég blaðið? ÁGÆTI Velvakandi! Ég er búinn að vera áskrifandi að Mbl. í mörg ár og hef haldið tryggð við blaðið. Fyrir rúmum þremur ár- um flutti ég út á land, nánar tiltekið til Reykhóla. Því miður hefur þjónusta blaðsins reynst slæm. Sem dæmi þá er 24. apríl í dag og ég hef ekki enn fengið páskablað Mbl. sem kom vænt- anlega út 16. apríl! Ekki er við umboðsmann Mbl. að sakast, sem hringir daglega og skammast án nokkurs árangurs. Nú mætti halda að Reykhólar væru afskekktur staður og í órafjar- lægð frá Reykjavík, en svo er ekki. Reykhólar eru í 230 km fjarlægð frá Reykjavík og það tekur innan við þrjá tíma að keyra þangað. Hvenær fæ ég páskablað Morg- unblaðsins? Eru margir áskrifendur Mbl. sem ekki hafa enn fengið blað- ið átta dögum eftir útgáfudag? Kom kannski ekkert páskablað út? Hvað á þetta eiginlega að þýða? Ég borga sama áskriftargjald og lesendur Mbl. á höfuðborgarsvæð- inu sem fá það inn um lúguna á hverjum morgni. Ég er ekki að fara fram á það, en er þetta ekki of langt gengið? Með kveðju, Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri og áskrifandi Mbl. Svar Morgunblaðsins MORGUNBLAÐIÐ hefur ávallt lagt sig mjög fram við að koma blöð- um til áskrifenda þess og sem betur fer er það sjaldan sem þeir sjá ástæðu til að kvarta yfir dreifingu á því. Á því eru undantekningar og í Velvakanda í dag kvartar Einar Örn Thorlacius sem býr á Reykhólum yfir heimtum blaðsins og hefur fyrir því fullgildar ástæður. Okkur er vel kunnugt um vanda- málin undanfarið við dreifingu blaðsins á Reykhólum. Ástæða þess er sú að nýlega breyttist dreifing- arleiðin þangað og eins og stundum vill verða eru byrjunarörðugleikar á nýju fyrirkomulagi. Auk þess er dreifingarleiðin ekki eins alla daga vikunnar og hefur það orðið til að fjölga mistökum við dreifinguna. Páskablaðið, sem Einar aldrei fékk, er nú á leið til hans í pósti og við biðjum hann afsökunar á þessum misbresti, sem og aðra íbúa á Reyk- hólum sem hann hefur bitnað á. Við munum sem fyrr kappkosta að koma blaðinu til allra áskrifenda með öruggum hætti hvar sem þeir búa á landinu. Finnur Orri Thorlacius, sölustjóri áskriftardeildar. Kisa í óskilum við Melaskóla LÍTIL gul og hvít kisa, kviður og bringa hvít og gul á baki, er á þvæl- ingi við Melaskóla. Upplýsingar gef- ur Steinunn í síma 893 9416. 80 ÁRA afmæli. Einar Ingimund-arson, Brekkubraut 13, Kefla- vík, verður 80 ára sunnudaginn 30. apríl nk. Hann og eiginkona hans, Árnína H. Sigmundsdóttir, taka á móti vinum og vandamönnum í Selinu, Vall- arbraut 4, Njarðvík, á afmælisdaginn kl. 15. Brúðkaup | Gefin voru saman 12. janúar sl. í Safnkirkjunni á Árbæjarsafni af sr. Sigrúnu Óskarsdóttur þau Ingrid Petr- ine Gule og Helge Brandal. Þau eru búsett í Noregi Ljósmyndaver Hörpu Hrundar Hlutavelta | Þær Birta María Elvars- dóttir og Ólöf Þorsteinsdóttir héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.700 til styrkt- ar RÍ fyrir börn í Afríku. Hlutavelta dagbók@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór 80 ÁRA afmæli. Á morgun, 28.apríl, verður áttræð Hansína G.E. Vilhjálmsdóttir, til heimilis að Hraunbæ 126, Reykjavík. Af því tilefni mun hún taka á móti gestum í safn- aðarheimili Árbæjarkirkju, föstudag- inn 28. apríl, frá kl. 16. Vinir og vanda- menn hjartanlega velkomnir til þess að gleðjst með henni á þessum merku tímamótum. Brúðkaup | Gefin voru saman 3. desember sl. í Háteigs- kirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Karen Ósk Úlfarsdóttir og Sigurgeir Björn Geirsson. Ljósmyndaver Hörpu Hrundar 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. g3 e6 7. Bg2 Be7 8. 0–0 Dc7 9. Be3 0–0 10. g4 Rc6 11. g5 Rd7 12. f4 He8 13. Dh5 g6 14. Dh3 Bf8 15. a4 Bg7 16. Had1 Rxd4 17. Hxd4 Rb6 18. e5 d5 19. Bf2 Bd7 20. f5 gxf5 21. Hh4 Rc8 22. Hxh7 Re7 23. Bd4 Dc4 24. Hf4 Rg6 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í strandbænum Kusadasi í Tyrklandi. Franski stórmeistarinn Laurent Fressinet (2.633) hafði hvítt gegn króatískum kollega sínum Ognj- en Cvitan (2.527). 25. Hxg7+! Kxg7 26. Dh6+ Kg8 27. Rxd5!-flétta hvíts gengur út á að opna a1-h8-skálínuna fyrir biskupinn en þá er voðinn vís fyr- ir svarta kónginn. Svartur afræður að gefa drottningu sína en eigi að síður tókst hvítum með krókaleiðum að koma biskupnum sínum á skálínuna. 27. Dxd5 28. Bxd5 Rxf4 29. g6! Rxg6 30. h4! Had8 31. h5 Rf8 32. Bf2! Bc6 33. Bh4 Hxd5 34. Bf6 Hd1+ 35. Kf2 og svartur gafst upp enda er hann óverjandi mát. Stórkostleg flétta hjá Frakkanum unga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Sálfræði. Norður ♠K7 ♥Á76 ♦D1062 ♣D863 Suður ♠G4 ♥KG9852 ♦Á ♣K1074 Suður spilar fjögur hjörtu án afskipta AV af sögnum. Út kemur hjálplegur spaði - smátt úr borði og það kostar ás- inn. Austur spilar spaða til baka í öðrum slag. Hvernig er best að haga framhaldinu? Pólverjinn Cezary Balicki sat í suð- ursætinu í undanúrslitum Vanderbilt- keppninnar í Dallas. Balicki tók á hjarta- ás (báðir með), spilaði aftur hjarta og svínaði gosanum þegar austur fylgdi lit. Þessi íferð er heldur á móti líkunum mið- að við hjartalitinn einan og sér. En Balicki hafði heildarmyndina í huga. Ef svíningin misheppnast mun vestur finna sig knúinn til að hreyfa við öðrum láglitn- um og út frá blindum séð er líklega að hann velji laufið. En jafnvel þótt vestur hitti á að spila tígli, er innkoma í borði á tromp til að spila laufi á tíuna síðar. Norður ♠K7 ♥Á76 ♦D1062 ♣D863 Vestur Austur ♠D10653 ♠Á982 ♥4 ♥D103 ♦G9743 ♦K85 ♣G2 ♣Á95 Suður ♠G4 ♥KG9852 ♦Á ♣K1074 Í reynd heppnaðist svíningin og Balicki fékk yfirslag með því að leggja niður laufkóng. Á hinu borðinu fór sagnhafi tvo niður í sama samningi eftir útspil í tígli. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Í DAG kl. 18 heldur Marie Kristine Lökke píanóleikari útskrift- artónleika sína frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Tónleikarnir fara fram í Tónleikasalnum að Sölvhólsgötu 13 og á efnisskrá eru verk eftir marga af gömlu meist- urunum. „Ég vil spila með fólki og því valdi ég þessa efnisskrá, ég spila Sjostakovítsj fyrir tvö píanó með Laufeyju Haraldsdóttur og svo er ég með tvær fiðlur, lágfiðlu og selló með mér í píanó- kvintett eftir Schumann, ég spila síðan verk eftir Beethoven og Debussy ein,“ segir Marie. „Það er nokkuð óvenjulegt að ég skuli spila helm- inginn af út- skriftartón- leikum mínum með öðrum en þetta er það sem ég vil gera í framtíðinni, ég er ekki mikið fyrir að spila ein- leik.“ Marie hefur verið að spila á píanó síðan hún var sjö ára og hefur m.a. unnið fyrstu verðlaun í Hæfi- leikakeppni ungra klassískra tón- listarnema á Norður-Jótlandi árið 2002. Marie hefur mastersnám í píanó- leik við tónlistarskóla í Árósum í Danmörku næsta haust, en hún er fædd og uppalin þar. „Ég kom fyrst til Íslands sem skiptinemi við Listaháskólann en kunni svo virki- lega vel við skólann að ég ákvað að klára námið hér.“ Útskriftartónleikar LHÍ | Marie Kristine Lökke Marie Kristine Lökke Vill spila með fólki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.