Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Málefni tengd peningum koma upp eft-
ir hádegi, ekki síst ef um er að ræða
par sem er að læra að treysta hvort
öðru. Það gengur best ef allir halda sig
við upphaflega áætlun í peningamál-
unum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
En draumkenndur dagur. Him-
intunglin laða fram augnablik róm-
antíkur, listfengis og ljóða sem hjálpa
manni að takast á loft og fá mjúka
lendingu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Framleiðni tvíburans rís og hnígur yfir
daginn. Lofaðu sjálfum þér að halda
þínu striki, sama á hverju dynur. Það
skapar meira flæði en fjöru, ef svo má
segja.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Innsæi krabbans birtist oft á mynd-
rænan hátt. Í fyrstu getur verið rugl-
andi að reyna að ráða í merkinguna. Ef
þú notar hæfileikana verður enginn
vafi, bara bein þekking.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Skyldum er dreift á misjafnan hátt.
Það má líkja ástandinu við stólaleik þar
sem stólarnir eru færri en þátttakend-
urnir og allir eiga að setjast þegar tón-
listin hættir. Ef þú ert beðinn um að
láta af yfirráðum í tilteknum aðstæðum
áttu að gera það með glöðu geði. Frels-
ið gefur þér tækifæri til þess að upplifa
eitthvað alveg heillandi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Himintunglin hvetja þig til þess að ljá
viðfangsefnum þínum persónulegt yf-
irbragð. Sérhver viðleitni sem felur í
sér töfraljóma, fágun og stíl færir þér
ekki einasta heppni í dag, heldur á eftir
að hafa varanleg áhrif á persónu þína.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Dramatíkin nær hámarki í dag og fólk
hleypur í stað þess að ganga, öskrar í
stað þess að tala og notar kryddsósu í
staðinn fyrir salt. Hjarta vogarinnar
fær þjálfast í samræmi við þetta.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur engu að tapa þó þú æðir
áfram á fullu stími. Þótt eitthvað gangi
ekki að óskum hefur þú allt sem þarf til
þess að átta þig á vandanum og snúa
aðstæðum þér í vil.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú eykur heppnina með því að þakka
þeim sem eru í kringum þig, ekki síst
þeim sem létta þér lífið án þess að vera
umbunað fyrir. Þú gengur á augun í
einhverjum í kvöld sem á eftir að
gegna lykilhlutverki í framtíðinni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ertu enn að svekkja þig á tillitsleysi
vinar? Það hjálpar að tala opinskátt um
tilfinningar sínar – en kannski ekki
endilega við hinn seka, alveg strax.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Varðandi viðskipti sem vatnsberinn er
að spá í eru kjöraðstæður núna til þess
að verða sinn eigin herra. Þrjú símtöl
eru allt sem þarf til þess að koma hlut-
unum á laggirnar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn býr kannski ekki yfir knýj-
andi leyndarmáli, en lítur svo sann-
arlega út fyrir það. Þess vegna nær
hann athygli áhugasamra aðila. At-
hyglin er að sumu leyti í óþökk fisks-
ins, en hann leysir það með glæsibrag.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Orka nautsins er efnisleg,
en það er ekki jafn grunn-
hyggið og það hljómar, því
orka efnisheimsins er ein birtingarmynd
hins andlega og breytingar í hvorum fyrir
sig hafa áhrif á hinn. Sólin og nýtt tungl
eru í nauti núna, sem er góður tími til
þess að átta sig á því að eignirnar eru
framlenging af manni sjálfum og um-
gangast þær í samræmi við það.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 blotna, 4 beitir
tönnum, 7 kvabbs, 8
blauðum, 9 handlegg, 11
listi, 13 skott, 14 móðir,
15 skjóla, 17 ófríð, 20
kveikur, 22 myrkur, 23
niðurgangurinn, 24 út, 25
stólpi.
Lóðrétt | 1 starfs, 2 gerir
kaldara, 3 sleif, 4 brjóst,
5 munnbiti, 6 orðasenna,
10 hæsi, 12 tunna, 13
mann, 15 ól, 16 vanin, 18
margtyggja, 19 les, 20
reynd, 21 veisluréttur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 nafnbótin, 8 ennið, 9 illan, 10 inn, 11 numið, 13
nánar, 15 glans, 18 kasta, 21 ker, 22 látna, 23 alurt, 24
nauðstödd.
Lóðrétt: 2 afnám, 3 níðið, 4 Óðinn, 5 iglan, 6 senn, 7
snær, 12 iðn, 14 ása, 15 gola, 16 aftra, 17 skarð, 18 kraft,
19 stund, 20 akta.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Bíóhöllin | Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á
Akranesi verður í Bíóhöllinni á Akranesi kl.
20.30. Fiðluspil, söng og talkór er fléttað
saman í eitt heilsteypt verk. Sveitina skipa
17 stúlkur og hafa þær fengið mikið lof bæði
hér heima og erlendis fyrir frábæran og ný-
stárlegan tónlistarflutning.
Hressó | Snilldarhljómsveitin Menn ársins
spila á Kaffi Hressó í kvöld.
Langholtskirkja | Mozart Requiem í Lang-
holtskirkju 29. apríl klukkan 15 með Vox
academica og Jón Leifs Camerata. Ein-
söngvarar eru: Þóra Einarsdóttir, sópran,
Sesselja Kristjánsdóttir, alt, Gunnar Guð-
björnssson, tenór, Davíð Ólafsson, bassi.
Hljómsveitarstjóri Hákon Leifsson. Miða-
verð í forsölu er 2.500 kr., í síma 893 6276,
861 9561, við inngang 3.000 kr.
Laugarneskirkja | Vortónleikar Húnakórsins
í Laugarneskirkju kl. 20.
Neskirkja | Hinir árlegu vortónleikar Þrasta
eru nú í fullum gangi. Í kvöld verða tónleikar
í Neskirkju við Hagatorg og hefjast þeir
klukkan 20.
Snúllabar | VG í Hveragerði efnir til alls-
herjar menningar- og tónlistarveislu á Hótel
Ljósbrá, Hveragerði, laugardaginn 29. maí
nk. Fram koma rokkhljómsveitin Wulfgang,
Lay Low og Helgi Valur. Veislan hefst kl. 21
og ætti enginn unnandi tónlistar eða menn-
ingar að láta sig vanta.
Stúdentakjallarinn | Kvartett Jóels Páls-
sonar leikur í Jazzakademíunni – Jazzklúbbi
Háskóla Íslands, Stúdentakjallaranum
föstudaginn 28. apríl kl. 16–18. Kvartettinn
skipa að þessu sinni: Jóel Pálsson: saxó-
fónn; Eyþór Gunnarsson: Rhodes píanó;
Róbert Þórhallsson: kontrabassi; Scott
McLemore: trommur.
Tónlistarþróunarmiðstöðin | Þriðji hlutinn í
tónleikaseríunni young’n’fres verður haldið í
hellinum, TÞM fimmtudaginn 27. apríl, kl.
20. 500 kr. inn – ALL AGES fram koma: fut-
ure changer the oak society the best hard-
core band in the world. Tónleikarnir byrja
stundvíslega kl. 20.
Myndlist
101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í
skriðu. Opið fim.–laug. kl. 14–17. Til 3. júní.
Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Ís-
landsmyndir. Til 5. maí.
Classic Rock | Myndlistarsýningin „Slettur“
á veggjum staðarins ásamt lifandi tónlist.
Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður
þráður. Til 19. maí.
Gallerí Húnoghún | Þorvaldur Óttar Guð-
laugsson til 5. maí.
Gallerí Sævars Karls | Graeme Finn sýnir
300 teikningar sem mynda innsetningu í
Galleríinu.
Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson er með sýn-
ingu á hestamálverkum til 7. maí. Opið alla
daga frá kl. 14–18.
Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig-
urðardóttur, myndbönd frá tískusýningum,
ljósmyndir o.fl. til 30. apríl.
Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu-
listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir
málverk í Boganum. Til 30. apríl.
Hafnarborg | Leva Jerohina sýnir mynd-
bands innsetningu Zenta til 1. maí.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum
Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí.
i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og
myndbandsverk út apríl.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines til
6. okt.
Ketilhúsið Listagili | Soffía Sæmundsdóttir
myndlistarmaður sýnir málverk á tré, striga
og pappír til 30. apríl.
Kling og Bang gallerí | Listakonurnar Andr-
ea Maack og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir betur
þekktar sem listteymið Mac n’Cheese
neyddu listamanninn Serge Comte til sam-
lags við sig á mjög lúmskan og skipulagðan
hátt. Kling & Bang er opið fim.–sun. kl. 14–18.
Listasafn ASÍ | Í Ásmundarsal er Anna Jó-
elsdóttir með innsetningu stórra, lítilla, ör-
smárra, ferhyrndra, sporöskjulaga og þrí-
víðra verka. Ásta Ólafsdóttir sýnir í Gryfju
og Arinstofu ljósmyndir, myndbandsverk
o.fl. frá ferðalagi sínu um Afríkuríkið Malí.
Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick –
Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfarar.
Safnið er opið alla daga nema mánudaga
12–15.
Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal –
Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar-
inbjarnar – Máttur litarins og spegill tímans.
Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safnbúð
opin á opnunartíma.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn-
ing á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir,
stein, brons, og aðra málma – og hvernig
sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til
30. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu
útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem
kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Til 3. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja &
Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons-
eptlistamenn heimsins í dag. Á sýningunni
vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum
sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti
sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn-
arhússins. Til 5. júní.
Mokka-Kaffi | Nikulás Sigfússon sýnir
vatnslitamyndir af íslenskum villijurtum til
15. maí.
Nýlistasafnið | „Our House is a house that
moves“ er alþjóðleg sýning 12 listamanna.
Sýningarstjóri er Natasa Petresin. Lista-
mennirnir eru að fjalla um hreyfingu og
hvernig hún umbreytir heiminum stöðugt.
Til 30. apríl.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til
28. ágúst.
Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds-
dóttir með málverkasýninguna Vinir og
vandamenn til 1. maí. Saltfisksetrið er opið
alla daga frá 11–18.
Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjart-
ans Guðjónssonar er opin alla daga kl. 10–17,
nema föstudaga og stendur til 7. maí.
Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar árlegu
vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands og
Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í
Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttak-
endur sýningarinnar eru útskriftarnem-
endur frá myndlistardeild LHÍ ásamt erlend-
um listnemum. Til 29. apríl.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð
| Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir í Gallerí
Humar eða frægð í kjallara Kjörgarðs,
Laugavegi 59. Sýningin er haldin í tilefni af
útgáfu bókarinnar; 2005 – 1955 BRYN-
HILDUR, og ber sama titil.
Suðsuðvestur | Eygló Harðardóttir með
sýningu á málverkum, ljósmyndum og
myndbandi. Til 30. apríl.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldukon-
ur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk
tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síð-
ari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forrétt-
inda að nema myndlist erlendis á síðustu
áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum.
En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi.
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hol-
lenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru af-
rakstur af ferðum hans um Ísland.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema
mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl-
unarsýning, minjagripir og fallegar göngu-
leiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar á
www.gljufrasteinn.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður
Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti
hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndunum
er varpað á 150x190 cm stóran vegg. Sýnir
Sigríður myndir sem hún hefur tekið af
börnum. Til 7. júní.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–
18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum sög-
una frá landnámi til 1550. www.saga-
museum.is
Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð
veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd-
um munum. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nán-
ar: www.hunting.is
Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bókasal:
Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906–
2006. Skáldsins minnst með munum,
myndum og höfundarverkum hans. Aðrar
sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda,
Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóðminja-
safnið svona var það – þegar sýning þess
var í risinu. Fyrirheitna landið – vesturfarar.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Ís-
lands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og
þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar
og vandaðar sýningar auk safnbúðar og
kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og
miðla þekkingu á menningararfi Íslendinga
frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 11–17.
Dans
Kramhúsið | Helgarnámskeið með Damián
og Nancy verður í Kramhúsinu 28.–30. apr-
íl. Parið mun einnig sýna á tangókvöldi í
Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 29.
apríl. Boðið er upp á námskeið bæði fyrir þá
sem eru nýbyrjaðir að dansa tangó og vana
dansara. Sjá: www.kramhusid.is.
Skemmtanir
Kiwanishúsið | Félagsvist í Kiwanishúsinu
Mosfellsbæ í landi Leirvogstungu v/
Vesturlandsveg á fimmtudagskvöldum kl.
20.30 Kaffiveitingar. Spilaverðlaun.
Klúbburinn við Gullinbrú | Laugardaginn
29. apríl verður Vestmannaeyjaball á
Klúbbnum. Hljómsveitin Logar mun leika öll
sín bestu lög og halda uppi ótrúlegri
stemmningu langt fram á nótt.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða