Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 189 . TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Andríkið í Eilandi Fimm listamenn taka þátt í sýningu í Gróttu | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Annað uppgjör Frakka og Ítala  Torfæruveisla á Hellu  Örninn er sestur Íþróttir | Zidane haldi verð- laununum  Stabæk býður Veigari nýjan samning KÁRAHNJÚKASTÍFLA verður langstærsta stífla landsins þegar hún verður tilbúin en vinna við hana er langt á veg komin og margir áfangar nálgast verklok. Verktakinn Impregilo hefur lokið við að setja um 95% af fyllingunni í Kárahnjúkastíflu og vatnsleka. Búist er við að verktakinn við einn hluta ganganna brjótist í gegn og komist út úr bergveggnum við Hálslón fyrir helgi. Kárahnjúkastífla verður ein af tíu hæstu stíflum sinnar tegundar í heiminum, nærri tvö hundruð metra há og 730 m löng. | Miðopna auk þess sem rúmlega helmingur klæðning- arinnar sem verður vatnsmegin á stíflunni hefur verið steyptur. Allar framkvæmdir við virkjunina ganga samkvæmt áætlun nema gerð aðrennsl- isganga sem hafa tafist vegna mislaga í bergi Morgunblaið/RAX Kárahnjúkastífla komin langt á veg ÍSRAELSSTJÓRN sagði í gær að stjórnvöld í Sýrlandi og Íran, ásamt Hizbollah-hreyfingunni og Hamas-samtökunum, væru „öxulveldi hryðju- verka“ jafnframt því sem hún hét að „brjóta“ Hiz- bollah á bak aftur. Tugir manna féllu þegar Ísr- aelsher gerði árásir í Líbanon í gær, á sama tíma og Bandaríkjastjórn beitti neitunarvaldi sínu gegn ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem hefði þrýst á Ísraela um að hætta árásum á Gaza-svæðinu. „Við bjuggumst við því að Hizbollah myndi brjóta leikreglurnar og erum staðráðnir í að brjóta hreyfinguna á bak aftur,“ sagði Amir Pe- retz, varnarmálaráðherra Ísraels, í gær. Hann bætti því við að ráðist yrði gegn Hizbollah „með eins afgerandi hætti“ og mögulegt væri, en Ísr- aelsstjórn hefur skorað á stjórnvöld í Líbanon að afvopna liðsmenn hreyfingarinnar. Fuad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, ítrekaði hins vegar að ríkisstjórn landsins bæri ekki ábyrgð á aðgerðum Hizbollah og stjórnvalda í Sýrlandi, sem sökuð eru um að styðja hreyf- inguna, um leið og hann kallaði eftir aðstoð al- þjóðasamfélagsins. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, beindi líkt og Peretz orðum sín- um til Sýrlendinga og sagði að draga yrði stjórn landsins til ábyrgðar vegna ólgunnar í Mið-Aust- urlöndum. Segir ábyrgðina Ísraelsstjórnar Amr Mussa, framkvæmdastjóri Arababanda- lagsins, sagði ábyrgðina hins vegar liggja hjá Ísr- aelsstjórn. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Ír- ans, blandaði sér einnig í málið og varaði Ísraelsmenn við aðgerðum gegn Sýrlendingum. Á sama tíma sagði Gideon Meir, starfsmaður ísr- aelska utanríkisráðuneytisins, Ísraelsstjórn hafa upplýsingar um að Hizbollah ætlaði að flytja ísr- aelsku hermennina tvo, sem hreyfingin tók til fanga í N-Líbanon á miðvikudaginn var, til Írans. Tugir féllu í árás Ísraelshers Að minnsta kosti 46 manns létust þegar Ísr- aelsher gerði árásir á Líbanon í gær, en þær eru gerðar í hefndarskyni fyrir ránið á ísraelsku her- mönnunum. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loft- árásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút í annað sinn í gær, ásamt því að varpa sprengjum á þjóðveginn milli Beirút og Damaskus. Þá sakaði Ísraelsher Hizbollah um að hafa skotið tveimur flaugum á Haifa, þriðju stærstu borg Ísraels, en talsmenn hreyfingarinnar vísuðu aðild að árásinni alfarið á bug. Liðsmenn Hizbollah hafa svarað aðgerðum Ísraelshers með eldflaugaárásum. A.m.k. þrír Ísraelsmenn hafa fallið og 50 særst í árásunum. Bandaríkjastjórn greiddi í gær atkvæði gegn ályktun í öryggisráði SÞ, sem hefði þrýst á Ísr- aelsmenn að binda enda á árásir sínar á Gaza. „Við teljum að ályktunin myndi auka á spennuna á svæðinu,“ sagði Janelle Hironimus, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, eftir at- kvæðagreiðsluna í gær. „Þessi ályktun grefur undan trúverðugleika SÞ.“ Sögð öxulveldi hryðjuverka Reuters Ísraelskar hersveitir gerðu mannskæðar árásir á skotmörk í Líbanon í gær. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ísraelsstjórn harðorð í garð stjórnvalda í Sýrlandi og Íran  Ætla að knýja | 14 „Komin þörf fyrir hækkun“ MAGNÚS Ásgeirsson, innkaupastjóri elds- neytis hjá Olíufélaginu ESSO, sagði ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs „bæta gráu ofan á svart“, með því að gera hækkun á bensínverði nær óhjákvæmi- lega. „Þessir at- burðir eru þvert ofan í spár,“ sagði Magnús í gær. „Það er ljóst að við biðum eftir því að heimsmarkaðs- verð á olíu myndi lækka. Þessir at- burðir eru því það sem við þurftum allra síst á að halda. Ég get ekki séð annað en að við séum komin í þá stöðu að þurfa að hækka bensínverðið. Það er komin þörf fyr- ir hækkun.“ Olíuverð orðið svimhátt Átökin í Líbanon, Ísrael og Palestínu höfðu þannig víðtæk efnahagsleg áhrif í gær með því að stuðla að hækkun á heims- markaðsverði á olíu. Fleiri þættir koma þó þar til, einkum deilurnar um eldflaugatil- raunir Norður-Kóreu og kjarnorkuáætlun Írana í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þannig var verðið 76,70 Bandaríkjadalir fatið þegar mörkuðum var lokað í New York í gær, en 76,69 dalir fatið í London, sem var hækkun upp á 2,30 dollara frá deg- inum áður. Rafræn viðskipti með olíu héldu áfram í New York í gær og fór verðið upp í 78,35 dali fatið, að sögn AP-fréttastofunnar. Verð á olíu er því hægt og bítandi að nálgast það sem það var eftir byltinguna í Íran 1979. Svaraði verðið þá til yfir 90 doll- ara á núgengi, sem er metverð. MÁR Þórarinsson, einn þriggja flugvirkja frá Atlanta sem eru í Beirút í Líbanon, sagði við fréttavef Morgunblaðsins að áras- ir Ísraelsmanna væru óþægilega nálægt hótelinu sem þeir búa á, en þeir heyrðu og fundu fyrir seinni árás Ísraelsmanna á flugvöllinn í Beirút. Hótelið er í 2–3 km fjarlægð frá vellinum og sagði Már að sér hefði skilist á starfsmönnum flugvallarins að allar brautirnar væru skemmdar. Hægt væri að lagfæra brautirnar á skömmum tíma, en það yrði þó ekki gert fyrr en öruggt þætti að árásunum væri lokið. Már segir ástandið á hótelinu ágætt og að það sé talið öruggt. Um 60% gesta eru enn á hótelinu. Nokkuð er um útlendinga. Fraktflugvél Atlanta, sem er á flugvell- inum, skemmdist ekki en er þó í einhverri hættu þar sem hún er á flugvallarsvæðinu. Utanríkisráðuneytið sendi yfirlýsingu frá sér í gærkvöldi þar sem áréttað er mik- ilvægi þess að þeir Íslendingar, sem ferðist um þetta svæði, sýni fyllstu aðgát og láti vita af ferðum sínum. Sprengjuárásirnar „óþægilega nálægt“ Íslendingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.