Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 189 . TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Andríkið í Eilandi Fimm listamenn taka þátt í sýningu í Gróttu | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Annað uppgjör Frakka og Ítala  Torfæruveisla á Hellu  Örninn er sestur Íþróttir | Zidane haldi verð- laununum  Stabæk býður Veigari nýjan samning KÁRAHNJÚKASTÍFLA verður langstærsta stífla landsins þegar hún verður tilbúin en vinna við hana er langt á veg komin og margir áfangar nálgast verklok. Verktakinn Impregilo hefur lokið við að setja um 95% af fyllingunni í Kárahnjúkastíflu og vatnsleka. Búist er við að verktakinn við einn hluta ganganna brjótist í gegn og komist út úr bergveggnum við Hálslón fyrir helgi. Kárahnjúkastífla verður ein af tíu hæstu stíflum sinnar tegundar í heiminum, nærri tvö hundruð metra há og 730 m löng. | Miðopna auk þess sem rúmlega helmingur klæðning- arinnar sem verður vatnsmegin á stíflunni hefur verið steyptur. Allar framkvæmdir við virkjunina ganga samkvæmt áætlun nema gerð aðrennsl- isganga sem hafa tafist vegna mislaga í bergi Morgunblaið/RAX Kárahnjúkastífla komin langt á veg ÍSRAELSSTJÓRN sagði í gær að stjórnvöld í Sýrlandi og Íran, ásamt Hizbollah-hreyfingunni og Hamas-samtökunum, væru „öxulveldi hryðju- verka“ jafnframt því sem hún hét að „brjóta“ Hiz- bollah á bak aftur. Tugir manna féllu þegar Ísr- aelsher gerði árásir í Líbanon í gær, á sama tíma og Bandaríkjastjórn beitti neitunarvaldi sínu gegn ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem hefði þrýst á Ísraela um að hætta árásum á Gaza-svæðinu. „Við bjuggumst við því að Hizbollah myndi brjóta leikreglurnar og erum staðráðnir í að brjóta hreyfinguna á bak aftur,“ sagði Amir Pe- retz, varnarmálaráðherra Ísraels, í gær. Hann bætti því við að ráðist yrði gegn Hizbollah „með eins afgerandi hætti“ og mögulegt væri, en Ísr- aelsstjórn hefur skorað á stjórnvöld í Líbanon að afvopna liðsmenn hreyfingarinnar. Fuad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, ítrekaði hins vegar að ríkisstjórn landsins bæri ekki ábyrgð á aðgerðum Hizbollah og stjórnvalda í Sýrlandi, sem sökuð eru um að styðja hreyf- inguna, um leið og hann kallaði eftir aðstoð al- þjóðasamfélagsins. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, beindi líkt og Peretz orðum sín- um til Sýrlendinga og sagði að draga yrði stjórn landsins til ábyrgðar vegna ólgunnar í Mið-Aust- urlöndum. Segir ábyrgðina Ísraelsstjórnar Amr Mussa, framkvæmdastjóri Arababanda- lagsins, sagði ábyrgðina hins vegar liggja hjá Ísr- aelsstjórn. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Ír- ans, blandaði sér einnig í málið og varaði Ísraelsmenn við aðgerðum gegn Sýrlendingum. Á sama tíma sagði Gideon Meir, starfsmaður ísr- aelska utanríkisráðuneytisins, Ísraelsstjórn hafa upplýsingar um að Hizbollah ætlaði að flytja ísr- aelsku hermennina tvo, sem hreyfingin tók til fanga í N-Líbanon á miðvikudaginn var, til Írans. Tugir féllu í árás Ísraelshers Að minnsta kosti 46 manns létust þegar Ísr- aelsher gerði árásir á Líbanon í gær, en þær eru gerðar í hefndarskyni fyrir ránið á ísraelsku her- mönnunum. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loft- árásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút í annað sinn í gær, ásamt því að varpa sprengjum á þjóðveginn milli Beirút og Damaskus. Þá sakaði Ísraelsher Hizbollah um að hafa skotið tveimur flaugum á Haifa, þriðju stærstu borg Ísraels, en talsmenn hreyfingarinnar vísuðu aðild að árásinni alfarið á bug. Liðsmenn Hizbollah hafa svarað aðgerðum Ísraelshers með eldflaugaárásum. A.m.k. þrír Ísraelsmenn hafa fallið og 50 særst í árásunum. Bandaríkjastjórn greiddi í gær atkvæði gegn ályktun í öryggisráði SÞ, sem hefði þrýst á Ísr- aelsmenn að binda enda á árásir sínar á Gaza. „Við teljum að ályktunin myndi auka á spennuna á svæðinu,“ sagði Janelle Hironimus, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, eftir at- kvæðagreiðsluna í gær. „Þessi ályktun grefur undan trúverðugleika SÞ.“ Sögð öxulveldi hryðjuverka Reuters Ísraelskar hersveitir gerðu mannskæðar árásir á skotmörk í Líbanon í gær. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ísraelsstjórn harðorð í garð stjórnvalda í Sýrlandi og Íran  Ætla að knýja | 14 „Komin þörf fyrir hækkun“ MAGNÚS Ásgeirsson, innkaupastjóri elds- neytis hjá Olíufélaginu ESSO, sagði ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs „bæta gráu ofan á svart“, með því að gera hækkun á bensínverði nær óhjákvæmi- lega. „Þessir at- burðir eru þvert ofan í spár,“ sagði Magnús í gær. „Það er ljóst að við biðum eftir því að heimsmarkaðs- verð á olíu myndi lækka. Þessir at- burðir eru því það sem við þurftum allra síst á að halda. Ég get ekki séð annað en að við séum komin í þá stöðu að þurfa að hækka bensínverðið. Það er komin þörf fyr- ir hækkun.“ Olíuverð orðið svimhátt Átökin í Líbanon, Ísrael og Palestínu höfðu þannig víðtæk efnahagsleg áhrif í gær með því að stuðla að hækkun á heims- markaðsverði á olíu. Fleiri þættir koma þó þar til, einkum deilurnar um eldflaugatil- raunir Norður-Kóreu og kjarnorkuáætlun Írana í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þannig var verðið 76,70 Bandaríkjadalir fatið þegar mörkuðum var lokað í New York í gær, en 76,69 dalir fatið í London, sem var hækkun upp á 2,30 dollara frá deg- inum áður. Rafræn viðskipti með olíu héldu áfram í New York í gær og fór verðið upp í 78,35 dali fatið, að sögn AP-fréttastofunnar. Verð á olíu er því hægt og bítandi að nálgast það sem það var eftir byltinguna í Íran 1979. Svaraði verðið þá til yfir 90 doll- ara á núgengi, sem er metverð. MÁR Þórarinsson, einn þriggja flugvirkja frá Atlanta sem eru í Beirút í Líbanon, sagði við fréttavef Morgunblaðsins að áras- ir Ísraelsmanna væru óþægilega nálægt hótelinu sem þeir búa á, en þeir heyrðu og fundu fyrir seinni árás Ísraelsmanna á flugvöllinn í Beirút. Hótelið er í 2–3 km fjarlægð frá vellinum og sagði Már að sér hefði skilist á starfsmönnum flugvallarins að allar brautirnar væru skemmdar. Hægt væri að lagfæra brautirnar á skömmum tíma, en það yrði þó ekki gert fyrr en öruggt þætti að árásunum væri lokið. Már segir ástandið á hótelinu ágætt og að það sé talið öruggt. Um 60% gesta eru enn á hótelinu. Nokkuð er um útlendinga. Fraktflugvél Atlanta, sem er á flugvell- inum, skemmdist ekki en er þó í einhverri hættu þar sem hún er á flugvallarsvæðinu. Utanríkisráðuneytið sendi yfirlýsingu frá sér í gærkvöldi þar sem áréttað er mik- ilvægi þess að þeir Íslendingar, sem ferðist um þetta svæði, sýni fyllstu aðgát og láti vita af ferðum sínum. Sprengjuárásirnar „óþægilega nálægt“ Íslendingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.