Morgunblaðið - 14.07.2006, Síða 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
Feti framar!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
1
4
2
BRESKA kvik-
myndaeftirlitið
hefur úrskurðað
að kvikmyndin
Destricted sé
ekki klám heldur
list. Um er að
ræða sjö stutt-
myndir eftir jafn-
marga listamenn
sem hver og einn kannar mörkin
milli kláms og listar í verki sínu og
eru mörg atriði afar hispurslaus.
Meðal þess sem ber fyrir augu eru
myndskeið af raunverulegum sam-
förum og í einni myndanna sést am-
erískur kúreki fróa sér í óbyggðum
vestursins. Fimm sýningar á mynd-
inni eru fyrirhugaðar í Tate Modern
listasafninu í London í september.
Sigurjón Sighvatsson, sem er
einn af framleiðendum mynd-
arinnar, segir að hún sé athyglis-
vert innlegg í umræðuna um klám.
| 50
Ekki klám
hjá Sigurjóni
ENSKI tónlist-
armaðurinn
Morrissey er
væntanlegur
hingað til lands í
byrjun næsta
mánaðar og
heldur tónleika í
Laugardalshöll.
Morrissey var á
sínum tíma leiðtogi hljómsveit-
arinnar The Smiths, sem er ein vin-
sælasta hljómsveit enskrar rokk-
sögu, en frá því hljómsveitin lagði
upp laupana fyrir tveimur áratug-
um hefur hann verið einn á ferð og
gefið út á annan tug af breiðskífum.
Morrissey er nú á tónleikaferð
um heiminn að kynna nýjustu plötu
sína. Á þeirri ferð hefur hann flutt
jöfnum höndum lög af sólóskífum
sínum og gömul Smiths-lög.
Að sögn Gríms Atlasonar hjá
Austur-Þýskalandi, sem stendur
fyrir tónleikunum, hyggst Morr-
issey taka sér frí hér á landi í
nokkra daga.
Tónleikarnir í Laugardalshöll
verða 12. ágúst næstkomandi og
hefst miðasala eftir helgina.
Morrissey
til Íslands
GUÐNI Ágústsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, tilkynnti í
gær að hann hygðist sækjast áfram
eftir varaformannsembættinu á
flokksþinginu sem haldið verður í
ágúst. „Ég hef verið hvattur til að
gefa kost á mér til forystu í Fram-
sóknarflokknum af fólki úr öllum
kjördæmum. Ég þakka þann stuðn-
ing og vináttu sem ég met mikils,“
segir m.a. í yfirlýsingun Guðna.
Í samtali við Morgunblaðið segist
Guðni frekar sækjast eftir varafor-
mennsku en formennsku vegna þess
að hann telji að flokkurinn „þurfi á
mikilli einingu að halda og þess
vegna tek ég þessa ákvörðun að
bjóða mig frekar fram sem varafor-
maður og fara ekki í slag um for-
mennskuna við þessar aðstæður,“
segir Guðni.
Hann leggur jafnframt áherslu á
að framboð hans geti orðið til að
skapa einingu innan flokksins. | 6
Guðni í kjöri
til varafor-
manns
GAGNRÝNISVERT er að lánastofn-
anir og opinberir aðilar reyni að tala
fasteignaverðið niður, að mati Björns
Þorra Viktorssonar, formanns Félags
fasteignasala.
„Mér finnst taugatitringurinn sem
greiningardeildir bankanna eru að
koma af stað svolítið ýktur, að minnsta
kosti á köflum,“ segir Björn.
Sumir fasteignasalar, sem Morgun-
blaðið ræddi við, segja bankana rugga
fasteignamarkaðnum með handafli og
benda á að fasteignamarkaðurinn
hegði sér allt öðruvísi en hlutabréfa-
markaður eða gjaldeyrismarkaður.
Fólk þurfi einhvers staðar að búa og
því rjúki það ekki til og selji fasteignir
sínar þegar fréttir berist af því að verð
kunni að vera að lækka.
„Er verið að miða við tvö síðustu ár-
in sem eru hugsanlega mestu veltuár í
fasteignasölu á Íslandi?“ spyr Sverrir
Kristinsson, framkvæmdastjóri
Eignamiðlunar. | 4
Segja lánastofnanir tala
niður fasteignaverð
♦♦♦
♦♦♦
FORNLEIFARANNSÓKN á Þing-
völlum hefur breytt þeirri hefð-
bundnu mynd sem leikir og lærðir
hafa lengi haft af staðnum. Þetta
segir Adolf Friðriksson sem stjórn-
að hefur fornleifarannsókn á Þing-
völlum sl. fimm sumur.
Á 18. og 19. öld töldu ýmsir forn-
leifafræðingar að Lögberg hefði í
fornöld verið í Spönginni, sem er
hraunriminn milli Flosagjár og
Nikalásargjár og þar virðist votta
fyrir hringlaga mannvirki með lítilli
tóft í miðju.
Rannsóknin hefur ekki leitt af-
dráttarlaust í ljós hvar Lögberg var,
en fram að þessu hefur verið talið
líklegast að Lögberg væri á Hall-
inum vestan Öxarár. Við rannsókn-
ina í sumar og í fyrrasumar hefur
hins vegar ekkert komið fram sem
staðfesti að þar hafi verið mann-
virki.
„Þegar er ljóst að meginniður-
staða rannsókna 2002–2006 er að sú
mynd sem við höfum haft af Þing-
völlum er í raun mjög óljós og jafn-
vel röng í mörgum atriðum. Mann-
virki hafa ekki fundist við Lögberg
og staðsetning þess óþekkt, minjar
á Spönginni minna helst á kirkju-
leifar, auða túnið sunnan Þingvalla-
bæjar reynist vera krökkt af minj-
um og þar fannst af tilviljun einn
helsti dýrgripur sem komið hefur úr
íslenskri jörð (tábagallinn), á Bisk-
upshólum eru stór og mjög forn
mannvirki, áður óþekktar búðaleifar
eða önnur mannvirki liggja með
austurbakka Öxarár og við mynni
Brennugjár er manngerður hóll sem
geymt hefur silfurmuni og bein í
tæpt árþúsund,“ segir Adolf.
Æskilegt að leggja áherslu
á minjarnar í Miðmundatúni
Grafið var á átta svæðum; þar
sem talið var að Lögberg stæði, búð
vestan Öxarár sem kennd er við
Njál, á Spönginni, á Miðmundatúni,
á Biskupshólum, og í þrjár þústir á
austurbakka Öxarár.
„Verði ráðist í áframhaldandi
rannsóknir á Þingvöllum væri æski-
legt að leggja áherslu á minjarnar í
Miðmundatúni, og ganga úr skugga
um hlutverk og eðli mannvirkja á
Lögbergi, Biskupshólum og Spöng-
inni sem og manngerða hólnum við
mynni Brennugjár,“ segir Adolf.
Í sumar fundust tveir norskir
peningar í hól á austurbakka Öx-
arár. Talið er að þeir séu frá miðri
11. öld.
Ekki rétt mynd
af Þingvöllum
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Breytir mynd okkar | 10
LÖGREGLUMENN frá Stykk-
ishólmi tóku um tvö grömm af
kannabisefnum af tveim karl-
mönnum í gær. Lögreglumennirnir
höfðu upphaflega fengið það verk-
efni að sækja lögreglubíl til Reykja-
víkur og stoppuðu í Borgarnesi sér
til hressingar. Á karlaklósettinu dró
til tíðinda því þar var samtímis þeim
maður sem lyktaði af áfengi og
kveikti það áhuga laganna varða til
að kanna málið betur. Maðurinn fór
út í bíl og settist í farþegasæti en fé-
lagi hans við stýrið keyrði fyrir
næsta horn á bílaplani og stöðvaði
bíllinn. Upphófust síðan kannabis-
reykingar án minnsta gruns um að
lögreglan væri með allt saman undir
smásjánni. Lögreglumennirnir
fengu aðstoð hjá starfsbræðrum sín-
um í Borgarnesi um að klára málið
og var mönnunum sleppt að loknum
yfirheyrslum. Mennirnir höfðu verið
á leið í veiðitúr þegar lögreglan
greip inn í ferðalagið.
Teknir með
kannabis á
leið í veiðina
ÁTTA upplýsingaskilti voru afhjúpuð innan
þjóðgarðsins á Þingvöllum í gærkvöldi. Unnur
Gylfadóttir og dóttir hennar, Anýa Freyja, lögðu
Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra og for-
manni Þingvallanefndar, lið við að afhjúpa skilt-
in sem faðir Unnar, Gylfi Gíslason myndlist-
armaður, myndskreytti. Hér eru þau við skiltið á
Hakinu en hin eru m.a. við Lögberg, Snorrabúð
og Drekkingarhyl. Björn stóð ásamt Adolfi Frið-
rikssyni fornleifafræðingi fyrir kvöldgöngu um
þjóðgarðinn í gærkvöldi, auk þess sem hann
kynnti störf Þingvallanefndarinnar og stefnu-
mörkun garðsins. Þrátt fyrir heldur napurt veð-
ur var nokkur fjöldi samankominn við athöfnina
í kvöldgöngunni.
Morgunblaðið/Kristinn
Upplýsingaskilti afhjúpuð á Þingvöllum